Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Vertu vinur okkar
á Facebook
Sparikjólar, jakkar,
pils og toppar
fyrir veislur vorsins
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Kjólar með
blúnduermum!
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Opið í dag 10-16
www.rita.is
Str. 40-56/58
Litir: Rautt, hvítt og coralrautt
VERTU
VAKANDI!
blattafram.is
84% tilvika flokkast sem gróft
eða mjög gróft kynferðislegt
ofbeldi.
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Glæsikjólar frá
FRANKLYMAN
fyrir vorveislurnar
Skoðið laxdal.is/kjólar
www.laxdal.is
Reykjavíkurborg í samvinnu við Arkitektafélag
Íslands efnir til opinnar framkvæmdasamkeppni til
að fá fram áhugaverðar og vandaðar tillögur að
ferjuhúsi á Skarfabakka og biðskýli úti í Viðey.
Gert er ráð fyrr að samið verði við höfund verð-
launatillögu um áframhaldandi hönnun á verk-
efninu til útboðs.
Keppnislýsing verður
látin í té endurgjalds-
laust frá og með 29.
mars 2014 og er hægt
að nálgast hana á sam-
keppnisvef Reykjavíkur-
borgar og heimasíðu
Arkitektafélags Íslands.
Viðey
Ferjuhús í landi og biðskýli úti í eyju
www.hugmyndasamkeppni.is · www.ai.is
Mikið úrval
AF MOSS PÚÐUM OG ÁBREIÐUM
ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30
Kröfur Sjómannafélagsins jafngilda
því að föst laun bátsmanna á Herjólfi
hækki að lágmarki um 160 þúsund
krónur á mánuði en Samtök atvinnu-
lífsins geta ekki og munu ekki fallast
á slíkar kröfur. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá SA en þar kemur
einnig fram að meðallaun bátsmanna
á skipinu séu um 400 þúsund krónur
á mánuði miðað við 46 klukkustunda
vinnuviku, sem byggist á vakta-
vinnu.
Kjaradeila Samtaka atvinnulífsins
og Sjómannafélags Íslands vegna
undirmanna á Herjólfi hefur staðið í
rúmar þrjár vikur en SA telur kröfur
Sjómannafélagsins óbilgjarnar.
„Sjómannafélagið setti þegar í upp-
hafi viðræðna fram kröfu um rúm-
lega 40% hækkun launa og hefur
ekkert verið slegið af þeirri kröfu.
Auk þess skyldu laun hækka árið
2014 með sama hætti og laun far-
manna,“ segir í tilkynningu SA.
„Ósæðin til Eyja er slitin“
Íbúar í Vestmannaeyjum eru
mjög ósáttir við þá stöðu sem ríkir í
samgöngum milli lands og Eyja. Í
samtali við mbl.is í gær sagði Óskar
Elís Óskarsson, íbúi í Eyjum,
ástandið skelfilegt. „Samgöngur
okkar eru slitnar. Ósæðin til Eyja er
slitin og er að stíflast,“ sagði Óskar
m.a. en þarsíðasta fimmtudag var
hann númer 33 á biðlista til að kom-
ast á bíl um borð í Herjólf.
Óskar segir ástandið óboðlegt, t.d.
hvað varðar læknisþjónustu, en hvað
kjaradeiluna varði sé eins og menn
geti ekki talað saman. „Mér finnst
ekki vera skynsemi á bak við þetta,“
segir hann. „Menn þurfa að setjast
niður eins og fullorðnir menn og
klára málin.“
Kröfur Sjómanna-
félagsins óbilgjarnar
Jafngildi 160 þúsund króna hækkun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samgöngur Kjaradeilan hefur stað-
ið í rúmar þrjár vikur.
Gengið hefur verið frá samkomu-
lagi strandríkja um veiðar á kol-
munna fyrir árið 2014. Fram kemur
í frétt atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytisins að það feli í sér að
veiðar ársins verða 1,2 milljón lest-
ir en endurskoðun á aflareglu er
frestað til haustsins. Hlutur Íslands
úr heildarveiðinni er 194.722 lestir.
Einnig hefur verið staðfest sam-
komulag Íslands, Noregs, Rúss-
lands og Evrópusambandsins um
veiðar á norsk-íslenskri síld fyrir
árið 2014. Líkt og á síðasta ári eru
Færeyingar ekki aðilar að sam-
komulagi strandríkjanna en hlutur
þeirra samkvæmt gildandi skipt-
ingu er tekinn frá. Heildarveiðin
verður tæplega 419 þúsund lestir
og er hlutur Íslands alls 60.722 lest-
ir.
Samkomulag um
kolmunnaveiðar
Fundahöld í kjaradeilu framhalds-
skólakennara og stjórnenda í fram-
haldsskólum stóðu yfir frá klukkan
9-18 í gær. Ólafur Hjörtur Sigur-
jónsson, formaður Félags stjórn-
enda í framhaldsskólum, sagði í
gærkvöldi að lítið væri að frétta af
viðræðunum en þær þokuðust
áfram. „Við sjáum ekki alveg hvern-
ig þetta mun enda en við ætlum að
vinna eins og við getum alla helgina
og sjáum svo til hvernig miðar,“
sagði hann. Til stóð að fundahöld
hæfust að nýju klukkan 10 í dag.
Ólafur segir að nú sjái til lands
með ýmsa þætti en enn eigi eftir að
leysa úr nokkrum flækjum. Hann
segir ekki tímabært að upplýsa
hvaða mál það eru sem standa út af.
„Við erum búin að vera að vinna í
því sem við erum sammála um. Lét-
um hitt aðeins bíða,“ segir hann.
Hann segir að einhver af ágreinings-
málunum verði undir í viðræðunum
um helgina. Framhaldsskólakenn-
arar hafa boðað til baráttufundar í
verkfallsmiðstöðinni í Framheim-
ilinu kl. 13 á mánudag.
Enn eftir að leysa úr
ákveðnum flækjum