Morgunblaðið - 29.03.2014, Side 60

Morgunblaðið - 29.03.2014, Side 60
LAUGARDAGUR 29. MARS 88. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Lét taka mæðgin af lífi í New York 2. Komst inn í Princeton og Harvard 3. Leit á nýju svæði bar árangur 4. Stelpa frá Íslandi ein af gaurunum  Kvikmyndaunnendur þurfa ekki að kvarta yfir framboði kvikmynda í bíó- húsum Reykjavíkur í marsmánuði. Bíó Paradís hefur boðið upp á þýska kvikmyndahátíð sem lauk 23. mars og barnakvikmyndahátíð sem lýkur um helgina og brátt hefst í kvik- myndahúsinu indversk kvikmynda- hátíð. Í aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur stendur yfir hátíðin Evr- ópa hlær og lýkur á morgun og í Nor- ræna húsinu hefst á fimmtudaginn, 3. apríl, norræn kvikmyndahátíð og stendur til 15. apríl. Opnunarmynd hennar er sænska kvikmyndin Monica Z í leikstjórn Pers Flys en aðalleikkona myndarinnar er hin íslenskættaða Edda Magnason og Sverrir Guðnason fer einnig með stórt hlutverk. Bæði hlutu þau fyrir skömmu sænsku kvikmyndaverð- launin, Gullbjölluna, fyrir leik sinn í myndinni. Edda og Sverrir verða við- stödd opnun hátíðarinnar. Monica Z á norrænni kvikmyndahátíð  Sjón snýr aftur í Breiðholtið, þar sem hann kvaddi sér fyrst hljóðs á vettvangi ljóðanna, og er eitt þeirra skálda sem lesa upp í Breiðholts- kirkju klukkan 16 í dag við upphaf listahátíðar er nefnist Djúp og breið. Þungamiðja hátíð- arinnar er samstarf kóra kirknanna í Breiðholti og Seljahverfi og eru ým- iskonar uppákomur fyr- irhugaðar næstu daga; fjölbreytilegir tónleikar, upp- lestrar og leik- sýningar. Listamenn troða upp í kirkjum Breiðholts FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 3-8 m/s og léttskýjað en 8-10 m/s og sums staðar súld syðst. Hiti 1 til 10 stig að deginum, svalast í innsveitum norðaustanlands en víða næturfrost. Á sunnudag Austan og suðaustan 3-8 m/s og víða bjartviðri, en 8-13 og súld syðst. Hiti 0 til 6 stig, mildast syðst. Á mánudag og þriðjudag Hæg austanátt og bjartviðri fyrir norðan en 5-10 m/s og væta með köflum á Suðurlandi. Hiti 3 til 10 stig að deginum. Á miðvikudag og fimmtudag Sunnan- og suðaustanátt með vætu víða um land. Marvin Valdimarsson tryggði Stjörn- unni þriðja sigurinn á Keflavík, í 8- liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfuknattleik, með þriggja stiga körfu í blálokin í Keflavík í gærkvöld. Þar með vann Stjarnan einvígið 3:0 gegn liðinu sem varð í 2. sæti deild- arinnar. Haukar eru einnig komnir í sumarfrí eftir 3:0-tap í einvígi sínu við Njarðvík. »2-3 Keflvíkingar og Haukar komnir í sumarfrí Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi bætti í gær eigið Íslandsmet í 200 m baksundi á Opna danska meistaramótinu. Eygló bætti metið sitt um 4/100 úr sekúndu en var aðeins 7/100 úr sekúndu frá Norðurlandametinu. „Ég ætla að ná Norðurlanda- metinu á Íslandsmótinu fyrst það tókst ekki núna,“ segir Eygló. »1 Ætlar sér Norður- landametið Sigþór Árni Heimisson, 21 árs gamall leikmaður í liði Akureyrar, er leik- maður 19. umferðar í Olís-deildinni í handknattleik að mati Morgunblaðs- ins. „Ég var mjög ánægður með mína frammistöðu í leiknum og enn meira með sig- ur okkar. Þetta var rosalega dýrmætur sig- ur,“ segir Sigþór um sigur liðsins á FH. »2-3 Þetta var rosalega dýrmætur sigur Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þrjár kynslóðir úr fjölskyldu Ungfrú klukku eru þessa dagana að flytjast búferlum austur í Rangárvallasýslu. Raunar er ættmóðirin þegar komin í sveitina og afkomendurnir fylgja á eftir. Forsaga þessa er sú að Sig- urður Harðarson rafeindavirki er nú að gera við kramið í ungfrúnni sem var við lýði frá 1965 til 1993. Þær út- gáfur sem síðar hafa komið eru sömuleiðis á förum. Verða í fjar- skiptadeild Samgöngusafnsins í Skógum undir Eyjafjöllum. Í Morgunblaðinu á sl. ári sagði frá Thor B. Eggertssyni símvirkja sem vakti af þyrnirósarsvefni þá Ungfrú klukku sem snerist frá 1937 til 1965. Það var maskína sem glerplötur voru settar í og af þeim lásu ljós- nemar klukkustundir, mínútur og sekúndur sem Halldóra Briem las. Tæknin sem klukka númer tvö, sem er frá 1965, byggðist á er ekki ósvipuð nema þar er ein glerplata. Heilmikið gangvirki fylgir þeirri tímavél; mekanik sem sneri áfram glerplötu sem á var rödd Sigríðar Hagalín leikkonu. Þrír armar eins og á plötuspilara lásu af plötunni; einn klukkustundirnar, annar mín- útur og sá þriðji sekúndur. Þurrkumótor úr gömlum Fiat „Ég fékk klukkuna frá 1965 af- henta nú nýlega og það hefur verið talsverð þolinmæðisvinna að fá tæk- ið í gang aftur. Kramið sem plöt- urnar snúast á fór ekki af stað. Það var ekki fyrr en ég mixaði þurrku- mótor úr gömlum Fiat við gangvirk- ið að það virkaði,“ segir Sigurður. Einnig hefur Sigurður sett af stað stafræna klukkuvél sem snerist frá 1993 og út síðasta ár. Röddin á bak við Ungfrú klukku í því til- viki var Halldóra Björnsdóttir leikkona, sem Ólafur Darri Ólafsson leikari hefur nú leyst af hólmi. Klukkuraddir alls þessa fólks verður nú hægt að hlusta á í Skógasafni. Sat öllum stundum við símann Segja má að Ungfrú klukka, sem lengi var í símanúmerinu 04 en nú 155, sé sjálf Íslandsklukkan, svo vís- að sé til skáldsögu Halldórs Lax- ness. Þetta var eins konar núll- punktur samfélagsins. „Þegar ég vann við uppsetningu fyrstu umferð- arljósanna í borginni árið 1964 hringdum við í 04 og samstilltum ljósin þannig,“ segir Sigurður. „Sömuleiðis veit ég að lögreglan, veiturnar og fleiri miðuðu við kon- una í símanum, sem margir töldu að væri manneskja og sæti öllum stundum við símann. Og í blöðunum var sagt ansi hart að konan gæti ekki fengið frí á sunnudags- morgnum ef hún hefði verið að skemmta sér kvöldið áður.“ Íslandsklukkan aftur af stað  Ungfrúin frá 1965 fær líf  Sig- urður gerir við Morgunblaðið/Árni Sæberg Tækni Sigurður Harðarson við tímavélarnar góðu. Til vinstri er glerplötuspilari Ungfrú klukku en til hægri er skilaboðaskjóða NMT-kerfisins. Nú er þessi tækni komin í stafrænt form og kubb eins og Sigurður heldur á. Sigurður Harðarson hefur í áratugi sinnt viðgerðum og uppsetningu á ýmiskonar fjarskiptabúnaði, svo sem símum, talstöðvum og fleiru. Er goðsögn á sínu sviði. Hefur til dæmis mikið unnið fyrir björg- unarsveitirnar en síðustu árin hefur hann varið miklum tíma í upp- setningu áðurnefndrar fjarskiptasýningar í Skógum, þar sem eru tal- stöðvar, símar og fleiri tæki. Í Skógasafni hefur einnig verið sett upp deild með ýmsum búnaði tengdum NMT-far- símakerfinu sem nú hefur verið aflagt. Ýmis hljóð- brot fylgja því og margir muna sjálfsagt eftir óm- þýðum lestri Kolbrúnar Halldórsdóttur leikkonu og alþingismanns þegar svarað var og sagt: Í augna- blikinu getur verið slökkt á farsímanum, síminn utan þjónustusvæðis eða allar rásir uppteknar. Fleiri slíkar upptökur, nú komnar á stafrænt form, eru í Skógum, en á samgönguminjasafninu þar eru munir frá Síman- um, Póstinum, Vegagerðinni, Rarik og mörgum fleir- um. Eða allar rásir uppteknar NMT-SÍMKERFIÐ AFLAGT OG NÚ ORÐIÐ SAFNGRIPUR Kolbrún Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.