Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 50
50 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú stendur þig vel í vinnunni í dag því þig langar til þess að uppskera virðingu ann- arra fyrir verk þín. Umbætur eru það sem þú ert að leita eftir. 20. apríl - 20. maí  Naut Innsæi þitt varðandi það sem aðrir eru að fást við hittir naglann algerlega á höfuðið. Þú ert svo kappsfull/ur að þér hættir til að sýna öðrum óþolinmæði. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hagir þínir í vinnu gætu tekið breytingum. Njóttu velgengni þinnar. Litlir sigrar fela í sér barnslega gleði og einlægni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Sýndu sérstaka aðgæslu í viðræðum sem tengjast fjármálum í dag og passaðu upp á að þú fáir rétt til baka í verslunum. Ekki taka það sem aðrir segja alvarlega, sum- um finnst gaman að sjá þig skipta skapi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert fínasti undirmaður, vinnur vel, ert skapandi og ansi nákvæm/ur. Vertu óhrædd/ur við að íhuga nýstárlegar lausnir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér líður vel með sjálfa/n þig í dag, og þú ert til í hvað sem er. Góðir hlutir gerast þegar þú slakar á. Haltu bara þínu striki því þú ert á réttri leið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Eitthvað stórfenglegt er að gerast í lífi þínu um þessar mundir. Spjall við ókunnugan aðila gæti aldeilis víkkað út sjóndeildarhring þinn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Væntingar annarra skipta þig nánast engu máli, því þínar eigin væntingar eru stöðugt með þér. Láttu því ekki smávegis andstreymi á þig fá og horfðu bjartsýn/n fram á veginn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Annað hvort er vinnan að gera út af við þig eða þú ert að leita að nýrri vinnu á fullu. Reyndu að nota kvöldið í að hlaða batt- eríin. 22. des. - 19. janúar Steingeit Taktu ekki allt bókstaflega sem þú heyrir heldur sannreyndu það sjálf/ur. Bjóddu þeim sem kunna að meta verkið og munu segja það sem þú vilt heyra. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einhver vandræði koma upp í vinnunni og þú þarft að leggja þig alla/n fram til þess að ná sáttum. Ruglingur gær- dagsins er liðinn hjá, í dag muntu afkasta miklu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert mikilvægur partur af hópi og hefur vald til þess að hafa umtalsverð áhrif á aðstæður. Minntu þig bara á, hvers vegna þú ert að eltast við þín háleitu markmið. Á laugardaginn birtist þessivísnagáta eftir séra Svein Vík- ing: Himni á má svartan sjá, seinlegt verk að greiða ‘ann. Ungafæða er sagður sá. Sjómenn stundum veiða ‘ann. Hjörtur Hjálmarsson á Flateyri átti þessa lausn: Skýjaflókum fylgir rok. Flóka kennum við í ull. Í eggi er flóki og lúðulok, líka er flóki og mesta gull. Helgi R. Einarsson ræður gátuna þannig: Hátt má flóka á himni sjá, hart er flóka að greiða, flókinn unga metta má, menn og flókann veiða. Gaman væri að fá nýjar gátur sendar, en meðan svo er ekki kem- ur hér enn ein gátan eftir Svein Víking: Soltinn hann um fjöllin fer. Falskur þetta heiti ber. Í þorskhausnum er sagður sá. Sérstök skák er kennd við þá. Karlinn á Laugaveginum hringdi í mig í vikunni. Hann var ennþá í Hveragerði og orðinn þreyttur á veðrinu. Hann hafði skroppið niður á Eyrarbakka og lýsingarnar voru ekki fallegar: Af sjó voru strókar upp stignir, steypiregn, samt ekki lygnir. Það er hvínandi rok og fjúkandi fok og rignir og rignir og rignir! En maturinn, – er hann ekki góð- ur? spurði ég og hann svaraði: Baunir og brauð í hvert mál hér borðar hver einasta sál en alls ekki ket. En ertur ég ét og auðvitað rófur og kál. Síðan fór karlinn út í eftirlæt- isumræðuefni sitt, nefnilega pólitík Ég sagði honum að mér litist ekki á nýjustu skoðanakannanir á fylgi flokkanna í borgarstjórnarkosning- unum í vor. Hann skellti í góm og sagði: Ég sá hann upp Laugaveg lalla í loðfeld, – og heilsaði varla. Það var rauðbirkinn kjálkinn. Hann var daufur í dálkinn. Og Degi er tekið að halla. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Það er margur flókinn og karlinn hefur sitt að segja Í klípu „EFTIR AÐ HAFA FARIÐ YFIR ALLAR TÖLUR ER ÉG VARFÆRNISLEGA TÆKIFÆRISSINNAÐUR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HEFURÐU GÓMAÐ EINHVERJA MORÐINGJA NÝLEGA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita að þið eigið alltaf hvort annað að. ÁHÆTTU- FJÁRFESTAR EHF. LÖ GG A ÞAÐ ER MJÖG MIKILVÆGT AÐ BYRJA HJÓNABANDIÐ Á GÓÐUM NÓTUM. SVO ÞÚ SKALT LÁTA EIGINMANNINN KAUPA HANDA ÞÉR GOTT PÍANÓ! EF ÞÚ HELDUR AÐ ÉG KASTI HONUM TIL BAKA ER ÞIG AÐ DREYMA!Takk og aftur takk, elskulegi veg-farandi sem hjálpaði ungri og ljóshærðri konu að skipta um dekk á Breiðholtsbrautinni í upphafi vik- unnar. Jább, Víkverji er kvenmaður í þetta skiptið, en öðrum einkunn- arorðum Víkverja verður sleppt í þetta skipti. Framdekkið hvellsprakk og hljóðið eftir því, líktist járnvír að slitna; „piij- áng“. En þá að því sem öllu máli skiptir – sjálfum dekkjaskiptunum. Eftir að Víkverji stoppaði bílinn og lagði honum á frárein, vippaði hann sér fimlega út úr bílnum og reif upp allt sem við átti að éta; aukadekk og tjakk. x x x Á meðan Víkverji byrjaði að bisavið þetta, rjóður í vöngum af ein- skærri verkgleði í hjarta raulaði hann laglínurnar með Grýlunum: „Er meiriháttar mál að skipta um dekk“ (reyndar er þrennra dyra Corollan hans ekki átján hjóla trukkur líkt og sungið er um í laginu. En tilfinningin er oft svipuð, því hún er bæði með heila sex gíra og gefur frá sér hljóð – pípir – þegar rekið er í bakkgír eins og um stóran trukk sé að ræða). Að auki fór í gegnum hausinn á Vík- verja: þetta er létt verk og löð- urmannlegt. x x x Þrátt fyrir þennan augljósa gorgeirskaut upp kollinum: „Hvort átti aftur að losa rærnar áður en bílnum er lyft upp eða eftir og í hvora átt- ina?“ Þá var gripið til þess ráðs að sveifla veiðihárunum, bæði bráhárum sem og haddi. Ekki var bitið strax á agnið, þannig að þrautalendingin varð sú að hringt var í betri helming- inn og hann beðinn um að koma og bjarga konu í neyð út í vegkanti. x x x En sem betur fer þá eru til hjálp-samir samferðamenn og einn vaskur karlmaður kom til aðstoðar. Hins vegar var Víkverji ekki alveg nógu ánægður með sig að geta ekki klórað sig fram úr þessu sjálfur. Því hann gefur sig út fyrir að geta gert allt sjálfur. En nú kann hann réttu handbrögðin, verður hamrammur næst og sveiflar hvorki hári né síma. víkverji@mbl.is Víkverji Trúr er Guð sem hefur kallað ykkur til samfélags við son sinn Jesú Krist, Drottin vorn. (Fyrra Korintubréf 1:9)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.