Morgunblaðið - 05.03.2014, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er meðmiklum ólík-indum að
fylgjast með um-
ræðunni hér á landi
í tengslum við Evr-
ópumálin. Stöð-
ugum rangfærslum er haldið á
loft um aðlögunarferlið, sem
jafnan er kallað „samninga-
ferli“, og látið sem að Ísland
geti orðið aðili að Evrópusam-
bandinu án þess að taka upp all-
ar þær réttarreglur og tilskip-
anir sem þegar hafa verið
samþykktar innan sambands-
ins. Þannig væri samkvæmt
þessu hægt að ná fram glæsi-
legri niðurstöðu fyrir Íslend-
inga, einhvers konar samningi
sem síðan ætti að kjósa um.
„Pakkinn“ hefur hins vegar
staðið opinn fyrir allra augum
allan tímann, og heitir Lissa-
bon-sáttmálinn. Það eina sem
þarf að semja um er hversu
langan tíma það taki fyrir okkur
að aðlagast regluverkinu.
Það sem einnig tálmar allri
rökrænni umræðu um þessi mál
er heiftin sem stuðningsmenn
aðildar sýna af sér. Ef einhver
dirfist að benda á klæðaleysi
keisarans er hjólað í manninn
en boltinn skilinn vandlega eft-
ir. Nú síðast steig Ágúst Þór
Árnason, einn af höfundum
skýrslu Hagfræðistofnunar Há-
skóla Íslands fram, og ítrekaði
þá meginniðurstöðu skýrsl-
unnar, að engar varanlegar
undanþágur væri að fá úr hendi
sambandsins. Viðræðunum
væri því að hans mati sjálfhætt.
Það var eins og við manninn
mælt að um leið var farið að
vega að starfsheiðri fræði-
mannsins og draga í efa heilindi
hans og jafnvel getu til þess að
tjá sig um þessi mál. Var þar
fremstur í flokki fyrrverandi
utanríkisráðherra, sem gekk
langt, jafnvel á eigin mæli-
kvarða.
En það hefði nú ekki þurft að
koma Össuri neitt á óvart þó að
honum væri bent á að engar
varanlegar undanþágur væru í
boði. Það hefur legið ljóst fyrir
allan tímann. Daginn sem
aðildarviðræðurnar hófust
formlega, 27. júlí 2010, var
haldinn víðfrægur fréttamanna-
fundur þar sem Össur talaði um
lausnir sem gætu hentað öllum
og hugvitssemi ESB til þess að
finna upp á „klæðskera-
sniðnum“ sérlausnum fyrir ný
aðildarríki. Hann hafði ekki
fyrr sleppt orðinu en Stefan
Füle, þáverandi stækk-
unarstjóri ESB, áréttaði að
sama hversu slíkar lausnir
væru hugvitssamlegar, yrðu
þær að vera innan ramma nú-
verandi tilskipana. Orðrétt
sagði hann að slíkar lausnir
yrðu að vera „byggðar á þeirri
almennu meginreglu, sem verð-
ur gegnum-
gangandi í gegnum
viðræðurnar, að
það eru engar var-
anlegar und-
anþágur frá tilskip-
unum ESB“.
En orð stækkunarstjórans
sjálfs eru eflaust bara eitthvert
svartstakkahjal og að engu haf-
andi að mati áköfustu aðild-
arsinna. Lítum því á hvað fram-
kvæmdastjórn
Evrópusambandsins sjálfs seg-
ir á heimasíðu sinni um „samn-
ingaferlið“. Undir liðnum „Um
hvað er samið?“ er sagt skil-
merkilega frá því að samið sé
um aðstæður og tímasetningu
þess að aðildarríkið taki upp
allar núverandi reglur Evrópu-
sambandsins. Segir svo í ís-
lenskri þýðingu: „Þessum
reglum er skipt í 35 mismun-
andi stefnusvið (kafla), eins og
samgöngur, orkumál, umhverfi
o.s.frv., og er samið um hvern
kafla sér. Reglurnar eru ekki
umsemjanlegar.“ Síðustu tvö
orðin, „ekki umsemjanlegar“,
eru feitletruð til þess að ítreka
það sem er rétt í þessum efnum:
Það eru engar varanlegar und-
anþágur í boði, en stundum fær
aðildarríkið tíma til þess að að-
lagast regluverkinu.
Þessi orð sjálfrar fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins á eigin heimasíðu
passa síðan vel við bæklinginn
„Understanding Enlargement“
sem sambandið gaf út árið 2011
til þess að hjálpa fólki að skilja
aðildarferlið, en þar segir á
blaðsíðu 9: „Hugtakið „samn-
ingaviðræður“ getur verið vill-
andi. Aðildarviðræður einblína
á skilyrði og tímasetningar á
innleiðingu aðildarríkisins, út-
færslu og framkvæmd á reglum
ESB – um 100.000 blaðsíðum.
Og þessar reglur (einnig þekkt-
ar sem acquis, franska fyrir
„það sem hefur verið sam-
þykkt“) eru ekki umsemj-
anlegar.“
Þetta eru ekki einu dæmin,
því að framkvæmdastjórn ESB
og sambandið sjálft hafa statt
og stöðugt verið samkvæm
sjálfum sér í því að ítreka og
taka fram hvað sé í boði við inn-
gönguna. Það er því löngu kom-
inn tími til þess að stuðnings-
menn aðildar fari að rökræða
það hvers vegna Ísland eigi
heima í Evrópusambandinu út
frá þeim staðreyndum sem
liggja fyrir, í staðinn fyrir að
halda áfram með þann ranga
málflutning sem hingað til hef-
ur verið ráðandi í umræðunni.
Það liggur nefnilega ljóst fyrir
að á endanum myndi Ísland allt-
af þurfa að gangast undir hina
sameiginlegu sjávarútvegs-
stefnu sambandsins. „Pakkinn“
svonefndi er nefnilega bæði gal-
opinn og tómur í þokkabót.
ESB hefur alls ekki
falið „pakkann“
heldur sagt skýrt
hvað í honum er}
Umræða um ESB á
miklum villigötum
Á
þessu ári eru liðin 1200 ár frá láti
Karlamagnúsar, Karls mikla, og
er þess minnst á ýmsan hátt víða í
Evrópu. Eru það ekki síst Frakk-
ar sem halda minningu hans á
lofti, enda má hann heita einn helsti veraldlegi
þjóðardýrlingur þeirra. Hann var konungur í
Frankaríkinu mikla sem spannaði nær alla
Vestur-Evrópu og oft er talið marka upphaf
Evrópu í nútímaskilningi.
Íslendingar höfðu snemma spurnir af Karla-
magnúsi og afrekum hans. Íslenskir náms-
menn í Frakklandi, menn eins og Sæmundur
fróði á 11. öld og Þorlákur helgi á 12. öld, hafa
kynnst sögnum um hann og áreiðanlega báðir
lesið hina frægu ævisögu hans eftir lærdóms-
manninn Einhard. Um Karlamagnús segir í
Oddaverjaannál: „Karlamagnús var einn mekt-
ugur keisari, sigursæll, guðhræddur, góðfús, vel siðaður.
Hann kristnaði mörg lönd og háði stórar orrustur við
heiðna kónga, hann er kallaður einn nytsamasti keisari
kristindómsins.“ Karlamagnúss saga var skrifuð á Íslandi
á 13. öld, hugsanlega fyrr, eftir erlendum heimildum, sum-
um glötuðum. Engir voru hrifnari af Karlamagnúsi en
Oddaverjar, mesta höfðingjaætt á Íslandi á 12. og 13. öld,
tengdir norsku konungsfjölskyldunni blóðböndum. Þeir
voru stórlátir og birtist það meðal annars í nafngiftum í
fjölskyldunni. Nafnið Karlamagnús kemur þar fyrir á 13.
öld, í fyrsta sinn á Íslandi. Ef marka má Ólafs sögu helga í
Heimskringlu var Magnúsar-nafnið nokkru fyrr búið að
ná fótfestu í Noregi, raunar fyrir áhrif íslensks
skálds. Gat nú verið! Samkvæmt sögunni
fæddi ambátt Ólafs konungs Haraldssonar ár-
ið 1024 sveinbarn sem hann hafði getið. Þegar
sveinninn fæddist var hann ekki talinn eiga líf
fyrir höndum. Konungur svaf og hirðmenn
þorðu ekki að vekja hann, þótt öllum væri ljóst
að nauðsyn bar til að barnið fengi skírn ef það
átti að verða hólpið. Sighvatur skáld Þórð-
arson frá Apavatni var þá við hirðina og fregn-
aði þessi vandræði. Hann tók af skarið og lét
skíra barnið.
Segir svo í Heimskringlu: „Svo gerðu þeir
að sveinn sá var skírður og hét Magnús. Eftir
um morguninn þá er konungur var vaknaður
og klæddur var honum sagt allt frá þessum at-
burðum. Þá lét konungur kalla til sín Sighvat.
Konungur mælti: Hví varstu svo djarfur að þú
lést skíra barn mitt fyrr en ég vissi? Sighvatur svarar: Því
að ég vildi heldur gefa guði tvo menn en einn fjandanum.
Konungur mælti: Fyrir hví mundi það við liggja? Sig-
hvatur svarar: Barnið var að komið dauða og mundi það
fjandans maður ef það dæi heiðið en nú var það guðs mað-
ur. Hitt er og annað að ég vissi þótt þú værir mér reiður að
þar mundi eigi meira við liggja en líf mitt en ef þú vilt að
ég týni því fyrir þessa sök þá vænti ég að ég sé guðs mað-
ur. Konungur mælti: Hví léstu sveininn Magnús heita?
Ekki er það vort ættnafn. Sighvatur svarar: Ég hét hann
eftir Karla-Magnúsi konungi. Þann vissi ég mann bestan í
heimi.“ gudmundur@mbl.is
Guðmundur
Magnússon
Pistill
Þann vissi ég mann bestan í heimi
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Nám fer ekki eingöngufram í hefðbundnumskólum á Íslandi. All-mörg fyrirtæki hafa á
síðustu árum lagt áherslu á það sem
nefnt er mannauðsstefna. Oft er þá
reynt að hafa í huga nýlegar kenn-
ingar um straumlínustjórnun þar
sem m.a. er reynt að tryggja öruggt
flæði upplýsinga til starfsmanna og
góðan starfsanda. Og eitt er víst: í
slíkum fyrirtækjum er starfs-
mannavelta yfirleitt minni en gengur
og gerist.
Námskeið til að auka þekkingu
og færni hafa lengi tíðkast en fyrir 16
árum var gengið lengra. Þá stofnaði
álverið í Straumsvík, nú í eigu Rio
Tinto Alcan, Stóriðjuskólann en nám
í honum gefur einingar sem metnar
eru til stúdentprófs. Markmið skól-
ans er einkum að auka fagþekkingu
og öryggi starfsmanna og auka
möguleika þeirra á frekari menntun
og þróun í starfi. Fjarðaál á Reyð-
arfirði hefur einnig komið sér upp
Stóriðjuskóla í líkingu við starfsem-
ina í Straumsvík, fékk leyfi til að nota
sama heitið.
Fleiri fyrirtæki og stofnanir hafa
tekið upp þennan þráð, bjóða starfs-
fólki nám sem stundað er í vinnutíma
og kostað að mestu eða öllu leyti af
fyrirtækinu. Hundruð manna hafa
gegnum tíðina lokið slíku námi.
Fyrirtækið Samskip var í gær
útnefnt Menntafyrirtæki ársins 2014.
Er þetta í fyrsta skipti sem þessi
heiðursverðlaun eru veitt, auk Sam-
skipa voru Isavia, Landsbankinn og
Rio Tinto Alcan á Íslandi tilnefnd.
Í skóla Samskipa fyrir flutninga-
starfsmenn er sérstakt umbótaverk-
efni unnið til lokaprófs eftir tveggja
ára nám, þar eru lagðar fram hug-
myndir að bættum verkferlum. Auð-
ur Þórhallsdóttir, mannauðsráðgjafi
Samskipa, segir að fyrirtækið hafi
lagt sig fram í menntunar- og
fræðslustarfsemi.
Góð áhrif á reksturinn
„Við teljum að flutningaskólinn
hafi mjög góð áhrif á rekstur fyr-
irtækisins og við munum kappkosta
að gera enn betur,“ segir hún. Auk
þess sem starfsmenn annast kennslu
varðandi sín sérsvið hjá fyrirtækinu
eru fengnir utanaðkomandi kennarar
í undirstöðugreinum eins og íslensku
og stærðfræði. Einu skilyrðin sem
sett eru fyrir inngöngu eru að starfs-
maður hafi náð 20 ára aldri og unnið í
þrjú ár hjá Samskipum, fyrri mennt-
un skiptir engu. Og nemendur eru á
öllum aldri og af báðum kynjum.
Kennt er fyrir hádegi á vinnutíma,
annir eru tvær á ári.
Þóra Birna Ásgeirsdóttir stýrir
nú Stóriðjuskólanum í Straumsvík,
þar er kennt eftir hádegi, fjórar
stundir í senn. Alls hafa 206 útskrif-
ast úr grunnnámi skólans og 22 úr
framhaldsnámi. Hægt er að afla sér
allt að 78 eininga til stúdentsprófs í
skólanum. Þeir sem mæta í tíma þeg-
ar þeir ættu ekki að vera á vakt fá
hálft kaup greitt, einnig má geta þess
að þeir sem ljúka náminu fá nokkra
kauphækkun. Flestir starfsmenn eru
úr röðum karla en núna eru álíka
margar konur og karlar í skól-
anum. En athyglisvert er að við
nýráðningar í fyrra voru kon-
ur í miklum meirihluta, að
sögn Þóru. Er það í sam-
ræmi við nýja stefnu fyr-
irtækisins um að auka hlut
kvenna.
„Mér finnst sérstak-
lega gott að sjá að fólk sem
ekki hefur stundað nám
um langt skeið gengur
hnarreistara um þegar það
er búið að sýna að það getur
þetta,“ segir hún.
Kennt í vinnunni og
fagþekkingin nýtt
Ylhýra málið Nokkrir kátir nemendur í íslenskutíma í flutningaskóla
Samskipa. Þeir sem standa sig vel fá ábyrgðarmeiri störf.
Í umfjöllun SA um þau fyrirtæki
sem tilnefnd voru til verðlauna á
Menntadegi ársins 2014 sagði:
„Við mat á tilnefningum voru
gæði fræðslunnar metin og
kannað hvort mennta- og
fræðslustefnan hafi eflt mennt-
un innan fyrirtækjanna og aukið
samkeppnishæfni þeirra.“
Áherslur fyrirtækjanna sem
tilnefnd voru eru auðvitað
ólíkar en mest er lagt upp
úr því að nýta betur
þekkingu starfsmanna og
auka starfsánægju.
Isavia leggur áherslu á
að kenna þarfagreiningu
og í skólanum er fjallað
um fræðslu og þjálf-
un á sviði flug-
leiðsögu. Lands-
bankinn hefur frá
2010 lagt áherslu á
að efla liðsheild og
innviði, ánægju við-
skiptavina og ávinn-
ing „samfélags og eigenda“.
Mismunandi
áherslur
AUKIN SAMKEPPNISHÆFNI
Starfsmaður
Isavia