Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Stjórnendur útgerðarinnar Vísis áforma að flytja alla fiskvinnslu sína til Grindavíkur til þess að takast á við erfitt rekstrarum- hverfi í bolfisk- vinnslu en afurða- verð hefur lækkað um 20% á rúmu ári og markaður- inn kallar í aukn- um mæli eftir ferskum fiski, sveigjanleika í framleiðslunni og skjótri afgreiðslu pantana. Breyt- ingarnar miða að því að halda sama starfsmannafjölda sem er um 300 manns; 200 manns vinna við fisk- vinnslu og 100 á bátum útgerðarinn- ar. Sjómönnum mun fækka lítillega þar sem áhafnir verða sameinaðar. Framlegðin dróst saman um helming Pétur Hafsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vísis, segir í samtali við Morgunblaðið að framlegðin hafi dregist saman um helming á milli ár- anna. Við því hafi þurft að bregðast. Að sama skapi eigi að fækka á línu- veiðibátum fyrirtækisins úr fimm í fjóra. Gert sé ráð fyrir að þessar hag- ræðingaraðgerðir leiði til þess að spara megi fjárhæðir sem nemi næst- um því framlegðartapinu. Starfsemi fyrirtækisins í Djúpa- vogi, Þingeyri og á Húsavík verður flutt og því starfsfólki sem þess óskar boðið starf á nýjum stað. Reiknað er með að flutningarnir verði um garð gengnir haustið 2015. Pétur Haf- steinn segir að hagræðingaraðgerð- irnar komi aftur fótum undir rekst- urinn sem tryggi best að starfsfólk Vísis og fjölskyldur þess geti treyst á fyrirtækið til langframa sem vinnu- stað. Fyrir um 15 árum hóf Vísir að byggja upp starfsemi á Djúpavogi, Þingeyri og Húsavík til viðbótar starfsemi fyrirtækisins í Grindavík. Á hverjum þessara staða starfa um 50 manns, bæði fólk með fasta búsetu á svæðunum og verkafólk sem auð- veldara á með að færa sig um set. „Við munum flytja um 70-80 störf til Grindavíkur. Að sama skapi reynum við að koma til móts við starfsfólk okkar og sveit- arfélögin eins og okkur frekast er unnt með því að aðstoða við að koma á fót annarri atvinnustarfsemi á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi. Þar horfum við til þeirra atvinnugreina sem vaxa hvað hraðast á Íslandi um þessar mundir eða ferðaþjónustu og fiskeldis. Næstu mánuðir verða nýtt- ir til að framfylgja þeim áætlunum,“ segir Pétur Hafsteinn. Sveigjanleiki Áform stjórnenda Vísis eru að færa allan tækjabúnað fyrirtækisins á einn stað. Þannig verður sveigjan- leiki í starfseminni meiri og fram- leiðni eykst því auðveldara verður að stýra framleiðslunni í verðmætustu afurðaflokka hverju sinni og bregð- ast við kröfum erlendra fiskkaup- enda. Pétur Hafsteinn telur Grinda- vík kjörinn stað fyrir fiskvinnsluna, meðal annars vegna nálægðar við al- þjóðaflugvöll og útflutningshöfn. Flytur alla vinnslu til Grindavíkur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Framlegð Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, segir að framlegðin hafi dregist saman um helming á milli áranna 2012-2013. Við því hafi þurft að bregðast með þessum hagræðingaraðgerðum.  Stjórnendur útgerðarinnar Vísis hyggjast flytja alla fiskvinnslu sína til Grindavíkur til að takast á við erfitt rekstrarumhverfi  Stefnt er að því að halda sama starfsmannafjölda  Selja á einn línubát Allt í Grindavík » Útgerðin Vísir hyggst flytja alla fiskvinnslu sína til Grinda- víkur. » Fyrir um 15 árum hóf Vísir að byggja upp starfsemi á Djúpavogi, Þingeyri og Húsavík til viðbótar starfsemi fyrirtæk- isins í Grindavík. » Á hverjum þessara staða starfa um 50 manns, bæði fólk með fasta búsetu á svæðunum og verkafólk sem auðveldara á með að færa sig um set. Pétur Hafsteinn Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.