Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 29. MARS 88. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Lét taka mæðgin af lífi í New York 2. Komst inn í Princeton og Harvard 3. Leit á nýju svæði bar árangur 4. Stelpa frá Íslandi ein af gaurunum  Kvikmyndaunnendur þurfa ekki að kvarta yfir framboði kvikmynda í bíó- húsum Reykjavíkur í marsmánuði. Bíó Paradís hefur boðið upp á þýska kvikmyndahátíð sem lauk 23. mars og barnakvikmyndahátíð sem lýkur um helgina og brátt hefst í kvik- myndahúsinu indversk kvikmynda- hátíð. Í aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur stendur yfir hátíðin Evr- ópa hlær og lýkur á morgun og í Nor- ræna húsinu hefst á fimmtudaginn, 3. apríl, norræn kvikmyndahátíð og stendur til 15. apríl. Opnunarmynd hennar er sænska kvikmyndin Monica Z í leikstjórn Pers Flys en aðalleikkona myndarinnar er hin íslenskættaða Edda Magnason og Sverrir Guðnason fer einnig með stórt hlutverk. Bæði hlutu þau fyrir skömmu sænsku kvikmyndaverð- launin, Gullbjölluna, fyrir leik sinn í myndinni. Edda og Sverrir verða við- stödd opnun hátíðarinnar. Monica Z á norrænni kvikmyndahátíð  Sjón snýr aftur í Breiðholtið, þar sem hann kvaddi sér fyrst hljóðs á vettvangi ljóðanna, og er eitt þeirra skálda sem lesa upp í Breiðholts- kirkju klukkan 16 í dag við upphaf listahátíðar er nefnist Djúp og breið. Þungamiðja hátíð- arinnar er samstarf kóra kirknanna í Breiðholti og Seljahverfi og eru ým- iskonar uppákomur fyr- irhugaðar næstu daga; fjölbreytilegir tónleikar, upp- lestrar og leik- sýningar. Listamenn troða upp í kirkjum Breiðholts FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 3-8 m/s og léttskýjað en 8-10 m/s og sums staðar súld syðst. Hiti 1 til 10 stig að deginum, svalast í innsveitum norðaustanlands en víða næturfrost. Á sunnudag Austan og suðaustan 3-8 m/s og víða bjartviðri, en 8-13 og súld syðst. Hiti 0 til 6 stig, mildast syðst. Á mánudag og þriðjudag Hæg austanátt og bjartviðri fyrir norðan en 5-10 m/s og væta með köflum á Suðurlandi. Hiti 3 til 10 stig að deginum. Á miðvikudag og fimmtudag Sunnan- og suðaustanátt með vætu víða um land. Marvin Valdimarsson tryggði Stjörn- unni þriðja sigurinn á Keflavík, í 8- liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfuknattleik, með þriggja stiga körfu í blálokin í Keflavík í gærkvöld. Þar með vann Stjarnan einvígið 3:0 gegn liðinu sem varð í 2. sæti deild- arinnar. Haukar eru einnig komnir í sumarfrí eftir 3:0-tap í einvígi sínu við Njarðvík. »2-3 Keflvíkingar og Haukar komnir í sumarfrí Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi bætti í gær eigið Íslandsmet í 200 m baksundi á Opna danska meistaramótinu. Eygló bætti metið sitt um 4/100 úr sekúndu en var aðeins 7/100 úr sekúndu frá Norðurlandametinu. „Ég ætla að ná Norðurlanda- metinu á Íslandsmótinu fyrst það tókst ekki núna,“ segir Eygló. »1 Ætlar sér Norður- landametið Sigþór Árni Heimisson, 21 árs gamall leikmaður í liði Akureyrar, er leik- maður 19. umferðar í Olís-deildinni í handknattleik að mati Morgunblaðs- ins. „Ég var mjög ánægður með mína frammistöðu í leiknum og enn meira með sig- ur okkar. Þetta var rosalega dýrmætur sig- ur,“ segir Sigþór um sigur liðsins á FH. »2-3 Þetta var rosalega dýrmætur sigur Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þrjár kynslóðir úr fjölskyldu Ungfrú klukku eru þessa dagana að flytjast búferlum austur í Rangárvallasýslu. Raunar er ættmóðirin þegar komin í sveitina og afkomendurnir fylgja á eftir. Forsaga þessa er sú að Sig- urður Harðarson rafeindavirki er nú að gera við kramið í ungfrúnni sem var við lýði frá 1965 til 1993. Þær út- gáfur sem síðar hafa komið eru sömuleiðis á förum. Verða í fjar- skiptadeild Samgöngusafnsins í Skógum undir Eyjafjöllum. Í Morgunblaðinu á sl. ári sagði frá Thor B. Eggertssyni símvirkja sem vakti af þyrnirósarsvefni þá Ungfrú klukku sem snerist frá 1937 til 1965. Það var maskína sem glerplötur voru settar í og af þeim lásu ljós- nemar klukkustundir, mínútur og sekúndur sem Halldóra Briem las. Tæknin sem klukka númer tvö, sem er frá 1965, byggðist á er ekki ósvipuð nema þar er ein glerplata. Heilmikið gangvirki fylgir þeirri tímavél; mekanik sem sneri áfram glerplötu sem á var rödd Sigríðar Hagalín leikkonu. Þrír armar eins og á plötuspilara lásu af plötunni; einn klukkustundirnar, annar mín- útur og sá þriðji sekúndur. Þurrkumótor úr gömlum Fiat „Ég fékk klukkuna frá 1965 af- henta nú nýlega og það hefur verið talsverð þolinmæðisvinna að fá tæk- ið í gang aftur. Kramið sem plöt- urnar snúast á fór ekki af stað. Það var ekki fyrr en ég mixaði þurrku- mótor úr gömlum Fiat við gangvirk- ið að það virkaði,“ segir Sigurður. Einnig hefur Sigurður sett af stað stafræna klukkuvél sem snerist frá 1993 og út síðasta ár. Röddin á bak við Ungfrú klukku í því til- viki var Halldóra Björnsdóttir leikkona, sem Ólafur Darri Ólafsson leikari hefur nú leyst af hólmi. Klukkuraddir alls þessa fólks verður nú hægt að hlusta á í Skógasafni. Sat öllum stundum við símann Segja má að Ungfrú klukka, sem lengi var í símanúmerinu 04 en nú 155, sé sjálf Íslandsklukkan, svo vís- að sé til skáldsögu Halldórs Lax- ness. Þetta var eins konar núll- punktur samfélagsins. „Þegar ég vann við uppsetningu fyrstu umferð- arljósanna í borginni árið 1964 hringdum við í 04 og samstilltum ljósin þannig,“ segir Sigurður. „Sömuleiðis veit ég að lögreglan, veiturnar og fleiri miðuðu við kon- una í símanum, sem margir töldu að væri manneskja og sæti öllum stundum við símann. Og í blöðunum var sagt ansi hart að konan gæti ekki fengið frí á sunnudags- morgnum ef hún hefði verið að skemmta sér kvöldið áður.“ Íslandsklukkan aftur af stað  Ungfrúin frá 1965 fær líf  Sig- urður gerir við Morgunblaðið/Árni Sæberg Tækni Sigurður Harðarson við tímavélarnar góðu. Til vinstri er glerplötuspilari Ungfrú klukku en til hægri er skilaboðaskjóða NMT-kerfisins. Nú er þessi tækni komin í stafrænt form og kubb eins og Sigurður heldur á. Sigurður Harðarson hefur í áratugi sinnt viðgerðum og uppsetningu á ýmiskonar fjarskiptabúnaði, svo sem símum, talstöðvum og fleiru. Er goðsögn á sínu sviði. Hefur til dæmis mikið unnið fyrir björg- unarsveitirnar en síðustu árin hefur hann varið miklum tíma í upp- setningu áðurnefndrar fjarskiptasýningar í Skógum, þar sem eru tal- stöðvar, símar og fleiri tæki. Í Skógasafni hefur einnig verið sett upp deild með ýmsum búnaði tengdum NMT-far- símakerfinu sem nú hefur verið aflagt. Ýmis hljóð- brot fylgja því og margir muna sjálfsagt eftir óm- þýðum lestri Kolbrúnar Halldórsdóttur leikkonu og alþingismanns þegar svarað var og sagt: Í augna- blikinu getur verið slökkt á farsímanum, síminn utan þjónustusvæðis eða allar rásir uppteknar. Fleiri slíkar upptökur, nú komnar á stafrænt form, eru í Skógum, en á samgönguminjasafninu þar eru munir frá Síman- um, Póstinum, Vegagerðinni, Rarik og mörgum fleir- um. Eða allar rásir uppteknar NMT-SÍMKERFIÐ AFLAGT OG NÚ ORÐIÐ SAFNGRIPUR Kolbrún Halldórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.