Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 52
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Arthur Russell var bandarísk-ur tónlistarmaður sem gatmeð engu móti fest sig við eitthvað eitt er tónlistargyðjan seiddi hann til sín (sem hún gerði af miklum krafti allt hans líf). Russell var menntaður selló- og píanóleikari en samdi og lék diskótónlist, nútíma- og tilrauna- tónlist, popp- og rokk og þjóðlaga- tónlist. Hann átti það til að hræra þessu saman líka og er hann starf- aði var hann ljósárum á undan sinni samtíð, staðreynd sem verð- ur æ ljósari eftir því sem árin líða. Russell skapaði „tónlist“ og gerði engan greinarmun á flokk- unum, skiptingu og pólitík sem oft þvælist fyrir hreinleika list- arinnar. Sköpunarmáttur Russell var ótvíræður en að sama skapi var honum svo gott sem ókleift að klára nokkurn skapaðan hlut og koma honum út til fólksins. Hin síðustu ár hefur áhugi á tónlist Russell aukist til muna og fer út- gáfufyrirtækið Audika Records fremst í flokki þegar kemur að því að miðla henni til fjöldans. Bergmál Í vikunni kom platan World Of Echo (upprunalega gefin út 1986) út á tvöföldum vínyl. Sú plata, sem var eina breiðskífan sem Russell tókst að koma út á meðan hann var á lífi (hann dó úr alnæmi árið 1992, fertugur að aldri), hefur verið endurútgefin mörgum sinnum og þó að þar gefi að líta aðeins eina hlið á ferli hans er um hreint magnaðan grip að ræða. Tónlistin samanstendur af rödd, sellói og tölvuhljóðum og -töktum og er dáleiðandi, ber með sér næmi og fegurð sem erfitt er að lýsa. Tímalaust verk, eins og má reyndar segja yfirhöfuð um list Russell. Audika Records var stofnað sérstaklega til að koma tónlist Russell út en hann átti yfir 1000 Fjölsnærð fegurð Einstakur Russell átti erfitt með að einblína á eitthvað eitt í tónlist sinni. spólur með tónlist á er hann lést. Fyrsta platan sem Audika gaf út var Calling Out Of Context (2004) og svo fylgdu fyrsta endurútgáfan á World Of Echo (2005) og First Thought Best Thought (2006, til- raunakennd nútímatónlist sem hann samdi á fyrri hluta ferilsins). Einnig má nefna Love Is Overtak- ing Me (2008) en hún inniheldur „hefðbundnustu“ smíðar Russell; kántrí- og þjóðlagaskotin popplög. Fingraför höfundarins eru mjög svo greinileg þrátt fyrir venjuleg- heit smíðanna. Russell er mikið lofaður fyrir framlag sitt til diskótónlistarinnar en þau lög komu flest út á 12 tommum, oft undir öðru nafni. So- ul Jazz Records gaf út plötuna The World of Arthur Russell árið 2004 sem gefur sæmilega innsýn í þann þátt en einnig er platan 24- >24 Music, sem kom út undir nafni Dinosaur L, til en hún var endurútgefin árið 2007 en kom út upprunalega árið 1982 á merki Russell sjálfs, Sleeping Bag Re- cords. Margt er þó enn nið- urgrafið og ærlegur safnkassi, í samstarfi þeirra aðila sem eiga réttinn á diskósmíðum Russell, væri afar vel þeginn. Ást Vínylendurútgáfur á Love Is Overtaking Me og Calling Out Of Context, fyrir tilstilli Audika, eru væntanlegar á næstu mánuðum og ljóst að markaðurinn er hvergi nærri mettur. Heimildarmynd um feril þessa merka manns, Wild Combination, var þá frumsýnd ár- ið 2008. Myndin er næm og falleg (eiginlega eins og tónlist Russell) og færir áhorfandann nær ein- hvers konar skilningi á flóknu gangverki þessa einstaka lista- manns. »Hin síðustu ár hef-ur áhugi á tónlist Russell aukist til muna og fer útgáfufyrirtækið Audika Records fremst í flokki þegar kemur að því að miðla henni til fjöldans.  Endurútgáfa á verkum Arthur Russell í fullum gangi  Áhrif þessa margbrotna listamanns sjaldan meiri en nú 52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Síðasta sýningarhelgi á Torgi: Ástarsaga á HönnunarMars Þriðjudagur 1. apríl kl. 12: Hádegisfyrirlestur um skautbúning Alexandrínu Danadrottningar Betur sjá augu – Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013 í Myndasal Silfur Íslands í Bogasal Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár - grunnsýning Skemmtilegir ratleikir Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga nema mánudaga í Þjóðminjasafni 11-17. Listasafn Reykjanesbæjar MANNLEGAR VÍDDIR Sefán Boulter og Stephen L. Stephen sýna mannamyndir 15. mars – 27. apríl Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn FORM, LITUR, LÍKAMI: HÁSPENNA / LÍFSHÆTTA Magnús Kjartansson 7.3.-11.5. 2014 GERSEMAR - DÝR Í BÚRI 8.11. - 11.5. 2013 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningin, HÚSAFELL ÁSGRÍMS. Opið sunnudaga kl. 14-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Sýningin, BÖRN AÐ LEIK. Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 Shop Show Samtíma hönnun Sunnudag 30. mars kl. 15 Samtal við hönnuði, Brynhildur Pálsdóttir og Róshildur Jónsdóttir Hnallþóra í sólinni Dieter Roth Hádegistónleikar Þriðjudag 1. apríl kl. 12 Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Verið velkomin Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Ný sýning ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Staðsetning nefnist einkasýning Þórarins Blöndal sem stendur yfir um helgina í 002 Galleríi að Þúfu- barði 17 í Hafnarfirði. Sýningin er sú fyrsta af átta myndlistarvið- burðum á fyrstu Myndlistarhátíð 002 Gallerís, sem stendur frá 28. mars til 1. júní 2014. „Þórarinn sýnir nokkur þrívíð verk og ljósmyndir sem eru unnin í nánu samhengi við sýningarrými 002 Gallerís, en það er íbúð og vinnustofa myndlistarmannsins Birgis Sigurðssonar. Þetta óvenju- lega gallerí hefur verið starfrækt um þriggja ára skeið í ósköp venju- legri kjallaraíbúð í blokk í Hafn- arfirði, en nú í fyrsta sinn flytur Birgir ekki allt sitt hafurtask úr íbúðinni fyrir sýningu í galleríinu,“ segir um sýninguna. Sýningin er opin í dag og á morg- un milli kl. 14-17. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega vel- komnir. Allar nánari upplýsingar um dagskrá Myndlistarhátiðar 002 Gallerís á Facebook síðu 002 Gall- eríis. Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimahús Þórarinn Blöndal og Birgir Sigurðsson að Þúfubarði 17. Þórarinn Blöndal sýnir í 002 Galleríi Framtíð óperuflutnings á Íslandi verður til umræðu á málþingi sem fram fer í Kaldalóni Hörpu í dag milli kl. 11 og 14. „Frummælendur munu fjalla lít- illega um stöðuna í dag og framtíð- arsýn fyrir listformið. Ætlunin er að skapa góðan grunn fyrir pallborðs- umræður sem verða að loknu hléi. Málþinginu er ætlað að gefa okkur kost á að skoða stöðu Íslensku óp- erunnar í núverandi umhverfi og ekki síður að fá mynd af grasrótar- starfsemi óperufólks á Íslandi. Bæði málefnin eru mikilvæg og staðan á margan hátt erfið. Ólíklegt er að öll vandamál leysist með einu málþingi. Hinsvegar hefur kastljósinu nú verið beint að óperulistforminu við góðan árangur uppfærslunnar á óperunni Ragnheiði og ástæða til að nýta sér þann meðbyr,“ segir m.a. í tilkynn- ingu. Frummælendur eru Gunnar Guð- björnsson frá Félagi íslenskra tónlist- armanna – klassískri deild FÍH, Stef- án Baldursson óperustjóri Íslensku óperunnar, Hildigunnur Rúnars- dóttir frá Tónskáldafélagi Íslands, Hörn Hrafnsdóttir frá Óp-hópnum, Daníel Bjarnason tónskáld og hljóm- sveitarstjóri, Garðar Cortes, fyrrum óperustjóri, og Arnbjörg María Dani- elsen sópransöngkona. Þátttakendur í pallborðsumræðum eru Magnús Ragnarsson, aðstoð- armaður menntamálaráðherra, Arn- björg María Danielsen, Daníel Bjarnason, Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, Loftur Erlingsson úr stjórn Félags íslenskra söngkennara, Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnar- formaður Íslensku óperunnar, og Arna Kristín Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fundarstjóri er Margrét Bóasdóttir, söngkona og kórstjóri. Vinsæl Uppfærslan á Ragnheiði hefur aldeilis fengið hljómgrunn meðal landsmanna. Málþing um framtíð óperuflutnings  Sjónum verður beint að grasrótinni Stephen Lárus Stephen leiðir gesti um sýningu sína, sem nefnist Mann- legar víddir, í Listasafni Reykjanes- bæjar í dag kl. 14. Leiðsögnin fer fram á ensku. Í safninu sýnir einnig Stefán Bo- ulter, en þeir hafa báðir sérhæft sig í gerð mannamynda. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson. „Yfirlýst markmið Stephens er að koma á framfæri viðmóti fyr- irsæta sinna, án þess að ganga of nærri einkalífi þeirra,“ segir í til- kynningu. Þess má geta að málverk hans af Sólveigu Pétursdóttur, fv. alþingismanni og forseta Alþingis, vakti nokkurt umtal þegar það var vígt fyrir tveimur árum. „Hér gefst gullið tækifæri til að sjá saman komin mörg helstu portrett Steph- ens Lárusar hin síðari ár, en mörg þeirra hafa hvergi verið til sýnis opinberlega.“ Sýningin, sem stend- ur til 27. apríl, er opin virka daga kl. 12-17 og um helgar kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. Leiðsögn í Duushúsum Portrett Ein mynda Stephens.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.