Morgunblaðið - 05.03.2014, Page 44
MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 64. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Kristinn fundinn heill á húfi
2. Tveir lögreglumenn á slysadeild
3. Lýst eftir 28 ára manni
4. Verstu skipulagsmistök í áratugi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Japanski fiðlusnillingurinn Midori
leikur með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands í Eldborgarsal Hörpu á morgun
og á föstudag kl. 19.30. Auk þess að
vera meðal eftirsóttustu fiðluleikara
heims er Midori friðarsendiherra
Sameinuðu þjóðanna og hefur hún
unnið að því að kynna hinum efna-
minni víða um heim tónlist, stendur
m.a. fyrir árlegri röð tónleika í skól-
um New York-borgar. Midori mun fara
um Reykjavík í heimsókn sinni og
spila á ýmsum stöðum. Midori vakti
heimsathygli þegar hún lék með Fíl-
harmóníusveit New York aðeins ell-
efu ára og hefur leikið með öllum
þekktustu hljómsveitum heims.
Fiðlusnillingur leikur
víða um Reykjavík
Nær þúsund áhorfendur hafa séð
Ármann Einarsson, 48 ára „föður
með bumbu“, eins og honum er lýst í
tilkynningu, dansa í verkinu Dansaðu
fyrir mig sem nú er sýnt í Tjarnarbíói.
Ármann bjó ekki að neinni dans-
reynslu þegar hann ákvað í fyrra að
láta áralangan draum sinn rætast um
að koma fram í samtímadansverki.
Danshöfundurinn Brogan Davison,
tengdadóttir Ármanns, dansar með
honum í verkinu og var það
frumsýnt fyrir tæpu ári.
Ármann og Davison munu
seinna á árinu dansa í
Noregi, Kanada og
Þýskalandi og von-
ast til þess að ná
þúsund gesta
markinu áður
en að því kem-
ur.
Tæpt þúsund hefur
séð Ármann dansa
Á fimmtudag og föstudag Suðvestan 5-13 m/s og él, en skýjað
með köflum og þurrt NA- og A-lands. Suðvestan 10-18 síðdegis á
föstudag. Frost víða 0 til 5 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða él, en úrkomulítið fyrir norðan. Gengur í
suðvestan 13-20 m/s á S- og SA-landi með snjókomu eftir hádegi.
Dregur úr vindi og ofankomu annað kvöld. Hiti kringum frostmark.
VEÐUR
„Maður er búinn að spila
þarna nokkra leikina og
það er auðvitað svolítið
sérstakt að vera á heima-
velli en samt á útivelli. Ég
er bara spenntur og hlakka
til leiksins,“ sagði Aron
Einar Gunnarsson, fyrirliði
íslenska landsliðsins í
knattspyrnu, við Morg-
unblaðið í gær en Ísland
mætir Wales í vin-
áttulandsleik í Cardiff í
Wales í kvöld. »1
Hvað gera strák-
arnir gegn Bale?
„Þetta er rosalega mikilvægt mót
fyrir okkur. Við sjáum mikil tækifæri í
því að nýta þennan tíma til að æfa og
koma okkar áherslum inn. Við kynn-
umst líka leikmönnum betur, innan
sem utan vallar,
sem er líka
mjög mik-
ilvægt,“ sagði
Freyr Alex-
andersson sem
er mættur á sitt
fyrsta Alg-
arve-mót
sem þjálf-
ari kvenna-
landsliðs
Íslands í
knatt-
spyrnu. »4
Rosalega mikilvægt mót
fyrir okkur
„Stefna okkar er að komast í um-
spilið. Auðvitað vilja strákarnir kom-
ast í lokakeppnina. Bæði til að upp-
lifa það að keppa á stórmóti, og svo
er það stór og mikill gluggi fyrir leik-
menn til að sýna hvað í þeim býr,“
segir Eyjólfur Sverrisson þjálfari U21
árs landsliðsins sem mætir Kasakst-
an ytra í dag í undankeppni EM. »2
Stefna okkar er að kom-
ast í umspilið fyrir EM
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Geitastofninn hér á bæ dafnar vel.
Frjósemin er mikil, kjötið gott og
mjólkurlagni huðnanna með ágætum.
Þetta er árangur ræktunarstarfs síð-
astliðinna fjórtán ára og ég vonast til
þess að geta haldið þessu áfram,“
segir Jóhanna B. Þorvaldsdóttir,
geitabóndi á Háafelli í Hvítársíðu, í
Borgarfirði.
Fólk vill beint frá býli
Jóhanna var meðal þátttakenda í
vetrarmarkaði Búrsins í Hörpu um
helgina, en til hans var efnt jafnhliða
setningu Búnaðarþings. Þar sýndu
og seldu milli 40 og 50 framleiðendur
– margir tengdir sveitum landsins –
vörur sínar. Meðal afurða má nefna
geitakjöt frá Háafelli og sápur og
snyrtivörur úr geitamjólk og tólg.
Aðrir voru með snyrtivörur, sultur,
drykki, kornmeti, brauð og svo mætti
lengi áfram telja. Fjölmargir sóttu
markaðinn og gerðu þar góð kaup.
Segir Jóhanna það haldast í hendur
við að áhugi almennings á landbún-
aði, og eins því að kaupa vörur beint
frá býli, sé stöðugt að aukast.
Í vetur hefur Jóhanna haldið um
190 geitur á Háafelli. Hún segir inn-
byrðisskyldleika í stofninum hafa sett
nokkurt strik i reikninginn – en með
markvissri ræktun sé verið að taka á
því. „Ég nota að jafnaði níu hafra sem
sinna 160 huðnum. Í fyrra seldi ég um
30 lífdýr til bænda sem vilja hasla sér
völl í geitabúskap, en um 80 dýr fóru í
sláturhús á Hvammstanga. Þar er
kjötið líka unnið, eins og læri, hrygg-
ur og grillsneiðar af kiðlingum. Kjöt
af eldri dýrum er hins vegar nýtt sem
hráefni í pylsugerð. Í sláturhúsinu á
Hvammstanga hefur fólk einmitt ver-
ið mjög áhugasamt um þetta verkefni
og að gefa nýrri búgrein þannig svig-
rúm,“ segir Jóhanna. Hún kemur
geitamjólkinni að Erpsstöðum í Döl-
um. Þar er rekið lítið mjólkurbú, sem
hefur öll tilskilin leyfi til vinnslu á til
að mynda ostum sem Jóhanna selur í
sínum eigin ranni.
Kýr fátæka mannsins
„Stundum er sagt að geitin sé kýr
fátæka bóndans. Þetta eru ótrúlega
afurðamiklar skepnur, sem eru léttar
á fóðrum en skila samt sínu; það er
kjöti og mjólk. Geta komist vel af
þrátt fyrir þurrka og það er ekki að
ástæðulausu að geitfjárrækt er mikið
stunduð til dæmis í Asíu, Afríku og
löndum Suður-Ameríku. Þeir sem til
þekkja segja að um 70% alls kjöts og
mjólkur sem neytt er í heiminum
komi af geitum. Geitamjólkin hefur
líka aðra samsetningu en kúamjólk,
þannig að til dæmis fólk sem er með
mjólkuróþol getur yfirleitt drukkið
hana án óþæginda,“ segir Jóhanna.
Hún tekur á ári hverju á móti um
5.000 gestum sem koma í Geit-
fjársetrið að Háafelli, að stærstum
hluta Íslendingar, til að sjá hafra,
huðnur og kiðlinga – og bragða á af-
urðum.
Góð mjólk og frjósamar huðnur
Kynnti geita-
afurðir af Hvít-
ársíðu í Hörpu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sveitakona Þetta eru ótrúlega afurðamiklar skepnur, sem eru léttar á fóðrum en skila samt sínu, það er kjöti og
mjólk,“ segir Jóhanna Þorvaldsdóttir geitabóndi sem kynnti afurðir sínar á markaði í Hörpu um sl. helgi.
Nærri 70 bændur víða um land
stunda geitfjárrækt. Flestir eru
með þennan búskap í smærri stíl,
það er tíu dýr eða færri. Nokkrir
eru umsvifameiri, svo sem bændur
í Flókadal í Borgarfirði, Dölum,
Svarfaðardal og á Möðrudal á
Fjöllum. „Kúnstin við geit-
fjárbúskap felst í því að gera sér
grein fyrir að þetta eru dýr sem
hafa sterkan persónuleika. Þú rek-
ur geiturnar ekki áfram í einu safni
eins og fé af fjalli heldur þarf að
koma til móts við hverja og eina.
Þú þarft að vinna með skepnunum
til þess að það skili góðum afurð-
um,“ segir Jóhanna sem hefur ver-
ið frumkvöðull í því að rækta upp
íslenska geitastofninn.
Kunnugir hafa stundum á það
bent að líklegt sé að geitfjárrækt
hafi verið stunduð hér á landi á
landnámsöld. Er þar bent á örnefni
og bæjarnöfn eins og Geitafell,
Hafursey, Hafrahvamma og Geit-
eyjarströnd.
Dýr með sterkan persónuleika
TUGIR GEITABÆNDA ERU VÍÐA UM LANDIÐ
Geitur Í Geitfjársetrinu í Hvítársíðu.