Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 33
Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014
Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta
Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is
Opið: 8
:00 - 18
:00
mánud
.– fimm
tud.,
8:00 - 1
7:00 fö
stud,
bílalakk
frá þýska fyrirtækinu
Ekki bara fyrir
fagmenn líka
fyrir þig
Eigum einnig sprautukönnur, réttingahamra, einnota hanska og pensla.
HÁGÆÐA
Fátt bendir til annars en aðWisvanathan Anandtryggi sér réttinn til aðskora á heimsmeistarann
Magnús Carlsen á áskorendamótinu
sem stendur yfir í Khanty Manyisk í
Síberíu. Þegar þrjár umferðir voru
eftir hafði Anand vinnings forskot á
helsta keppinaut sinn, Armenann Le-
von Aronjan, en þeir tveir eru einir af
átta keppendum mótsins sem hafa
náð að hífa sig upp yfir 50% markið.
Á lokasprettinum skiptir miklu máli
að Anand hefur hvítt í tveimur skák-
um sínum af þremur. Staðan eftir 11
umferðir:
1. Anand 7 v. 2. Aronjan 6 v. 3. – 5.
Karjakin, Mamedyarov og Svidler 5
½ v. 6. – 7. Kramnik og Andreikin 5 v.
8. Topalov 4 ½ v.
Samkvæmt dagskrá FIDE fer
næsta heimsmeistaraeinvígi fram
nóvember á þessu ári en upp frá því
verður heimsmeistaraeinvígi háð á
tveggja ára fresti. Ekki er von á
miklum breytingum á tilhögun
heimsmeistarakeppninnar með nú-
verandi forystu FIDE við stjórnvöl-
inn en það liggur í augum uppi að
breytinga er þörf. Í eina tíð var gert
ráð fyrir öllum aðildarþjóðum FIDE
a.m.k. á fyrstu stigum heimsmeist-
arakeppninnar en á því hefur orðið
breyting undanfarið en undanfarið
hefur verið um að ræða einhverskon-
ar fákeppni sömu einstaklinganna.
Anand hefur teflt vel án þess að
sýna nein sérstök tilþrif. Hann er
auðvitað býsna vanur því að vinna
keppni af þessu tagi og ef svo fer sem
horfir og hann teflir aftur um titilinn
við Magnús Carlsen verður hann
örugglega mun harðari í horn að taka
en sl. haust. Kramnik hefur gert sig
sekan um furðuleg mistök í síðustu
umferðum hverju sem veldur. Sumir
kenna þreytu um en í 10. umferð
missti hann endanlega af lestinni
þegar hann glutraði niður vænlegri
stöðu gegn Svidler:
Vladimir Kramnik – Peter Svid-
ler
Hollensk vörn
1. d4 f5 2. Rf3 Rf6 3. e3 b6 4. d5
Óvenjulegur leikur en hugmyndin
er þekkt úr öðrum afbrigum hol-
lensku varnarinnar.
4. … Bb7 5. Bc4 c6 6. Rc3 cxd5 7.
Rxd5 e6 8. Rxf6 Dxf6 9. O-O Bc5 10.
Bd2 Rc6
10. … Dxb2 ekki vel út m.a. vegna
11. Rd4 en gengur þó kannski því
svartur á 11. …. Da3 12. Rb5 Da4.
11. Bc3 De7 12. a3 a5 13. De2 O-O
14. Had1 d5 15. Bb5 Ra7 16. a4 Bd6
17. Ba6 Rc6 18. Bxb7 Dxb7 19. b3
Da6 20. Dd2 Hac8 21. Rg5 Hce8 22.
Bb2 h6 23. Rf3
Hvítur hefur talsvert virkari stöðu
og að sögn sjónarvotta var Svidler af-
ar óánægður með gang mála.
23. … Bb4 24. c3 Be7 25. c4 dxc4
26. Hc1 b5 27. axb5 Dxb5 28. Hxc4
Rb4 29. Re5 Rd5 30. Dc2 Bd6 31.
Rc6 Rb6 32. Hd4??
Hrikalegur afleikur og nánast
óskiljanlegur af svo öflugum stór-
meistara. Hvítur heldur betri stöðu
eftir 32. Rd4 en þá gengur ekki 32. …
Da6 vegna 33. Hc6 og hvítur stendur
til vinnings. Eftir 32. … Dd5 33. Hc3
er hvíta staðan greinilega betri. Svid-
ler var ekki lengi að nýta sér tæki-
færið…
32. … Bxh2+! 33. Kxh2 Dxf1 34.
Dc3?
Eins og stundum gerist þegar allt
fer í handaskolum missir Kramnik öll
tök á stöðunni. Hann hefur kannski
vonast eftir 34. … Dxf2 en þá kemur
35. Hf4! og hvítur vinnur. En Svidler
er of reyndur til að falla í svo einfalda
gildru. Hann hélt áfram með 34.
Rxa5 því eftir 34. … Rd5 eru menn
hans enn býsna virkir og og ekki öll
nótt úti.
34. … Hf6 35. Re5 Dxf2 36. Hf4
De2 37. Dd4 Rd5 38. Hf3 Hc8 39.
Hg3 f4!
– og Kramnik gafst upp.
Anand er að vinna
áskorunarréttinn
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og
birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er
auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli
starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið
birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra
miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í
hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið
birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er
valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf not-
andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar
fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkom-
andi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt
er að senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins
alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.