Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 11
vera með í ár til þess að vekja at-
hygli á því að það er fyrirtæki á Ís-
landi sem framleiðir leiktæki og er
að taka þátt í nýsköpun. Við byrj-
uðum fyrir fjórum árum á einhverju
glænýju í miðju hruni með Krumma
Flow og erum búin að fjárfesta mik-
ið í þróunarferli þess. Nú er þróun-
arvinnunni að ljúka í sumar og
fannst okkur kjörið að fagna því með
því að taka þátt í HönnunarMars,“
segir Eydís. Í haust ætlar Krumma
að taka þátt í leiktækjasýningu í
Nürnberg í Þýskalandi. „Við von-
umst til að fá góð viðbrögð þar og
stefnum á að hefja útflutning á vör-
unum okkar. Okkur finnst spenn-
andi að fara á ákveðinn hátt í öfuga
átt við það sem aðrir eru að gera,
sem einkennist að því að flytja leik-
tæki inn til Íslands,“ segir Eydís að
lokum.
Náttúra Jenný Ruth og Ólafur Hall-
dórsson á Reykjanesi í byrjun þró-
unarvinnunnar á Krumma Flow.
Ljósmynd/Sölvi Logason
Tjörnin Leiktæki úr línunni Krumma Flow eru til sýnis við Tjörnina í dag og á morgun í tilefni af HönnunarMars.
Leikur Leiktækin frá Krummu gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014
NýlegirMitsubishi Pajero á
rekstrarleigu til fyrirtækja
Laugavegi 174 | Sími 590 5040 - Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16
HEKLA býður nú fyrirtækjum nýlegar Mitsubishi Pajero bifreiðar í rekstrarleigu.
Í rekstrarleigu fá fyrirtæki nýlegar bifreiðar til umráða í 1 ár gegn föstumánaðar-
gjaldi. Leigutaki losnar við alla fjárbindingu og endursöluáhættu. Greitt er fast
mánaðarlegt leigugjald og bifreiðinni einfaldlega skilað í lok leigutímans.
Dæmi:
Pajero 3.2 Instyle
Árgerð 2012, dísil
Ekinn 38.000 km, sjálfskiptur
Mitsubishi Pajero er knúinn 3,2 l dísilvél sem skilar
200 hestöflum. Meðal búnaðar bifreiðanna eru
leðurinnrétting, rafdrifin framsæti, aukasæti
(7 manna), bakkmyndavél, xenon ljós, ný
heilsársdekk o.fl. (miðað við Instyle útfærslu).
Mánaðarlegt leigugjald:
136.041 kr.m/vsk
Á morgun klukkan 14 opna frænk-
urnar Edda Lilja Guðmundsdóttir og
Hlíf Leifsdóttir sýningu í Boganum í
Gerðubergi, á verkum þar sem
myndlist og textíll sameinast á
striga.
Edda Lilja Guðmundsdóttir er
textílkennari að mennt og hefur
hannað prjón og hekl, bæði fyrir
sýningar og útgáfu mynstra.
Hlíf Leifsdóttir hefur tekið þátt í
mörgum námskeiðum í frístunda-
málun m.a. hjá Myndlistaskólanum í
Reykjavík í nokkur ár, ásamt nám-
skeiðum í teikningu, vatnslita- og
olíumálun. Hún hefur tekið þátt í
mörgum samsýningum á vegum
Myndlistaklúbbs Hvassaleitis og Fé-
lags frístundamálara.
Sýningin stendur til 20. júní og er
opin frá kl. 9-17 virka daga og 13-16
um helgar.
Myndlist og textíll sameinast á sýningu sem hefst á morgun
Saumað í málverk í Gerðubergi
Í dag frá klukkan 14 efnir Sið-
fræðistofnun til vísindakaffis í Að-
alsafni Borgarbókasafnsins. Vísinda-
kaffið mun einblína á heimspekilegar
og siðfræðilegar spurningar tengdar
tauga- og heilarannsóknum. Fjallað
verður um gervigreind, gervilimi, nýj-
ustu rannsóknir á heilastarfsemi,
tauga- og heilaeflingu, tauga- og
heilabót og áhrif tauga- og heilarann-
sókna á bókmenntir. Stuttar fram-
sögur verða fluttar af þeim Heiðu
Maríu Sigurðardóttur, taugasálfræð-
ingi, Kristleifi Kristjánssyni, lækni og
þróunarstjóra hjá Össuri, Pétri Henry
Petersen, dósent við Læknadeild HÍ,
og Bergljótu Kristjánsdóttur, pró-
fessor í bókmenntafræði við HÍ.
Fundarstjóri er Salvör Nordal, for-
stöðumaður Siðfræðistofnunar.
Vísindakaffið er hluti af evrópska
rannsóknarverkefninu NERRI sem
hefur fengið styrk úr sjöundu
rammaáætlun Evrópusambandsins
Viljum við ofurheila?
Morgunblaðið/Kristinn
Siðfræði Salvör Nordal for-
stöðumaður stjórnar vísindakaffinu.
Salvör Nordal stjórnar vísinda-
kaffi um gervigreind og heilann
Í kvöld klukkan
19 verður opnuð
sýning fjöl-
listakonunnar
Sunnu Ben í
verslun Kiosk að
Laugavegi 65.
Sýningin heitir „Í
Dýr(ð/s)legum
draumi“. Að sögn
Sunnu er verk sýningarinnar, sem
staðsett er í tveimur gluggum versl-
unarinnar, unnið út frá blöndu af
raunveruleika og draumaheimi.
Sunna segist hafa mikinn áhuga á
frumskógum þó hún hafi aldrei kom-
ist í tæri við þá. Segir Sunna jafn-
framt að franski naívistinn Henri Ro-
usseau sé sér mikill innblástur, en
hann málaði endalausa frumskóga
en komst aldrei sjálfur í frumskóg. Er
þetta í fyrsta sinn sem Sunna vinnur
listaverk í glugga og hefur hún held-
ur aldrei áður unnið í samstarfi við
verlun. Þó hefur hún unnið ýmiskon-
ar veggmálverk, meðal annars fyrir
barinn Harlem. Sunna er með BA-
gráðu í myndlist frá Gerrit Rietveld
Academy í Amsterdam en hún út-
skrifaðist þaðan árið 2012. „Það
skemmtilega við að vinna verkið
beint í glugga sem er svolítið óform-
legur í sniði er að það er hægt að
leika sér með víddir og hefðbundin
snið. Það sem mig langaði að ná
fram eru sjóntruflanir sem ávinnast
með ofhlæði og því að koma mynd-
efni fyrir á óvenjulegum stöðum á
fletinum.“ segir Sunna að lokum.
Sunna Ben
sýnir í Kiosk