Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 Nauthólsvík Sundsprettur í sjónum í Nauthólsvíkinni nýtur sífellt meiri vinsælda. Þónokkuð margir lögðu leið sína þangað í gær og tóku sundsprett og svömluðu í pottunum enda vor í lofti. Þórður Landeigendur við Geysi í Haukadal hafa um árabil reynt að ná samkomulagi við ís- lenska ríkið um fyr- irkomulag og skipulag svæðisins. Undanfarin þrjú ár hefur sú vinna fengið meira vægi vegna aukins álags á svæðið vegna vaxandi fjölda ferðamanna sem heimsækja svæðið. Viðræður við stjórnvöld hafa ekki skilað árangri og gjaldtakan sem nú er hafin við Geysi er vegna ákvörðunartökufælni stjórnmálamanna. Á liðnum árum hafa landeigendur við Geysi gert ríkinu margvísleg til- boð. Ríkinu hefur staðið til boða að kaupa landið, leigja það eða setja það í útboð eins og stjórnvöld gerðu með Vatnshelli á Snæfellsnesi. Ekkert af þessu var þegið. Ríkinu hefur ávallt staðið til boða að taka þátt í undirbúningsvinnu að gjaldtökunni sem formlega hófst þegar Landeigendafélag Geysis ehf. var stofnað þann 5. sept. 2012. Ríkinu var boðið að tilnefna fulltrúa í stjórn félagsins. Það var ekki þegið. Land- eigendafélagið hefur upplýst ríkið um fyrirætlanir sínar og ítrekað ósk- að eftir samstarfi. Landeigend- afélagið gegnir sama hlutverki og húsfélag um þessa óskiptu sameign. Stjórnvöld taka fullan þátt í öðrum sambærilegum félögum m.a. í gegn- um þau fjölmörgu veiðifélög sem eru starfrækt víðsvegar um landið, þar sem ríkisjarðir eiga hlutdeild að veiðiám með einkaaðilum. Það er mat meirihluta landeigenda hverasvæðisins að gjaldtaka við Geysi sé nauðsynleg. Svæðið er á válista Umhverfisstofn- unar og um svæðið segir á heimasíðu stofnunar- innar: Vistkerfi svæð- isins er mjög viðkvæmt. Jarðvegur er víða blaut- ur og traðkast auðveld- lega út. Hverahrúður skemmist auðveldlega þegar gengið er á því. Gróður er sérstaklega viðkvæmur á svæðinu og er landið auðrofið. Svæðið er lítið og ekki auðvelt að dreifa ferðamönn- um um það. Heimsóknir um 1.500 gesta að með- altali á dag og allt upp í um 6.000 manns á dag þegar mest er, geta auð- veldlega haft óafturkræf áhrif á þetta viðkvæma svæði. Það er löngu orðið nauðsynlegt að hefja varnaraðgerðir á svæðinu. Nýverið voru kynntar nið- urstöður úr hönnunarsamkeppni um svæðið sem miða að metnaðarfullri uppbyggingu Geysissvæðisins sem bæði ver svæðið verulega og eykur upplifun gesta til mikilla muna. Verndunaraðgerðirnar kalla á nauðsynlegar og kostnaðarsamar að- gerðir sem ráðast verður í sem allra fyrst. Landeigendur bera ábyrgð á svæðinu. Þeim ber að vernda þessa náttúruperlu og tryggja um leið að svæðið verði áfram aðgengilegt og ör- yggi ferðamanna tryggt eins og kost- ur er. Að mati landeigenda er skilvirkasta leiðin til þess að standa að nauðsyn- legum verndaraðgerðum að inn- heimta aðgangseyri sem notaður verður til að fjármagna uppbygg- inguna og bæta þjónustu við ferða- menn. Það er hagur þeirra sem selja ferð- ir að Geysi, að svæðið líti sem best út og sé glæsilegur og eftirsókn- arverður áningarstaður. Þeir hafa lít- ið að selja verði svæðið útsparkað forarsvað eins og í stefnir, verði ekk- ert að gert. Einnig má velta því fyrir sér hvort það sé ekki siðferðisleg skylda þeirra sem hagnast á því að selja ferðir á Geysisvæðið að styðja gjaldtöku landeigenda sem ætluð er til verndunar og uppbyggingar svæð- isins sem er söluvara þessara fyr- irtækja. Ákvörðunin um gjaldtökuna var ekki skyndihugmynd, heldur vel ígrunduð og voru hagsmunaaðilar í ferðaþjónustunni upplýstir um þær ráðagerðir fyrir rúmu einu og hálfu ári. Erlendir ferðamenn sem skoða Geysissvæðið, hafa greiðsluvilja, það dylst engum. Þeir eru vanir því að greiða fyrir aðgang að nátt- úrutengdri afþreyingu. Kannanir Landeigendafélags Geysis leiddi í ljós að erlendir ferðamenn töldu gjaldtöku á svæðið eðlilega og greiðsluvilji þeirra var að meðaltali 6,5 evrur sem samsvarar 1.013 krón- um. Áður en gjaldið var endanlega ákveðið var hugur Íslendinga til gjaldtökunnar kannaður. Landeig- endafélagið fékk Capacent til að kanna hug Íslendinga og þar kom fram að einungis 28% svarenda voru andvíg gjaldtöku. Flestir töldu eðli- legt að greiða 500 til 1000 krónur fyr- ir heimsóknina. Miðað við ofan- greindar niðurstöður þótti hóflegt að innheimta 600 krónur af hverjum gesti 17 ára og eldri. Hörð viðbrögð stjórnvalda gagn- vart gjaldtökunni koma á óvart, sér- staklega þar sem íslenska ríkið stendur fyrir innheimtu aðgangs- eyris að náttúruperlum í opinberri eigu, samanber gjaldtökuna við gjána Silfru á Þingvöllum. Rökin fyr- ir þeirri gjaldtöku eru þau sömu og fyrir gjaldtöku á Geysissvæðinu, að vernda svæðið og byggja upp að- stöðu. Að standa fyrir gjaldtöku á einum stað en berjast gegn henni á öðrum er sérkennilegur tvískinnungsháttur. Það er mikið ábyrgðarleysi stjórn- málamanna að geta ekki tekið ákvörðun í málefnum hverasvæðisins og ætla dómstólum að gera það fyrir sig. Óháð niðurstöðu dómstóla þá getur aldrei átt sér stað óheftur að- gangur að hverasvæðinu við Geysi eins og álagið er í dag. Það hlýtur að vera ábyrgð allra landeigenda að skila þessari auðlind með sem bestu móti til komandi kynslóða. Ef ekki næst samstaða milli meiri- hluta landeigenda og íslenska rík- isins um málefni Geysissvæðisins, er það eina siðferðislega rétta í stöðunni að loka svæðinu þar til deilan leysist og láta náttúruna njóta vafans. Eftir Bjarna Karlsson » Að standa fyrir gjaldtöku á einum stað en berjast gegn henni á öðrum er sér- kennilegur tvískinn- ungsháttur. Bjarni Karlsson Höfundur er stjórnarformaður Land- eigendafélags Geysis. Tvískinnungsháttur gagnvart gjaldtöku við Geysi Geysissvæðið hefur látið verulega á sjá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.