Morgunblaðið - 05.03.2014, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.03.2014, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 F ÍT O N / S ÍA Fífa salernispappírinn er einstaklegamjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífa í næstu verslun. WWW.PAPCO.IS FIÐURMJÚK FÍFA Lopi 33 Sjá sölustaði á istex.is að félagið hefur fengið undanþágu frá einstaka lánaskilmálum. Við eigum afar gott og náið samstarf við við- skiptabanka okkar sem styður okkur í þeirri vegferð sem við erum á. Reksturinn er að skila ágætlega af sér. Handbært fé frá rekstri var 560 milljónir króna á árinu, handbært fé í lok árs 450 milljónir króna og vaxta- berandi skuldir voru greiddar niður á árinu. Við gerum svo ráð fyrir að eig- infjárhlutfall fari batnandi, fyrst og fremst með heilbrigðari rekstri og minni efnahagsreikningi,“ segir Finn- ur. Uppgjör markar þáttaskil Hann segir að horfur félaga sam- stæðunnar á Íslandi og í Svíþjóð séu ágætar og þau vel í stakk búin til að mæta þörfum öflugs núverandi við- skiptavinahóps og svo nýrra að sjálf- sögðu. „Við höfum nú skýrari fókus en áður. Leggjum sérstaka áherslu á góða þjónustu, einbeitum okkur betur að íslenska markaðnum og nýtum tækifærin sem felast í því að setja sér- hæfðar lausnir dótturfélaga til sölu á erlendum mörkuðum, sem hefur að undanförnu gengið einstaklega vel.“ Brugðist við tap- rekstri í Danmörku  Nýherji setti Applicon á sölu  11% eiginfjárhlutfall Morgunblaðið/Eggert Skýrari fókus „Við höfum nú skýrari fókus en áður,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja. Félagið tapaði 1,6 milljörðum króna árið 2013. VIÐTAL Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Nýherji, sem skráður er í Kauphöll, hefur sett Applicon í Danmörku í söluferli. Í lok síðasta árs seldi það danska dótturfélagið Dansupport. Nýherji varð að afskrifa 1,2 milljarða af viðskiptavild á liðnu ári, einkum vegna taprekstrar í Danmörku en Nýherji tapaði þá 1,6 milljörðum. Eiginfjárhlutfallið lækkaði í 11% úr 28% á milli ára. Fram kom í uppgjörinu að innlend starfsemi samstæðunnar, þ.e. Ný- herja, Applicon og TM Software, hefði gengið ágætlega á liðnu ári og að jákvæður viðsnúningur orðið hjá Applicon í Svíþjóð. Morgunblaðið ræddi við Finn Oddsson, forstjóra Nýherja. – Hvers vegna hefur reksturinn gengið svona illa í Danmörku og hvers vegna var ákveðið að selja starfsemina frekar en að róa öllum ár- um að því að gera reksturinn arðbær- an? „Reyndar er rétt að halda því til haga að rekstur Dansupport hefur gengið ágætlega undanfarin ár. Ef við horfum hins vegar til Applicon félag- anna eru margar ástæður fyrir því hvers vegna ekki hefur gengið sem skyldi, allt frá efnahagsástandinu þar, til vals á stefnu og áherslum í stjórn- un, til stórra verkefna sem ekki hafa gengið sem skyldi. En að því við- bættu, er meginástæða þess að við höfum ákveðið að skilja við rekstur í Danmörku sú staðreynd að samlegð starfsemi þar hefur verið lítil sem engin við aðrar einingar Nýherja, á Íslandi og í Svíþjóð. Undir slíkum kringumstæðum er ekki réttlætan- legt að halda áfram að óbreyttu.“ – Hvað gerir þú þér vonir um að það taki langan tíma að selja Applicon í Danmörku? Hvernig er markaður- inn fyrir sölu á fyrirtæki sem þessu í Danmörku? „Vonandi sem stystan, en það mun taka einhvern tíma. Það eru allnokkr- ir áhugasamir kaupendur sem hafa verið í sambandi við okkur og eiga þeir það allir sameiginlegt að þeir geta nýtt sér mjög sterkt tæknilegt teymi ráðgjafa og hugbúnaðarlausnir Applicon fyrir núverandi viðskipta- vinahóp sinn. Það gerir Applicon að áhugaverðu kauptækifæri fyrir þessi félög. “ Heilbrigðari rekstur – Í hvernig ásigkomulagi verður samstæða Nýherja þegar búið er að selja reksturinn í Danmörku? „Það felur í sér að rekstur sam- stæðunnar verður allur mun heil- brigðari. Allar íslensku einingarnar, Nýherji, Applicon og TM Software, skila jákvæðri afkomu og það sama má segja um Applicon í Svíþjóð, eins og verið hefur undanfarið hálft ár.“ – Eiginfjárhlutfall Nýherja var 11% við árslok. Brýtur félagið lána- skilmála? Með hvaða hætti verður reynt að auka eigið fé félagsins og hvað verður það að gerast hratt? „Öll lán Nýherja eru í skilum en það kemur einnig fram í ársreikningi Laun hjá íslenskum fyrirtækjum hækkuðu um 6,1% að meðaltali á síð- asta ári, en það hefur verið ris í hækkun á síðustu árum. Topparnir í fyrirtækjunum leiða hækkunina, en í dag eru 7,5% launamanna með yfir eina milljón í heildarlaun. Þetta kemur fram í nýrri launagreiningu PWC sem var kynnt í gærmorgun. Laun hækkuðu almennt um 2,2% umfram verðlag, en Hafsteinn Már Einarsson, sérfræðingur hjá PWC, segir að það hafi verið áhugavert að aukagreiðslur hafi tekið að hækka á ný eftir að hafa lækkað frá hruni. Fóru aukagreiðslur og hlunnindi upp í 12,4% af heildarlaunum, en það er hækkun um 2,5 prósentustig milli ára. Hafsteinn sagði í kynningu sinni að þar gætti áhrifa frá nýjum þátt- tökufyrirtækjum, en jafnframt væri aukning yfir línuna hjá eldri fyrir- tækjum. 13 til 15 þúsund þátttakendur PWC hefur gert þessa könnun undanfarin ár og er tilgangurinn að sjá laun og samsetningu launa fyrir tiltekin störf. Í ár voru milli 13 til 15 þúsund þátttakendur í könnuninni, en það eru um 8 til 9% af heildar- vinnuafli landsins. Samkvæmt skýrslunni eru meðal- heildarlaun í dag 568 þúsund krónur og hækkuðu þau úr 535 þúsund krónum árið áður. Hækkunin nemur sem fyrr segir 6,1%, en árið á undan hækkuðu þau um 4,5%. Flestir laun- þegar eru í flokkunum 300 til 400 þúsund og 400 til 500 þúsund, eða um 21% í hvorum flokk. Nánar á mbl.is Flestir voru með 300-500 þúsund  Aukagreiðslur hækkuðu á ný í fyrra Morgunblaðið/Golli Topparnir Greining PWC sýnir að topparnir leiddu launahækkanir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.