Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.02.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014 Aðalfundur Icelandair Group hf. verður haldinn þriðjudaginn 11. mars 2014 á Hilton Reykjavík Nordica og hefst klukkan 16:30. Dagskrá: 1 Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár. 2 Staðfesting ársreiknings og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu. 3 Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 4 Tillögur félagsstjórnar um starfskjarastefnu. 5 Kosning stjórnar félagsins. 6 Kosning endurskoðanda. 7 Heimild til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 8 Önnur mál löglega fram borin. Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar með það löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins sem lögð verður fram tveimur vikum fyrir fundinn. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 16:30 þriðjudaginn 25. febrúar 2014. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins www.icelandairgroup.is. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn, geta veitt öðrum skriflegt umboð eða greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Aðrar upplýsingar Öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins, tillögur að samþykktabreytingum og allar aðrar tillögur, eru hluthöfum tiltæk á heimasíðu félagsins frá og með 18. febrúar 2014, kl. 16:30. Endanleg dagskrá verður birt á heimasíðu félagsins tveimur vikum fyrir fundinn, 25. febrúar 2014, kl. 16:30. Hluthöfum er bent á að skv. 1. og 2 mgr. 63. gr. a. hlutafélaga- laga skal tilkynna skriflega, minnst fimm dögum fyrir hluthafa- fund, um framboð til stjórnar. Skal framboðstilkynningum skilað til stjórnar í síðasta lagi fimmtudaginn 6. mars 2014 kl. 16:30. Tilkynnt verður um framkomin framboð eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins, www.icelandairgroup.is. Reykjavík, 12. febrúar 2014. Stjórn Icelandair Group hf. AÐALFUNDUR ICELANDAIR GROUP HF. GROUP + www.icelandairgroup.is ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 67 77 8 02 /1 4 Smámálin fá þingmönnum iðu-lega vind í seglin.    Ein af stjórnsýslustofnunum rík-isins hafði viljað banna brugg- un tiltekins bjórs á þorra, því brugg- ararnir hefðu ekki uppfyllt allar kröfur um útfyllingu á eyðublöðum.    Landbún-aðarráðherr- ann, sem endanlegu ábyrgðina ber, taldi ástæðulaust að láta eyðublaðaþústina velta því hlassinu og amaðist ekki við brugguninni.    Þingmaður Samfylkingar fór viðþað mikinn í þingpontunni og sagði ráðherrann „taka geðþótta- ákvarðanir“.    Oft byggist slík flokkun ein-göngu á því hvort viðkomandi þingmönnum hugnast ákvörðun eða ekki.    Nú var það talið til marks umgeðþóttann að ráðherrann hefði ekki rökstutt ákvörðun sína nægjanlega.    Það sé geðþótti þegar ráð-herrann geri eins og honum sýnist.    Væntanlega það sem honum sýn-ist rétt.    Og er það ekki mikilvægara aðvel sé rökstutt þegar valdi er beitt til að banna mönnum eitthvert lítilræði, af formsástæðum, en þeg- ar ákvörðunin er ívilnandi og ekki íþyngjandi? Sigurður Ingi Jóhannsson Geðþótti það rétt STAKSTEINAR Mörður Árnason Veður víða um heim 12.2., kl. 18.00 Reykjavík 4 skýjað Bolungarvík -1 snjókoma Akureyri 4 alskýjað Nuuk -11 léttskýjað Þórshöfn 4 skýjað Ósló 1 skýjað Kaupmannahöfn 2 léttskýjað Stokkhólmur 2 alskýjað Helsinki 1 súld Lúxemborg 6 léttskýjað Brussel 7 léttskýjað Dublin 4 slydda Glasgow 3 skúrir London 8 léttskýjað París 7 léttskýjað Amsterdam 7 heiðskírt Hamborg 7 heiðskírt Berlín 7 léttskýjað Vín 7 alskýjað Moskva 1 alskýjað Algarve 16 skýjað Madríd 7 skýjað Barcelona 13 heiðskírt Mallorca 15 heiðskírt Róm 11 þrumuveður Aþena 16 skýjað Winnipeg -25 heiðskírt Montreal -17 skýjað New York -7 heiðskírt Chicago -13 alskýjað Orlando 22 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:30 17:55 ÍSAFJÖRÐUR 9:46 17:49 SIGLUFJÖRÐUR 9:29 17:32 DJÚPIVOGUR 9:02 17:22 Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. hefur ákveðið að leggja áherslu á eldi regnbogasilungs í upphafi stækk- unar sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi. Áform um laxeldi hafa þó ekki verið lögð á hilluna. „Við teljum að ferill- inn verði einfaldari með regnboga- silungi,“ segir Kristján G. Jóakims- son, vinnslu- og markaðsstjóri. HG er með þorskeldi í Ísafjarð- ardjúpi og hefur lengi sóst eftir því að auka eldið og hefja jafnframt eldi á laxi og regnbogasilungi. Umsóknir fyrirtækisins hafa gengið á milli stofnana í kerfinu þangað til fyrir áramót og Skipulagsstofnun úr- skurðaði að gera skyldi umhverf- ismat. Meðal annars var bent á að sýnt hafi verið fram á óvissu um möguleg áhrif eldisins á náttúrulega stofna laxfiska í námunda við fyr- irhuguð eldissvæði. Laxinn arðsamari Fyrirtækið hefur nú lagt fram til kynningar drög að tillögu að mats- áætlun fyrir 7.000 tonna eldi í sjókví- um í Ísafjarðardjúpi, 6.800 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og 200 tonna framleiðslu á þorski. Kristján segir að laxinn sé látinn bíða um sinn og fyrst í stað sótt um heimild til eldis á silungi. Hann tek- ur fram að laxinn þyki arðsamari í eldi en yfir fleiri þröskulda sé að fara til að fá leyfi til að ala hann. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjókvíar Þorskurinn sækir grimmt í fóðrið í kvíum HG í Álftafirði. Áhersla á regnboga- silunginn  HG kynnir ný áform um sjókvíaeldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.