Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 FYRIR ÓLITAÐ HÁR SÉRSTAKAR ÞARFIR. EINFALDAR LAUSNIR. FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST.Dreifing: HÁR EHF s. 568 8305 | har@har.is | REDKEN Iceland á FYRIR HÁRLOS FYRIR ÚFIÐ HÁR FYRIR LJÓST HÁR FYRIR ÞURRT HÁR FYRIR KRULLAÐ HÁR SÖLUSTAÐIR REDKEN SENTER SCALA SALON VEH SALON REYKJAVÍK PAPILLA N-HÁRSTOFA LABELLA MENSÝ MEDULLA KÚLTÚRA HÖFUÐLAUSNIR HJÁ DÚDDA FAGFÓLK BEAUTY BARFYRIR FÍNGERT HÁR FYRIR LITAÐ HÁR FYRIR SKEMMT HÁR FYRIR ÓRÓLEGT HÁRFYRIR HÁR Í SÓL OG SJÓ REDKEN hárvörurnar gera hárið heilbrigt, fallegt og fyllir það lífi PRÓTEINRAKI FYRIR LÍFLAUST HÁR Árni Matthíasson arnim@mbl.is Hljómsveitakeppnin Músíktilraunir hefst í Hörpu á sunnudagskvöld og er nú haldin í 32. sinn. 44 hljóm- sveitir taka þátt í keppninni að þessu sinni, ellefu fleiri en á síð- asta ári, og fyrstu ellefu sveitirnar etja kappi saman í Norðurljósasal Hörpu frá kl. 19.30 annað kvöld og síðan verður keppninni haldið áfram á sama tíma næstkomandi mánudags-, þriðjudags- og mið- vikudagskvöld, en úrslitin verða laugardaginn 5. apríl Tilraunirnar voru fyrst haldnar 1982 og í gegnum tíðina hafa helstu verðlaun verið hljóðvers- tímar, en einnig eru veitt ýmis önnur verðlaun. Sigurverðlaun að þessu sinni eru tuttugu hljóðvers- tímar í hljóðverinu Sundlauginni ásamt hljóðmanni, en einnig gefur Sena sigurvegurum Músíktilrauna 200.000 kr., sveitin fær gjafabréf frá Icelandair, þar sem verður flogið til Hollands í lok ágúst og spilað á Westerpop tónlistarhátíð- inni í Delft, og býðst þátttaka í hljóðverssmiðju Kraums tónlist- arsjóðs, að spila á Iceland Airwa- ves og að koma fram á tónlistarhá- tíðinni Aldrei fór ég suður 2014, flug og gisting innifalin, 20 þúsund króna úttekt frá 12 Tónum og styrkur úr Minningarsjóði Péturs Kristjánssonar. Sveitin sem hreppir annað sæti fær tuttugu hljóðverstíma í Stúdíó Paradís ásamt hljóðmanni, 75.000 kr. frá Senu, býðst að vera með í hljóðverssmiðju Kraums tónlist- arsjóðs og að spila á Iceland Airwaves hátíðinni og fær fimmtán þúsund króna úttekt frá 12 Tónum. Fyrir þriðja sæti fást tuttugu hljóðverstímar í Aldingarðinum ásamt hljóðmanni, 50.000 kr. frá Senu, þátttöku í hljóðverssmiðju Kraums tónlistarsjóðs og tíu þús- und króna úttekt frá 12 Tónum Ýmis fleiri verðlaun eru veitt og þannig fær hljómsveit sem sigrar í símakosningu áheyrenda, Hljóm- sveit fólksins, Upptökutæki frá Tónastöðinni, úttekt frá Smekk- leysu plötubúð og að spila í beinni í Popplandi á Rás 2. Gítarleikari Músíktilrauna fær 30.000 kr. út- tekt frá Tónastöðinni, bassaleikari Músíktilrauna fær 30.000 kr. út- tekt frá Tónastöðinni, hljómborðs- leikari Músíktilrauna fær 30.000 kr. úttekt frá Tónastöðinni, rafheili Músíktilrauna fær 30.000 kr. út- tekt frá Tónastöðinni og hljóð- blöndun og gerð frumeintaks frá Möller Records, trommuleikari Músíktilrauna fær 30.000 kr. út- tekt í Hljóðfærahúsinu og söngvari Músíktilrauna Shure Beta 58 hljóð- nema frá Hljóðfærahúsinu. Einnig er veitt viðurkenning fyrir texta- gerð á íslensku og henni fylgir bókagjöf frá Forlaginu ásamt ársá- skrift að snara.is. Í undanúrslitum velur salur eina hljómsveit en dómnefnd aðra. Dómnefndin er skipuð ofanrituðum og þeim Alísu Kalyanovu, Ásu Dýradóttur, Gunnari Gunnarssyni, Hildi Guðnýju Þórhallsdóttur, Kristjáni Kristjánssyni og Ragn- heiði Eiríksdóttur. Keppnin hefst kl. 19.30 öll kvöld- in, en úrslitin kl. 17.00 á laug- ardag. Hljómsveitakeppni í Hörpu  Músíktilraunir hefjast í Hörpu á sunnudag  44 hljómsveitir keppa um sæti í úrslitum Aesculus Félagarnir í Aesculus koma úr Reykjanesbæ og Sandgerði og spila mel- ódískan orkumálm. Þeir heita Grétar Hilmarsson, söngvari, Águst Atli Ragnarsson, gítarleikari, Sindri Guðmundsson, hryngítarleikari, Siguróli Valgeirsson, trommuleikari, Sigurður Pétur Guðmundsson, bassaleikari og Stefán Freyr Guðmundsson hljómborðsleikari. Conflictions Reykvísku harðkjarnasveitina Conflictions skipa Leifur Örn Kaldal Eiríks- son trommuleikari, Gunnar Ingi Jones bassaleikari, gítarleikararnir Janis Karimovs og Venni Tage Eiríksson og Brynjar Þórhallsson söngvari. Þeir eru á aldrinum frá tvítugu til tuttugu og fimm ára. La Luna Þórdís Dröfn Andrésdóttir, sautján ára stúlka úr Hafnarfirði, notar lista- mannsnafnið La Luna. Hún syngur og leikur á gítar og hljómborð. Tónlist- ina segir hún alternitive, óákveðna og frjálsa, en bendir á að skilgreiningar séu óæskilegar enda komi þær upp óvelkomnum veggjum milli tónlistar- manna. Milkhouse Milkhouse er hljómsveit skipuð fimm 18 ára Hafnfirðingum; Andrési Þór Þorvarðarsyni trommuleikara, Victori Karli Magnússyni píanó- og mel- ódíkuleikara, Katrínu Helgu Ólafsdóttur söngkonu og hljóðgervisleikara, Sævari Andra Sigurðarsyni píanóleikara og Auðuni Orra Sigurvinssyni bassaleikara. Þau segjast spila indietónlist með djass- og poppívafi. Toneron Liðsmenn Toneron, Gísli Brynj- arsson söngvari og saxófónleikari og Hjalti Þór Kristjánsson trommu- leikari, eru af Vatnsleysuströnd og úr Garðabær. Þeir eru 22 ára og segjast leika fjölbreytta tónlist, sem megi helst lýsa sem „alternitive electróníka“. Rythmatik Frá Suðureyri kemur hljómsveitin Rythmatik skipuð þeim Hrafnkeli Huga Vernharðssyni gítarleikara og söngvara, Valgeiri Skorri Vernharðssyni 20 trommuleikara, Pétri Óla Þorvaldssyni bassaleikara, og Eggerti Níelssyni gítarleikara. Þeir eru frá sautján til tuttugu ára og spila indískotið rokk. Strönd og steinar nefnist sýning sem Ólöf Birna Blöndal opnar í sýn- ingarsal Íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, sjávarmegin í Hafnarhúsinu, í dag kl. 14. „Á sýningunni eru olíumálverk og teikningar. Ólöf Birna hefur haldið fjölmargar einkasýningar. Hún er Siglfirðingur, en hefur um árabil búið á Egilsstöðum,“ segir í tilkynningu. Sýningin stendur til 13. apríl og er opin alla daga nema mánudaga milli kl. 14-18. Gárur Ein mynda Ólafar Birnu. Sýningin Strönd og steinar opnuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.