Morgunblaðið - 05.03.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.03.2014, Blaðsíða 21
Frá Kænugarði til Krímskaga 22. febrúar Þing Úkraínu vék Viktor Janúkóvítsj úr embætti forseta Forseti þingsins, Olexandr Túrtsjínov, kjörinn forseti Úkraínu til bráðabirgða Rússar saka nýju valdhafana í Úkraínu um vopnað valdarán Rússar setja hersveitir sínar við landamærin í viðbragðsstöðu Þingið í Krím samþykkir almenna atkvæðagreiðslu um aukna sjálfstjórn héraðsins Túrtsjínov sakar Rússa um innrás eftir að hermenn umkringdu flugvelli í Belbek og Simferopol Barack Obama Bandaríkjaforseti varar stjórnvöld í Rússlandi við því að beita hervaldi Vopnaðir hópar umkringdu þingið í Simferopol. Rússar sagðir hafa sent 6.000 manna liðsauka á Krímskaga Stjórnvöld í Kænugarði segja hernaðaríhlutun Rússa jafngilda stríðsyfirlýsingu 23. febrúar 24. febrúar 26. febrúar 27. febrúar 28. febrúar 1. mars 2. mars 18.-20. febrúar 82 manns biðu bana í Kænugarði í árásum öryggissveita Meirihlutinn hefur úkraínsku að móðurmáli Meirihlutinn hefur rússnesku að móðurmáli 200 km KÆNU- GARðUR ÚKRAÍNA Sevastopol RÚSSLAND ÚKRAÍNA SVARTAHAF Sevastopol AZOVSHAF Novorossísk KRÍM Simferopol Belbek Lvív Donetsk Kharkov Odessa KRÍM Bandarísku embættismennirnir telja að staðan væri ekki öðruvísi nú ef Bandaríkin hefðu látið meira að sér kveða í málinu. „Sannleikurinn er sá að Janúkóvítsj fór frá og nýja ríkisstjórnin er miklu hlynntari samstarfi við Vesturlönd,“ hefur The Wall Street Journal eftir einum embættismannanna. „Þetta er því ekki sigur fyrir Rússa.“ Hafi það verið rétt hjá Banda- ríkjastjórn að láta ESB um að leysa vandamálið er sá hængur á að að- ildarríki sambandsins greinir á um hvernig taka eigi á því. Fyrrverandi kommúnistaríki í Mið- og Austur- Evrópu vilja að sambandið beiti sér af hörku gegn Rússlandi til að verja Úkraínu en önnur lönd, m.a. Frakkland og Þýskaland, vilja beita Rússa mildari þvingunum. Breskir fjölmiðlar skýrðu frá því í gær breska ríkisstjórnin væri að svo stöddu andvíg því að gripið yrði til refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna deilunnar. Fjölmiðlarnir byggðu þetta á ljósmyndum af skjali sem breskur embættismaður hélt á þegar hann fór á fund Davids Camerons, forsætisráðherra Bret- lands. Evrópusambandið íhugar meðal annars að frysta bankainnistæður rússneskra auðmanna og Bretar hafa áhyggjur af því að slíkar að- gerðir geti skaðað banka og önnur fjármálafyrirtæki í Lundúnum. Þjóðverjar í lykilhlutverki Þjóðverjar hafa einnig verið treg- ir til að fallast á efnahagslegar refsiaðgerðir vegna þess að þeir eru háðir jarðgasi og olíu frá Rússlandi. Um það bil þrír fjórðu af jarðgasi og olíu, sem flutt var inn til Þýskalands á síðasta ári, komu frá Rússlandi. Útflutningur til Rússlands hefur einnig haft mikla þýðingu fyrir Þjóðverja og stuðlað að efnahags- legri velgengni Þýskalands á síð- ustu tíu árum. Vægi viðskiptanna við Rússland hefur þó minnkað að undanförnu. Rússland er enn mik- ilvægur markaður fyrir þýsk fyr- irtæki á borð við Mercedes og Volkswagen en landið er þó komið niður í ellefta sætið á lista yfir mik- ilvægustu viðskiptalönd Þýska- lands. Útflutningur Þjóðverja er til að mynda meiri til Póllands en Rússlands núna. Nokkrir frétta- skýrendur hafa sagt að vegna efna- hagslegrar stöðnunar í Rússlandi á síðustu árum og aukins efnahags- máttar Þýskalands myndu refsiað- gerðir skaða Rússa meira en Þjóð- verja. Fréttaskýrandi The New York Times telur að Þýskaland geti ráðið úrslitum um hvort hægt verði að leysa deiluna. Hann bendir á að Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, hefur gagnrýnt ríkisstjórn Pútíns fyrir mannréttindabrot á síðustu mánuðum og gegndi mik- ilvægu hlutverki í því að fá Pútín til að náða þekktasta fanga Rússlands, Míkhaíl Khodorkovskí. AFP Ólga Rússi á fundi í Moskvu til stuðnings Rússum í Krím kveikir í mynd af Stepan Bandera, leiðtoga úkraínskra þjóðernissinna á fimmta áratug ald- arinnar sem leið. Rússar saka valdhafana í Kænugarði um þjóðernisöfgar. FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagði á blaðamannafundi í gær að hann teldi ekki þörf á að senda hermenn inn í Úkraínu að svo stöddu. Hann kvaðst þó áskilja sér rétt til að beita „öllum aðferðum“, meðal annars hervaldi, til að vernda Rússa í austurhluta Úkra- ínu „ef allt annað bregst“. Hann sagði að Viktor Janúkóvítsj væri enn forseti Úkraínu en viðurkenndi að hann ætti ekki afturkvæmt til Kænugarðs. Pútín neitaði því að rússneskir hermenn hefðu umkringt úkra- ínskar herstöðvar í Krím og sagði „sjálfsvarnarsveitir“ rússneskra Krímbúa hafa gert það. Breskir hermálasérfræðingar telja þó engan vafa leika á því að hermennirnir, sem hafa náð Krím á sitt vald, séu í sérsveitum rúss- neska hersins, meðal annars sér- sveit sem nefnist Spetsnaz. Einn sérfræðinganna sagði það „200%“ öruggt að liðs- menn Spetsnaz hefðu verið sendir á Krím- skaga. Annar sér- fræðingur telur að sérsveitarmönn- unum fylgi að minnsta kosti tvær hersveitir frá Svartahafs- flota og Eystra- saltsflota Rúss- lands. Sagður beita sérsveitum PÚTÍN ÁSKILUR SÉR RÉTT TIL AÐ BEITA HERVALDI Vladímír Pútín Bókaverðir á bókasafni í eistnesku borginni Tartu hafa náð góðum árangri í að kenna börnum að lesa með því að fá þau til þess að lesa fyrir hunda sem leggja við hlustirnar þegar krakkarnir lesa upphátt á safninu. Þrír hundar heimsækja safnið tvisvar í mánuði og hlusta á krakka sem eiga í erfiðleikum með lestur eða eru með lítið sjálfsálit. Að sögn Evu Roots, verk- efnastjóra, hefur þetta skilað mjög góðum árangri enda fáir jafn þolinmóðir og hundar þegar kemur að því að hlusta á upplestur. EISTLAND Börnin læra að lesa fyrir hundinn Lesið fyrir voffa. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Laugalandi, Holtum, föstudaginn 26. mars 2010 og hefst kl. 15:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Reykjavík, 9. mars 2010. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. l l s svf. ver ur haldinn á Goðalandi Fljó shlíð, föstudagi n 21. mars 2014 og hefst kl. 15:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytingar á samþykktum. 3. Önnur mál. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Reykjavík, 28. febrúar 2014. Frumkvöðull í hönnun glerja SJÓNARHÓLL Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Íslandi Reykjavíkurvegur 22 | S. 565 5970 | sjonarholl.is Þar sem gæðagleraugu kosta minna! Á verði fyrir alla - mikið úrval *Les eða göngugleraugu Sph+/-4 cyl -2 fylgja Glerin okkar koma frá BBGR Frakklandi, einum virtasta glerjaframleiðanda Evrópu Margskipt verðlaunagler frá 53.900 kr. Rýmingarsala Rýmum fyrir nýju!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.