Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Qupperneq 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Qupperneq 53
Morgunblaðið/Einar Falur fólk hafði önnur úrræði en vinnumennsku. En það var alltaf nóg að gera hjá okkur.“ Talið berst aftur að ljóðum. Þóra kynntist þeim ung, eins og fyrr segir, og segist hafa lesið ljóð alla ævi. „Það er mitt eftirlætislestrarefni. Mér finnst skáldsögur svo orðmargar, ég er fyr- ir stutta prósa.“ Er sköpunarkrafturinn sterkur drifkraftur í lífi Þóru, þar sem hún yrkir og málar? „Það er að minnsta kosti eitthvað sem rekur mig til að gera eitthvað,“ svarar hún. „En mér finnst að ljóðin eigi að segja það sem þarf að segja. Það gleður mig líka ef fólk hefur ánægju af ljóðunum mínum.“ „Þegar ég les ljóð finnst mér að það sé svo margt á milli línanna,“ segir skáldkonan Þóra Jónsdóttir. 15.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Á aðventu er notalegt að láta lesa fyrir sig úr góðum bókum. Á Gljúfrasteini lesa höfundar og þýðandi kl. 16 á sunnudag, þau Sigurlín Bjarney Gísla- dóttir, Sjón, Þórdís Gísladóttir og Sigrún Á. Eiríksdóttir. 2 Um þessar mundir er sann- kölluð uppskeruhátíð kóra landsins. Kammerkór Mosfellsbæjar heldur sína árlegu aðventutónleika, með ein- söngvurum og hljófæraleikurum, í Guðríðarkirkju í Grafarholti á sunnudag k. 17. Á efnisskránni eru þekkt jólalög og önnur kórverk. 4 Skúffuskáld sem atvinnuhöf- undar ættu að gægjast í hand- raðann um helgina og sjá hvort þar leynist ekki óbirt ljóð. Nú er auglýst eftir verkum í samkeppnina um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Skilafrestur er til 21. desember. 5 Á dögunum tryllti Skálm- öld lýðinn í Hörpu, studd Sinfóníuhljómsveit Íslands og þremur kórum. Hátíðinni er þó alls ekki lokið því á sunnudags- kvöld verður sýnd tveggja tíma upp- taka frá tónleikunum í Háskólabíói og hefst sýningin klukkan 21. Gagnrýn- andi Morgunblaðsins kallaði uppá- komuna „Málmmessu áratugarins“. 3 Jólasveinar mæta nú alla daga í Þjóðminjasafnið á slag- inu klukkan 11, eftir næt- urvaktina, og skemmta börn- um. Um helgina koma þeir Stúfur og Þvörusleikir og ættu fjölskyldurnar að þyrpast í safnið til fundar við þá. MÆLT MEÐ 1 Út er kominn tvöfaldur diskur meðleik Ásgeirs Beinteinssonar píanó-leikara (1929-1992). Upptökurnar voru gerðar af Ríkisútvarpinu á árunum 1960 til 1971 og leikur Ásgeir verk eftir Chopin, Mozart, Franck, Bach og Gershwin. Diskunum fylgir vönduð umfjöllun Bjarka Sveinbjörnssonar um líf og list Ásgeirs og einnig skrifa Haukur Guðlaugsson, fyrrver- andi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, „kveðju frá skólabróður“ og Ólafur Vignir Albertsson „þakkarorð frá nemanda“. Snemma kom í ljós að Ásgeir var afar list- fengur en jafnframt viðkvæmur og mjög hlé- drægur. Píanóleikur hans vakti snemma at- hygli og samhliða námi í Menntaskólanum á Akureyri, og á eftir, nam hann hjá píanóleik- urunum Margréti Eiríksdóttur og Árna Kristjánssyni. Var Ásgeir síðan við fram- haldsnám í Þýskalandi og á Ítalíu. Fyrstu opinberu tónleikana hér á landi hélt hann 1955 og hlaut góða dóma fyrir. Fór hann síð- an að kenna hér og lék af og til opinberlega, fram á sjöunda áratuginn. Glímdi hann alla tíð við veikindi og slasaðist alvarlega árið 1970. Náði hann sér aldrei fyllilega. „Það mun hafa verið samdóma álit flestra sem til þekktu,“ skrifar Bjarki, „að Ásgeir Beinteinsson hafi verið afburðapíanóleikari og hefði vel getað ræktað þá hæfileika enn meira.“ Haukur Guðlaugsson á heiðurinn af því að þessum upptökum með leik Ásgeirs var safn- að saman. Eftir að hafa látið leika upptöku með spilamennsku hans á samkomu þar sem afa Ásgeirs, hins kunna þjóðlagasafnara séra Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði, var minnst fannst honum að það þyrfti að ráðast í þessa útgáfu. Fékk hann Þórunni systur Ásgeirs í lið mér sér og gefur hún þennan tvöfalda disk myndarlega út. „Ég hafði mikið álit á Ásgeiri og við fé- lagarnir litum allir upp til hans sem mikils píanista,“ segir Haukur. „Hann var sér- staklega hæfileikaríkur maður, og á mörgum sviðum. Hann var sérstakur drengur en ým- islegt í hans lífi var erfitt. Þetta safn varð eiginlega til eins og af sjálfu sér. Starfsmenn Ríkisútvarpsins lögðu sig fram við að ganga vel frá upptökunum fyrir útgáfuna.“ Þórunn systir Ásgeirs segir Hauk hafa verið hvatamanninn að verkinu. „Þeir voru vinir og taldi hann að Ásgeir hefði verið það mikill listamaður að nafn hans mætti ekki gleymast.“ Hún segist ekki hafa vitað af öll- um þessum upptökum með leik hans. „Okkur finnst svo sannarlega ánægjulegt að þessar upptökur séu nú aðgengilegar. Þetta er ekki gert með hagnaðarvon í huga heldur fannst okkur gott að nafn Ásgeirs gleymdist ekki.“ DISKAR GEFNIR ÚT MEÐ LEIK ÁSGEIRS BEINTEINSSONAR Var talinn „afburðapíanóleikari“ „OKKUR FINNST SVO SANNARLEGA ÁNÆGJULEGT AÐ ÞESSAR UPP- TÖKUR SÉU NÚ AÐGENGILEGAR,“ SEGIR ÞÓRUNN BEINTEINSDÓTTIR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ljósmynd Jóns Kaldal af Ásgeiri Beinteinssyni prýðir umslag geisladiskanna með leik hans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.