Morgunblaðið - 05.03.2014, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 5. M A R S 2 0 1 4
Stofnað 1913 54. tölublað 102. árgangur
ÞÓRDÍS EVA
MEÐ BETRI
TÍMA EN ANÍTA
HUGAR-
FRELSI OG
HUGLEIÐSLA
YFIR 433.000
MIÐAR SELDIR FRÁ
FRUMSÝNINGU
SLÖKUN 10 SÓLVEIG OG KVIKMYNDIR 38ÍÞRÓTTIR
Skýrsla Hagfræðistofnunar
um aðildarviðræður við Evr-
ópusambandið var til um-
ræðu á fundi utanríkismála-
nefndar Alþingis í gær.
Stefán Már Stefánsson og
Maximilian Conrad, höf-
undar viðauka skýrslunnar,
voru gestir fundarins. Rætt
var meðal annars um mögu-
leika á undanþágum fyrir
Ísland.
Birgir Ármannsson, for-
maður utanríkismála-
nefndar, telur hæpið að und-
anþágur fáist.
„Ég tel persónulega að
það sé afar ólíklegt að
nokkrar undanþágur sem
máli skiptu myndu nást á
sviði sjávarútvegs- og land-
búnaðarmála. Það er himinn
og haf milli regluverks ESB
á þessu sviði og þeirra sjón-
armiða sem Íslendingar þyrftu að setja á odd-
inn. Þrátt fyrir að finna megi dæmi um afmark-
aðar sérlausnir á þröngum sviðum þá sýnist
mér regluverk ESB vera þannig úr garði gert
að það séu hreinir draumórar að halda því fram
að hægt væri að ná fram einhverju sem máli
skipti fyrir okkur Íslendinga,“ segir Birgir.
„Þetta var frábær fundur með þessum tveim-
ur sérfræðingum sem komu í dag,“ sagði Össur
Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og
fyrrverandi utanríkisráðherra, í gærkvöldi. „Að
mínu viti er öllum efasemdum eytt hvað varðar
það að sérlausn er fær samkvæmt Evrópurétt-
inum, svo fremi sem hún er vel skilgreind og út-
færð,“ segir hann. Össur segir þá leið full-
komlega færa, til dæmis hvað varðar íslenskan
sjávarútveg. Hann segir yfirferðinni varðandi
kafla Stefáns Más ekki nándar nærri lokið og að
hann muni koma aftur til fundar við nefndina.
„Ég tel að Stefán Már hafi talað mjög skýrt og
afdráttarlaust og orð hans glöddu mig,“ segir
hann.
Undanþág-
ur hreinir
draumórar
Sérlausnir sannarlega
á borðinu, segir Össur
Birgir
Ármannsson
Össur
Skarphéðinsson
Rússneski herinn tilkynnti í gær-
kvöldi að hann hefði skotið á loft
langdrægri eldflaug af gerðinni To-
pol RS-12M, frá Kapustin Yar-til-
raunasvæðinu nærri Kaspíahafi. Til-
kynningin kom í kjölfar ummæla
Johns Kerry, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, í Kænugarði en
hann fordæmdi ögrandi aðgerðir
Rússa og sakaði rússnesk stjórnvöld
um að vinna ötullega að því að búa til
átyllu fyrir því að ráðast lengra inn í
Úkraínu.
Tímasetning tilraunaskotsins þyk-
ir afar óheppileg en Reuters hafði
eftir ónefndum bandarískum emb-
ættismanni í gær, að bandarískum
yfirvöldum hefði borist tilkynning
um skotið áður en íhlutun Rússa á
Krímskaga hófst.
Forsætisráðherra Úkraínu, Arse-
niy Yatsenyuk, sagði frá því í gær að
þarlend stjórnvöld hefðu átt „var-
færnisleg“ samskipti við yfirvöld í
Rússlandi. Þá birti nokkuð til á
mörkuðum víða um heim eftir að
Vladimir Pútín Rússlandsforseti
sagði m.a. að ekki væri þörf á því að
senda rússneskar hersveitir inn í
Úkraínu. »20-21
Prófuðu langdræga eldflaug
„Varfærnisleg“ samskipti komin á
milli stjórnvalda í Úkraínu og Rússlandi
AFP
Í Kænugarði John Kerry leggur rauðar rósir við minnisvarða um mótmæl-
endur sem féllu í átökum við óeirðalögreglu á Sjálfstæðistorginu.
„Þessi veira er
áhugaverð því
hún veldur eng-
um einkennum í
fuglum og því
erfitt að vakta
hana,“ segir
Magnús Gott-
freðsson, pró-
fessor í smit-
sjúkdómum og
yfirlæknir á
Landspítalanum, um nýja flensu-
veiru sem kom upp í Kína í fyrra.
Um er að ræða skæða fuglaveiru
sem berst í menn og nefnist H7N9.
Meira en 200 manns hafa greinst
með veiruna og dánartíðni er 33%,
sem Magnús segir að sé mjög hátt.
Hann segir erfitt að spá því hvort
þessi veira muni valda næsta heims-
faraldri. »4
Erfitt að vakta nýja
fuglaflensuveiru
Flensupestir geta
verið mjög skæðar.
Almar Halldórsson, verkefn-
isstjóri PISA hjá Námsmatsstofnun,
segir að með því að verja fjár-
munum í að ráða hæfasta fólkið inn
í grunnskólana, frekar en að ein-
blína á fjölda, fáist betri kennarar
til starfa. „Og í kjölfarið fáum við
stétt sem nýtur meira álits og hefur
sterkari sjálfsmynd,“ segir hann.
Almar segir að meiri harka mætti
vera í vali nemenda í Kennarahá-
skólann.
Viðbrögð manna við gagnrýni
Andreas Schleicher, stjórnanda
PISA-kannana OECD, eru blendin
en hann hefur m.a. haldið því fram
að margir nemendur virðist ofmeta
hve vel þeir standa í námi og að
gögn PISA bendi til þess að þeim sé
hrósað of mikið. »12
Morgunblaðið/Kristinn
Kennarar Frá mótmælafundi í Reykjavík.
Bara klára fólkið í
kennaranámið
Umboðsmaður
Alþingis gerir at-
hugasemdir við
að stjórn Fjár-
málaeftirlitsins
hafi ekki haldið
utan um gögn um
umsækjendur
þegar ráðið var í
stöðu forstjóra
stofnunarinnar
árið 2012.
Óttari Guðjónssyni, öðrum af
tveimur umsækjendum sem komu
til greina, var synjað um aðgang að
gögnum um ferlið. Hann gagnrýnir
hvernig stofnanir hafi í auknum
mæli útvistað valdi og ábyrgð á
ráðningum undanfarið. »15
Útvista valdi og
ábyrgð á ráðningum
Óttar
Guðjónsson
Eftir þurrviðrið í febrúar sunnan- og vestanlands
er hætt við að fyrstu dagarnir í mars verði vætu-
samir, ef marka má veðurspár. Norðanlands og
austan fer að hlýna eftir helgi og þá gæti orðið
mikil bleyta á þeim slóðum. Sunnanlands snjóaði í
gærmorgun en fljótlega breyttist sú úrkoma í
slyddu og rigningu. Þá tóku sumir sig til og þrifu
bílana, sem getur verið vandaverk. »14
Gæti orðið vætusamt næstu daga, segir veðurfræðingur
Morgunblaðið/Þórður
Enn tækifæri til að þrífa bílinn