Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014
✝ SigríðurMagnúsdóttir
fæddist 22. októ-
ber 1949 að Hofi í
Öræfum. Hún lést
á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
Austurlands 18.
mars 2014.
Hún var dóttir
hjónanna Magn-
úsar Lárussonar,
f. 24.6. 1925 og
Svöfu Jóhannsdóttir, f. 15.9.
1924. d. 6.11. 1994, frá Svína-
felli í Öræfum Magnús og
Svafa eignuðust sjö börn en
misstu tvö: Þau eru 1) Guð-
björg, f. 5.7. 1948, Maki Sig-
urjón Gunnarsson, f. 11.6. 1943
og búa á Hofi, eiga 5 börn. 2)
Auður Lóa, f.7.3. 1953. Maki 1,
Jónas Sigurbergsson f. 31.8.
1943, d. 16.4. 1991. Þau eign-
uðust eina dóttur. Maki 2,
Birgir Árnason, f. 23.7. 1956.
Þau eiga eina dóttur og búa á
Höfn, 3) Inga Ragnheiður, f.
27.10. 1954. Maki 1, Þorlákur
Magnússon, f. 9.3. 1946. Skilin,
eignuðust eina dóttur. Maki 2,
Benedikt Steinþórsson, f. 5.8.
1949 og búa í Svínafelli, Öræf-
Haukur Gíslason, f. 18.4. 1972.
Maki Sigrún Elsa Bjarnadótt-
ir, f. 29.10. 1977. Þau eiga 3
börn; Helga Berglind, f. 2.4.
2000, Marinó Haukur, f. 15.8.
2006, Alexander Atli, f. 26.1.
2008, 4) Erna Ragnhildur
Gísladóttir, f. 19.11. 1974;
Maki Einar Björn Einarsson, f.
22.11. 1965. Skilin, börn
þeirra Viktor Örn, f. 6.8. 1998
og Díana Sóldís, f. 24.2. 2000.
Hún gekk í Grunnskóla að
Hofi í Öræfum, eftir skóla-
vistina þar var hún einn vetur
í gagnfræðaskóla á Höfn. Einn
vetur dvaldi hún í Reykjavík
og gekk í skóla í Kópavogi. 16
ára fer hún í sumarvinnu við
að aðstoða í eldhúsi hjá brúar-
flokki sem var að vinna við
Svínafellsá. Veturinn eftir
dvelur hún í Reykjavík og
vinnur í Matvörubúð í Aust-
urveri. Þar vinnur hún alveg
fram að þeim degi sem frum-
burður hennar fæðist, Ásgeir.
Fyrstu vikurnar eftir fæðingu
hans dvelur hún í Reykjavík
hjá frændfólki sínu en heldur
síðan með hann heim í sveitina
þar sem hann varð sólargeisli
í tilverunni. Ásgeir elst upp
hjá móðurforeldrum sínum í
sveitinni.
Útför Sigríðar fer fram frá
Hafnarkirkju í dag, 29. mars
2014, og hefst athöfnin kl.14.
Jarðsett verður í Hoffells-
kirkjugarði.
um. 4) Hrefna, f.
1.5. 1956. Maki 1,
Sölvi Steinn Al-
freðsson, f. 31.3.
1955, skilin og
eiga einn son.
Maki 2, Benedikt
Steinþórsson, f.
5.8. 1949, skilin og
eiga einn son, býr
á Höfn. 5, Erna, f.
1.5. 1956, d. 1958.
6, Óskar Kristinn,
f. 14.3. 1962, d. 9.3. 1971.
Sambýlismaður Sigríðar var
Gísli Sigurbergsson bóndi á
Svínafelli, Nesjum f. 19.5.
1934. Foreldrar hans voru Sig-
urbergur Árnason, f. 9.12.
1899. d. 10.6. 1983. Þóra Guð-
mundsdóttir, f. 24.9. 1908, d.
21.11. 2002. Þau bjuggu í
Svínafelli, Nesjum. Sigga átti
4 börn. 1) Ásgeir Björnsson, f.
3.3. 1966. Maki Kristbjörg Ei-
ríksdóttir, f. 2.8. 1969. Skilin,
eiga tvo syni Sævar Inga, f.
11.6. 1996. og Tómas Leó, f.
25.11. 1998. 2) Leifur Gíslason,
f. 10.2. 1971, Maki Sigurbjörg
Sigurðardóttir, f. 2.5. 1969.
Þau eiga eina dóttur, Ernu
Ósk, f. 15.7. 2010 3) Óskar
Elsku Sigga frænka, á svona
tímum streyma allar minningarn-
ar um hugann sem ég á um þig og
eru mér svo dýrmætar, þær eru
ófáar enda hefur þú verið í lífi
mínu frá því að ég fæddist. Mér
hefur alltaf fundist tenging okkar
svo sérstök, þú systir mömmu og
Gísli bróðir pabba. Þegar ég var
lítil áttum við ófáar stundirnar
saman inni í Svínafelli, var mikið
hjá ykkur í veikindum pabba, þú
varst alltaf svo hlý og góð. Við
fórum saman á fjórhjólinu í fjár-
húsin, ég eignaðist mína fyrstu
kind en mátti svo auðvitað eiga
allar með þér. Þú varst alltaf með
myndavélina uppi og það er svo
gaman að skoða allar myndirnar
sem þú hefur tekið. Þú skrifaðir
dagbók hvern einasta dag og fyrir
rúmu ári síðan var ég að velta fyr-
ir mér hvað mamma og pabbi
hefðu verið búin að vera gift í
mörg ár, þú varst ekki lengi að
redda því, hringdir daginn eftir,
búin að fletta því upp í dagbókinni
þinni, myndirnar þínar og dag-
bækur eru ómetanlegur fjársjóð-
ur sem verður vel geymdur. Þú
varst einstaklega góð í að segja
sögur og vísur, varst mjög minn-
ug og sagðir skemmtilegar sögur
af ykkur systrum þegar þið voruð
litlar og ekki má gleyma veður-
blíðunni sem var alltaf í Svínafelli
í Öræfum en alls ekki á Hofi og
þér fannst ekki leiðinlegt að
stríða Hofsfólki á því, enda varstu
mjög stríðin. Man þegar þú hittir
Axel minn fyrst, þið náðuð strax
saman og það myndaðist svo góð
tenging á milli ykkar, ykkur þótti
svo vænt hvoru um annað og
hringduð stundum hvort í annað
og spjölluðuð saman. Þú varðst
svo glöð þegar mamma hvíslaði
að þér að ég væri ólétt, þér fannst
löngu kominn tími til og þú hélst
þessu svo leyndu enda með þeim
fyrstu sem fengu að vita þetta,
svo hringdi mamma um leið og
drengurinn fæddist. Við mamma
og Jónas komum í heimsókn inn-
eftir þegar hann var tæplega
mánaðar gamall, þið kynntust og
spjölluðuð og ég á yndislegar
myndir af ykkur saman. Mér þyk-
ir svo vænt um að þú hafir treyst
þér til að koma í skírnina hjá Jón-
asi Björgvini og sextugsafmælið
hennar mömmu í fyrra, þú
skemmtir þér svo vel. Meðan þú
varst heima komum við reglulega
í heimsókn og heimsóttum þig svo
eins oft og við gátum eftir að þú
komst út á Höfn uppá hjúkrunar-
heimili. Í síðasta skipti sem Jónas
Björgvin kom til þín sýndi hann
þér hvað hann væri orðinn dug-
legur að labba og þér fannst hann
nú eiga skilið smá súkkulaði í
staðinn, sem hann fékk, það mátti
allt hjá Siggu frænku. Þér þótti
svo vænt um hann, „elsku kall-
inn“ eins og þú sagðir svo oft,
varst svo þakklát fyrir að fá að sjá
hann svona oft. Þín síðustu ár
voru þér ekki auðveld, en þú
barðist fram á síðasta dag með
bros á vör, kvartaðir aldrei, þú
varst svo mikil hetja og ég er
þakklát fyrir hvern þann dag sem
við áttum saman og að Jónas
Björgvin hafi fengið að kynnast
Siggu frænku sinni er mér mjög
dýrmætt og mun hann fá að heyra
fullt af góðum og skemmtilegum
sögum af þér. Ég er svo þakklát
fyrir að hafa fengið að vera með
þér fram á síðustu stund og feng-
ið að kveðja þig og ég vona að þú
hafir innst inni vitað af mér þarna
hjá þér, þó að þetta sé ofboðslega
sárt og erfitt þá veit ég að þú ert
komin á betri stað núna þar sem
þér líður vel og ég veit að Svafa
amma, Þóra amma, pabbi og allir
hinir englarnir hafa tekið vel á
móti þér. Við fjölskyldan stöndum
saman, styðjum hvert annað á
þessum erfiðu tímum og hlýjum
okkur við góðar minningar um
þig. Mér þykir svo vænt um þig.
Þín
Svafa Mjöll.
Er ekki kominn tími til að drífa
sig af stað? Með þessum orðum
vakti Sigríður Magnúsdóttir mig
kankvís klukkan fimm að morgni
haustdag einn í Svínafelli í Öræf-
um. Hún stóð í herbergisdyrun-
um með stöng og mannbrodda.
Við vorum að leggja af stað til að
smala fjallið og yfir jökul var að
fara. Kindunum skyldi komið í
rétt fyrir myrkur. Það þurfti því
að taka daginn snemma. Sigga
frænka í Svínafelli var ferðbúin.
Jökullinn var gamla hesthúsið á
undirlendinu, fjallið var hlaðan og
kindurnar voru hornin okkar. Við
vorum tíu eða ellefu ára.
Sumurin í Svínafelli voru æv-
intýri og alltaf var Sigga fram-
arlega í fjölmennum flokki
barnanna þar í verkum, leik og
söng. Hún var ríkulega búin þeim
eigindum kvenfólksins af Svína-
fellsættinni að tvínóna ekki við
hlutina. Hún var alla tíð búkona
og hörkutól í vinnu. Hún var
skapföst, greind og skemmtileg í
framgöngu og fljót til svars. Hún
var frændrækin og ræktarsöm
við fjölskylduna og fólkið sitt.
Eftir samvistina á sumrin liðu
oft ár og síðar áratugir án þess að
við Sigga heyrðumst en alltaf var
eins og allt hefði gerst í gær. Fyr-
ir nokkrum vikum töluðum við
saman í síma. Sigga var komin á
sjúkradeild. En hún var eins og
alltaf áður; létt og skjót í svörum.
Við ákváðum að hittast með
hækkandi sól. En eins og haust-
morguninn forðum í Svínafelli,
var Sigga frænka ferðbúin.
Við Sigríður systir mín og Lár-
us bróðir vottum samúð okkar
Magnúsi föður hennar, Gísla og
börnum og öðrum ættingjum.
Guðmundur Einarsson.
Hún Sigga, vinkona mín, í
Svínafelli hefur lengi haft vindinn
í fangið en eftir hetjulega baráttu
við heilsubrest er hún nú farin í
sitt hinsta ferðalag. Alltof
snemma auðvitað og veröldin er
tómlegri. Við erum aldrei tilbúin
til að kveðja þá sem okkur þykir
vænt um. Það er svo margt ósagt
og ógert.
Þegar við Sigga á Böltanum
vorum litlar stelpur í Öræfum þá
virtist langt á milli Hnappavalla
og Svínafells. Auðvitað ekki
lengra í kílómetrum en nú en
óbrúuð jökulvötn og bílleysi á
okkar heimilum gerðu heimsókn-
ir milli bæjanna sjaldgæfar. Eig-
inlega var Svínafell þá fyrir mér
eins og útlönd í dag. Þegar farið
var þangað þá var það ævintýri.
Ég sá Siggu reyndar á jólaböll-
um og útisamkomum á 17. júní og
gleymi ekki hvað mér fannst hún
falleg með sín fagurbláu augu og
bjarta litaraft.
Sigga var ári yngri en ég og við
vorum þrjá vetur saman í barna-
skólanum á Hofi. Hún féll prýði-
lega inn í hópinn og gekk allt vel.
En þá strax var farið að bera á
astmanum sem hrjáði hana alla
tíð. Samt tók hún þátt í skessu-
leiknum í frímínútunum af lífi og
sál og frísk var hún enda þyngdi
hana ekki spikið. Hún kunni að
bölva ef svo bar undir en ég man
aldrei eftir neinum leiðindum. Við
lékum einu sinni saman í leikriti á
jólaskemmtun. Það gekk nokkuð
snurðulaust og hún var skelegg í
sínu hlutverki.
Hún hafði gaman af fjárbú-
skap, hún Sigga, fyrst þykistubú-
skap með horn úti á Móa, þar áttu
þær Böltastelpur bú sem þær
sýndu mér stoltar – og svo auðvit-
að í alvörunni líka. Hún var ósér-
hlífin og lét allsstaðar muna um
sig, meðal annars í sláturhúsinu á
Mýrinni, þar var alltaf gaman að
vera nálægt henni því hún var
hress og skemmtileg.
Sigga tók þátt í félagslífinu í
sveitinni, við hentumst á böll ef
við vissum af þeim í aðeins minna
en ljósára fjarlægð og fórum með
öðrum sveitungum á útihátíð í
Atlavík. Sungum líka í kirkju-
kórnum, æfðum millirödd á tíma-
bili, ásamt Unni í Kotinu. Það
hentaði okkur Siggu ágætlega því
ekki höfðum við sópranraddir en
hún var ágætlega lagviss.
Sigga var miklu svalari en ég.
Henni lá á að verða fullorðin.
Meðan ég var enn heima í sveit-
inni fór hún í skóla bæði suður og
austur á Höfn, vann í búð í bæn-
um og eignaðist soninn Ásgeir
þegar hún var 16 ára. Hún hóf bú-
skap með lífsförunautnum, hon-
um Gísla í Svínafelli í Nesjum, um
tvítugt og börnin þeirra þrjú
fæddust eitt af öðru.
En Sigga var tryggðatröll og
hún hafði sterkar taugar til sinn-
ar gömlu heimasveitar og æsku-
félaganna. Hún fagnaði því þegar
ég fór að venja komur mínar til
nágranna hennar, Ragnars í Hof-
felli. Þá endurnýjuðust okkar
kynni. Þau Ragnar mátu hvort
annað mikils og eru örugglega í
góðu kompaníi saman núna.
Ég þakka Siggu í Svínafelli
vinskapinn í gegnum tíðina og bið
henni blessunar Guðs.
Gísla, börnunum og barna-
börnunum, föður hennar og
systrum votta ég mína dýpstu
samúð.
Gunnþóra Gunnarsdóttir.
Sigga á Svínafelli er fallin frá,
langt fyrir aldur fram. Glæsileg,
fjölhæf og gestrisin kona sem var
ekki margmál og gefin fyrir að
trana sér fram en þegar þú
kynntist henni þá fannst þú að
hún var gullmoli. Hún var tengda-
móðir stjúpdóttur minnar og
langt á milli okkar í skrefum en
stutt þegar við kynntumst. Hún
kom fyrst í heimsókn til mín í
göngugrind með súrefniskút þeg-
ar hún var á Reykjalundi í helg-
arheimsókn og ég dáðist að æðru-
leysi hennar í veikindum sínum
og kraftinum sem hún sýndi þá og
allt til hinstu stundar.
Við Siggi þökkum henni fyrir
barnabarnið og allar góðu og gef-
andi samverustundirnar sem
voru þó allt of fáar. Við kveðjum
góða konu með söknuði, eftirsjá
og hlýju.
Guðbjörg og Sigurður.
Nú hefur þú fengið hvíldina
eftir langvarandi veikindi. Ég
kom fyrst til þín 20. mars 2008 í
brjáluðu veðri, sams konar veðri
og daginn sem þú kvaddir. Mér
fannst þú svo lítil og fín en faðm-
lag þitt var þétt og fast enda með
eindæmum sterk kona. Þú tókst
mér eins og dóttur og alltaf var
jafn indælt að koma til ykkar í
Svínafell. Hlaðin borð af mat eða
tertum og allra besta kaffið, þá
var konfektkassinn ekki langt
undan. Gestabækurnar fullar af
nöfnum og fallegum kveðjum, allt
fólkið sem kom í heimsókn til
ykkar, fór satt og sælt frá ykkur
og allir kvaddir með myndatöku
og knúsi. Við komum eins oft og
við gátum og oftar eftir að Erna
Ósk fæddist. Þú varst sjaldan
eins glöð og þegar þú fékkst öll
gullin þín til þín, en þú varst nú
rík af þeim. Tíminn sem þú áttir
með okkur sumarið 2012 er ómet-
anlegur. Pallaveður alla daga og
húsið fullt af fólki sem átti góðar
stundir með þér. Enn vill Erna
hringja í þig til að athuga hvort
við getum haft næturgesti í ömmu
herbergi.
Þú sast nú aldrei auðum hönd-
um. Alltaf með sokka á prjónun-
um og eru þeir ófáir sem hugsa
hlýtt til þín þegar þeir klæða sínar
köldu táslur í sokkana frá þér. Öll
rúmfötin sem þú varst búin að
sauma nöfnin okkar í og jóladaga-
tölin sem þú gerðir fyrir barna-
börnin, ómetanlegt. Ég veit það
var vel tekið á móti þér og sjálf-
sagt er enn mikið húllumhæ eins
og ávallt var þar sem þú varst,
enda hrókur alls fagnaðar og með
húmorinn í lagi. Kveð þig með
þessum fátæklegu orðum, þar til
næst.
Sigurbjörg.
Það voru slæmar fréttir en ekki
alveg óvæntar sem bárust frá
Svínafelli í Hornafirði þriðjudag-
inn 18. mars síðastliðinn. Hún
Sigga í Svínafelli er dáin. Mig
langar til að setja á blað nokkrar
línur um þessa heiðurskonu og
kæran vin sem fallin er frá allt of
snemma. Þetta er sannarlega
ótímabært, mikið og sárt áfall fyr-
ir fjölskyldu sem hún lagði sig alla
fram um að sameina og annast,
mikill missir fyrir stóran frænd-
garð og missir fyrir vinahóp sem
alltaf var velkominn í Svínafell en
líka fyrir samfélagið í sveitinni
sem að nú stendur frammi fyrir
því að fallinn er frá einn af föstu
punktunum í samfélaginu.
Fyrir fáeinum árum var bær-
inn Svínafell í Hornafirði umflot-
inn Hornafjarðarfljótum og svo
hafði verið um margra alda skeið.
Austan Svínafells bruddi og mal-
aði Hoffellsjökull berg og hlíðar
og undan honum komu Austur-
fljótin óbrúuð með allan sinn sand
og framburð. Vestanmegin við
Svínafell starfaði svo hinn mikli
Svínafellsjökull, hálfu stærri, á
sama hátt en undan honum komu
Suðurfljótin sjálf – yfir þau var
heldur engin brú heim að Svína-
felli. Þessir tveir „bæjarlækir“
Svínfellinga komu mörgum ferða-
manninum og náttúruskoðaran-
um óþægilega á óvart með sökkv-
andi sandbleytum og foráttuvatni
sem iðulega var miklu meira en
menn gerðu sér grein fyrir. Það
hafa líklega verið ófá handtökin
og sporin hjá húsfreyjunum á
Svínafelli, þeim Siggu og áður
Þóru tengdamóður hennar vegna
ferðamanna sem komust við mis-
jafnan leik heim á bæ, eftir kynnin
við fljótin.
Ég man ekki eftir Siggu öðru-
vísi en vinnandi, ef hún var ekki að
tína bláber eða að taka upp kart-
öflur þá var hún að hlúa að sauðfé,
þvo þvotta, elda matinn eða und-
irbúa morgundaginn. Allan vetur-
inn gat hún verið að prjóna eða
sauma en henni lét einkar vel allt
slíkt handverk og prjónuðu ullar-
sokkarnir hennar voru í algerum
sérflokki – Siggusokkar héldu
mörgum fætinum hlýjum. Ég hefi
enga manneskju þekkt sem var
jafn stálminnug á hagi vina sinna,
afmælisdaga þeirra og þeirra nán-
ustu en þetta var aðeins hluti af
hennar félagslegu hæfileikum
sem ekki allir komu auga á en fjöl-
margir nutu. Natni Siggu og um-
hyggja fyrir tengdamóður hennar
hin síðustu æviár hennar heima á
Svínafelli, báru þess glöggt vitni
að þar fór góð sál með stórt
hjarta.
Fyrir nokkrum árum síðan vor-
um við einu sinni sem oftar gest-
komandi á Svínafelli, ég og dóttir
mín þá 10 ára gömul. Sigga og hún
náðu strax vel saman og fóru með-
al annars um víðan völl á fjórhjóli
og það var nú ekkert smáævintýri
fyrir þá litlu. Á heimleiðinni frá
Svínafelli sagði barnið, eftir
stundarþögn, – „Pabbi, hún Sigga
er einhvern veginn svo góð í
gegn.“ – Ég ætla að gera þessi orð
barnsins að mínum og með þeim
orðum kveðja Siggu í Svínafelli.
Gísla, Ernu, Leifi, Hauki og Ás-
geiri sendum við hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Dagur Jónsson.
Sigríður
Magnúsdóttir
Sigtúni 38, sími: 514 8000
erfidrykkjur@grand.is / grand.is
Hlýlegt og gott viðmót
Fjölbreyttar
veitingar í boði
Næg bílastæði
og gott aðgengi
erfidrykkjur
Grand
✝
Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
EIRÍKUR ÁSGEIRSSON
vélvirki,
Vesturbergi 72,
lést í faðmi fjölskyldunnar á gjörgæsludeild
Landspítalans við Hringbraut laugardaginn
15. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 12E og 12B fyrir
góða umönnun.
Kristjana B. Þórarinsdóttir, Sigurður G. Gunnarsson,
Kolbrún Þórarinsdóttir,
Bára Þórarinsdóttir,
Guðmundur Á. Eiríksson, Elínborg W. Halldórsdóttir,
Ingibjörg Eiríksdóttir, Sigurður Sigurðsson,
Anna S. Eiríksdóttir, Einar Kr. Gíslason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minning-
argreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Minningargreinar