Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Page 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Page 47
15.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur • Valur Gunnarsson Síðasti elskhuginn „Ástin er frekar eins og vinstristjórn“ „… lýsingar söguhetjunnar á ástinni og ástarbrímanum sjálfum eru bæði sannar og fallegar.“ Ásdís Sigmundsdóttir, Víðsjá, Ríkisútvarpinu „… skemmtilega stíluð pæling um ástina og okkar skrýtnu daga … Segi ekki meir en mæli eindregið með þessari bók.“ Sveinn Yngvi Egilsson, facebook.com „… bókin er skemmtileg. … Frumleiki bókarinnar felst í einfaldleika hennar.“ Símon Birgisson, Fréttablaðinu • Haukur Már Haraldsson Við skjótum þig á morgun, mister Magnússon Mik Magnússon rekur viðburðaríkt lífshlaup sitt frá Vestmannaeyjum til Namibíu „Ein af athyglisverðari bókum ársins. Óvænt og ævintýraleg ævisaga sem er vel fram sett af Hauki Má. Margir munu hafa mjög gaman af þessari litríku bók.“ Björgvin G. Sigurðsson, pressan.is kom út árið 2006. Bækurnar eru allar hann- aðar af Guðjóni Inga Eggertssyni, hönnuði í samvinnu við Guðmund Pál. Guðmundur Páll greindist með krabba- mein árið 2010. Þá var hann kominn býsna vel á veg með bókina, svo að segja allur texti lá fyrir og úr gríðarlega miklu myndefni að moða. Eftir velheppnaða meðferð við meininu náði Guðmundur sér prýðilega á strik aftur og hélt vinnu sinni þá áfram. Vorið 2012 greindist hann hins vegar aftur með krabba- mein og fljótlega kom á daginn að hann ætti ekki langt eftir. „Strax þegar hann veiktist í fyrra skiptið fór pabbi að tala um að ljúka þyrfti við Vatn- ið, hvort sem hans nyti við eður ei. Þegar hann greindist aftur fór hann að leggja línur varðandi það hvernig þetta yrði gert,“ segir Blær. Feðginin byrjuðu að brjóta bókina um úti í Flatey á Breiðafirði í júlí í fyrra en höfðu lokið um fimmtíu blaðsíðum þegar Guð- mundur Páll var lagður inn á spítala í byrjun ágúst. Deildi sjálfur út verkefnum Stefnt hafði verið að því að ljúka við umbrot á erlendum hluta bókarinnar þá um haustið og til stóð að fara í innlenda hlutann eftir áramótin. Til þess entist Guðmundi Páli ekki aldur. Hann lést í ágústlok. „Þegar hann sá að hann myndi ekki klára verkið sjálfur fór hann að kalla fólk á sinn fund og deila út verkefnum,“ segir Blær. Meðal þeirra sem Guðmundur Páll fékk að sjúkrabeðinum voru Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Þóra Ellen Þórhalls- dóttir grasafræðingur, Helgi Björnsson jöklafræðingur, Hilmar Malmquist vistfræð- ingur, Leifur Rögnvaldsson ljósmyndari sem öll fengu veigamikil verkefni. Egill Jóhanns- son framkvæmdastjóri Forlagsins, Halldór Guðmundsson fyrrverandi útgáfustjóri Guð- mundar Páls og forstjóri Hörpu og Þröstur Ólafsson, bróðir Guðmundar Páls, tryggðu að verkið kæmi út og gengið var frá að sýning á ljósmyndum Guðmundar Páls yrði sett upp í Hörpu þegar bókin kæmi út. Það var Guð- mundi Páli mikið gleðiefni. Seinna var leitað til enn fleira fólks með allskyns verkefni, svo sem kortagerð, skýringamyndir og ljós- myndir. „Það voru unnin þrekvirki hér og þar. Allir tóku okkur opnum örmum enda átti pabbi marga góða vini,“ segir Blær. Það kom hins vegar í hlut Guðmundar Andra, Blævar og Leifs Rögnvaldssonar, systursonar Guðmundar Páls, að sigla verk- efninu heilu í höfn. Guðmundar Andra að rit- stýra textanum, Blær átti að annast um- brotið og Leifur að taka að sér myndstjórn. Morgunblaðið/Golli 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.