Morgunblaðið - 05.03.2014, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014
Andríki víkur að þeim sem hafahaldið því að fólki að Sjálf-
stæðisflokkurinn tapi fylgi vegna
tillögu um að hætta viðræðum um
aðild Íslands að ESB í samræmi
við vilja landsfundar flokksins og
segir það vera sömu menn og
lögðu að for-
ystu flokksins
að samþykkja
síðasta Ice-
save „samn-
ing“ Jóhönnu
og Steingríms,
þrátt fyrir af-
dráttarlausa
ályktun landsfundar um að hafna
löglausum kröfum Breta og Hol-
lendinga:
Hverjar voru afleiðingar þess-ara heilræða ESB-sinnanna
sem forysta Sjálfstæðisflokksins
kaus að fylgja? Jú, þegar nið-
urstaða EFTA-dómstólsins lá fyrir
í lok janúar 2013 tók fylgi Sjálf-
stæðisflokksins að hrapa en það
hafði þá lítt vikið frá 36% í nær
þrjú ár. Samkvæmt Capacent var
fylgið í janúar 2013 36% en féll
niður í 30% í febrúar og svo áfram
niður í 24% í mars.
Á sama tíma jók Framsókn-
arflokkurinn fylgi sitt úr 14 í 27%.
Það er því fjarstæðukennd kenn-
ing að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
tapað fylgi vegna ályktana lands-
fundar flokksins um ESB. Fylgið
fór yfir á Framsóknarflokkinn
sem hafði sömu afstöðu til ESB og
landsfundur Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk skellí síðustu kosningum vegna
þess að Þorsteinn Pálsson, Þor-
gerður K. Gunnarsdóttir, Benedikt
Jóhannesson og fleiri ESB-sinnar
fengu forystu hans til að ganga
gegn skýrum ályktunum lands-
fundar um Icesave.
Og það eru þau sem uppnefnafélaga sína í Sjálfstæð-
isflokknum kjána, kommúnista-
samtök, svartstakka og svikara.“
Valhöll
Dýrkeypt ráðgjöf
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 4.3., kl. 18.00
Reykjavík 3 skýjað
Bolungarvík 2 alskýjað
Akureyri 1 snjókoma
Nuuk -3 skýjað
Þórshöfn 6 skúrir
Ósló 2 súld
Kaupmannahöfn 5 skúrir
Stokkhólmur 2 léttskýjað
Helsinki 1 skýjað
Lúxemborg 7 skýjað
Brussel 7 skýjað
Dublin 8 skýjað
Glasgow 8 léttskýjað
London 10 léttskýjað
París 8 skýjað
Amsterdam 7 heiðskírt
Hamborg 8 heiðskírt
Berlín 7 heiðskírt
Vín 10 léttskýjað
Moskva -2 snjókoma
Algarve 17 skýjað
Madríd 12 skýjað
Barcelona 16 léttskýjað
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 10 skúrir
Aþena 12 skúrir
Winnipeg -26 léttskýjað
Montreal -13 skýjað
New York -6 heiðskírt
Chicago -8 alskýjað
Orlando 21 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
5. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:21 18:58
ÍSAFJÖRÐUR 8:30 18:59
SIGLUFJÖRÐUR 8:13 18:42
DJÚPIVOGUR 7:52 18:26
Opnað verður fyrir skil skattframtala
einstaklinga á vefnum skattur.is á
föstudaginn, hinn 7. mars.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt-
stjóri segir skil
launagreiðenda á
launamiðum hafa
verið mjög góð.
„Við erum komin
með 99,67% af
launamiðum og
nú er verið að
heimsækja þá
sem ekki hafa
skilað síðustu
launamiðunum til
þess að fá skýr-
ingar á því. Við höfum upplýsingar
um hvaða launagreiðslur eru í land-
inu út frá staðgreiðslunni en skipt-
ingu milli þess hvað eru t.d ökutækja-
styrkir höfum við ekki, þess vegna
þarf þetta allt að koma inn á launa-
miða og ratar þá inn á ýmsa reiti á
framtalinu.“
Skúli segir að mikið sé lagt upp úr
því að framtalið verði tilbúið fyrir
stóran hóp framteljenda svo þeir
þurfi ekki annað en að staðfesta það á
netinu. „Þetta er sennilega í síðasta
skipti sem framtalsmátinn er þrenns
konar; nú er talið fram með svoköll-
uðu einföldu framtali, svo venjulegu
framtali og þá fá örfáir send papp-
írsframtöl. Á næsta ári gerum við ráð
fyrir því að það verði engin papp-
írsframtöl og eitt framtalsforrit óháð
því hvað menn þurfa að vera með
flóknar útfæringar á því,“ segir Skúli.
„Við höfum í auknum mæli haft sam-
band við þá sem hafa talið fram á
pappír og boðið þeim aðstoð í gegnum
netið. Margir hafa þegið það. Þetta er
einkum fullorðið fólk, ýmsir aðilar
sem hafa ekki tölvu eða með lélegt
tölvusamband.“
Rúmlega 265.000 manns eru á
skattgrunnskrá í ár. Síðasti skiladag-
ur skattaframtals á vefnum er 21.
mars en með því að sækja um frest
lengist hann til 30. eða 31. mars.
Opnað á
framtalið
á föstudag
265.000 manns
eru á skattgrunnskrá
Skúli Eggert
Þórðarson