Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 ✝ Hilma Mar-inósdóttir var fæddist 30. desem- ber 1932 að Kirkju- vegi 88 í Vest- mannaeyjum. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands á Selfossi 11. mars 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- rún Hákonardóttir húsfreyja, f. 23. mars 1911 í Merkinesi, Hafnarhreppi í Gull- bringusýslu, d. 27. júlí 1984, og Einar Marinó Jóhannesson báts- formaður, f. 16. ágúst 1901, í Skeggjastaðahreppi. N- Múlasýslu, d. 18. sept. 1955. Hilma ólst upp hjá móð- urömmu sinni og afa, þeim heið- urshjónum Vilhelmínu Guð- mundsdóttur, f. 5. ágúst 1884, d. 1. júní 1968, og Hákoni Krist- jánssyni, f. 9. janúar 1889, d. 21. apríl 1970. Hilma giftist Sum- arliða Gunnari Jónssyni, f. 1. ágúst 1928, d. 5.desember 1991. Börn Hilmu og Sumarliða Gunnars eru þau Einar Ár- sæll Sumarliðason, f. 14. febrúar 1954, og Guðrúnu Erla Sumarliðadóttir, f. 25. mars 1960. Ein- ar Ársæll er kvænt- ur Oddbjörgu Ingu Jónsdóttur, f. 23. september 1955. Börn þeirra eru: Lovísa, Fjalar, Hilma og Esther og eru barnabörn þeirra fimmtán. Guðrún Erla er gift Halldóri Agli Guðnasyni, f. 17. janúar 1960. Börn þeirra eru: Steinunn Björk, Sumarliði Gunnar, Erla Hrund og Halldór Hrannar og eru barnabörn þeirra þrjú. Útför Hilmu fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 29. mars 2014, kl. 14. Elsku amma mín. Ég sakna þín, pönnukökurnar þínar voru bestar, takk fyrir að passa mig alltaf svona vel. Mér fannst leiðinlegt að heyra að þú varst mjög veik af því ég vil hafa þig hjá mér. Mér fannst gaman þegar ég fékk að knúsa þig og þegar þú gistir hjá mér og við borðuðum pítsu á föstudögum. Mér fannst gaman að þú komst í afmælið mitt og hjálpaðir mömmu að setja kökurnar á borðið og gera fínt, og þegar þú hjálpaðir mér að blása í blöðr- urnar. Ég á margar góðar minningar um þig og ég sakna þín svo mjög mikið. Ég skoraði markið sem þú baðst mig um á síðasta íshokkí- móti og ætla að skora aftur á næsta móti. Og elsku guð, viltu passa ömmu. Ég elska þig og sakna þín. Þinn Guðni Steinar. Elsku dásamlega þú. Hvar byrja ég? Að kveðja þig er svo óraun- verulegt, ég var jafn viss um að þú yrðir 100 ára og að himinninn sé blár. Enda sögðu árin ekkert til um þessa stórkostlegu konu sem ég stolt kallaði ömmu mína, og skell- urinn því harður og sár. Þetta er allt svo óraunverulegt að ég er dofin. Ó, elsku þú, ég elska þig, sakna og græt meir en ég hélt að hægt væri. Þú varst mér allt, minn besti vinur, klettur og svo stór hluti af mínu lífi og minnar fjölskyldu. Það sem litlu molarnir eiga eftir að sakna þín, elsku bestu ömmu sem alltaf var til staðar, passaði litlu molana sína og var þeim svo góð, kúrði með þeim í helgarheimsóknunum sínum sem voru ófáar, og þá var sko kósý- kvöld hjá þeim, ótal göngutúrar þar sem amma taldi það nú ekki eftir sér að hlaupa á eftir Breka á hjólinu, pönnukökubakstur með Guðna sem vakti ávallt lukku, fótboltamótin með Arnóri sem fékk ósjaldan að gista hjá ömmu á meðan á móti stóð og þessi elska mætti á völlinn í öllum veðrum að hvetja strákinn sinn. Leikir, spil, spjall og svona mætti lengi telja allt sem þeir áttu með þér. Þeir skilja hvorki upp né nið- ur í þessu og sá minnsti skilur ekki afhverju þú getur ekki kom- ið aftur frá guði, og þá koma stóru tárin, æ þeir sakna þín svo sárt. Samband ykkar Gumma var fallegt og náið og þótti honum einstaklega vænt um hversu mik- inn stuðning og stolt þú sýndir honum í náminu, við vorum ekki búin að vera lengi saman þegar hann var farinn að kalla þig ömmu og þið farin að kveðjast með orðunum okkar, ég elska þig. Ég vona og trúi að þú vitir hversu mikilvæg þú varst okkur og takir með þér hvert sem þú ferð. Það sem við tvær áttum svo var einstakt, mörg símtöl á dag um allt og ekki neitt, hlátur, grát- ur, gleði, vinátta, traust og svo þessi endalausa ást og hlýja. Það var fátt sem við ekki deildum, sögðu hvor annarri svo til allt og töluðum um hluti sem ég held að fæstir ræði við ömmur sínar. Amma mín var listamaður og fagurkeri fram í fingurgóma og ber heimili hennar þess glöggt merki, allt sem hún snerti varð list, sama hvort það var útsaum- ur, silfursmíði, glerlist og eða prjónaskapur, já ekki má nú gleyma blessuðum prjónunum, en þá lagði hún vart frá sér. En númer 1, 2 og 3 var hún dásamleg manneskja og heims- ins besta amma. Hvað geri ég án þín, elsku fal- lega þú, innst inni veit ég að þetta lagast, en það er svo erfitt að sjá það þegar sársaukinn mer hverja taug og hvert bein, hjarta mitt er brotið og ég sakna þín svo sárt. Ég skal passa litlu molana þína vel, ég lofa. Elsku amma, þú lifir í hjarta mínu allar mínútur alla daga allt- af. Takk fyrir allt og allt. Mest og best, ég og þú, ávallt og að eilífu. Þegar sorgin mig lamar og hjartað brostið er ég í minningu leita og sé þig ljóslifandi hér Þú varst traust, þú varst hlýja þú varst veröld mín öll nú þú yfir okkur vakir úr himnanna fegurstu höll Ljósið mun ávallt þér fylgja og veita eilíflegt skjól og okkur hinum svo færa á ný bjarta morgunsól Megi minning þín bjarta að lokum færa okkur frið og lækna hvert brotið hjarta ég af heilum hug þess bið. Þín, Steinunn. Elsku besta amma mín, hversu sárt ég sakna þín, því er ekki hægt að lýsa með orðum, en minning þín lifir og mun alltaf lifa í hjarta mér, svo lengi sem ég lifi, þú færðir mikla gleði og ást í líf okkar allra í kringum þig og ógleymanlegar minningar og þegar ég hugsa til þín þá er bara gleði og gott sem kemur uppí huga minn. Ég veit að nú ertu á betri stað og ert i faðmi hans afa og þið eig- ið eftir að hugsa vel um og vaka yfir okkur öllum. Ég trúi því að við eigum öll eftir að sameinast aftur á ný en ekki alveg strax, en á meðan veit ég að þið vakið yfir okkur og þið verðið í hjarta okk- ar og huga alla tíð. Elsku amma mín, ég elska þig endalaust mikið og guð hvað ég á eftir að sakna þín. Þinn, Sumarliði Gunnar. Elsku amma mín. Ég kveð þig með uppáhalds sálminum þínum, fallegum hugs- unum og minningum. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þín nafna Hilma. Nú er amma komin á betri stað eftir stutt en erfið veikindi. Amma var einstök kona sem margt var til lista lagt, hún bak- aði, prjónaði, saumaði og vann með gler og allt sem hún gerði var einstaklega fallegt og vel gert. Ég á margar góðar minn- ingar um okkur ömmu saman og þær mun ég geyma í hjartanu um ókomna tíð. Aldrei mun ég gleyma símtölunum sem við átt- um síðustu vikur og daga í henn- ar lífi. Í síðasta símtalinu ákváðum við að hittast 11. mars, við náðum því. Ég fékk að eyða með henni síðustu stundunum í þessu lífi og fékk að liggja hjá henni og halda í hönd hennar er hún kvaddi að morgni 11. mars sl. Elsku amma mín, ég veit að þú ert á góðum stað núna þar sem þú ert laus við veikindi og kvalir. Þú ert örugglega búin að hitta afa og ykkur líður vel saman. Við hittumst þegar minn tími er kominn, fáum okkur svið saman og prjónum. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Ég elska þig og mun alltaf gera. Þín, Esther. Ég elskaði ömmu mína svo mikið. Hún kom mjög oft og horfði á mig keppa í bæði handbolta og fótbolta og studdi mig. Þegar mig vantaði eitthvað gaf hún mér það alltaf. Stundum um helgar fór ég til hennar og við spiluðum, horfðum á sjónvarpið og fengum okkur að borða sam- an. Þú varst svo yndisleg kona, elsku amma mín, ég mun aldrei gleyma þér. Elsku amma, ekki veit ég hvar ég væri án þín, ég var svo hepp- inn að eiga þig sem ömmu, það var enginn jafn heppinn og ég að eiga svona ömmu því að þú hjálp- aðir mér með allt. Fótboltann, handboltann, skólann og margt fleira. Ég vona bara að þér líði vel. Síðasta daginn sem ég sá ömmu leið mér vel því ég var hjá henni en illa af því hún var veik. Það var mjög gott að hitta hana því ég elskaði hana svo mik- ið og vildi alltaf vera hjá henni. En ég veit að hún er alltaf hjá mér í hjartanu. Þinn Arnór Egill. Elsku amma Takk fyrir að þú fórst í göngu- túr með mig, og varst að leika við mig og passa mig. Það var svo gaman að þú varst að lesa fyrir mig og kubba höll með mér, þú varst alltaf góð við mig og passaðir mig oft og tókst til í herberginu mínu. Þú varst besta Hilma amma í öllum geiminum. Passaðu þig vel uppi í himn- inum, amma, ég sakna þín svo mikið. Elsku guð, geturðu passað bestu, bestu, bestu ömmu mína sem ég sakna svo. Þinn Guðmundur Breki. Hilma Marínósdóttir. Það er óraunverulegt að rita nú minn- ingarorð um Hilmu, tengdamóð- ur sonar míns, Halldórs Egils Guðnasonar. Fyrir svo stuttu síð- an var hún kát og hress og lét sig ekki muna um að koma akandi yfir Hellisheiðina til að hitta fólk- ið sitt. Í lok janúar veiktist hún alvarlega og eftir erfiða baráttu er nú stríðinu lokið. Ástvinir hennar voru hjá henni og um- vöfðu með kærleik þar til yfir lauk. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir þau öll. Samband henn- ar við þau var ætíð mjög náið og þau nutu þess að vera saman. Góður Guð gefi þeim öllum styrk og ljós sem lýsi þeim á veg góðra minninga um elskulega móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu. Við fráfall Hilmu koma upp í hugann minningar um liðnar stundir. Hilma og Gunnar voru glaðlynd, gestrisin og góð heim að sækja á sitt fallega heimili. Upp í hugann kemur mynd af Gunnari sitjandi í sófanum og lítil hnáta með hárbursta og greiðu er að gera afa fínan. Hún greiðir og setur rúllur í hár hans og afi er alsæll með árangurinn – og Hilma amma líka! Það er dýr- mætt að eiga slíkar perlur í festi minninganna. Hilma var listakona. Hand- verkið hennar er vitnisburður um einstaka hæfileika og vandvirkni; prjónaskapur, ísaumur, glerverk – allt lék í höndum hennar. Hún var virk í starfsemi eldri borgara og átti stóran hóp vina, sem vann undir hennar leiðsögn fallega hluti úr gleri. Vestmannaeyjar skipuðu háan sess í hugum Hilmu og Gunnars og þar bjuggu þau þegar Gunnar lést árið 1991. Það var mikið áfall fyrir Hilmu og börnin hennar. Hún flutti þá frá Eyjum og bjó á Selfossi síð- ustu árin. Hilma heldur nú í sína hinstu för og mun hvíla við hlið Gunnars í Vestmannaeyjum. Hún er komin heim. Við þökkum samfylgd á lífsins leið, þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið, hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir) Guð blessi minningu Hilmu Marínósdóttur og veiti börnum hennar og fjölskyldum þeirra styrk á erfiðum tímum. Guðrún Snæbjörnsdóttir. Hilmu Marinósdóttur kynntist ég fyrst árið 2005 er við Stein- unn, barnabarn hennar, hófum samband okkar. Tók hún mér rækilega opnum örmum frá fyrstu kynnum okkar og sýndi mér mikla hlýju, væntumþykju og stuðning í einu og öllu og ekki leið á löngu þar til ég var farin að kalla hana ömmu, því það var hún mér alla okkar tíð og tíma. Hún sá alloft einhverjar góðar hliðar á mér sem mér sjálfum hafði yf- irsést. Þannig var hún þar til yfir lauk. Mér er óhætt að segja að hún hafi markað varanlegan sess í sálu minni þennan tæpa áratug sem ég þekkti hana. Svo gilti einnig um fleiri, t.d. foreldra mína og fjölskyldu. Þá dýrkuðu synir mínir hana og fá orð geta lýst sambandi hennar og konunn- ar minnar. Það verður skrýtið að heyra ekki aftur í lyklahljóðum á föstu- dögum og blíða rödd kalla „Halló, er enginn heima“, skrýtið að heyra ykkur Steinunni ekki karpa um styrk hvítlauksolíunn- ar með föstudagspizzunni, skrítið að hafa enga ömmu með í páska- eggjaleitinni og svona mætti lengi telja. En umfram allt verð- ur bæði skrýtið og sárt að hafa þig ekki hér. Það er erfitt að reyna að út- skýra fyrir strákunum þínum litlu að amma komi ekki aftur. Ömmu sem alltaf vildi öllum vel og vildi allt fyrir alla gera og gott betur en það. Ömmu sem hringdi nokkru sinnum á dag til að at- huga hvort við værum nú ekki örugglega búin að sinna strákun- um á réttan hátt og ef þeir voru veikir fjölgaði símtölunum ef hún var ekki á svæðinu, til að kanna hvort búið væri að mæla og hafa samband við lækni, það varð að hafa allt á hreinu. Þeir voru svo heppnir að fá að njóta mikilla og náinna samvista við þig og ótelj- andi stunda þar sem þú hljópst ávallt til ef einhver var veikur og við Steinunn í skóla eða vinnu. Alltaf varstu boðin og búin, og verður það seint þakkað. Einnig fæ ég seint fullþakkað að hafa fengið að upplifa brúð- kaupsdaginn okkar Steinunnar og allan undirbúninginn með þig okkur við hlið. Að lokum vil ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast jafn yndislegri mann- eskju og þér. Ég elska þig. Sjáumst síðar. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. Þinn, Guðmundur Njáll. Þegar komið er að kveðju- stund er svo margt sem dúkkar upp í huga manns. Þegar Hilma Marinósdóttir er kvödd er af miklu að taka. Hún var mjög fjöl- hæf kona, það lék allt í höndum hennar. Síðan haustið 2007 hefur hún séð um glerkennslu fjögra hópa hjá eldri borgurum á Sel- fossi. Glerlistin var hennar stóra áhugamál og þar var hún á heimavelli. Alltaf tilbúin með sýnishorn af nýjum munum fyrir okkur og alltaf tilbúin að prufa eitthvað nýtt. Hilma starfaði mikið með Rauða krossinum á Selfossi, þar prjónaði hún fallega vettlinga, sokka og peysur og margt annað fallegt, þar báru prjónuðu dúkarnir hennar af. Hilma var mjög félagslynd kona og alltaf til í eitthvað skemmti- legt. Allar ferðirnar okkar á Me- nam að borða eitthvað gott og gómsætt og alltaf eitthvað af glensi með. Ferðirnar okkar til Vestmannaeyja og á matsölu- staðina þar og auðvitað létta lundin þar með. Ferðirnar okkar til Reykjavíkur og að sjálfsögðu var farið á matsölustaðina og fengið sér að borða í sönnum bæjarferðum. Svo öll spilasam- kvæmin með góðu ívafi, öllum bröndurunum og gleðinni og góð- gætinu. Svo var farið í boccia og ekki klikkaði Hilma þar. Hún var allstaðar með. Hilma hélt upp á 80 ára af- mælið sitt með pomp og prakt 30. des. 2012 og fórum við glerhóp- arnir hennar í rútu til Reykjavík- ur og fögnuðum með henni á veit- ingastaðnum Meski. Núna í janúar kynnti hún son sinn Einar sem glerlistarleiðbeinanda fyrir okkur og bað okkur að taka vel á móti honum og sýna honum eng- an yfirgang, því hún ætlaði að taka sér frí frá störfum og fara að leika sér. Auðvitað tökum við Einari vel því hann er lifandi eft- irmynd mömmu sinnar og til í að hanna og gera hvað sem er fyrir okkur og með okkur. Við áttum margt ógert og ófarið. Við ætl- uðum til Eyja í sumar og austur að Klaustri, og á Akranes og átt- um eftir að ganga Laugaveginn í Reykjavík. En það ræður enginn sínum næturstað og margt fer öðruvísi en ætlað er. Nú er Hilma komin á þann stað þar sem við viljum að öllum líði vel og örugg- lega fylgist hún ögn með okkur og hennar verður minnst um ókomin ár. Við þökkum þér, elsku Hilma, fyrir samveruna og óskum þér góðrar heimkomu í Sumarlandið góða. Fjölskyldu Hilmu sendum við innilegar sam- úðarkveðjur og óskir um bjarta framtíð. Kristín, Margrét, Helga, Guðrún, Aðalbjörg, Ingibjörg og Guðbjörg. Mig langar að kveðja góða vin- konu mína, Hilmu Marinósdótt- ur, með nokkrum orðum. Við Hilma kynntumst fyrir fjórtán árum. Á þeim tíma tók ég að mér að strekkja dúka. Hilma kom með dúka til mín í strekkingu og sá þá hjá mér kertastjaka og fleiri hluti sem ég hafði lært að gera í glerlist í Gjábakka, félags- heimili eldri borgara í Kópavogi. Hilma varð hrifin af glerlistinni og ákvað að koma með mér og læra hjá Kristínu Guðmunds- dóttur sem kenndi glerlist og fleira handverk í Gjábakka. Hilma náði strax góðum tökum á glerlistinni, postulínsmálning- unni og öllu sem hún gerði. Við eignuðumst góðar vinkonur í handverkinu í Gjábakka. Dagana sem handverkið var sótti Hilma mig alltaf og ef hún gat ekki keyrt mig heim aftur, sagði hún við vinkonu okkar: Nú keyrir þú hana Jóhönnu heim. Hilma hélt áfram að læra glerlist og sótti framhaldsnámskeið í Listgleri í Kópavogi. Ég á marga fallega hluti eftir Hilmu og einnig pant- aði ég hjá henni hluti til gjafa. Fyrir nokkrum árum flutti Hilma á Selfoss, en sonur hennar býr þar. Á Selfossi tók hún að sér að kenna eldri borgurum glerlist. Það var gaman að heimsækja Hilmu á Selfoss, íbúðin hennar var mjög falleg og þar voru margir fallegir hlutir eftir hana. Hilma var alltaf svo glöð og kát og gaman var að vera nálægt henni. Hún kom í 90 ára afmælið mitt í fyrrasumar og þá áttum við góða stund saman. Með söknuði kveð ég góða vin- konu og þakka henni allar góðar samverustundir. Ég sendi fjöl- skyldu Hilmu innilegar samúðar- kveðjur. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Jóhanna Anna Einarsdóttir. Hilma Marinósdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.