Morgunblaðið - 05.03.2014, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014
Iðnþing 2014
Framleiðni
Menntun
Samkeppnis-
hæfni
Nýsköpun
Stöðugleiki
Auðlindir
Hugvit
Fagmennska
Fundurinn er öllum opinn - léttar veitingar. Skráning á www.si.is
Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður haldið í Íþrótta- og sýningar-
höllinni Laugardal fimmtudaginn 6.mars kl. 14–16. Á Iðnþingi
verður 20 ára afmæli SI fagnað og fjallað um fjölbreyttan iðnað
sem drifkraft nýrrar sóknar og endurreisnar íslensks efnahagslífs.
Drifkraftur nýrrar sóknar
Dagskrá
Drifkraftur í iðnaði
Ný sókn
Bergsteinn Einarsson,
framkvæmdastjóri Sets
Gylfi Gíslason,
framkvæmdastjóri JÁVERKS
Aðalheiður Héðinsdóttir,
framkvæmdastjóri Kaffitárs
Guðmundur Fertram Sigurjónsson,
framkvæmdastjóri Kerecis
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir,
forstjóri Actavis á Íslandi
Fundarstjóri: Ragnar Guðmundsson,
forstjóri Norðuráls
Þorsteinn Pálsson,
fv. forsætisráðherra
og framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambandsins
Hilmar Veigar Pétursson,
framkvæmdastjóri CCP
Svana Helen Björnsdóttir,
formaður Samtaka iðnaðarins
Ragnheiður Elín Árnadóttir,
iðnaðarráðherra
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
4
-0
1
4
8
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að
setja á fót ráðherranefnd um lýð-
heilsumál undir stjórn forsætisráð-
herra, að því er kemur fram í til-
kynningu frá forsætisráðuneytinu.
Jafnframt hefur verið ákveðið að
setja á fót ráðgefandi lýðheilsunefnd
undir yfirstjórn heilbrigðisráðherra
sem í eigi sæti fulltrúar ráðuneyta
og ýmissa embætta og samtaka.
Lýðheilsunefndin mun vinna drög að
heildstæðri stefnumótun og að-
gerðaáætlun sem hefur það að
markmiði að efla og bæta lýðheilsu
almennings á öllum aldursskeiðum.
Lagt hefur verið til að sérstakri
verkefnisstjórn undir yfirstjórn heil-
brigðisráðherra verði falið að starfa
með ráðherranefndinni og lýðheilsu-
nefndinni. Varið verður 15 millj-
ónum króna til verkefnisins af ráð-
stöfunarfé ríkisstjórnarinnar árið
2014 og unnin verður áætlun um
kostnað við verkefnið fyrir árið 2015
sem lögð verði til grundvallar við
fjárlagagerð vegna ársins 2015.
Nefndir
fjalla um
lýðheilsu
Markmiðið að
auka almenn lífsgæði
Morgunblaðið/Eggert
Hlaup Markmiðið starfsins er að
efla og bæta lýðheilsu almennings.
Búið er að mála varðskipið Tý í
nýjum litum vegna leiguverkefnis
sem skipið mun sinna á Svalbarða
næstu mánuðina. Varðskipið hef-
ur algjörlega skipt um lit. Grái
liturinn er horfinn en skrokk-
urinn orðinn rauður og stýr-
ishúsið hvítt.
Verkið var unnið hjá Slippnum
á Akureyri. Þar vinna margir
stuðningsmenn Íþróttafélagsins
Þórs og þótti þeim ekki verra að
skipið skartar nú litum félagsins.
Týr eða annað íslenskt varð-
skip hefur ekki áður skipt al-
gjörlega um ham í sínum leigu-
verkefnum, að því er fram kemur
hjá Hrafnhildi Brynju Stef-
ánsdóttur, upplýsingafulltrúa
Landhelgisgæslunnar. Helst þeg-
ar Týr fékk á sig merki Evrópu-
sambandsins vegna fiskveiðieft-
irlits fyrir sambandið í
Miðjarðarhafi fyrir um þremur
árum, en þá hélst grár undirtónn
skipsins.
Týr heldur á næstunni til eft-
irlits- og björgunarstarfa fyrir
sýslumanninn á Svalbarða, með
heimahöfn í Longyearbyen.
Leigutakinn, Fáfnir Offshore hf.,
mun bera kostnað af slipptöku og
málningu ofan sjónlínu. Gæslan
greiðir botnhreinsun og -máln-
ingu, sem átti að fara fram á
næsta ári.
Að verkefni loknu á Svalbarða
verður Týr málaður aftur í sínum
gráu litum.
Týr hefur skipt um ham
Ljósmynd/Slippurinn
Týr í þurrkvínni Grár litur hefur vikið fyrir rauðum og hvítum.
Grái liturinn hefur vikið fyrir rauðum og hvítum
Vilborg Arna
Gissurardóttir
komst ásamt
ferðafélögum sín-
um á topp Kilim-
anjaro, hæsta
fjalls Afríku í
gærmorgun.
Hún segir að
allir í hópnum
hafi komist upp á
toppinn. Fjallið
er 5.895 metrar á hæð.
„Nokkrir fundu fyrir örlitlum
hæðaróþægindum en það var ekkert
til að tala um. Við fengum ofboðs-
lega gott veður og það var mikil
stemning í hópnum,“ segir Vilborg á
vefsíðu sinni. Hún bætir því við að
þau hafi tekið með sér gítar á topp-
inn og sungið nokkur lög.
Þetta er sjötti tindurinn af sjö sem
Vilborg Arna klífur, en hún hefur
klifið hæstu tinda fimm heimsálfa.
Hún á eftir að klífa Everest-fjall.
Vilborg Arna
búin að klífa
sex tinda
Vilborg Arna
Gissurardóttir