Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 48
48 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110 Tökum Olískort. Einn aðal þáttur í reglulegu viðhaldi bíls er að passa að vélin sé smurð á réttum tíma. Láttu okkur um að smyrja bílinn, -notum aðeins hágæða olíu frá Olís. Kom du n úna og fá ðu fr ía vetr arsk oðun í lei ðinn i! Í vetr arsko ðun p össum við að fro stlög ur sé í lagi , peru r og rú ðuþu rrkur í topp stand i. Að auki álags prófu m við rafge yma. Hera Björk Þórhallsdóttir er 42 ára í dag. Hún ætlar að verjaafmælisdeginum í verslun sinni Púkó og smart á Laugaveg-inum. „Ég stefni á að njóta lífsins í miðbænum en það er þó aldrei að vita nema ég fari út að borða um kvöldið með eiginmanninum,“ segir Hera. „Almennt er ég mikið afmælisbarn enda gefur það manni til- efni til þess að bregða út af vananum. Á síðasta ári hélt ég til dæmis heljarinnar veislu sem ég kallaði Hera í hamingjukasti. Hún var haldin skömmu eftir að ég sigraði í Viña Del Mar Festival-keppninni í Síle á síðasta ári en sú veisla tókst svo vel að hún verður ekki end- urtekin í bráð.“ Hera og fjölskylda hennar búa sig nú undir að flytja til Síle í lok apríl. „Þar er öll orkan okkar núna. Það er svo margt sem þarf að huga að og ef ég ætti að óska mér einhvers í afmælisgjöf þá væri það einfaldlega að málin leystust.“ Hera segist hafa heillast af Síle þeg- ar hún var þar fyrir ári. „Ég hef lengi átt mér þann draum að geta tjáð mig á spænsku og sá draumur mun nú loksins rætast. Þá er mikilvægt að vera staddur þar í landi til þess að geta fylgt sigrinum eftir en keppnin skiptir miklu máli í Suður-Ameríku. Verðlauna- gripurinn hefur til dæmis enga merkingu hér heima en um leið og maður sýnir einhverjum frá Suður Ameríku þessa styttu þá falla þeir í stafi.“ mariamargret@mbl.is Hera Björk Þórhallsdóttir er 42 ára í dag Morgunblaðið/Golli Gestkvæmt Að sögn Heru hafa margir vinir og kunningjar boðað komu sína til Síle en svo er að sjá til hverjar heimtur verða. Óskar sér helst að málin leysist Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Systurnar Bryndís Eva og Þórdís Ósk Stefánsdætur (11 ára) og Ísabella Ingólfsdóttir (10 ára) héldu tombólu við verslun Sam- kaupa við Byggða- veg á Akureyri. Þær söfnuðu með því 2.934 krónum sem þær styrktu Rauða krossinn með. Ísabella kom og afhenti ágóðann af tombólunni. Hlutavelta Hafnarfjörður Sunnefa Ósk fæddist 31. júlí kl. 18.47. Hún vó 3.685 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Kristín Björk Karlsdóttir og Aron Karl Bergþórsson. Nýir borgarar Garður Guðlaug Helga fæddist 9. júlí. Hún vó 3.410 g og var 51 cm löng. For- eldrar hennar eru Sigurður Elíasson og Lovísa Ósk Ragnarsdóttir. Þ órir Baldursson fæddist í Keflavík 29.3. 1944 og ólst þar upp. Hann var í Barnaskóla Keflavíkur, lauk landsprófi og stundaði nám við MR í þrjá vetur en hóf þá nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan af kennarabraut 1965. Hann var síðan söngkennari við Laugalækjarskóla 1965-67. Varstu ekki í hljómsveit í Kefla- vík? „Jú, jú. Pabbi lék í danshljómsveit og ég byrjaði 7 ára að fikta við harm- onikkuna hans, fékk svo mína eigin nikku, fór í píanótíma til Vigdísar Jakobsdóttur og lærði á franskt horn og lék í lúðrasveit hjá Guð- mundi Norðdahl. Ég byrjaði að hlaupa í skarðið í hljómsveitinni með pabba er ég var 10 ára, var 12 ára í skólahljómsveit- inni GK og 14 ára var ég kominn í hljómsveit sem lék í Krossinum um hverja helgi og stundum uppi á Velli. Eftir að ég hóf menntaskólanám lék ég svo með ýmsum í Reykjavík, leysti m.a. af í KK-sextettinum.“ Savanna tríó á Bítlatímanum Varð Savanna tríóið til í MR? „Já og nei. Við Björn Björnsson vorum sessunautar í MR en Troels Bendtsen kom úr Versló. Við kom- um fyrst fram opinberlega á nýárs- dag 1963, gáfum út litla plötu um vorið og „Suðurnesjamenn“ slógu í gegn. Vinsældirnar voru gífurlegar. Fyrstu vikuna í apríl komum við fram á 18 skemmtunum og fyrsta hálfa árið 157 sinnum. Við gáfum út aðra litla plötu snemma árs 1964 og stóra plötu hjá SG hljómplötum þá um haustið en hún sló öll sölumet. Við gáfum út aðra stóra plötu 1965, en sú þriðja, 1966, og sú fjórða, 1967, voru teknar upp í London. Síðan hafa verið gefnar út safnplötur og diskar og 1991 sendum við frá okkur diskinn „Eins og þá“ sem ég er svolítið stoltur af. Savanna tríóið kom fram í fræg- um skemmtisjónvarpsþætti Magn- úsar Magnússonar, Tonight Show, hjá BBC, 1965. Við vorum með skemmtiþátt í íslenska Sjónvarpinu á fyrsta útsendingardegi þess 30.9. 1966 og gerðum fjóra aðra þætti fyr- ir Sjónvarpið. Loks komum við fram í sænska sjónvarpinu sem fulltrúar Íslands í samnorrænum sjónvarps- Þórir Baldursson tónlistarmaður 70 ára Úti að borða í Svíþjóð Þórir, Guðrún, eiginkona hans og Nina Lizell, fyrrv. kona hans, og börn þeirra þriggja. Þúsundþjalasmiður í íslenskri tónlistarsögu Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barns- fæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.