Morgunblaðið - 13.02.2014, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2014
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C
Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16
Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri
Full búð af nýjum vörum
á frábæru verði
Túnika
kr. 5.990
Kjóll
kr. 14.900
Fiðrildabolur
kr. 5.990Peysa
kr. 10.900
Nýsköpunarverðlaun forseta Ís-
lands verða afhent á Bessastöðum í
dag en stjórn Nýsköpunarsjóðs
námsmanna hefur valið fimm verk-
efni sem öndvegisverkefni og til-
nefnt til verðlaunanna.
Eva Dís Þórðardóttir og Gísli
Rafn Guðmundsson standa að verk-
efni um hjólaleiðir á Íslandi. Í því
fólst að vega og meta hjólaleiðir á
Íslandi út frá kröfum svonefnds
EuroVelo-verkefnis en það heldur
utan um meginkerfi reiðhjólaleiða í
Evrópu og er ætlað að stuðla að
sjálfbærri ferðamennsku. Tilgang-
urinn er að koma einni leið á Íslandi
á kort EuroVelo.
Verkefni Fannars Benedikts
Guðmundssonar, nemanda við Há-
skóla Íslands, snýst um hönnun á
rafsegulfastefni og var það unnið í
samstarfi við stoðtækjaframleið-
andann Össur. Verkefnið fólst í að
athuga hvort raunhæft væri að
nota segulvirka elastómera til þess
að gera stífni stoðtækja breytilega.
Kai Köhn, Karl Andrés Gíslason
og Marínó Páll Valdimarsson, nem-
endur við Delft-tækniháskólann
eru tilnefndir fyrir verkefni um
myndræna framsetningu upp-
skrifta. Með lausn þeirra eru upp-
skriftir krufnar til mergjar og þeim
komið fyrir á tímalínu á mynd-
rænan hátt þar sem hver aðgerð er
auðsjáanleg og skiljanleg.
Útsetur þjóðlögin fyrir fiðlu
Karen Kristín Ralston, nemandi
við HÍ, er tilnefnd fyrir verkefni
sitt um myndræna málfræði fyrir
börn sem eru greind með einhverfu
og málhömlun. Hún útbjó námsefni
fyrir börnin með tilliti til þess að
þjálfa málkunnáttu þeirra á mynd-
rænan hátt, bæði skriflega og
munnlega með það markmið að
mynda grunnþekkingu á íslensku
málfræðikerfi. Er efnið útskýrt
með myndum og formúlum.
Verkefni Sigrúnar Harðardóttur,
nemanda við Lamont-tónlistarskóla
Denver-háskóla, um útsetningar á
þjóðlögum fyrir einleiksfiðlur og
fiðludúó er einnig tilnefnt. Með því
er leitast við að vekja áhuga á ís-
lenskri þjóðlagahefð og glæða hana
nýju lífi. Með útsetningunum er
gömlum íslenskum menningararfi
blandað saman við nútíma-
tónsmíðar og fiðlutækni.
Stjórn Nýsköpunarsjóðsins er
skipuð fulltrúum Rannís, mennta-
og menningarmálaráðuneytisins,
Stúdentaráðs HÍ, Samtaka iðnaðar-
ins og Reykjavíkurborgar.
Fjölbreytt verk-
efni tilnefnd í ár
Forseti veitir nýsköpunarverðlaun
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins - þjónustukönnun
Könnunina gerði Maskína - www.maskina.is
Traust til heilsugæslunnar
Hversu mikið eða lítið traust berð þú
almennt til heilsugæslunnar?
Ánægja með þjónustu
Almennt séð hversu ánægð(ur) eða
óánægð(ur) ertu með þjónustu heilsu-
gæslunnar þinnar?
Afgreiðsla erindis
Myndir þú segja að leyst hafi verið vel eða
illa úr erindi þínu síðast þegar þú komst á
heilsugæsluna þína?
Tímapantanir
Gekk þér vel eða illa að fá hentugan tíma
á heilsugæslunni þinni síðast þegar þú
leitaðir eftir því?
Áhrif efnahagshruns
Finns þér þjónustan á heilsugæslunni
þinni vera betri, verri eða svipuð nú og
fyrir efnahagshrun 2008?
Mjög mikið 26,5%
Fremur mikið 48,7%
Í meðallagi mikið/lítið 20,8%
Fremur lítið 3,1%
Mjög lítið 0,8%
Mjög ánægð(ur) 45,3%
Fremur ánægð(ur) 37,7%
Í meðall. ánægð(ur)/óánægð(ur) 12,2%
Fremur óánægð(ur) 3,9%
Mjög óánægð(ur) 0,9%
Mjög vel 62,6%
Fremur vel 26,2%
Í meðallagi vel/illa 7,6%
Fremur illa 2,3%
Mjög illa 1,3%
Mjög vel 40,8%
Fremur vel 28,5%
Í meðallagi vel/illa 14,6%
Fremur illa 10,9%
Mjög illa 5,3%
Miklu betri nú eftir hrun 2,1%
Nokkru betri nú eftir hrun 8%
Svipuð/Eins og fyrir hrun 70,6%
Nokkru verri nú en fyrir hrun 15,8%
Miklu verri nú en fyrir hrun 3,5%
2,1%
8,0%
70,6%
15,8%
3,5%
40,8%
28,5%
14,6%
10,9%
5,3%1,3%
62,6%
26,2%
7,6%
2,3%
45,3%
37,7%
12,2%
3,9% 0,9%
26,5%
48,7%
20,8%
3,1% 0,8%
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Nærri 89% þeirra sem komu á
heilsugæslustöðvar Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins (HH) í nóv-
ember og desember sl. töldu að
mjög eða frekar vel hefði verið
leyst úr erindum þeirra. Þá voru
83% notenda mjög eða frekar
ánægð með þjónustu heilsugæsl-
unnar. Rúmlega 75% svarenda
kváðust bera mikið eða frekar
mikið traust til HH. Einungis tæp-
lega 4% notenda báru lítið traust
til hennar. Þetta sýndi þjón-
ustukönnun sem Maskína gerði
fyrir HH.
„Niðurstaðan var ánægjuleg.
Ekki síst ef hafður er í huga sá
mikli niðurskurður sem heilsu-
gæslan hefur gengið í gegnum,“
sagði Svanhvít Jakobsdóttir, for-
stjóri HH. „Við erum sátt við að
halda ánægju
fólks með þjón-
ustu stofnunar-
innar þrátt fyrir
mikið aðhald í
rekstrinum. Því
ber m.a. að
þakka frábæru
starfsfólki sem
hefur lagt mikið
á sig og verið
tilbúið að laga
sig að breyttum aðstæðum til að
halda upp sem bestri þjónustu.“
Þegar notendur voru beðnir að
nefna það sem brýnast væri að
bæta úr nefndu 57,1% það að
stytta biðtíma. Þá sögðu 31,1% að
auðveldara þyrfti að vera að ná
sambandi við starfsfólk eða lækni í
síma. Hvað þarf til að bæta úr
þessu?
„Um 70% notenda telja að þeir
hafi fengið hentugan tíma hjá
heilsugæslunni. En vissulega
bendir ríflega helmingur á að
hann vilji stytta bið. Við teljum að
það muni lagast með efldri heilsu-
gæslu og bættri mönnun,“ sagði
Svanhvít.
Könnuð var ánægja fólks með
þjónustu á fimmtán heilsugæslu-
stöðvum HH. Af þeim fengu níu
„græna einkunn“ hærri en 4,2 af 5
mögulegum. Sex stöðvar voru með
„gula einkunn“ frá 3,96 til 4,18 en
það þykir vera merki um tækifæri
til nokkurra úrbóta.
„Einstaka stöð hefur glímt við
manneklu,“ sagði Svanhvít. „Mark-
mið okkar er að fjölga „grænu“
stöðvunum. Við vitum að stöðvar
sem fengu „gula einkunn“ hafa
ekki verið með allar stöður setnar.
Ekki aðeins vegna niðurskurðar
heldur hefur ekki tekist að manna
allar lausar stöður.“ Einhverjum
stöðum sérfræðinga hefur verið
breytt í sérnámsstöður og eru
setnar af læknum í sérnámi. Áhugi
lækna á að stunda sérfræðinám
hefur aukist verulega og fjölgað
hefur verið nemum í sérfræðinámi
innan HH. Einnig hafa læknar
sem ekki hafa sérfræðileyfi verið
ráðnir til skamms tíma.
En hvað um að gera fólki auð-
veldara að ná tali af læknum eða
starfsfólki stöðvanna í síma?
Svanhvít sagði það krefjast
meiri mönnunar. Ekki hefur verið
reiknað út hvað myndi kosta að
auka símaþjónustu heilsugæsl-
unnar í ljósi niðurstöðu könnunar-
innar. Athyglisvert er að 28,7%
þátttakenda lýsti áhuga á auknum
rafrænum samskiptum við heil-
brigðisstarfsfólk.
„Við höfum verið í heilmiklum
aðhaldsaðgerðum á undanförnum
árum. Fólk hefur tekið á sig
kjaraskerðingar, við höfum tekið
út yfirvinnu og það hefur dregið
úr vinnumagninu,“ sagði Svanhvít.
Einnig var spurt um hve ánægt
fólk væri með sína heilsugæslu-
stöð. Í ljós kom að 83% svarenda
voru ánægð en innan við 5% voru
óánægð. Karlar (86,6%) voru
ánægðari með þjónustuna en kon-
ur (81,5%) og óx ánægja fólks með
hækkandi aldri.
Framkvæmd könnunarinnar
Fólk sem kom á 15 heilsugæslu-
stöðvar HH í nóvember og desem-
ber 2013 var beðið um að taka
þátt í könnuninni. Spurningalistar
voru sendir til þeirra sem höfðu
tölvupósföng og hringt til hinna.
Alls voru sendir spurningalistar
með tíu spurningum til 3.807 not-
enda heilsugæslunnar á tímabilinu
28. nóvember til 20. desember.
Svör fengust frá 3.101 notanda og
var svarhlutfallið því 81,5%.
Ánægja með þjónustu heilsugæslu
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins þykir almennt veita góða þjónustu samkvæmt nýrri þjónustu-
könnun Ánægjuleg niðurstaða, ekki síst í ljósi mikils niðurskurðar, að mati forstjórans
Svanhvít
Jakobsdóttir