Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 49
skemmtiþætti í árslok 1967. En þá var kominn tími til að breyta til.“ Unnið með stórstjörnum Þórir lék með hljómsveitinni Heiðursmenn í Þjóðleikhúskjall- aranum og í Klúbbnum 1968-70, lék einn á orgel á börum í Stokkhólmi frá 1970 og síðan með sænskri hljómsveit, lék með þýskri hljóm- sveit í Sviss 1972 og settist síðan að í München. „Þar byrjaði ég að stjórna upptökum og útsetja fyrir alvöru. Eitt leiddi af öðru. Ég starfaði mikið með Donnu Summer sem varð stór- stjarna á skömmum tíma, vann með Elton John, Grace Jones og fjölda annarra tónlistarmanna í Bandaríkj- unum 1980-82.“ Þórir kom til Íslands 1982, starf- aði þá með mági sínum, Rúnari Júl- íussyni, í hljómsveitinni og hljóð- verinu Geimsteini, sinnti síðan upptökustjórn og útsetningum á rythm and blues-tónlist í Bandaríkj- unum 1987-90. Þá kom hann aftur heim, hóf kennslu við Tónlistarskóla FÍH og hefur kennt þar síðan. Jafn- framt lék hann með Hljómsveit Björgvins Halldórssonar á Hótel Sögu, Brimkló og Geimsteini, og hefur leikið dinnermúsík í Perlunni aðra hverja helgi í 15 ár. En svo er það djassinn, Þórir. „Já. Við Rúnar Georgsson spil- uðum oft saman frá 12 ára aldri en ég fór fyrst að leika djass fyrir al- vöru með Birni Thoroddsen og Skúla Sverris. Síðan hef ég spilað mikið með þessum snillingum sem nú eru að ná miðjum aldri, s.s. Jóel Pálssyni og Sigurði Flosasyni, en ég spila á fjórum diskum hans.“ Snillingur Hammond-orgelsins Margir telja þig mesta Ham- mond-orgelsnilling norðan Alpa- fjalla: „Það eru líklega ýkjur. En ég eignaðist fyrsta Hammondinn 1968, hef greint hljóðfærið niður í frum- parta, teiknað upp alla elektróník þess og kann því að gera við hann. Hammondinn er ekki elektrónískt hljóðfæri heldur knúið af rafmótor. Það hefur lítið breyst frá 1935, er eitt vinsælasta hljómborð sögunnar, hentar allri tónlist, er blæbrigðaríkt og aldrei yfirþyrmandi.“ Þórir gaf út sólóplöturnar Ham- mond molar, sem er tileinkuð föður hans, og „live“ afmælistónleika Þóris í Ráðhúsinu er hann varð sextugur. Hann hefur leikið inn á aragrúa hljómplatna og diska með gíf- urlegum fjölda tónlistarmanna, ís- lenskra sem erlendra. Þá hefur hann samið fjölda laga um langt árabil. Þórir hlaut heiðursverðlaun Ís- lensku tónlistarverðlaunanna 2011. Fjölskylda Eiginkona Þóris er Guðrún Páls- dóttir, f. 7.1. 1957, fyrrv. ballettdans- ari í Íslenska dansflokknum og kennari. Dætur Þóris og Guðrúnar eru Sól- ey, f. 11.4. 1984, vöruhönnuður í Reykjavík en maður hennar er Grét- ar Sveinn Theodórsson, og Sunna Margrét, f. 2.5. 1992, söngkona og tónlistarmaður í Reykjavík en mað- ur hennar er Janus Rasmussen. Sonur Þóris og Rannveigar Ólafs- dóttur er Björn, f. 30.8. 1983, ljós- myndari í París. Börn Þóris og Ninu Lizell eru Christian Thor, f. 2.10. 1975, forrit- ari í Stokkhólmi en kona hans er Lo- uis Lizell, og Carina von Stedingk, kaupkona í Stokkhólmi en maður hennar er Martin von Stedingk. Systkini Þóris: María, f. 28.2. 1947, hárgreiðslumeistari í Keflavík; Júlíus, f. 1.7. 1952, málarameistari og starfar við umönnun aldraðra á Dalvík; Baldur, f. 1.2. 1956, skilta- gerðarmaður í Hafnarfirði, og Óm- ar, f. 28.1. 1958, grafískur hönnuður á Hvolsvelli. Foreldrar Þóris: Baldur Þórir Júl- íusson, f. 15.9. 1919, d. 2.11. 1996, bif- reiðaeftirlitsmaður og tónlist- armaður, og k.h., Margrét Hannesdóttir, f. 27.12. 1921, hús- freyja. Þórir verður með afmælistónleika með Stórsveit Reykjavíkur í Hörpu þann 5.5. nk. Þar koma fram söngv- ararnir Ragnar Bjarnason, Bubbi Morthens, Björgvin Halldórsson og Sunna Margrét, dóttir Þóris. Úr frændgarði Þóris Baldurssonar Þórir Baldursson Sigríður Guðmundsdóttir húsfr. á Hellnum Sigurður Vigfússon b. á Hellnum Arnbjörg Sigurðardóttir húsfr. í Keflavík Hannes Einarsson sjóm. og verkam. í Keflavík Margrét Hannesdóttir húsfr. í Keflavík Guðrún Magnúsdóttir húsfr. á Úlfsstöðum og víðar Einar Gunnarsson b. á Úlfsstöðum og víðar í Skagafirði Rósa Þorsteinsdóttir húsfr. í Nýjabæ Jón Stefánsson Sigurðsson í Nýjabæ, fyrsti landneminn á Dalvík Jónína Jónsdóttir húsfr. í Sunnuhvoli Júlíus Björnsson útgerðarm. í Sunnuhvoli á Dalvík Baldur Þórir Júlíusson bifreiðaeftirlitsm. og tónlistarm. í Keflavík Kristrún Karitas Sveinsdóttir húsfr. við Dalvík Björn Daníel Friðriksson skipstj. og b. við Dalvík ÍSLENDINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 Jón Hnefill fæddist að Vað-brekku í Hrafnkelsdal 29.3.1927 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Aðalsteinn Jónsson, bóndi á Vaðbrekku, og k.h., Ingibjörg Jóns- dóttir húsfreyja. Aðalsteinn var hálf- bróðir Jóns, föður Jóns, tónskálds frá Hvanná. Meðal systkina Jóns Hnefils má nefna Jóhönnu, bæjarfulltrúi á Húsa- vík; Stefán, doktor í búfjárerfðafræði og forstöðumann Norræna gena- bankans í Osló; Hákon, skógarbónda og hagyrðing í Fljótsdal, og dr. Ragnar Inga, aðjúnkt, bragfræðing og skáld. Eiginkona Jóns Hnefils var Svava Jakobsdóttir, alþm. og rithöfundur og er sonur þeirra Hans Jakob S. Jónsson, leikhús- og kvikmyndafræð- ingur og leikstjóri í Svíþjóð. Sonur Jóns Hnefils og Sig- urbjargar Jóhannsdóttur er Kristján Jóhann Jónsson, rithöfundur og dós- ent, en sonur Jóns Hnefils og Emilíu Sigurjónsdóttur er Örlygur Hnefill Jónsson, lögmaður á Laugum í Þing- eyjarsveit. Jón Hnefill lauk stúdentsprófi frá MA 1948, cand.phil.-prófi frá HÍ 1949, fil.kand.-prófi í trúar- bragðasögu, trúarlífssálfræði og heimspeki frá Stokkhólmsháskóla, embættisprófi í guðfræði við HÍ, fil.lic.-prófi í þjóðfræði frá Uppsala- háskóla og fil.dr.-prófi þaðan 1979. Þá var hann Honorary Research Fel- low við University College í London. Jón Hnefill var blaðamaður á Morgunblaðinu, sóknarprestur í Eskifjarðarprestakalli, skólastjóri Iðnskólans á Eskifirði og kennari þar og í Reykjavík, kenndi við HÍ frá 1967 og við MH 1969-88, var dósent í þjóðfræði við HÍ og síðan prófessor. Jón Hnefill var formaður Þjóð- fræðafélags Íslendinga, Sagnfræð- ingafélags Íslands, Félags mennta- skólakennara og Hins íslenska kennarafélags. Meðal rita hans má nefna Kristni- tökuna á Íslandi; Hugmyndasögu, frá sögnum til siðaskipta; Under the Cloak, doktorsritgerð, og Þjóðtrú og þjóðfræði. Síðasta rit hans var Hið mystíska X, útg. 2009. Jón Hnefill lést 2.3. 2010. Merkir Íslendingar Jón Hnefill Aðalsteinsson Laugardagur 90 ára Sigurbjörn Ágústsson 85 ára Ásgeir Tómasson Guðmundur Óskarsson Olgeir Olgeirsson 80 ára Jóhanna Vernharðsdóttir Sigrún Ámundadóttir 75 ára Anna M. Jóhannsdóttir Anna Þorgrímsdóttir Árni H. Kristinsson Ólöf Guðríður Sigursteinsdóttir Sigurður Jón Kristjánsson 70 ára Guðrún Hólmfríð Ólafsdóttir Katrín Magnúsdóttir Stefán Árnason Vilborg Ásgeirsdóttir Þorgrímur B. Björnsson 60 ára Eiður Steingrímsson Lárus Þór Ólafsson Pétur Þór Sigurðsson Sigrún Anna Guðmundsdóttir Sigrún Þórðardóttir Sigursteinn Steinþórsson Valgerður Sigfúsdóttir Vignir Filip. Vigfússon Þorgeir Sigurðsson 50 ára Ása Sigurdís Haraldsdóttir Gaukur Gunnarsson Gísli Rúnar Magnússon Helga Árnadóttir Hólmfríður Soffía Helgadóttir Hrafnhildur Halldórsdóttir Jacek Józef Bednarczyk Júlíanna María Nielsen Lars Skovsende Linda Sigrún Sigurðardóttir Sigrún Guðmundsdóttir Snorri Viðar Kristinsson 40 ára Anna Fanney Gunnarsdóttir Eyjólfur Svanberg Gunnbjörnsson Hrannar Björn Kristjánsson Ingveldur K. Ragnarsdóttir Jacek Kowal Jóhann G.R. Ellertsson Rafael Cao Romero Millan Sigurður Sveinn Jónsson Tinna B. Guðmundsdóttir 30 ára Ari Chi Dung Vu Bragi Páll Sigurðarson Bylgja Rún Svansdóttir Dagmar Aðalsteinsdóttir Erla Rún Jónsdóttir Eyjólfur Ingvi Bjarnason Grímur Björn Kristinsson Katarzyna Agata Burszewska Kristín Rúnarsdóttir Kristján Þór Sigurvinsson Marek Stanislaw Depta Melkorka Reynisdóttir Ragnar Ómarsson Sigríður Hrönn Pálsdóttir Sigríður Rósa Snorradóttir Sigrún Helga Pétursdóttir Sylwia Mrozowska Ægir Þór Frímannsson Sunnudagur 90 ára Jóna Aðalheiður Hannesdóttir 85 ára Björg Randversdóttir Eiríkur Eyfjörð Gréta Ástráðsdóttir Jóhann Kristinsson Lillian Simson Reynir Jóhannesson Salóme Fjóla Guðmundsdóttir Stefán Helgason 80 ára Björgvin Þórðarson Gerða Eiríksdóttir Hjördís Inga Einarsdóttir Hulda Vilhjálmsdóttir Sigrún Gísladóttir Sonja Ida Kristinsdóttir Valdimar Haukur Gíslason 75 ára Alda Kristjánsdóttir Loftur Loftsson Pétur Elvar Aðalsteinsson 70 ára Agnar Jónsson Ásgeir Guðbjörn Överby Helga Tómasdóttir Jón Jerzy Bikielec Ragnheiður Magnúsdóttir Sigurdís Sigurðardóttir 60 ára Dúna Guðrún Magnúsdóttir Elín Sigríður Kristinsdóttir Gísli Óskarsson Greta Baldursdóttir Jóna K. Guðmundsdóttir Jón Bjarni Emilsson Kristinn Björnsson Ólafur Jóhannsson Óskar S. Jóhannesson Sigrún Gróa Kærnested Sigrún Gunnarsdóttir Teitur Gunnarsson Witold Ryszard Szarek 50 ára Arndís Hálfdánardóttir Auður Ásgeirsdóttir Eiríkur Valgeir Scott Guðjón Valgeir Ragnarsson Hulda Eggertsdóttir Inga Þórsdóttir Ingólfur Örn Björgvinsson Kristbjörg E. Oddsteinsdóttir Kristín Ragna Pálsdóttir Páll Símon Oddsteinsson Ragnar Páll Aðalsteinsson Vilhelm Guðbjartsson 40 ára Hannes Þór Baldursson Krzysztof Sawicki Margrét Eðvaldsdóttir Monika Cecylia Kapanke Óskar Halldórsson Holm Óskar Jensson Pétur Ingi Pétursson Sigurður Hjartarson Stoyanka Tanja G. Tzoneva Svala Björk Kristjánsdóttir William Daníel Williamsson 30 ára Árni Már Einarsson Bartlomiej Szymczak Davíð Snæhólm Baldursson Emil Þór Guðmundsson Grzegorz Wladyslaw Sobieraj Halldór Rúnar Júlíusson Hreinn Bernharðsson Hrönn Arnardóttir Ísak Sigurjón Bragason Lilja Rún Tumadóttir Magdalena Modzelewska Samuel Kohler Sigvaldi B. Magnússon Súsanna Ósk Gestsdóttir Sveinbjörn Árni Björgvinsson Valgerður Árnadóttir Til hamingju með daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.