Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Side 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Side 51
Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson svo ég gæti spáð fyrir honum. Ég sagði enga þörf á því enda nægði mér að heyra röddina til að spá fyrir fólki. Bað hann mig þá að lýsa sér sem ég gerði af mikilli ná- kvæmni. Hafði ég þó aldrei séð hann. Guðni spurði mig hvað hann hefði mörg augu og ég svaraði um hæl að þau væru tvö en ann- að ónýtt. Það passaði en Guðni er blindur á öðru auga eftir slys sem hann varð fyrir sautján ára gamall. Þó Guðni sé svona stór og mikill er ekki hægt að hugsa sér ljúfari og mýkri mann.“ Hugsanlega göldrótt Vagna Sólveig veit ekki hvaðan hún hefur þessa gáfu en getur þess að Galdra-Leifi, frægur maður á sinni tíð fyrir vestan, hafi verið afi hennar. „Þess vegna segja allir að ég sé göldrótt. Það getur vel verið.“ Fyrir fáeinum misserum byrjaði ungur maður, Ingi Þór Ingibergsson, að stjórna Næturvaktinni á móti Guðna Má. Þau Vagna Sólveig hafa líka smollið saman og hún meðal annars prjónað á börnin hans. „Ingi Þór er yndislegur drengur. Alveg sama ljúfmennið og Guðni. Þeir taka svo vel á móti öllum hlustendum sem hringja inn. Enginn mannamunur er gerður. Þeir tala eins við alla og öllum líður betur á eftir. Það er einstakur hæfileiki. Guðni og Ingi Þór hafa ekki bara röddina með sér heldur líka hlýjuna og þroskann. Ég ann þessum mönnum eins og þeir væru í fjölskyldunni og á eftir að sakna þeirra svakalega mikið.“ Sú ákvörðun að leggja Næturvaktina nið- ur frá og með áramótum hefur kallað á hörð viðbrögð hjá aðdáendum þáttarins. Þar er Vagna Sólveig í broddi fylkingar. „Ég þoli ekki að þessi þáttur sé að hætta. Svo ég segi það nú bara alveg eins og er. Þegar hann Guðni minn verður búinn með síðustu vaktina á gamlárskvöld mun ég loka fyrir Rás 2 og Rás 1 og opna aldrei fyrir þær aftur.“ Hún hefur heyrt í mörgum unnendum Næturvaktarinnar sem eru í sömu hugleið- ingum. „Það er mikið miðaldra og eldra fólk sem hringir þarna inn. Fólk sem hætt er að skemmta sér, nennir ekki að horfa á bíó- myndir á föstudags- og laugardagskvöldum og vill bara hlusta á gott íslenskt útvarp. Skemmtilegar samræður og góða tónlist. Það er ekki fallegt að níðast á þessu fólki.“ Innst inni vonar Vagna Sólveig þó að hús- bændur í Efstaleitinu sjái sig um hönd. Hætti við að leggja Næturvaktina niður. „Menn hljóta að átta sig á því fyrr en síðar að þeir eru að gera hrapalleg mistök. Þetta gæti riðið Rás 2 að fullu. Þess vegna mun ég halda í vonina – alveg fram á gamlárs- kvöld.“ Svarar Páll? Spurð hvort hún hafi reynt að hringja í Pál Magnússon útvarpsstjóra til að ræða málið við hann segir Vagna Sólveig svo ekki vera. „Þýðir nokkuð að hringja í Pál? Svarar hann nokkuð? Ég held hann eigi heldur ekki eftir að verða mikið lengur í þessu starfi.“ Höfundur þessa viðtals skorar hér með á Pál Magnússon að taka upp símann og hringja í Vögnu Sólveigu Vagnsdóttur og útskýra ákvörðunina um að leggja Næt- urvaktina niður persónulega fyrir henni. Minna má það varla vera eftir aldarfjórð- ungs framlag til dagskrárgerðar á Rás 2. Án þess að fá krónu greidda. Vagna Sólveig er í skránni. Hún ætlar að sjálfsögðu að hringja inn í síðasta þátt Næturvaktarinnar enda þótt hún geri sér grein fyrir því að það geti orð- ið tilfinningaþrungið. „Ætli ég hágráti ekki bara.“ Fari allt á versta veg er alls ekki sjálf- gefið að Guðni Már og Ingi Þór séu Vögnu Sólveigu og öðrum aðdáendum Næturvakt- arinnar glataðir fyrir fullt og allt. Fleiri út- varpsstöðvar eru í landinu og ekki ólíklegt að einhver eða einhverjar þeirra eigi eftir að falast eftir kröftum þeirra. Gerist það mun Vagna Sólveig að sjálfsögðu snúa skíf- unni á útvarpinu sínu í ofboði til að finna réttu tíðnina. Stendur með Adolf Inga Okkar kona á eftir að sakna fleira fólks sem nú kveður Ríkisútvarpið. Nefnir hún íþrótta- fréttamanninn Adolf Inga Erlingsson sér- staklega í því sambandi. „Mér hefur lengi þótt Adolf Ingi besti íþróttafréttamaður landsins og skil ekki hvernig RÚV hefur farið með hann. Ég stend þétt við bakið á honum núna þegar hann fer í mál við stofn- unina.“ Þess utan er hún ósátt við þjónustu RÚV við áhugafólk um íþróttir. „Ég er alveg boltasjúk. Horfi á alla leiki sem ég næ í. Nú er boltinn mikið til kominn yfir á íþróttarás RÚV og henni náum við ekki hérna fyrir vestan. Við erum margbúin að kvarta undan þessu en ekkert hefur gerst.“ Hún þagnar. „Mikið er gott að létta aðeins á sér,“ seg- ir hún svo allt í einu í óspurðum fréttum. „Mikið er ég glöð að þú skulir hafa hringt. Tölvan mín er nefnilega biluð og þess vegna hef ég ekki getað tjáð mig um þessi mál á Facebook. Það er þá bara ágætt að gera það í Mogganum í staðinn.“ Okkar er heiðurinn. Talaðu við umboðsmanninn! Vagna Sólveig hefur víða komið við á langri ævi. Haldið fjölda sýninga á verkum sínum, komið fram í útvarpi og sjónvarpi, leikið í kvikmynd eftir Lýð Árnason og nú er verið að gera um hana heimildarmynd. „Það komu hérna tveir útlendingar og einn Ís- lendingur með þeim til að túlka og vildu endilega gera um mig mynd. Ég hafði svo sem ekkert við það að athuga. Þeir fylgdust með mér að störfum, fóru með mér í botsía og hvaðeina. Fólk hérna á Þingeyri botnaði ekkert í því hvers vegna þessir menn væru að elta mig um allt. Þegar spurt var benti ég fólki hins vegar bara á að tala við um- boðsmanninn minn. Eru ekki allar kvik- myndastjörnur með umboðsmenn?“ Hún skellihlær. Vagna Sólveig er Vestfirðingur í húð og hár. Fæddist á Ósi í Arnarfirði árið 1935. Um tvítugt flutti hún til Þingeyrar og hefur búið þar allar götur síðan, ef undan eru skilin tvö ár sem hún var á Akureyri. Vagna Sólveig hefur unnið ýmis störf gegnum tíðina en eftir að hún missti fingur í slysi fyrir um tveimur áratugum hefur hún einbeitt sér að listinni. „Ég var að vinna við kjötvinnslu hérna á Þingeyri þeg- ar ég festi fingurinn í einni vélinni og hann skarst af. Það sem verra var, hann fannst aldrei aftur. Við vorum að vinna kjöt fyrir rússneskan togara og ætli fingurinn hafi ekki bara komið upp úr einhverjum kjöt- pakkanum úti á rúmsjó. Það hefur verið sjón að sjá.“ Hún hlær. Þagnar síðan. „Það er auðvitað ekki hlæjandi að þessu.“ Guð tekur og guð gefur. Eftir að hún missti fingurinn fór Vagna Sólveig að tálga fígúrur úr spýtum. Fyrst eina, svo aðra og áður en hún vissi var hún farin að sýna og selja verk sín út um allt. Listsköpunin á vel við hana og meðan heilsan leyfir hyggst hún halda áfram á þeirri braut. Mest eldri borgarar á Þingeyri Vögnu Sólveigu og Snorra varð fimm barna auðið en misstu eitt á öðru ári úr heila- himnubólgu. Tvö barnanna búa á Þingeyri og tvö fyrir sunnan. Hún á orðið fjölmörg barnabörn og er meira að segja orðin langamma. Ömmustelpurnar hennar, þær Natalía og Bríet, feta stundum í fótspor ömmu sinnar og hringja inn á Næturvakt- ina á Rás 2. Senda henni þá gjarnan kveðju. Spurð um lífið fyrir vestan segir Vagna Sólveig Þingeyri mega muna sinn fífil fegri. Þar búa nú mest eldri borgarar og fjölmörg hús aðeins í notkun yfir sumartímann. „Það standa um fjörutíu hús auð hérna yfir vetr- artímann, maður sér þetta best núna þegar búið er að skreyta og setja upp ljós fyrir jólin. Ekki er langt síðan hér voru þrír pöbbar og hægt var að fara á pöbbarölt. Nú er miklu rólegra yfir öllu.“ Hún segir þetta áhyggjuefni til lengri tíma litið. „Vísir úr Grindavík rekur hérna frystihús. Ef það og elliheimilið væru ekki veit ég ekki hvað væri. Aðra vinnu er varla að fá. Búið er að loka flugvellinum og nú á að fara að loka Póstinum. Þetta er ekki gæfuleg þróun.“ Hún segir þetta synd enda sé afskaplega fallegt á Þingeyri og engin hætta á snjó- flóðum eins og víðast hvar á Vestfjörðum. „Ég sé ekki að fólki komi til með að fjölga hérna. Það er ekkert húsnæði að fá. Búið að selja það allt brottfluttum Dýrfirðingum sem koma svo í eina eða tvær vikur á sumrin. Þess utan standa húsin tóm. Það er sorglegt.“ Hún gerir stutt hlé á máli sínu. „En hvað ertu annars að leiða mig út í þessa sálma? Maður á ekki að barma sér, heldur gleðjast. Alla vega á meðan maður getur ennþá hlegið.“ Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig hún fylgir þeim orðum úr hlaði …Guðni Már Henningsson, útvarpsmaður á Rás 2. Morgunblaðið/Árni Sæberg 15.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.