Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 Auður Albertsdóttir audura@mbl.is K rumma er íslenskt framleiðslufyrirtæki sem var stofnað af hjónunum Hrafni Ingimundarsyni og Elínu Ágústsdóttur árið 1986. Starf- semi fyrirtækisins skiptist í þrjá hluta; leiktækjaframleiðslu, heild- sölu á skóla- og leikskólavörum og leikfangaverslun sem er til húsa á Gylfaflöt í Grafarvogi. Nú tekur Krumma þátt í HönnunarMars með sýningu á nýrri línu af leiktækjum sem staðsett eru ofan í Tjörninni fyrir framan Ráðhúsið, á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis. Leik- tæki Krummu eru á allan hátt ís- lensk framleiðsla og eru leiktæki frá fyrirtækinu í flestum sveitarfélögum landsins. Fyrir fjórum árum fór Krumma að hanna nýja stefnu í leik- tækjum, en sú lína heitir Krumma Flow. Byggð á íslenskri náttúru Línan, sem er byggð á íslenskri náttúru, er hönnuð af þeim Jennýju Ruth Hrafnsdóttur, Ólafi Frey Hall- dórssyni og stofnanda Krummu, Hrafni Ingimundarsyni. „Hönnuðirnir fóru í vettvangs- ferðir á Reykjanesið þar sem þau leituðu að innblæstri fyrir línuna.“ segir Eydís Sigurðardóttir, mark- aðs- og sölustjóri Krummu, í samtali við blaðamann. „Þar fundu þau fyr- irmyndirnar að þeim fjórum leik- tækjum sem línan samanstendur af, en þau eru af ýmsum toga. Til að mynda er eitt þeirra hellir sem hægt er að klifra í og búa til bergmál. Hægt er að tengja hella saman með sérstökum rörum og kalla á milli. Svo erum við með kóngulóarnet sem samanstendur af fimm steinum og neti sem strengt er á milli. Bæði er hægt að klifra í netinu eða einfald- lega liggja og slaka á.“ Nú er búið að framleiða nokkur stykki af hverju leiktæki úr Krumma Flow-línunni og búið að setja þau upp í Reykjavík, Garðabæ og í Vestmannaeyjum. „Leiktækin voru framleidd fyrir nokkrum árum en núna höfum við breytt framleiðsluferlinu og erum í samstarfi við fyrirtækið Rafnar. Rafnar sérhæfir sig í bátasmíði og við notum sama efni í leiktækin okk- ar og þau nota í bátana sína, en Rafnar einskorðar sig við íslenska framleiðslu rétt eins og við í Krummu.“ Krumma tekur nú þátt í HönnunarMars í annað sinn. „Okkur fannst mikilvægt að Hanna leiktæki inn- blásin af náttúrunni Krumma er rótgróið fyrirtæki sem hannar og selur leiktæki. Krumma einblínir á náttúru og óbeislaðan leik í hönnun sinni og stefnir á útflutning seinna á árinu. Nú um helgina tekur Krumma þátt í HönnunarMars í annað sinn. Hönnun Hér má sjá leiktækið Sprungu, úr línu Krummu, Krumma Flow. Möguleikar Í kóngulóarnetinu er hægt að hoppa en einnig taka það rólega. Stofnun Árna Magnússonar í íslensk- um fræðum heldur úti veigamikilli og metnaðarfullri vefsíðu. Þar er hægt að fræðast um stofnunina, hand- ritasafn hennar og þjónustu. Einnig má lesa um handritin frægu og ýmsar rannsóknir á þeim. Mál og málnotkun eru einnig gerð góð skil á síðunni og hægt er að lesa um ýmsar rannsóknir á þeim efnum. Á vefsíðunni er einnig flokkurinn „Gagn og Gaman“. Þar er boðið upp á ýmsan fróðleik um ís- lensk sérnöfn, eins og ættarnöfn, ör- nefni og bæjarnöfn. Einnig eru þar ýmsar upplýsingar um til dæmis gjaldmiðlaheiti, íðorð og orðmyndun, örnefnaskráningu og ritreglur. Síðan býður einnig upp á örnefni mánaðar- ins, orð dagsins og handrit mánaðar- ins og er án efa spennandi að fylgjast með þeim. Jafnframt má sjá dagskrá stofnunarinnar og hvað er á döfinni þar. Vefsíðan www.arnastofnun.is Morgunblaðið/Eggert Handrit Á vefsíðu Árnastofnunar er meðal annars boðið upp á orð dagsins. Málnotkun gerð góð skil Í dag klukkan 14 verður ítölsk stemn- ing í Gerðubergi þar sem Café Lingua mun verða með viðburð. Café Lingua er reglulega haldið á vegum Borg- arbókasafnsins í samstarfi við ýmsar stofnanir en markmið þess er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands og auðgað mannlíf og menningu í samfélaginu. Jafnframt er markmið þess að vekja forvitni borgarbúa um heiminn í kring. Í dag mun Ítalska félagið á Íslandi og félag- ið Móðurmál munu kynna og veita gestum innsýn í ítalska menningu og tungu. Er frítt inn í dag og allir vel- komnir. Endilega... ...kynntu þér ítalska menningu Morgunblaðið/Ómar Draumastaður Marga dreymir um að fara til Ítalíu og kynna sér ítalska menn- ingu og tungu en hún hefur heillað Íslendinga um árabil. Hér sést Flórens-borg. Í dag klukkan 12 hefst sérstök Hönn- unarMars PopUp Verslun þar sem tíu íslensk vörumerki munu kynna og selja nýjar vörur, ásamt því að UN Women mun taka þátt og selja fiðr- ildabolinn, sem var samstarfsverk- efni Sögu Sig, ELLA og Landsbank- ans. Hönnuðurnir eru Asi of Iceland, ErlaGísla, Færið, Rim, Tíra, Vargur, Varpið, Vegg og Útópía. Markaðurinn stendur aðeins yfir í dag og verður haldinn á Loft Hostel, Bankastræti 7a. Því er kjörið að koma við á Loft Hostel og leita fjársjóða á góðu verði, og gæða sér á ljúffengum veitingum staðarins í leiðinni. Markaður á Loft Hostel PopUp á HönnunarMars Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. HÖNNUN FYRIR LÍFIÐ ÞÝSKÍSLENSKSAMVINNA Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |www.eirvik.is Gr eið slu mi ðlu n Vissir þú að . . . Með ferlum Alskila í greiðslumiðlun tryggjum við viðskiptavænt viðmót fyrir þína greiðendur! Alskil hf • Sími: 515 7900 • alskil@alskil.is • www.alskil.is Ka nnaðu Málið!alskil.is Í dag klukkan 16 heldur sópr- ansöngkonan Jóna G. Kolbrún- ardóttir burtfararprófstónleika sína í Langholtskirkju. Jóna lýkur burtfar- arprófi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík í maí og eru tónleikarnir hluti af því prófi. Harpa Harðardóttir hefur verið söngkennari Jónu frá því hún hóf nám í Söngskólanum í Reykjavík og hafa þær, ásamt Hólm- fríði Sigurðardóttur, píanóleikara, sett saman fjölbreytta og spennandi efnisskrá. Í samtali við blaðamann segir Jóna að efnisskráin verði bæði fjölbreytt og skemmtileg. Inniheldur hún sönglög og aríur allt frá tíma Bach fram á 20.öldina, með áherslu á ljóðasöng. Sungin verða bæði erlend og íslensk sönglög. Einnig fær Jóna góða gesti með sér á svið en það eru þau Kristín Einarsdóttir Mäntylä og Davíð Ólafsson. Ljósmynd/Katrín Helena Jónsdóttir Sópran Jóna G. Kolbrúnardóttir. Söngveisla í Langholtskirkju Burtfararprófstónleikar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.