Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014
✝ Guðrún Jó-hannsdóttir
var fædd í Neðri-
Engidal í Skut-
ulsfirði þann 17.
maí 1957 og lést á
Heilbrigðisstofnun
Vestfjarða á Ísa-
firði þann 16. mars
2014.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhann
Pétur Ragnarsson í
Efri-Tungu, Skutulsfirði, fædd-
ur 5.7. 1926, og Sólveig Sigríður
Pétursdóttir frá Neðri-Engidal,
f. 20.10. 1934, d. 11.9. 1964.
Sambýlismaður Guðrúnar er
Björn Bergsson, f. 26.1. 1951,
foreldrar hans eru Bergur Jóns-
son, f. 24.5. 1924 og Erla Eyj-
ólfsdóttir, f. 6.8. 1929. Guðrún
giftist fyrrv. eiginmanni sínum,
Guðmundi Kjartanssyni frá
Súðavík, þann 17.7. 1976. Eign-
uðust þau tvo syni a) Jóhann
Pétur Guðmundsson, f. 16.3.
1977, fyrrv. kona hans er Sig-
urbjörg Magnúsdóttir frá
Krossnesi í Árneshreppi, f. 23.4.
1976, sonur þeirra er Eyjólfur
Jóhannsson, f. 19.5. 2006. b)
Ragnar Arnbjörn, Einar Ási og
Sólveig Guðmunda. Guðrún bjó
allra fyrstu æviárin sín í Neðri-
Engidal eða til þriggja ára ald-
urs, um árið 1960 fluttu Jóhann
Pétur og Sólveig ásamt börnum
sínum í Efri-Tungu í Skut-
ulsfirði. Hún gekk í barnaskól-
ann á Brautarholti og lauk
gagnfræðiprófi 1974 frá gagn-
fræðiskólanum á Ísafirði. Guð-
rún missti móður sína ung en ár-
ið 1964 lést Sólveig Sigríður
sviplega.
Guðrún hóf búskap 1976 með
fyrrv. manni sínum á Kirkjubóli
í Skutulsfirði og 1983 fluttu þau
svo á Kirkjubæ aðeins utar í
firðinum og bjuggu þar til 1988.
Þá fluttist hún ásamt sonum sín-
um yfir í Holtahverfi þar sem
hún bjó til dánardags. Árið 1991
kynntust Guðrún og Björn. Hófu
þau sambúð 1993. Guðrún starf-
aði lengi við verslunarstörf, árið
1987 hóf hún störf hjá Kaup-
félagi Ísfirðinga. Þegar Kaup-
félaginu var lokað og Samkaup
opnaði verslun á sama stað fór
hún að vinna þar og vann þar til
dánardags. Einnig var hún í
trúnaðarstörfum hjá Verkalýðs-
félagi Vestfjarðar. Árið 2009
veiktist Guðrún af skæðum sjúk-
dómi sem hún tókst á við fram á
seinasta dag.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Ísafjarðarkirkju í dag, 29. mars
2014, og hefst athöfnin kl. 14.00.
Bjarki Guðmunds-
son, f. 10.1. 1979,
kona hans er Þór-
dís Guðbjörg Guð-
mundsson frá
Lambadal í Dýra-
firði, f. 3.8. 1981,
börn þeirra eru
Guðrún Eva
Bjarkadóttir, f.
29.12. 2006 og Guð-
mundur Atli
Bjarkason, f. 9.6.
2011. Fyrir átti Björn börnin a)
Aníta Hafdís Björnsdóttir, f.
12.10. 1971, b) Ragnar Björns-
son, f.14.11. 1973, kona hans er
Sylvía Svavarsdóttir, f. 3.2.
1977, börn þeirra eru Sigrún
María, f. 19.1. 1999, Birna Clara,
f. 10.1. 2007 og Ragnar Daníel,
f. 7.12. 2011, c) Arnar Björns-
son, f. 7.4. 1983, kona hans er
Hrönn Gísladóttir, f. 16.5. 1982,
börn þeirra eru Ragnar Bergur,
f. 25.1. 2005 og Hafþór Orri, f.
9.5. 2008. Bróðir Guðrúnar er
Guðmundur Jens Jóhannsson,
fæddur í Neðri-Engidal 19.1.
1959, kona hans er Soffía Þóra
Einarsdóttir frá Bolungarvík, f.
24.4. 1961, börn þeirra eru
Mig óraði ekki fyrir því er ég
kvaddi þig að kvöldið 16. mars
ætti eftir að verða okkar seinasta
stund saman, mér finnst eins og
þú hafir skroppið aðeins frá og
komir aftur heim í næstu viku því
þetta er allt svo óraunverulegt.
Ég er afskaplega þakklátur
fyrir allan tímann sem ég átti með
þér og allar hlýju, góðu og fallegu
minningarnar sem munu aðeins
sefa sorg mína og söknuð.
Núna veit ég að þú ert komin í
fang móður þinnar eftir langan
aðskilnað.
Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár,
nú fellur heitur haddur þinn
á hvíta jökulkinn.
(Páll Ólafsson)
Ég sakna þín, elsku mamma
mín.
Þinn sonur,
Jóhann Pétur Guðmundsson.
Núna er komið að þeim erfiðu
tímamótum að kveðja þig, elsku
mamma mín, og eftir sitja margar
yndislegar minningar um góða
konu. Það verður skrítið að geta
ekki kíkt til þín eða hringt í þig ef
mann vantar að vita eitthvað,
hversu kjánalegt sem það er. Orð-
ið dugleg kemur oft upp þegar ég
minnist þín.
Þegar við bræðurnir vorum að
alast upp hjá þér vannst þú langan
vinnudag en alltaf var heitur mat-
ur fyrir okkur í hádeginu og
kvöldin. Ég byrjaði snemma að
aðstoða þig í að undirbúa matinn
og ég bý vel að því enn þann dag í
dag. Þér fannst gaman að ferðast.
Á sumrin fórum við bræðurnir
með þér í löng og ævintýraleg
ferðarlög um allt land. Og þið
Bjössi ferðuðust einnig mikið
saman, þið voruð kominn á breytt-
an húsbíl og má segja að þið hafið
skoðað restina af landinu. Síðustu
sirka 15 ár stundaðir þú göngu-
skíði á veturna og langt fram á
sumar fórst þú upp á heiði að
skíða. Þú tókst oft þátt í Fossa-
vatnsgöngunni hér á Ísafirði og
fleiri almennings-gönguskíðamót-
um á Íslandi. Einnig fórst þú
nokkrum sinnum til útlanda til að
skíða. Núna í seinni tíð, þegar
barnabörnin fóru að koma, kom í
ljós hversu æðisleg amma þú varst
og er ljóst að missir barnanna
minna er mikill. Ef okkur vantaði
aðstoð með börnin þá þurfti varla
að spyrja, bara láta vita hvenær.
Ég og Þórdís erum mjög ánægð
að hafa látið verða af því að gifta
okkur síðasta sumar enda spilaðir
þú stórt hlutverk í þeirri athöfn.
Frá 2009 hefur þú barist við veik-
indi með jákvæðni og æðruleysi að
vopni en þrátt fyrir veikindin
gerðir þú nánast allt sem þú varst
vön að gera, allt fram á síðasta
dag. Það er huggun í okkar sorg
að þú fékkst að fara beint úr þínu
daglega lífi og færð svo þína
hinstu hvílu hjá mömmu þinni.
Blessuð sé minning þín. Þinn son-
ur,
Bjarki Guðmundsson.
Elsku tengdamamma og
amma, við kveðjum þig hér í dag
með miklum trega og sorg. En svo
stolt og heppin að hafa fengið að
taka þátt í lífi þínu og eignast
margar dýrmætar minningar með
þér. Þú hjálpaðir mér ólýsanlega
mikið í gegnum allt með mömmu,
mér finnst alveg eins og ég sé búin
að missa mömmu nr. 2. Ég ætla að
vona að ég geti verið þessi góða
fyrirmynd barnanna minna eins
og þú varst strákunum þínum.
Minning þín mun lifa í hjörtum
okkar.
Þín tengdadóttir,
Þórdís og ömmubörnin.
Þrátt fyrir vitneskju um illvíg-
an sjúkdóm komu fréttir af andláti
Guðrúnar, okkar góða vinar og
mágkonu, sem reiðarslag. í hetju-
legri baráttu hennar undanfarin
ár og þrautseigju í veikindunum
þá tókst okkur öllum að halda í
vonina um að lífið hefði betur
þrátt fyrir allt. Eitt andartak set-
ur okkur hljóð en síðan
streyma fram ljúfsárar minn-
ingar um sterka og góða konu sem
tók öllu sem að höndum bar með
æðruleysi. Hún leysti öll verkefni
af dugnaði og ætlaðist ekki til
nokkurs af öðrum.
Guðrún var mikil fjölskyldu-
manneskja og áttu þau Bjössi
bróðir okkar stóran og myndar-
legan barnabarnahóp í samein-
ingu sem hún sinnti af alúð. Náin
tengsl og samgangur var á milli
Guðrúnar og fjölskyldu hennar
fyrir vestan, föður hennar, drengj-
anna hennar tveggja, tengdadótt-
ur og barnabarnanna þriggja, svo
og bróður og hans fjölskyldu.
Missir ykkar er mikill og hugur
okkar er hjá ykkur öllum og inni-
leg samúð á sorgarstundu.
Guðrún var hæversk og hlé-
dræg en alltaf jákvæð og þægileg í
viðmóti. Þannig kynntumst við
henni og nutum þess að eiga hana
að og njóta góðra samvista þegar
tækifæri gafst. Hennar áhugamál
var gönguskíðin sem hún stundaði
af kappi, fann sér snjóskafl uppi í
fjalli, eins og hún orðaði það,
þannig að hún gat æft fram á sum-
ar. Það voru skemmtileg samtöl
sem við áttum um þetta áhugamál
og smitandi, því á endanum varð
skíðaganga sameiginlegur vett-
vangur okkar og færði okkur góð-
ar samverustundir svo sem í
Strandagöngunni, Buch-göngunni
og Fossavatnsgöngunni á síðasta
ári. Þessar löngu skíðagöngur tók
hún á milli þess sem hún þurfti á
lyfjameðferð að halda. Við vitum
að allir sem þekktu Guðrúnu taka
undir þau orð að hún var mikil
hetja. Hún barðist hetjulega fyrir
lífi sínu og var tilbúin til að fórna
miklu til að ávinna sér sem mestan
tíma með sínum nánustu. Virðing
okkar fyrir Guðrúnu er mikil og
fyrir þeim lífsviðhorfum og gildum
sem voru hennar leiðarljós allt
fram til síðasta dags. Við kveðjum
hana með söknuði og biðjum Guð
að styrkja bróður okkar, fjölskyld-
ur þeirra og vini. Dýrmæt minn-
ing Guðrúnar lifir.
Elín og Kristjana.
Fallin er frá elskuleg frænka
mín, Guðrún Jóhannsdóttir frá
Tungu, Skutulsfirði. Hún sýndi
mikinn dugnað og hugrekki í bar-
áttu sinni við hinn illskeytta sjúk-
dóm sem kallaður er krabbamein
en þó fór svo að lokum að sjúk-
dómurinn hafði sigur eins og svo
oft áður.
Við Guðrún tengdumst gegnum
Neðra-Engidal í Skutulsfirði en
þar bjuggu afi okkar og amma,
Pétur og Guðmunda, en hjá þeim
ólst ég upp sem barn og ungling-
ur. Guðrún og Gummi Jens bróðir
hennar voru bara 7 ára og 4 ára
þegar þau misstu móður sína, Sól-
veigu Sigríði, sem dó eftir baráttu
við krabbamein aðeins 29 ára.
Æskuárin mörkuðust eðlilega
mikið af móðurmissinum og var
Guðrún mjög dul og róleg stúlka
og lét ekki mikið fara fyrir sér.
Föðuramma hennar, Guðrún
Hjaltadóttir, flutti fljótt inn á
heimilið að Tungu og gekk börn-
unum í móðurstað og var þeim alla
tíð mjög góð.
Þau systkinin voru alla tíð mikl-
ir heimagangar í Neðri-Engidal
hjá afa og ömmu okkar og var
margt brallað saman til að stytta
sér stundir. Flest tengdist eðlilega
dýrunum á bænum og minnist ég
þess hve Guðrún var glögg á kind-
urnar og þekkti þær flestar með
nafni bara með því að horfa á þær
smástund. Það kom svo ekkert á
óvart þegar hún sjálf bara ung
kona hóf búskap að Kirkjubóli
með helling af dýrum í kringum
sig, þannig leið henni best.
Kæra frænka, núna þegar við
erum á krossgötum vil ég kveðja
þig og þakka alla vinsemdina
gegnum lífið. Ég veit að það hefur
verið tekið vel á móti þér á nýjum
stað.
Ég finn, hve sárt ég sakna,
hve sorgin hjartað sker.
Af sætum svefni að vakna,
en sjá þig ekki hér;
því svipur þinn á sveimi
í svefni birtist mér.
Í drauma dularheimi
ég dvaldi í nótt hjá þér
(K.N.)
Nánustu aðstandendum sendi
ég mína dýpstu samúð,
Helga frænka frá Neðra-
Engidal.
Það er þungbært að skrifa
minningargrein um þig, Guðrún
frænka, en ég man fyrst eftir þér
þegar ég kom í Efri-Tungu í sum-
arpössun hjá ömmu, ég fimm ára
og þú hálffullorðin, átta ára.
Sumrin í Tungu voru sannar-
lega góður tími fyrir mig og þið
Gummi voruð ekki bara félagar,
heldur líka eins og systkini mín. Á
þessum árum varst þú kennarinn
minn og uppalandi. Við lékum
okkur saman í bílaleik og dúkku-
leik, áttum kartöflugarð, fórum í
gönguferðir og sinntum sveita-
störfum. Þetta var frábær tími og
þegar ég var sex ára ætlaði ég að
giftast þér.
Í Tungu var það bara þilið sem
skildi á milli herbergjanna og við
þróuðum með okkur merkjamál,
eitt langt klór þýddi „ert þú vak-
andi?“ Smám saman komum við
okkur upp skemmtilegu sam-
skiptamáli, hringur þýddi „góða
nótt“.
Á milli okkar þróaðist einlæg
vinátta og traust sem var alltaf til
staðar þó að leiðir okkar hafi legið
sjaldnar saman eftir að við full-
orðnuðumst.
Mér fannst mjög leitt að frétta
að þú kæmist ekki á ættarmótið
síðastliðið sumar vegna veikinda.
Samt komstu, á laugardeginum
settist þú upp í bíl og keyrðir frá
Ísafirði í einum rykk suður í Borg-
arfjörðinn til að samfagna með
okkur. Kannski ert þú mesta
hörkutól sem ég hef kynnst.
Það leið ekki á löngu þar til þú
varst komin á sjúkrahús í Reykja-
vík. Krabbinn hafði tekið sig upp
enn á ný. Við tók þriggja mánaða
að mestu rúmföst sjúkrahúslega.
Þó að kringumstæðurnar hafi ekki
verið valdar þá fengum við tæki-
færi til samveru og spjalls. Þetta
voru góðar stundir og ég leit inn
hvenær sem færi gafst. Við rifj-
uðum upp gamla tíma, árin með
ömmu og samskipti ykkar eftir að
mamma þín dó. Við fengum tæki-
færi til að ræða æskuárin í Tungu
sem fullorðið fólk og það var gott,
stundum þögðum við saman eða
hlógum. Við spjölluðum um hitt og
þetta, líka dauðann og síðasta and-
ardráttinn. Kannski lánaðist þér
að fylgja honum eftir, hvað veit
ég?
Nú ert þú dáin langt um aldur
fram, ég er þér þakklátur fyrir
þær stundir sem við áttum saman
og sendi einlægar samúðarkveðj-
ur til aðstandenda.
Þinn vinur og frændi,
Ragnar í Reykjavík.
Hetja – er það sem kemur upp í
huga minn þegar ég hugsa til
frænku minnar og minnar allra
allra bestu vinkonu. Með ótrúlegu
æðruleysi og þrautseigju hefur
hún tekist á við þau áföll sem hafa
mætt henni í lífinu. „Það er stund-
um gott að vera þverhaus“ sögð-
um við hlæjandi þegar eitthvert
„verkefnið“ var framundan hjá
henni.
Á unglingsárunum bjó ég tíma-
bundið á heimili hennar, þá voru
endanlega hnýtt þau kærleiks- og
vinarbönd sem áttu eftir að halda.
Svo sterkt var á milli okkar að ef
önnur hugsaði mikið til hinnar var
það var oftar en ekki að sú sem
Guðrún
Jóhannsdóttir
ÞAR SEM FAGMENNSKAN
RÆÐUR
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
✝
Okkar ástkæra
STEINUNN KRISTÍN ÁRNADÓTTIR,
Vatnaseli 3,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 27. mars á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Hún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
föstudaginn 4. apríl kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjálparstarf fyrir börn í
þróunarlöndum.
Sigurður Guðmundsson,
Guðrún Steingrímsdóttir,
Árni Steingrímur Sigurðsson, Pálína Erna Ásgeirsdóttir,
Guðmundur Orri Sigurðsson, Lilja Sóley Pálsdóttir,
Unnar Darri Sigurðsson, Stella Rögn Sigurðardóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín,
INGVELDUR GÍSLADÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju
þriðjudaginn 1. apríl kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Minningasjóð hjúkrunarþjónustu Karitas í síma
551 5606 milli kl. 9 og 11.
Fyrir hönd barna, tengda- og barnabarna,
Eyjólfur Pétursson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GEIR ÞORSTEINSSON
húsasmíðameistari,
lést á hjartadeild Landspítalans við Hring-
braut föstudaginn 21. mars.
Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 1. apríl kl. 13.00.
Eygerður Bjarnadóttir,
Þorsteinn Geirsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir,
Örn Geirsson, Steinunn Hreinsdóttir,
Kristín Sigríður Geirsdóttir, Ársæll Þorleifsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
BJARNI BERGMANN ÁSMUNDSSON,
Seljahlíð,
áður til heimilis að Sogavegi 148,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi
sunnudaginn 23. mars, verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 1. apríl kl. 13.00.
Sigurbjörg Sæmundsdóttir,
Anna María Bjarnadóttir, Ingvar Þorvaldsson,
Ásmundur Bergmann Bjarnason,
Hafþór Bjarnason, Brynja Dadda Sverrisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SVAVA ÞORBJARNARDÓTTIR,
Öldugötu 33 í Reykjavík,
lést þriðjudaginn 18. mars.
Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í
Reykjavík miðvikudaginn 2. apríl kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Landspítalann.
Guðný Bernhard, Reynir Bjarnason,
Þorbjörg Bernhard,
Helga Kristín Bernhard, Gísli Jón Magnússon,
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.