Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 Meistaranám í upplýsingafræði FJARNÁM / STAÐNÁM þitt er valið www.hi.is FÉLAGS- OG MANNVÍSINDADEILD Upplýsingafræði byggir á kunnáttu, eðli og einkennum upplýsinga og þekkingar. Dæmi um áherslur: • Upplýsingaöryggi • Markaðssetning upplýsinga- og skjalastjórnunar • Gæða- og þekkingarstjórnun • Rekstur rafrænna gagnasafna og upplýsingakerfa • Upplýsingahegðun og áhrifaþættir • Samfélagsmiðlar og upplýsingavefir MIS í upplýsingafræði (Master of Information Science) Nám fyrir fólk með grunnnám úr öðrum námsgreinum en upplýsingafræði. MA í upplýsingafræði (Magister Artium) Nám ætlað þeim sem lokið hafa grunnnámi í upplýsingafræði. Upplýsingar veita Félags- og mannvísindadeild s: 525 5444 fom@hi.is, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor jg@hi.is, s: 892 4718 og Ágústa Pálsdóttir, prófessor agustap@hi.is, s: 696 5801. Skráning er til 15. apríl á hi.is - Kíktu á nýtt kynningarmyndband á Youtube: Upplýsingafræði Viltu selja bílinn Viltu selja bílinn hratt og örugglega? Kaupum allar gerðir af vel með förnum og lítið keyrðum bílum. Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílnum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð. VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áætlað er að kostnaður Rík- isskattstjóra vegna umsjónar með og framkvæmdar á leiðréttingu íbúðalána verði 285 milljónir króna. Ingvar J. Rögnvaldsson vara- ríkisskattstjóri segir að leitað hafi verið til embættisins vegna þessa verkefnis í febrúar. Starfs- menn þess hafi því verið komnir af stað með að skipuleggja þessa vinnu og þá ferla sem þarf að vinna eftir, þegar frumvarp um leiðréttinguna var lagt fram. Þá hafi þurft að kanna hvaða breyt- ingar gera þurfi á tölvubúnaði og jafnframt hvaða tölvubúnað þyrfti til verksins. „Við höfum unnið eins skipulega og okkur var unnt miðað við þær forsendur sem við höfðum. Nú er frumvarpið komið fram og það á væntanlega eftir að taka ein- hverjum breytingum í þinginu,“ segir Ingvar og vísar til nýs frum- varps til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Þurfa að setja upp vefsíðu „Það þarf að setja upp vefsíðu til þess að taka á móti umsóknum rafrænt og síðan skipuleggja allt ferlið þaðan í frá, alveg þar til niðurstaða liggur fyrir. Í áætlun frá Ríkisskattstjóra er gert ráð fyrir að heildarkostnaður embættisins við umsjón og fram- kvæmd verkefnisins verði 285 milljónir króna. Helstu kostn- aðarþættir eru laun og aðkeypt sérfræðiþjónusta. Reiknað er með 15-17 stöðugildum. Fljótlega í næsta mánuði verður auglýst eftir starfsfólki. Það er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að Ríkis- skattstjóri eigi að byrja að taka við umsóknum 15. maí. Fyrir þann tíma þarf allt að vera tilbúið, alla- vega umsóknarferlið, þ.m.t. kynn- ingar og síðan mun úrvinnslan taka sinn tíma. Þegar mest verður er gert ráð fyrir útgjöldum fyrir þann þátt sem snýr að niðurfærslu á verðtryggðum húsnæðislánum frá maí til október 2015. Er sá kostnaður áætlaður 235 milljónir króna. Þar af eru 135 milljónir ár- ið 2014 og 100 milljónir 2015. Fyrirvari er gerður vegna óvissu um kostnað við tölvuvinnslu. Reiknað er með útgjöldum varð- andi þann þátt sem snýr að séreignarsparnaði á meðan úrræð- ið er virkt eða fram yfir mitt ár 2019. Kostnaður við þann hluta er áætlaður 50 milljónir. Er þar af áætlað að meirihluti kostnaðarins falli til í ár en nákvæm skipting liggur ekki fyrir,“ segir Ingvar. Sérstök deild í leiðréttinguna  Ríkisskattstjóri telur verkið kosta 285 milljónir Morgunblaðið/Ómar Útsýni yfir Reykjavík frá Höfðatorgi Tekið verður við umsóknum um leiðréttinguna frá 15. maí næstkomandi. Þúsundir íbúða eru ætlaðar tekju- litlum, öryrkjum og námsmönnum. Verða hér nokkur dæmi tekin af slíkum íbúðum. Íbúðalánasjóður veitir hagstæð lán til félagslegra íbúða og fengust ekki upplýsingar um heildarfjárhæð þeirra í gær. Hefur forseti ASÍ gagnrýnt að slík lán verði ekki leiðrétt. Alls eru ríflega 700 íbúðir í eigu Brynju – hússjóðs Öryrkja- bandalagsins og eru þær vítt og breitt um landið. Alls eru rúmlega 1.100 einingar í útleigu hjá Fé- lagsstofnun stúdenta. Leigusamn- ingarnir eru jafn margir en fleiri íbúar geta verið að baki hverjum samningi. Þá kom fram í Morgun- blaðinu 1. nóv. sl. að alls væru 2.574 félagslegar íbúðir á höfuð- borgarsvæðinu og var þá íbúðum fyrir aldraða og fatlaða sleppt. Skipta þúsundum um land allt ÍBÚÐIR FYRIR EFNALITLA, ÖRYRKJA OG NÁMSMENN Gísli Örn Bjarn- héðinsson, fram- kvæmdastjóri Búseta, gagn- rýnir að félagið skuli undanþegið frá boðaðari nið- urfærslu verð- tryggðra íbúða- lána. „Búseti í Reykjavík hefur ekki fengið nein formleg svör um það hvort búsetu- réttaríbúðir muni falla undir skuldaniðurfellingu, en búseturéttarfélögin, Búseti, Búseti á Norðurlandi og Búmenn, hafa ítrek- að farið fram á að svo ætti að vera. Stór hluti búseturéttaríbúða er fjármagnaður með almennum lán- um, líkt og meginþorri almennings tekur sem er að kaupa fasteignir til eigin nota. Löggjafinn hefur litið svo á að þessi hluti búseturétt- aríbúða, með almenn lán, hafi mörg einkenni séreignar, enda end- urspeglast greiðsla lána beint í mán- aðarlegum greiðslum búseturétt- areiganda.“ Veita rétt til vaxtabóta Gísli Örn tekur fleiri dæmi: „Jafnframt sé rétturinn skráður sem eign á skattaframtal, veitir rétt til vaxtabóta og sé jafnframt aðfararhæfur eins og aðrar eignir. Eigandinn kaupir réttinn og endur- selur síðan að eigin ósk. Þá fengu fé- lögin rétt til greiðslujöfnunar líkt og eigendur. Við forsvarsmenn félag- anna teljum að hér sé ákveðið brot á jafnræðisreglu ef niðurstaðan verð- ur sú að búseturétthafa með almenn lán sé haldið utan við þetta.“ Búseti býður í dag upp á rúmlega 700 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Þar af heyra um 200 íbúð- ir undir Leigufélag Búseta. Skráðir félagar eiga rétt á íbúðum í Búseta en leigufélagið er fyrir almennan markað. Allir eiga rétt á að skrá sig í Búseta. Um helmingur íbúðanna 500 í Búseta er frátekinn fyrir tekju- og eignalitla einstaklinga. Umræddar eignir eru með sér- stökum lánakjörum. Íbúðalánasjóð- ur er lánveitandi Búseta. baldura@mbl.is Búseti vill leiðrétt- ingu lána Gísli Örn Bjarnhéðinsson Morgunblaðið óskaði í fyrradag eftir upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um áhrif leið- réttingarinnar á stöðu fimm ímyndaðra lánþega, með ólíkar tekjur og skuldir. Fyrstu viðbrögð ráðuneyt- isins voru þau að svar myndi berast þá síðdegis. Viðkomandi starfsmaður ráðuneytisins svaraði ekki skilaboðum í gær og verður birting á umrædd- um útreikningum því að bíða. Þegar aðgerðirnar voru kynntar sl. miðvikudag var birt dæmi af fjöl- skyldu með 700.000 í heildartekjur og 22 millj. íbúða- lán. Höfuðstólsleiðrétting hennar er 1 millj. og hún getur nýtt skattleysi séreignar að fjárhæð 1,5 millj. Útreikningar á áhrifum leiðréttingar enn í vinnslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.