Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 Ný og betriheimasíða! NORRÆN SUMUR GERA KRÖFU UM HÁMARKS FRAMM ISTÖÐU Á Íslandi vitum við að sumarveður getur þýtt alls konar veður! Þess vegna hefur Noki an þróað sumar- og he ilsársdekk sem henta fjölbreyttu veður fari norðlægra slóða. NOKIAN FINNSK SUMAR- OG HEILSÁRSDEKK Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI Ný dekkja leitarvél á MaX1.is! Finndu réttudekkin undirbílinn þinn! Skoðaðu MAX1.is Mundu : naglad ekkin af fyrir 15. apr íl! Fáðu vaxtalaust kortalán eða 10% staðgreiðsluafslátt af dekkjum! velduMargverðlauNuðNokiaN gæðadekkhjá MaX1 Reykjavík: Bíldshöfða 5a Jafnaseli 6 Knarrarvogi 2 Hafnarfjörður: Dalshrauni 5 515 7190 Opnunartími: Öll verkstæði opin virka daga kl. 8-17 Laugardaga: sjáMAX1.is Aðalsímanúmer: Mikið úrval fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ætla má að um tvær milljónir páska- eggja séu framleiddar í stærstu sæl- gætisverksmiðjum landsins á þessu vori, en vertíðin þar stendur nú sem hæst. Það var raunar strax í janúar sem eggjaframleiðslan hófst en þunginn verður jafnan meiri eftir því sem nær líður páskum. Hjá Nóa- Síríusi er framleidd um ein milljón eggja að þessu sinni og nærri 400 þúsund hjá Freyju. Þá eru ótaldir ýmsir aðrir framleiðendur. Hefðir og góðar uppskriftir „Páskaeggin og jólakonfektið eru alltaf föstu póstarnir í starfsemi okk- ar. Eggin frá Nóa eru í ýmsum stærðum og framleiðsla þeirra fer eftir gömlum og góðum hefðum og uppskriftum sem landsmenn þekkja. Við leikum okkur hins vegar meira í framleiðslu undir vörumerkinu Nizza. Házkaegg eru afurðin þar, þau eru í ýmsum stærðum, með margvíslegu góðgæti og í þeim eru smellin orðatiltæki í stað málshátta,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs fyrirtækisins. Um 150 manns vinna í verksmiðju Nóa-Síríusar og þar af eru þessa daga um 30 manns í páskaeggjunum. Gerð þeirra er að miklu leyti handa- vinna, til dæmis skreytingar. „Þó má segja að allir okkar starfsmenn taki þátt í þessari framleiðslu með ein- hverju móti. Við hefjum undirbún- inginn raunar strax í ágúst, til dæm- is með því að nálgast hráefnið, sem er að stofninum til kakóbaunir frá Fílabeinsströndinni,“ segir Kristján Geir sem segir framleiðsluna munu verða í gangi alveg fram á síðasta dag, það er fram á miðvikudaginn í dymbilviku. „Framleiðslan gengur vel og egg- in koma alveg á færibandi,“ segir Ævar Guðmundsson, eigandi sæl- gætisgerðarinnar Freyju í Kópa- vogi. Páskaeggin þar á bæ eru í stærðunum 1-10 og sinna um 25 manns framleiðslu á þeim. „Þetta er handavinna og við þurftum meiri mannskap til þess að anna þessu. Tókum því inn hóp af verkfalls- krökkunum úr framhaldsskólunum og þau hafa alveg bjargað varpinu, ef svo má segja um páskaeggjagerð- ina,“ segir Ævar. Verkfallskrakkarnir bjarga varpinu  Páskaeggjavertíðin er í hámarki  Tvær milljónir eggja eru framleiddar  Handavinna og hráefni frá Fílabeinsströndinni  Smellin orðatiltæki í stað málshátta koma nú í öðruvísi eggjum Morgunblaðið/Þórður Vertíð Allar skreytingar á páskaeggjunum eru handgerðar og því hefur þurft að fá viðbótarmannskap í framleiðsl- una hjá Freyju. Þá kemur til gagnkvæmur hagur því framhaldsskólakrakkar í verkfalli vilja fá að vinna. Freyjumenn Páll Matthíasson verksmiðjustj. og Ævar Guðmundsson eigandi. Almennt hafa egg í gegnum tíð- ina verið tákn um frjósemi og endurfæðingu og voru það löngu fyrir tilkomu kristindóms- ins. Um árþúsundir og aldir tíðkaðist sá siður að hafa máluð hænuegg uppi um páska og þá jafnan í gulum lit sem er tákn vonarinnar – sem aftur tengist þá upprisu Jesú frá dauðum sem er meginboðskapur páskanna. „Meðal kristinna eru páska- egg rakin til frumkristinna söfn- uða í Mesópótamíu þar sem tíðkaðist að rjóða egg til minn- ingar um að blóði Krists var út- hellt með krossfestingunni,“ segir á Wikipedia. Áratugir eru síðan súkkulaði- eggin tóku við á Íslandi. Ævar segir framleiðsluna hafa tals- vert þróast á þeim tíma og sömuleiðis hafi málsháttunum verið skipt út, enda sé sam- félagið og íslenskt mál sí- breytilegt. „Málshættir sem vitna um ójafnfrétti kynjanna hafa verið teknir út og þeir sem eru tvíræðir á einhvern hátt,“ segir Ævar Guðmundsson, sæl- gætiskóngur í Freyju. Frjósemis- tákn úr frumkristni EGG Í GEGNUM ÁRÞÚSUNDIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.