Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Síða 45
ágalla sveitasímans og höguðu sér samkvæmt því.
Með sama hætti töldu „allir“ sig mega treysta há-
tæknivæddum símum nútímans og höguðu sér sam-
kvæmt því og stóðu margir berstrípaðir eftir. Meira
að segja Merkel, kanslari Þýskalands, með öfluga
leyniþjónustu í kringum sig, bjó við það í 10 ár að
Bandaríkjamenn, bræður og vinir, hleruðu hennar
síma. Forseti Bandaríkjanna lofaði Merkel að hætta
að hlera síma hennar, en heldur því opnu að hlera
þá síma sem kanslarinn hringir í. Íslenskt fyrirtæki,
Vodafone, þverbraut reglur um eyðingu gagna, og
hafði í fórum sínum margvísleg viðkvæm málefni
einstaklinga árum saman og hefur komist upp með
að gefa ekki frambærilegar skýringar á því. Enginn
veit hvort eða hvernig eigendur þess fyrirtækis
kunna að hafa notað þann upplýsingasjóð sem þeir
höfðu engan rétt til að hafa undir höndum.
Heimurinn upplýstur
Tveim tölvuunglingum, Manning og Snowden, tókst
að veita öflugustu njósnastofnunum heims nokkur
óbætanleg högg. Það er líklegt að þessir tveir hafi
brotið gildandi lög í sínu heimalandi með sínum
gerðum. Þessi ungu menn beindu þunnum ljósgeisla
inn fyrir rammgerðan leyndarhjúpinn. Þótt glufan
væri lítil, sem lýst var inn um, kom í ljós umfangs-
mikil starfsemi af því tagi sem aðeins framleiðendur
hasarmynda í framúrstefnustíl hefðu haft ímynd-
unarafl til að lýsa óséðri. Eins og fyrr sagði má gefa
sér að uppljóstrararnir séu lögbrjótar. En ef sú
starfsemi sem þeir gáfu umheiminum færi á að sjá
glitta í er í samræmi við lög, hefur það vald sem slík
lög setur farið alvarlega út af sporinu. Í ljós er kom-
ið, að hin vestrænu stórríki „hlera“ því sem næst
hvern einasta mann í eigin löndum, svo ekki sé
minnst á annarra ríkja menn. Og þetta er gert í
þeim göfuga tilgangi að reyna að koma auga á
hryðjuverkamenn áður en þeir láta til skarar
skríða. Hver getur verið á móti því, eftir það sem
gerðist 11. september 2001 og fyrir og eftir þann
tíma? Auðvitað enginn. En vandinn er sá að
„hryðjuverkamaður“ er dálítið óljóst hugtak. Leyni-
þjónustur hafa því ekki fundið annan nýtilegan kost
en þann að líta á mannheim allan sem hugsanlegan
tilvonandi hryðjuverkamann og því er mannheimur
hleraður. Og síminn í öllum sínum margvíslegu
myndum og tölvurnar gera mönnum þetta kleift.
Nú fara opinberir starfsmenn til vinnu sinnar að
morgni í Phönix í Arisóna og nota pinna og tölvu-
skjá til að stýra drónaflugvél í Yemen eða Pakistan.
Á góðum degi næst að drepa þar grunaðan hryðju-
verkamann og helst sem fæsta aðra í leiðinni og
komast heim í kvöldmat á siðlegum tíma. Þetta er
snyrtileg, áhættulaus og virt og vellaunuð vinna.
Vera má að samið sé um bónusgreiðslur. Með sama
hætti geta menn „hlerað“ hvar sem er. Tæknin hef-
ur auðveldað líf okkar mjög og ekki bara þeirra sem
ekki eru njósnarar. Nú þurfa menn ekki að stela
bréfum og opna þau með varúð yfir gufu og hnýsast,
setja þau aftur í umslagið og koma þeim fyrir aftur,
svo engan gruni neitt. Daglega sitja hundruð þús-
unda verðlaunanemenda í tölvunarfræðum í Illinois
eða London og láta tölvurnar hlera aðrar tölvur og
síma, skrá og raða saman í heillegar myndir. Á góð-
um degi á þessum vinnustað minnir ein mynd af
milljón á forskrift af hryðjuverkamanni.
Óafvitandi taka allir þátt
Nánast allir eiga farsíma og hafa hann með hvert
sem þeir fara (nema í heita pottinn). Og þannig skrá
sig nánast allir til leiks. Þeir sjálfir muna sjálfsagt
ekki deginum lengur hvaða leið þeir fóru á þennan
staðinn eða hinn. En þeir þurfa ekki að hafa áhyggj-
ur af því. Það er allt saman skráð og jafnvel miklu
lengur en gert var hjá Vodafone. Og það er einnig
skráð hverjir hittast. Því símarnir sýna fjarlægðina
sem er á milli þeirra. Og þegar 3, 5 eða 7 símar eru
á litlum reit þá vita þeir hlerunardrengirnir að
menn eru sennilega á fundi. Og ef grunsamlegt nafn
tengist einum símanum er þegar í stað hægt að
breyta einum af 5 í upptöku- og sendingartæki og
skiptir ekki máli þótt samviskusamlega hafi verið
slökkt á þeim. Að loknum þessum „fundi“ fer hver
og einn áleiðis heim til sín og kemur við í sinni
Melabúð hér eða þar um veröldina. Hann verslar og
borgar með greiðslukortinu sínu og allar þær upp-
lýsingar eru skráðar jafnharðan ef ástæða þykir til-
settar með öðrum upplýsingum um þá persónu. Ár-
um saman er skráð hvað viðkomandi keypti af
rúsínum, ostum, sveppum og gosdrykkjum. Hvað
réttlætir það? Er það af heilbrigðisástæðum svo
leyniþjónusturnar geti gripið inn í ef mannheimur
fitnar eða tennur taka að skemmast af sykuráti?
Nei, nei, nei. Ekki gefa til kynna að þú sért með
snert af ofsóknarbrjálæði. Þetta er eingöngu gert til
að sjá hvort handhafar síma og greiðslukorta sem
að auki hafa hugsanlega hist eru að kaupa efni sem
nota mætti til sprengjugerðar, ef það kemur saman
í nægjanlegu magni. Smáskammtarnir vekja sjald-
an grunsemdir. Þess vegna þarf að sjálfsögðu að
fylgjast með smákaupum, og hvort smákaupendur
hafi tengsl og nota svo margföldunartöfluna. Þar
gætu hryðjuverkamenn framtíðarinnar verið á ferð.
Ósennilegt er að Stalín gamli hefði hrotið um slíkt
og þvílíklegt í sínum villtustu draumum um eftirlit
með almenningi.
En þrátt fyrir allt
Vegna hryðjuverkaógnarinnar hefur leyniþjón-
ustumönnum fjölgað mikið og við bætist fjöldi verk-
taka á þeirra vegum. Tilfinningin segir mönnum að
fjöldinn, menntunarstigið, ómælt féð og fínasta
tækni ætti að tryggja að fæst fari fram hjá hinu
alsjáandi auga.
Þrjátíu ár eru síðan sagt frá því að gervitungl
njósnastofnana sæju eldspýtnastokk út úr geimnum
og gætu lesið textann á honum. Samt sáu þær bin
Laden ekki í 10 ár. Þó var fleiri gervitunglum beint
að meintum verustöðum hans en tíu heimsborgum
samanlagt. Bin Laden var nærri tveir metrar á hæð
og menn geta í huganum borið hann saman við eld-
spýtnastokk. Bandaríkjaforseta er betur gætt en
nokkurrar annarrar mannveru. Hann stóð og hélt
langa ræðu í minningu Mandela á dögunum. Hinn
eini sem fékk að vera við hlið forsetans, svo séð yrði
(ekki glitti í neinn lífvörð) var táknmálstúlkurinn
frægi. Engin af öllum þessum njósnastofnunum
vissi að táknmálstúlkurinn vissi ekki hvað táknmál
var. Og þær vissu ekki heldur að maðurinn, sem
einum var treyst til að standa lengi þétt við hlið
Bandaríkjaforseta, hafði verið fangelsaður fyrir
þjófnað og að auki ákærður fyrir nauðgun og morð.
Sjálfsagt er að gæta sín á að hlæja ekki upphátt
að þessu. Því það yrði þá ekki til annars en að ýta
undir þau sjónarmið að núverandi njósnastig mann-
kyns væri augljóslega allt of lágt.
Morgunblaðið/Ómar
15.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45