Morgunblaðið - 05.03.2014, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014
BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
17
3
6
*Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.
Less emissions. More driving pleasure.
AKTU FRAMFÖRUM
Við kynnum þriðju kynslóðina af BMW X5 með sparneytnari vél en nokkur annar bíll í þessum flokki. Nýi BMW
X5 er léttari og með minni loftmótstöðu en keppinautarnir. Hann kostar frá 10.490 þús. kr. með 218 hestafla
dísilvél og 8 gíra sjálfskiptingu og notar einungis 5,8 l/100 km í blönduðum akstri.
Aktu framförum – kynntu þér nýjan BMW X5!
BMW X5 - 5,8 l/100 km.* Verð frá 10.490 þús. kr.
Hrein
akstursgleði
BMW X5
www.bmw.is
BAKSVIÐ
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Stjórn Fjármálaeftirlitsins braut
upplýsinga- og stjórnsýslulög með
því að halda ekki utan um gögn
sem vörðuðu ráðningarferli for-
stjóra stofnunarinnar. Þetta er álit
umboðsmanns Alþingis vegna
kvörtunar Óttars Guðjónssonar,
framkvæmdastjóra Lánasjóðs
sveitarfélaga, sem var einn um-
sækjenda um forstjórastöðuna.
Starfið var auglýst í apríl 2012
og sóttu tíu manns um. Sérstök
óháð matsnefnd var fengin til að
stýra ráðningarferlinu og til að
leggja mat á hæfi umsækjend-
anna. Á endanum stóð valið á milli
Óttars og Unnar Gunnarsdóttur
sem var á endanum ráðin í stöðu
forstjóra.
Engin gögn sögð til
Óttar óskaði í kjölfarið eftir af-
riti af öllum gögnum málsins varð-
andi umsóknarferlið og meðhöndl-
un umsóknar sinnar, þar með talið
skýrslum, umsögnum og minn-
isblöðum auk sambærilegra gagna
um Unni. Á meðal þessara gagna
var stigagjöf hvers nefndarmanns
um þau, skýrslur um persónu-
leikamat, viðtöl við þau og kynn-
ing þeirra á framtiðarsýn sinni
fyrir FME við stjórn þess. Flest
gagnanna stöfuðu frá matsnefnd-
inni að því er kemur fram í áliti
umboðsmannsins. FME synjaði
Óttari hins vegar um gögnin og
sagði engar umsagnir liggja fyrir
um hann né Unni og að ekki væru
heldur til minnisblöð tengd um-
sóknarferlinu.
Eftir að hann áréttaði ósk sína
um gögnin fékk hann hluta þeirra.
Eftir sem áður var honum neitað
um gögn frá matsnefndinni með
vísan til þess að þau hefðu aldrei
borist stjórn FME frá henni. Þá
hefðu kynningar umsækjendanna
tveggja fyrir stjórninni ekki verið
afhentar heldur aðeins varpað á
skjávarpa og kynntar munnlega.
Þær teldust því ekki til gagna
málsins.
Enn ítrekaði Óttar ósk sína um
nákvæmlega tiltekin gögn en fékk
aftur synjun frá stofnuninni.
Bar skylda til skráningar
Umboðsmaður Alþingis afmark-
aði athugun sína á kvörtun Óttars
við það hvort stjórn FME hefði
tryggt að það hefði í fórum sínum
gögn sem voru hluti af stjórn-
sýslumáli og því háð upplýs-
ingalögum.
Álit hans var að FME hefði
ekki að öllu leyti fullnægt þeirri
skyldu sinni að fá öll gögn málsins
afhent og að upplýsingar væru
skráðar eins og kveðið er á um í
stjórnsýslu- og upplýsingalögum.
Því hefði borið að afla stigagjafar
eða rökstuðnings einstakra nefnd-
armanna, fá afhenta skýrslu um
persónuleikamat umsækjenda og
skrá upplýsingar í viðtölum við
matsnefndina og kynningu um-
sækjenda fyrir stjórninni.
Beinir umboðsmaður þeim til-
mælum til stjórnarinnar að taka
ósk Óttars um gögn til endurskoð-
unar í samræmi við þessar at-
hugasemdir og að hún hafi þau
sjónarmið í huga í störfum sínum
framvegis.
Útvista valdi og ábyrgð
Að sögn Óttars hefur það í
auknum mæli tíðkast hjá stofn-
unum að útvista að einhverju leyti
valdi og ábyrgð stjórnvalds á
ráðningarferlum til annarra. Það
sé notað til að halda aftur gögnum
sem geri þeim sem finnst ekki rétt
farið að erfitt eða ómögulegt að
leita réttar síns.
„Ástæðan fyrir því að ég fór í
þessa vegferð og sótti um starfið
er að ég er mikill áhugamaður um
að það sé farið að lögum og
reglum. Þegar ég verð þess
áskynja að ekki sé farið að lögum,
reglum og verkferlum, þá get ég
eðli málsins samkvæmt ekki annað
en kvartað yfir því,“ segir hann.
Óttar er einnig ósáttur við að
ekki hafi verið haldið utan um það
að stjórnarmenn hafi haft sam-
band við aðila úti í bæ um um-
sagnir um umsækjendur sem hann
viti þó til að hafi verið gert í ráðn-
ingarferlinu.
„Ef menn halda ekki skrár og
passa ekki upp á þær er alltaf
hægt að halda því fram að gögnin
séu ekki til,“ segir Óttar sem hef-
ur þegar óskað eftir gögnunum
aftur eftir að álit umboðsmanns lá
fyrir. Hann hefur hins vegar ekki
enn fengið viðbrögð frá FME.
Brutu stjórnsýslu- og upplýsingalög
Umboðsmaður Alþingis gerir athugasemdir við ráðningarferli forstjóra Fjármálaeftirlitsins 2012
Annar umsækjenda gagnrýnir að ekki hafi verið haldið utan um gögn um umsækjendurna
Morgunblaðið/Ómar
Umsóknarferlið Staða forstjóra Fjármálaeftirlitsins var auglýst til um-
sóknar í apríl 2012. Unnur Gunnarsdóttir var ráðin úr hópi tíu umsækjenda.
Halla Sigrún Hjartardóttir, for-
maður stjórnar Fjármálaeft-
irlitsins, vildi ekki tjá sig efn-
islega um málið í gær þegar
eftir því var leitað.
Bæði beiðni Óttars um gögn
og athugasemdir umboðs-
manns Alþingis við ráðning-
arferlið væru til skoðunar hjá
stofnuninni og hún gæti því
ekki tjáð sig um það fyrr en
niðurstaða lægi fyrir. Stofn-
unin ætlaði sér einhverjar vik-
ur til þess.
Málin í skoð-
un hjá FME
STJÓRNARFORMAÐUR