Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Stjórnendur útgerðarinnar Vísis
áforma að flytja alla fiskvinnslu sína
til Grindavíkur til þess að takast á við
erfitt rekstrarum-
hverfi í bolfisk-
vinnslu en afurða-
verð hefur lækkað
um 20% á rúmu
ári og markaður-
inn kallar í aukn-
um mæli eftir
ferskum fiski,
sveigjanleika í
framleiðslunni og
skjótri afgreiðslu
pantana. Breyt-
ingarnar miða að því að halda sama
starfsmannafjölda sem er um 300
manns; 200 manns vinna við fisk-
vinnslu og 100 á bátum útgerðarinn-
ar. Sjómönnum mun fækka lítillega
þar sem áhafnir verða sameinaðar.
Framlegðin dróst saman
um helming
Pétur Hafsteinn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Vísis, segir í samtali
við Morgunblaðið að framlegðin hafi
dregist saman um helming á milli ár-
anna. Við því hafi þurft að bregðast.
Að sama skapi eigi að fækka á línu-
veiðibátum fyrirtækisins úr fimm í
fjóra. Gert sé ráð fyrir að þessar hag-
ræðingaraðgerðir leiði til þess að
spara megi fjárhæðir sem nemi næst-
um því framlegðartapinu.
Starfsemi fyrirtækisins í Djúpa-
vogi, Þingeyri og á Húsavík verður
flutt og því starfsfólki sem þess óskar
boðið starf á nýjum stað. Reiknað er
með að flutningarnir verði um garð
gengnir haustið 2015. Pétur Haf-
steinn segir að hagræðingaraðgerð-
irnar komi aftur fótum undir rekst-
urinn sem tryggi best að starfsfólk
Vísis og fjölskyldur þess geti treyst á
fyrirtækið til langframa sem vinnu-
stað.
Fyrir um 15 árum hóf Vísir að
byggja upp starfsemi á Djúpavogi,
Þingeyri og Húsavík til viðbótar
starfsemi fyrirtækisins í Grindavík.
Á hverjum þessara staða starfa um
50 manns, bæði fólk með fasta búsetu
á svæðunum og verkafólk sem auð-
veldara á með að færa sig um set.
„Við munum flytja um 70-80 störf til
Grindavíkur.
Að sama skapi reynum við að koma
til móts við starfsfólk okkar og sveit-
arfélögin eins og okkur frekast er
unnt með því að aðstoða við að koma
á fót annarri atvinnustarfsemi á
Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi. Þar
horfum við til þeirra atvinnugreina
sem vaxa hvað hraðast á Íslandi um
þessar mundir eða ferðaþjónustu og
fiskeldis. Næstu mánuðir verða nýtt-
ir til að framfylgja þeim áætlunum,“
segir Pétur Hafsteinn.
Sveigjanleiki
Áform stjórnenda Vísis eru að
færa allan tækjabúnað fyrirtækisins
á einn stað. Þannig verður sveigjan-
leiki í starfseminni meiri og fram-
leiðni eykst því auðveldara verður að
stýra framleiðslunni í verðmætustu
afurðaflokka hverju sinni og bregð-
ast við kröfum erlendra fiskkaup-
enda. Pétur Hafsteinn telur Grinda-
vík kjörinn stað fyrir fiskvinnsluna,
meðal annars vegna nálægðar við al-
þjóðaflugvöll og útflutningshöfn.
Flytur alla vinnslu til Grindavíkur
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Framlegð Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, segir að framlegðin hafi dregist saman um helming á
milli áranna 2012-2013. Við því hafi þurft að bregðast með þessum hagræðingaraðgerðum.
Stjórnendur útgerðarinnar Vísis hyggjast flytja alla fiskvinnslu sína til Grindavíkur til að takast á við
erfitt rekstrarumhverfi Stefnt er að því að halda sama starfsmannafjölda Selja á einn línubát
Allt í Grindavík
» Útgerðin Vísir hyggst flytja
alla fiskvinnslu sína til Grinda-
víkur.
» Fyrir um 15 árum hóf Vísir
að byggja upp starfsemi á
Djúpavogi, Þingeyri og Húsavík
til viðbótar starfsemi fyrirtæk-
isins í Grindavík.
» Á hverjum þessara staða
starfa um 50 manns, bæði fólk
með fasta búsetu á svæðunum
og verkafólk sem auðveldara á
með að færa sig um set.
Pétur Hafsteinn
Pálsson