Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. með allt fyrir bílinn Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is Opið mánud. til fimmtud. 8-17 föstudögum 8-15 564 5520 bilajoa.is Þarf bíllinn þinn á þjónustu að halda? Það virðist vera út- breiddur misskiln- ingur meðal fólks í dag að örokubótaþeg- ar á Íslandi hafi það gott. Sífellt oftar verð- ur maður var við það viðhorf að sé maður óvinnufær á ör- orkubótum vegna sjúkdóms eða fötlunar, þá sé það rétt eins og að vera heima í fríi á fullum launum. Ef það er svo skoðað hver þessi „fullu laun eru fyrir utan þær lífsskerðingar sem sjúkdómar eða fötlun oft er, þá kemur í ljós að fullar bætur frá Tryggingastofnun ríkisins eru á bilinu u.þ.b. 148.000 til 181.000 kr. Hvar á þessu bili hver og einn er, veltur á aldri – því eldri – því lægri upphæð. Stærstur hópur óvinnu- færra öryrkja þarf að treysta alfar- ið á greiðslur frá TR. Nú er skollið á verkfall fram- haldsskólakennara. Þar eru dæmi um útborguð laun eftir skatta 270.000 kr (haft eftir óstaðfestum fréttum). Það þykir lítið og enginn þarf að velkjast í vafa um það; eins og allt er orðið dýrt í dag . Þetta er ekki bara allt of lágt miðað við menntun kennara heldur hreinlega vegna þess að í dag duga þessir peningar ekki til framfærslu. Og maður spyr sig hvernig fólk sér það almennt fyrir sér að öryrki geti lif- að af 148.000-181.000 kr. (fyrir skatt)? Heldur fólk ef til vill að ör- yrkjar búi frítt? Að hjálparstofnanir séu með þá frítt í mat í hverja mál- tíð? Eða allir séu þeir „vel giftir“ og makinn sjái um þetta allt saman? Spurningar sem fullfrískt fólk þarf að finna svörin við á meðan það er enn frískt, því ef kemur til sjúk- dóms eða slyss þá þarf fólk að vita hvað bíður þess. Nú væri það ekki sannleikanum samkvæmt að segja að allir ör- yrkjar lifðu á þessum fáu krónum þótt stærstur hluti þeirra geri það. Því jú, það eru til öryrkjar sem hafa sterkan lífeyrissjóð en þeir eru í minnihluta og svo eru alltaf ein- hver prósent þeirra „vel giftir“ og þurfa þeir þá ekki að vera upp á ör- orkubætur frá ríkinu komnir því það er ekki öfundsvert hlutskipti. En eftir stendur stór hópur sem skal lepja dauðann úr skel, oftar en ekki hundveikt fólk, það eru skila- boðin frá stjórnvöldum og stórum hluta almennings. Ég segi líka frá almenningi sem hefur mikla for- dóma í garð óvinnufærra. Þetta sé bara fólk sem geti hresst sig við, hætt þessu væli og farið að vinna . Þá hefði það þá ekki svona slæmt. Það er því miður heldur enginn áhugi vinnufærra að standa vörð um kjör óvinnufærra Íslendinga, hvað þá að leggja lið veikburða bar- áttu öryrkja fyrir leiðréttingu á kjörum sínum. Það sýnir sig og er alvarlegt kæruleysi því „enginn veit sína ævi fyrr en öll er“, eins og máltækið segir. Það gæti komið að þér að missa heilsuna. Sá sem ekki er vinnufær býr oft við það slæma líkamlega eða andlega heilsu að hann þarf margfalt meira en með- aljóninn að nota heilbrigðisþjón- ustuna og/eða að taka inn lyf að staðaldri. Þetta eru í sumum til- fellum mjög dýr lyf sem ekki falla undir nýja greiðslukerfið á lyfjum og þar geta legið mikil útgjöld; jafnvel óviðráðanleg fyrir þann sem fáar krónur hefur fyrir. Útgjöld sem leggjast ofan á hefðbundinn kostnað við framfærslu – grunn- framfærslu sem fullfrískir og vinn- andi menn á fullum launum eiga stöðugt erfiðara með að standa undir í dag. Þegar bætur duga ekki fyrir grunnframfærslu, þá þarf eitt- hvað að gefa sig og þá er röðin komin að lyfjakaupum. Það er ekki til peningur fyrir þeim svo þau eru hreinlega ekki keypt. Það er ekki flóknara en það. Við hvetjum þig, lesandi góður, til að athuga þína bótastöðu í dag ef þú skyldir veikjast eða slasast á morgun! Það dugar ekki að kross- leggja fingurna og segja „Þetta reddast“ eins og við Íslendingar er- um svo gjarnir á að gera, með full- vissu um að þú bjargir þér út úr þessu eins og þú ert vanur. Þegar heilsan fer þá fer sá möguleiki líka. Hvað sem við viljum annars hugsa. Því þá verður þú upp á aðra kom- inn með framfærslu. Ég hvet þig, lesandi góður, til að skoða það mjög vel hvort þú gætir aðlagað líf þitt skyndilega og til langframa þessum upphæðum, 148.000-181.000 kr. á mánuði, til framfærslu. Einnig hvet ég þig til að velta fyrir þér hvernig líf það yrði og svo – svona í leiðinni – spyrðu sjálfan þig, sért þú giftur, hvort maki þinn væri tilbúinn til að bera meginábyrgð á fjárhagslegri framfærslu þinni til framtíðar. Heima á fullum launum að gera ekki neitt? Eftir Helgu Norðdahl og Arn- leifu Axelsdóttur » Við hvetjum þig, lesandi góður, til að skoða vel hvort þú gætir aðlagað líf þitt skyndilega og til langframa þessum upphæðum, 148.000- 181.000 kr. á mánuði, til framfærslu. Helga Norðdahl Helga er klæðskeri. Arnleif er matráður. Arnleif Axelsdóttir Góðmennt á Suðurnesjum Það var spilaður tvímenningur sl. fimmtudag og spiluðu Gunnlaugur Sævarsson og Arnór Ragnarsson best, voru með 63,1% skor. Sigurjón Ingibjörnsson og Oddur Hannesson voru með 58,3% og aðrir minna eins og gamalt og gott orðatiltæki segir. Það stóð til að byrja sveitakeppni sl. fimmtudag en því var frestað fram á næsta spilakvöld sem verður nk. fimmtudag sem mun vera 3. dag- ur aprílmánaðar. Spilað er í félags- heimilinu á Mánagrund og hefst spilamennskan kl. 19. Ágæt þátttaka í Stangarhylnum Fimmtudaginn 27. mars var spil- aður tvímenningur hjá bridsdeild Félags eldri borgara, Stangarhyl 4, Reykjavík.Spilað var á 14 borðum. Efstu pör í N/S: Tómas Sigurjónss. – Björn Svavarss. 397 Guðlaugur Bessas. – Trausti Friðfinnss. 368 Björn Árnason – Auðunn Guðmss. 317 A/V Bjarni Guðnas. – Guðm. K. Steinbach 377 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 359 Kristín Guðmundsd. – Kristján Guðmss. 347 Butler í Kópavogi Fyrsta kvöldið af þremur í Butler- tvímenningi Bridsfélags Kópavogs var spilað sl. fimmtudag. Feðgarnir Gísli Steingrímsson og Gabríel Gíslason náðu besta skori kvöldsins en þrjú efstu pörin skáru sig nokkuð frá þeim næstu. Staða efstu para. Gísli Steingrímss. - Gabríel Gíslason 79,1 Hjördís Sigurjónsd. - Kristján Blöndal 61,7 Páll Valdimarss. - Sigtr. Sigurðsson 61,6 Björn Jónsson - Þórður Jónsson 30,2 Hjálmar S Pálss. - Kjartan Jóhannsson 29,6 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.