Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Qupperneq 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Qupperneq 37
15.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Real Basketball-snjallforritið er bæði til í Google play og App store og kostar ekkert. Leikurinn er eins og margir boltaleikir; einfaldur en samt er mjög auðvelt að tapa tíma- skyninu og spila nánast út í hið óendanlega. Grafíkin er mjög góð og stýrikerfið fínt líka fyrir leik sem kostar ekkert. Fingraleikur sem styttir tímann fram að jólum. REAL BASKETBALL Körfuboltafjör að vetri til Í mörg ár hefur Zedge verið vin- sælasta snjallforritið þar sem hægt er að sækja sér hringitóna, vegg- fóður og annað til að skreyta símann. Rúmlega 80 milljónir manna hafa sótt Zedge og enn fleiri núna yfir jólahátíðina. Ef hug- myndin er að gera símann jóla- legan er Zedge snjallforritið til þess. ZEDGE Allt á sama stað Svo virðist sem Íslendingar kunni aðeins að gera góða spurningaleiki. QuizUp var fyrst en nú er komið 2Know sem er sniðugt smáforrit þar sem hægt er að gera sínar eigin spurningar og nota myndirnar úr símanum. Deila þannig ferðalaginu með vinum þínum og fjölskyldu á skemmtilegan og öðruvísi hátt. Frábær partíleikur sömuleiðis. Íslenskt hugvit 2KNOW Jólagjöfin fæsthjáokkur NýttVISA tímabil er hafið í verslun okkar í Smáralind iPadmini Verðfrá:54.990.- Kortalán í allt að36mánuði iPhone4s8GB Verð:67.890.- Fyrir ömmur og afa Instagram-slæðusýningavél Af því að amma og afi eru ekki á Instagram missa þau af öllum myndunum af barnabörnunum. Það má snögglega breyta því með Projecto sem varpar In- stagram-myndum á vegg líkt og með gömlu slæðusýningarvélunum sem nutu vinsælda á 8. áratugnum. Sjálft Projecto-tækið er á stærð við eldspýtustokk, með lítilli led-peru sem varpar myndunum í allt að metra stærð á vegg í gegn- um smáa linsu. Instagram-myndirnar eru færðar á einn ramma af 35 mm sli- desfilmu sem er svo klipptur út í hringlaga formi og settur í þar til gert hjól fyrir sýningarvélina. Hægt er að skipta út hjólum að vild. Skemmtileg leið til að leyfa ömmu og afa að fylgjast með. Fyrir tónlistaráhugafólk Þráðlausir hátalarar Einn af annmörkum snjalltækja er að þrátt fyrir að þau séu mikið notuð til hljómflutnings, þá henta þau sérlega illa til þess nema annaðhvort með heyrnartólum eða utanáliggjandi hátölurum. Lengi hefur verið hægt að kaupa ýmiss konar dokkur með innbyggðum hátalara sem hlaða símtæki samhliða því að spila tónlist. Slík lausn er þó ekki sérlega meðfærileg. Hins vegar er hægt að fá litla og meðfærilega Bluetooth- hátalara sem hægt er að taka með sér í bílinn, í útileguna, eða bara flytja á milli herbergja með einföldum hætti. Hægt er að fá slíka hátalara í ýmsum gerðum, bæði minni og stærri, og í sumum tilfellum bæði ryk- og vatnsvarða, sem hentar sérstaklega vel fyrir iðnaðarmenn og aðra sem eru mikið á ferðinni. Fyrir adrenalínfíkla GoPro GoPro-myndavélin er skyldueign allra sem stunda það að hoppa fram af fjöll- um með fallhlíf á bakinu eða fara í heljarstökk á BMX-hjólum. Það er ekki hægt að festa tölu á fjölda stórkostlegra myndbanda sem hafa verið tekin með aðstoð þessa litla apparats. Myndavélin sjálf er lítil og handhæg og er jafnan fest á höfuð viðkomandi þar sem hún tekur upp það sem fyrir augu mynda- tökumannsins ber. Myndavélin skilar ótrúlega miklum gæðum, bæði hljóði og mynd. Myndbandsupptökur eru í 1080 p háskerpu, en hægt er að taka þrjár myndir á sekúndu í 5 mp gæðum. Þetta er gjöf sem heldur áfram að gefa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.