Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2013
E
ngum er hollt að velta fyrir sér
hverjir kynnu að hafa verið villtustu
draumar Stalíns. Hann var jú annar
mesti fjöldamorðingi síðari tíma
sögu, næstur á eftir Maó og næstur
á undan Hitler. Ekki eru margir lík-
legir til að telja sig þurfa að afsaka ónóg „afrek“ af
framantöldu tagi. En svo sannarlega er ekki útlokað
að Adolf Hitler hefði talið slíkt við hæfi og gæti
hann þá vitnað til þess að samanburðurinn á milli
hans og Stalíns væri ekki sanngjarn af tveimur
ástæðum. Hin fyrri væri þá væntanlega sú, að Stal-
ín hefði haft mun lengri tíma til illvirkja en Hitler
gafst og hin, að félagi Lenín var kominn vel af stað í
Rússlandi og leppríkjunum, þegar röðin kom að
Stalín að verða fremstur meðal öreiga.
Myljandi möguleikar
En „villtustu draumar“ eru í almennri umræðu ekki
teknir bókstaflega og samkvæmt henni geta menn
haft margar tegundir af villtum draumum. Eina
slíka mætti tengja við Stalín og raunar keppinauta
hans tvo, þótt hún sé fjarri því að vera jafn óhugn-
anleg og villtasti draumur slíkra hlyti að vera. Hinir
miklu leiðtogar og enn meiri misindismenn áttu það
sameiginlegt að styðja takmarkalítil völd sín við her
og lögreglu og þá ekki síst leynilögregluna. Nöfnin
Gestapo og KGB vekja enn minningar um skelfingu
og ógnir. Leiðtogarnir miklu sögðust eingöngu
starfa í þágu og umboði fjöldans. Þeir bættu því
gjarnan við, í lítillæti sínu, að án hans mættu þeir
sín einskis. En þrátt fyrir svo ríkulegan bakhjarl,
sem öll alþýðan var, dugði hann ekki til. Víða voru
samsærismenn, útsendarar og gagnbyltingarmenn
á sveimi. Með þeim var óhjákvæmilegt að fylgjast
rækilega til að koma í veg fyrir vélabrögð þeirra
gegn vinum fólksins. Og það var einmitt beinlínis
með heill og hamingju alþýðunnar í huga sem það
var gert. Leyniþjónusturnar voru ekki aðeins öflug-
ar og með víðtækar heimildir, ef ekki ótakmark-
aðar, heldur einnig mjög fjölmennar. Og það dugði
ekki til og því voru laustengdir hjálparkokkar víða.
Eins voru börn fengin til að njósna um foreldra sína
og láta yfirvöld vita yrðu þau vör við andfélagslegar
hugsanir. Þau börn, sem bestum árangri náðu, voru
heiðruð sem hetjur ungliðanna og fengu skjöl og
borða fyrir sína dáð. Foreldrarnir gátu auðvitað
ekki notið augnabliksins með þeim, en urðu að láta
sér duga að hugsa af föður- og móðurlegu stolti og
hlýju í köldum klefum sínum. Það hefur ræst veru-
lega úr mannréttindamálum veraldar síðan þetta
var, þótt enn sé víða pottur brotinn.
Villtir draumar í villtu vestri
En víkur þá sögunni aftur að „villta draumnum.“ Á
Vesturlöndum, háborg frelsis og lýðræðis, hefur
orðið tæknibylting síðustu áratugina. Tökum dæmið
frá litla sæta Íslandinu okkar. Fyrir rétt rúmri öld
rifust menn um það, hvort leggja ætti síma til lands-
ins og um það. Góðbændur risu upp og fylktu liði til
mótmæla og Þorsteinn myndarbóndi á Móeiðarhvoli
rétti Hannesi ráðherra Hafstein mótmælin fyrir
þeirra hönd í Stjórnarráðinu. Þessi mótmæli bænda
eru einatt lögð út á hinn versta veg, en þá er öll sag-
an sjaldnast sögð. Til þess gefst ekki rúm hér að
sinni. En aðeins rúmlega öld síðar er síminn alls
staðar nálægur, enda ein helsta forsenda nútímalífs.
Hlutverk hans er orðið annað og meira en nokkurn
hefði grunað að gæti orðið. Það er kannski ofmælt
að halda því fram að hans gamla og góða hlutverk
sé orðið aukaatriði, en þó hafa meiri ýkjur en þær
verið hafðar uppi. Síminn gerði fólki, sem var fjarri
fært að tala saman og fréttum að berast undraskjótt
heimshorna á milli. Slíkt gagn gerir síminn enn. En
hann gerir svo miklu meira. Hann er myndavél,
upptökuvél, dagbók, tölva, reiknistokkur, vekj-
araklukka, ritsími og eru þá aðeins brotabrot á
stangli upp talin. Menn rifja upp sér til skemmtunar
hvernig sveitasíminn var að hluta til almannagagn
og ekki aðeins óprúttnir lögðust á línuna, heldur all-
ir sem gátu. Það kom mönnum hins vegar í opna
skjöldu þegar hinir hátæknivæddu símar urðu
skyndilega verri en gömlu sveitasímarnir að þessu
leyti. Hvernig má það vera? Jú, það vissu allir um
Mér feilar
aldrei, sagði
karlinn
*Meira að segja Merkel,kanslari Þýskalands, meðöfluga leyniþjónustu í kringum
sig, bjó við það í 10 ár að Banda-
ríkjamenn, bræður og vinir,
hleruðu síma hennar. Forseti
Bandaríkjanna lofaði Merkel að
hætta að hlera síma hennar en
heldur því opnu að hlera þá síma
sem kanslarinn hringir í.
Reykjavíkurbréf 13.12.13