Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 43
hugsað var til fékk mikla þörf fyrir
að slá á þráðinn.
Ég á margar minningar um
Guðrúnu til að ylja mér við. Sem
smástelpur að baka drullukökur
uppi í hól, hlusta á barnaefnið í út-
varpinu á sunnudögum. Frá ung-
lingsárunum, þegar hún fékk
græna Fastbackinn. Þá var rúnt-
að og rúntað með tónlistina í botni
og sungið hástöfum með. Þegar
hún varð mamma og gaf mér hlut-
deild í eftirvæntingunni og
gleðinni yfir því. Öll ferðalögin
með henni og Bjössa. Sumarbú-
staðaferðirnar og margt fleira.
Að rækta sambönd við þá sem
henni voru kærir var eitt af því
sem Guðrún setti í forgang. Þess
nutu barnabörnin átta og fjöl-
skyldur þeirra. Þau voru henni
mikill gleðigjafi og mjög kær.
Þó Guðrún væri búinn að berj-
ast við krabbameinið í nokkur ár
gengu hlutirnir þannig fyrir sig að
maður trúði því alltaf að hún
myndi standa uppi sem sigurveg-
ari. Hún leyfði sér aldrei að líta á
sig sem sjúkling, stundaði áhuga-
mál sitt skíðagöngu, fór í göngur
og stundaði útivist. Svo tókst hún
bara á við júníverkefnið sitt eins
og hún sagði og hélt ótrauð áfram.
Stundum horfði ég bara á hana og
hugsaði „úr hverju er hún eigin-
lega gerð?“. Mér var gersamlega
óskiljanlegt hvernig hægt var að
komast svona í gegnum þetta, þó
svo að maður væri landsins mesti
þverhaus. En það fór sem fór, svo
maður reynir bara að vera þakk-
látur fyrir að hún þurfti ekki að
þjást mikið að leiðarlokum.
Hvers vegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði.)
Með þessum orðum kveðjum
við elsku Guðrúnu okkar þakklát
og mun ríkari að hafa verið sam-
vistum við hana.
Elsku Bjössi, Guðrún var hepp-
in að eiga þig að. Við sendum þér,
börnum ykkar, tengdabörnum og
barnabörnum, Jóhanni Pétri eldri,
Gumma Jens, Þóru og fjölskyld-
um innilegar samúðarkveðjur.
Megi minningin um þennan bar-
áttujaxl gefa ykkur styrk til að
halda áfram.
Bryndís, Þorvaldur, börn
og tengdabörn.
Ég minnist þín, elsku frænka,
sem einstaklega góðrar og
traustrar konu, með kolsvart, slétt
hár eins og pabbi. Eftir fyrstu
lyfjameðferðina göntuðumst við
frænkurnar með það að nýja hárið
sem myndi vaxa yrði örugglega
ljóst og krullað. Kröftuglegt
göngulag þitt var mjög einkenn-
andi og ég man að þegar ég var
yngri þá þekkti ég þig í mikilli
fjarlægð á göngulaginu og litríka
klæðnaðinum.
Sameiginleg áhugamál okkar
voru gönguskíðin og var sama
hvaða tíma árs það var eða hvern-
ig viðraði, alltaf varst þú mætt upp
á Dal eða Heiði á skíði. Þegar sem
minnstur snjór var um hásumarið
tókstu skíðin af þér þar sem snjó
vantaði og gekkst að næsta snjó-
skafli. Þú lést ekki snjóleysið aftra
þér í að komast á skíði. Oftar en
ekki birtist þú heima síðar um
kvöldið, sæl og brún eftir sólríkan
dag uppi á Heiði, til að bera undir
skíðin. Þið systkinin drifuð ykkur
þá út í bílskúr að smyrja skíðin og
gátuð eytt heilu kvöldunum þar að
spjalla saman og plana næstu
skíðaferðir. Það verður tómlegt
hjá pabba í bílskúrnum nú þegar
þú ert farin, enda voruð þið systk-
inin mjög samrýmd og góðir vinir.
Ófáar skíðaferðirnar fórum við
saman, mislangar. Páskaferðin
okkar eitt árið er ógleymanleg,
þar sem við gengum um Jökulfirð-
ina í glampandi sól og logni. Einn-
ig hraðkeppnisferðin til Noregs,
það sem við gátum endalaust
skemmt okkur yfir uppákomun-
um í þeirri ferð. Oft rifjuðum við
upp þessar skemmtilegu ferðir
okkar og höfðum mjög gaman af.
Ég hef aldrei kynnst annarri
eins baráttukonu og þér, Guðrún.
Þú varst staðráðin í því að hafa
betur í baráttunni við veikindin og
ég var alltaf viss um að þér tækist
að komast þetta á seiglunni, eins
og í skíðakeppnunum sem þú
tókst þátt í. Mér er mjög minn-
isstætt þegar við fórum að heim-
sækja þig á Landspítalann síðasta
sumar, þá mættum við þér á gang-
inum strunsandi um með tækin
tengd við þig og Bjössa fast á hæla
þér. Þá varstu búin að ganga
nokkra kílómetra eftir göngunum
til að halda þér í formi fyrst þú
kæmist ekki út að ganga. Þvílíkur
dugnaður og elja sem þú sýndir.
En langri og erfiðri baráttu er
nú lokið og ég mun minnast þín
um ókomna tíð. Þín verður sárt
saknað. Elsku Guðrún, takk fyrir
allar stundirnar sem við höfum átt
saman, ég mun hugsa til þín á
hverjum degi og langar mig að
láta fylgja til þín kvæði sem Pétur
afi þinn og langafi minn frá Engi-
dal samdi.
Við fjallahringinn fagra
þar festir huldan ból
og lítum við svo lægra
þar laukar vaxa á hól.
En sólin gyllir sæinn
og situr um hann vörð.
Við bjóðum henni í bæinn
og blessum Skutulsfjörð.
(Pétur Jónatansson, Neðri-Engidal.)
Megi minning um yndislega
konu lifa. Guð geymi þig.
Þín bróðurdóttir,
Sólveig Guðmunda.
Elsku frænka mín, hún Guðrún
í Tungu, er látin. Hún hefur barist
við erfiðan sjúkdóm í langan tíma
og farið í margar meðferðir, unnið
marga sigra, en hann sigraði að
lokum. Við Guðrún erum systk-
inadætur, jafngamlar og aldar
upp inni í firði sem kallað er. Við
vorum mikið saman þegar við vor-
um litlar enda stutt á milli bæj-
anna. Hún missti móður sína ung
og það hefur eflaust mótað hana
því hún var röggsöm og dugleg og
góð stóra systir. Um táningsald-
urinn fjarlægðumst við aðeins eins
og gengur en endurnýjuðum
kynnin aftur á fullorðinsárum
þegar við vorum báðar orðnar ráð-
settar með börn.
Guðrún var alltaf jákvæð og
skemmtileg og leit á hvert mótlæti
sem verkefni sem þurfti að vinna.
Hún var mikil útivistarkona og
var ótrúlega duglega að koma sér
af stað eftir hverja meðferð,
skokkaði upp á Dal eða fór á skíði
og tók meðal annars oft þátt í
Fossavatnsgöngunni og svo fór
hún í Vasagönguna til Svíþjóðar
eitt árið ásamt mörgu öðru. Ekki
þótti henni heldur leiðinlegt að
ferðast um landið og skreppa suð-
ur eða norður, alltaf akandi,
fannst henni ekki mikið mál frekar
en annað. Það leit út fyrir að
vegna veikinda kæmist hún ekki á
ættarmótið sem við héldum síð-
astliðið sumar en um leið og henni
batnaði aðeins, brunaði hún af
stað til að hitta ættingjana og urðu
þar miklir fagnaðarfundir enda
var hún einn af máttarstólpum
ættarinnar.
Elsku Bjössi, Jóhann Pétur,
Bjarki, Jóhann Pétur eldri, bless-
uð barnabörnin sem hún var svo
stolt af, ykkur og öðrum ættingj-
um sendum við Silli okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og biðjum
Guð um að vera með ykkur í þess-
ari miklu sorg.
Helga Kristinsdóttir.
Kallið kom og í þetta sinn var
það góður vinur Guðrún Jóhanns-
dóttir sem burt kölluð var. Hún
gekk oftast hægt um gleðinnar
dyr og þannig kvaddi hún þessa
jarðvist, hljóðlega og milt að
kvöldi 16. mars. Gunna á Kirkju-
bóli var hún oft kölluð á mínu
heimili enda var hún lengi í fjöl-
skyldunni og mikill vinur okkar
Eyrardalssystkina. Ung giftist
hún Guðmundi bróður okkar og
þau eignuðust synina tvo, Jóhann
Pétur og Bjarka. Þau hófu búskap
fyrst á Kirkjubóli og fluttu síðar á
Kirkjubæ í Skutulsfirði. Búskap-
inn stunduðu þau í meira en ára-
tug en þá skildi leiðir þeirra. En
leiðir Guðrúnar og fjölskyldu okk-
ar systkinanna frá Eyrardal lágu
áfram saman. Okkur fannst hún
alltaf vera ein af okkur og strák-
arnir hennar sem alltaf áttu sér
stað hjá ömmu sinni og afa í Eyr-
ardal. Guðrún kynntist síðar Birni
Bergssyni vélstjóra frá Reykja-
vík, en einnig ættaður héðan úr
Djúpinu. Þau bjuggu alla sína
sambúð í Stórholtinu á Ísafirði.
Fjölskyldan ferðaðist mikið um
landið og var oft dögum og vikum
saman upp á hálendinu. Guðrún
var ein af þeim manneskjum sem
barst ekki á. Hún var prúð og hóg-
vær í allri framgöngu, en stóð á
sínu og var traustur og einlægur
vinur vina sinna. Hún hafði sér-
staklega góða nærveru og þurfti
oft ekki endilega að tala svo mikið,
maður skynjaði góðvild hennar og
skilning á öllu mannlegu og í
góðra vina hópi skemmti hún sér
alltaf vel. Helen, eiginkona mín, og
hún náðu alltaf vel saman og voru
mjög góðar vinkonur. Oft sátum
við saman yfir kaffibolla þegar
Guðrún kom í heimsókn á meðan
við bjuggum í Túngötunni í Súða-
vík og spjölluðum um allt milli
himins og jarðar. Guðrún var barn
að aldri þegar hún missti móður
sína og hafði því snemma kynnst
sorginni þó að hún hefði ekki mörg
orð um það út á við. Að eiga góðan
vin í raun eru mikil forréttindi og
þegar Helen eiginkona mín lést
haustið 2000 kom Guðrún oft og
gaf okkur í fjölskyldunni ómetan-
legan styrk þegar mest þurfti á að
halda, bara með nærveru sinni og
þessari sjaldgæfu næmni um líðan
annarra. Hún sjálf leitaði út í nátt-
úruna og var mikil gönguskíða-
kona, var oft langt fram á sumar á
gönguskíðum upp á Dagverðardal
og Breiðadalsheiði, þar var henn-
ar heimur og áhugamál. Hún fór í
nokkrar skíðagöngur til Noregs
og Svíþjóðar og sleppti helst ekki
úr neinni Fossavatnsgöngu. Eina
ferð fór hún í VASA-skíðagöng-
una miklu í Svíþjóð og einhvern-
tímann sagði hún mér að í þeirri
göngu væri nokkuð sérstök upp-
lifun. Það væri þegar vegalengdin
væri rúmlega hálfnuð, þá kæmi að
ákveðnum „hjalla“ sem tæki mikið
á að yfirvinna, bæði líkamlega og
andlega, og ef það tækist þá væru
allar líkur á að maður kæmist í
mark. Ef við heimfærum þetta á
lífsgöngu Guðrúnar þá hafði hún
alltaf komist yfir þennan erfiða
hjalla á lífsgöngunni og náð í
mark, þar til nú að hún varð að
játa sig sigraða. Haf kæra þökk
fyrir samferðina og friður sé með
þér, kæra vinkona. Við Rósa vott-
um ykkur, Jóhanni Pétri og
Bjarka, Bjössa, Jóhanni Pétri föð-
ur Guðrúnar og Guðmundi Jens
bróður hennar og fjölskyldum
ykkar okkar dýpstu samúð.
Steinn Ingi Kjartansson
frá Eyrardal.
Okkur langar í örfáum orðum
að minnast Guðrúnar vinkonu
okkar sem lést sunnudaginn 16.
mars, langt um aldur fram. Það
fyrsta sem kemur upp í hugann
eru orðin, kraftur, birta og vin-
átta. Sú langa vinátta hófst haust-
ið 1987 þegar við störfuðum sam-
an hjá Kaupfélagi Ísfirðinga og
hefur haldist óslitin allar götur
síðan. Á þessum langa tíma var
ýmislegt brallað og brasað. Farið í
ferðir og haldnar veislur. Þó svo
að það hafi ekki farið mikið fyrir
Guðrúnu okkar þá átti hún oftar
en ekki frumkvæðið að skemmti-
legum samverustundum.
Guðrún var sannur vinur,
traust, trygg, jákvæð og yfirveg-
uð. Í tæp 20 ár höfum við stelp-
urnar komið saman og átt kvöld-
stund í hverjum mánuði. Ekki
viljum við hæla okkur af prjóna-
skap og ísaumi á þeim kvöldum
sem einkenndust frekar af hlátra-
sköllum með bakföllum. Oftar en
ekki var verið að rifja upp góðu
stundirnar í Kaupfélaginu.
Þegar við hittumst hjá Guð-
rúnu í janúar sl. hvarflaði ekki að
okkur að það yrði í síðasta skiptið
sem við yrðum allar saman. Stórt
skarð er höggvið í hópinn okkar. Í
eðli sínu var hún mikill einfari og
jafnvel eftir að hún veiktist var
hún ekki að bera líðan sína á torg.
Bros var oft eina svarið þegar hún
var innt eftir líðaninni.
Við sendum okkar dýpstu
samúðarkveðjur til fjölskyldunnar
allrar og kveðjum kæra vinkonu.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
María, Ágústa, Steinunn,
Ingibjörg Ólafs, Þorgerður,
Anna Margrét og Ingibjörg
Jónsd.
Það er dýrmætt að eiga trausta
og góða vini. Þannig vinur var
Guðrún Jóhannsdóttir. Guðrúnu
kynntist ég fyrst þegar hún og
frænka hennar komu í bekkinn
minn í Barnaskóla Ísafjarðar þeg-
ar við vorum tólf ára. Áður höfðu
krakkarnir í Firðinum gengið þar
í skóla en árið 1969 var skólahald
þar lagt niður og þau fóru að
sækja skóla úti á Ísafirði. Mér er
það minnisstætt hve ólíkar þær
frænkur voru þegar þær komu í
bekkinn, Guðrún með tinnusvart
hár og Helga frænka hennar ljós
yfirlitum.
Guðrún ólst upp í sveit og var
alla tíð mikil sveitastelpa. Hún ólst
upp í Litlu-Tungu og eftir að hún
fór sjálf að búa bjó hún einnig um
þónokkurt skeið í sveit, fyrst á
Kirkjubóli og síðan á Kirkjubæ.
Hún var líka svolítill strákur í sér
og á unglingsárum áður en hún
fékk bílpróf þeysti hún um á
skellinöðru. Guðrún var hlédræg
að eðlisfari og ekki mikið fyrir að
hafa sig í frammi en sterkur per-
sónuleiki. Hún var heiðarleg og
hreinskiptin, hafði ákveðnar skoð-
anir og var oft hnyttin í tilsvörum.
Guðrún naut þess að vera úti í
náttúrunni og elskaði að ferðast
um landið. Hún keyrði um landið
með strákana sína þá Jóhann Pét-
ur og Bjarka þegar þeir voru
yngri og seinna með Bjössa á hús-
bílnum. Hún var mikill göngu-
garpur og stundaði gönguskíði af
kappi. Það var henni því ekki auð-
velt að dvelja lengi inni á sjúkra-
húsi, eins og hún þurfti að gera
mikinn hluta af sumrinu í fyrra.
Þá labbaði hún gangana fram og
til baka, stundum fleiri kílómetra
á dag, til að halda uppi þreki. Það
var ekki í lyndisfari Guðrúnar að
gefast upp. Síðustu árin voru
barnabörnin hennar og barnabörn
Bjössa, sem hún leit á sem sín eig-
in, henni miklir gleðigjafar.
Margar minningar hafa því leit-
að á huga minn undanfarna daga.
Frá því á unglingsárum höfum við
Guðrún verið nánar vinkonur. Við
höfum glaðst saman á hamingju-
stundum og hún hefur stutt mig á
erfiðum stundum. Við vorum sam-
an í bekk í barna- og gagnfræða-
skóla. Unnum saman í útskipun-
um á höfninni og í Kaupfélaginu
sem unglingar. Fórum saman á
böll og vorum saman í sauma-
klúbb. Oft skrapp ég í sveitina til
hennar með krakkana mína þegar
þau voru yngri. Hún kíkti til mín í
snarl í hádeginu og við sátum sam-
an við gluggann í eldhúsinu henn-
ar á kvöldin og spjölluðum. Þær
voru líka ófáar gönguferðirnar
sem við fórum í saman. Núna
verða gönguferðirnar okkar ekki
fleiri en það er víst að þegar
Fjörðurinn þinn og vestfirsk nátt-
úra skarta sínu fegursta verður þú
í huga mér.
Öllum aðstandendum Guðrún-
ar sendum við Kiddi okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Ólöf Bergmannsdóttir.
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 & 691 0919
ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is
Inger Steinsson
IngerRósÓlafsdóttir
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
EINARS ÁRNASONAR
frá Vík í Mýrdal,
síðast til heimilis að Brákarhlíð,
dvalar- og hjúkrunarheimili í Borgarnesi.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Brákarhlíðar fyrir góða
umönnun.
Helga Einarsdóttir, Karl Magnús Kristjánsson,
Arna Einarsdóttir, Konráð Konráðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vinarhug vegna andláts og
útfarar okkar elskulegu systur, mágkonu og
frænku,
BIRNU HELGADÓTTUR
frá Leirhöfn.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjúkrunarheimilis Droplaugarstaða fyrir
hlýhug og góða umönnun.
Hildur Helgadóttir, Sigurður Þórarinsson,
Dýrleif Andrésdóttir,
Pétur Einarsson
og systkinabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
EMMA GUÐMUNDSDÓTTIR,
áður til heimilis að Miðbraut 6,
Seltjarnarnesi,
sem lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn
23. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 2. apríl kl. 15.00.
Karítas Kristjánsdóttir, Orest Zaklynsky,
Gunnar Kristjánsson, Anna M. Höskuldsdóttir,
María Vigdís Kristjánsdóttir, Haraldur Halldórsson,
Eggert Sigfússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum innilega öllum þeim, er auðsýndu
okkur vináttu og samúð við andlát og útför
okkar ástkæru dóttur, móður, tengdamóður,
vinkonu, systur og ömmu,
ÞURÍÐAR JÓNU ANTONSDÓTTUR,
Asparási 1,
Garðabæ.
Guðrún Matthíasdóttir,
Hrafnhildur Ingadóttir, Eggert Ólafsson,
Oddur Ingason,
Gunnar Ingason, Svanhildur Kristinsdóttir,
Ómar Ingason, Aníta Berglind Einarsdóttir,
Pétur Guðmundsson,
systir, bræður og barnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HELGI ÞÓR BACHMANN,
er lést sunnudaginn 23. mars á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju þriðjudaginn 1. apríl kl. 15.00.
Edda H. Bachmann, Kristján Rúnar Svansson,
Sjöfn H. Bachmann,
Hrönn H. Bachmann,
Sif H. Bachmann, Leone Tinganelli,
barnabörn og barnabarnabörn.