Morgunblaðið - 29.03.2014, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014
Auður Albertsdóttir
audura@mbl.is
K
rumma er íslenskt
framleiðslufyrirtæki
sem var stofnað af
hjónunum Hrafni
Ingimundarsyni og
Elínu Ágústsdóttur árið 1986. Starf-
semi fyrirtækisins skiptist í þrjá
hluta; leiktækjaframleiðslu, heild-
sölu á skóla- og leikskólavörum og
leikfangaverslun sem er til húsa á
Gylfaflöt í Grafarvogi. Nú tekur
Krumma þátt í HönnunarMars með
sýningu á nýrri línu af leiktækjum
sem staðsett eru ofan í Tjörninni
fyrir framan Ráðhúsið, á horni
Tjarnargötu og Vonarstrætis. Leik-
tæki Krummu eru á allan hátt ís-
lensk framleiðsla og eru leiktæki frá
fyrirtækinu í flestum sveitarfélögum
landsins. Fyrir fjórum árum fór
Krumma að hanna nýja stefnu í leik-
tækjum, en sú lína heitir Krumma
Flow.
Byggð á íslenskri náttúru
Línan, sem er byggð á íslenskri
náttúru, er hönnuð af þeim Jennýju
Ruth Hrafnsdóttur, Ólafi Frey Hall-
dórssyni og stofnanda Krummu,
Hrafni Ingimundarsyni.
„Hönnuðirnir fóru í vettvangs-
ferðir á Reykjanesið þar sem þau
leituðu að innblæstri fyrir línuna.“
segir Eydís Sigurðardóttir, mark-
aðs- og sölustjóri Krummu, í samtali
við blaðamann. „Þar fundu þau fyr-
irmyndirnar að þeim fjórum leik-
tækjum sem línan samanstendur af,
en þau eru af ýmsum toga. Til að
mynda er eitt þeirra hellir sem hægt
er að klifra í og búa til bergmál.
Hægt er að tengja hella saman með
sérstökum rörum og kalla á milli.
Svo erum við með kóngulóarnet sem
samanstendur af fimm steinum og
neti sem strengt er á milli. Bæði er
hægt að klifra í netinu eða einfald-
lega liggja og slaka á.“ Nú er búið að
framleiða nokkur stykki af hverju
leiktæki úr Krumma Flow-línunni
og búið að setja þau upp í Reykjavík,
Garðabæ og í Vestmannaeyjum.
„Leiktækin voru framleidd fyrir
nokkrum árum en núna höfum við
breytt framleiðsluferlinu og erum í
samstarfi við fyrirtækið Rafnar.
Rafnar sérhæfir sig í bátasmíði og
við notum sama efni í leiktækin okk-
ar og þau nota í bátana sína, en
Rafnar einskorðar sig við íslenska
framleiðslu rétt eins og við í
Krummu.“ Krumma tekur nú þátt í
HönnunarMars í annað sinn.
„Okkur fannst mikilvægt að
Hanna leiktæki inn-
blásin af náttúrunni
Krumma er rótgróið fyrirtæki sem hannar og selur leiktæki. Krumma einblínir á
náttúru og óbeislaðan leik í hönnun sinni og stefnir á útflutning seinna á árinu.
Nú um helgina tekur Krumma þátt í HönnunarMars í annað sinn.
Hönnun Hér má sjá leiktækið Sprungu, úr línu Krummu, Krumma Flow.
Möguleikar Í kóngulóarnetinu er hægt að hoppa en einnig taka það rólega.
Stofnun Árna Magnússonar í íslensk-
um fræðum heldur úti veigamikilli og
metnaðarfullri vefsíðu. Þar er hægt
að fræðast um stofnunina, hand-
ritasafn hennar og þjónustu. Einnig
má lesa um handritin frægu og ýmsar
rannsóknir á þeim. Mál og málnotkun
eru einnig gerð góð skil á síðunni og
hægt er að lesa um ýmsar rannsóknir
á þeim efnum. Á vefsíðunni er einnig
flokkurinn „Gagn og Gaman“. Þar er
boðið upp á ýmsan fróðleik um ís-
lensk sérnöfn, eins og ættarnöfn, ör-
nefni og bæjarnöfn. Einnig eru þar
ýmsar upplýsingar um til dæmis
gjaldmiðlaheiti, íðorð og orðmyndun,
örnefnaskráningu og ritreglur. Síðan
býður einnig upp á örnefni mánaðar-
ins, orð dagsins og handrit mánaðar-
ins og er án efa spennandi að fylgjast
með þeim. Jafnframt má sjá dagskrá
stofnunarinnar og hvað er á döfinni
þar.
Vefsíðan www.arnastofnun.is
Morgunblaðið/Eggert
Handrit Á vefsíðu Árnastofnunar er meðal annars boðið upp á orð dagsins.
Málnotkun gerð góð skil
Í dag klukkan 14 verður ítölsk stemn-
ing í Gerðubergi þar sem Café Lingua
mun verða með viðburð. Café Lingua
er reglulega haldið á vegum Borg-
arbókasafnsins í samstarfi við ýmsar
stofnanir en markmið þess er að
virkja þau tungumál sem hafa ratað
til Íslands og auðgað mannlíf og
menningu í samfélaginu. Jafnframt
er markmið þess að vekja forvitni
borgarbúa um heiminn í kring. Í dag
mun Ítalska félagið á Íslandi og félag-
ið Móðurmál munu kynna og veita
gestum innsýn í ítalska menningu og
tungu. Er frítt inn í dag og allir vel-
komnir.
Endilega...
...kynntu þér ítalska menningu
Morgunblaðið/Ómar
Draumastaður Marga dreymir um að fara til Ítalíu og kynna sér ítalska menn-
ingu og tungu en hún hefur heillað Íslendinga um árabil. Hér sést Flórens-borg.
Í dag klukkan 12 hefst sérstök Hönn-
unarMars PopUp Verslun þar sem tíu
íslensk vörumerki munu kynna og
selja nýjar vörur, ásamt því að UN
Women mun taka þátt og selja fiðr-
ildabolinn, sem var samstarfsverk-
efni Sögu Sig, ELLA og Landsbank-
ans. Hönnuðurnir eru Asi of Iceland,
ErlaGísla, Færið, Rim, Tíra, Vargur,
Varpið, Vegg og Útópía. Markaðurinn
stendur aðeins yfir í dag og verður
haldinn á Loft Hostel, Bankastræti
7a. Því er kjörið að koma við á Loft
Hostel og leita fjársjóða á góðu verði,
og gæða sér á ljúffengum veitingum
staðarins í leiðinni.
Markaður á Loft Hostel
PopUp á HönnunarMars
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
HÖNNUN FYRIR LÍFIÐ ÞÝSKÍSLENSKSAMVINNA
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |www.eirvik.is
Gr
eið
slu
mi
ðlu
n
Vissir þú að . . .
Með ferlum Alskila í
greiðslumiðlun tryggjum
við viðskiptavænt viðmót
fyrir þína greiðendur!
Alskil hf • Sími: 515 7900 • alskil@alskil.is • www.alskil.is
Ka
nnaðu Málið!alskil.is
Í dag klukkan 16 heldur sópr-
ansöngkonan Jóna G. Kolbrún-
ardóttir burtfararprófstónleika sína í
Langholtskirkju. Jóna lýkur burtfar-
arprófi í söng frá Söngskólanum í
Reykjavík í maí og eru tónleikarnir
hluti af því prófi. Harpa Harðardóttir
hefur verið söngkennari Jónu frá því
hún hóf nám í Söngskólanum í
Reykjavík og hafa þær, ásamt Hólm-
fríði Sigurðardóttur, píanóleikara,
sett saman fjölbreytta og spennandi
efnisskrá. Í samtali við blaðamann
segir Jóna að efnisskráin verði bæði
fjölbreytt og skemmtileg. Inniheldur
hún sönglög og aríur allt frá tíma
Bach fram á 20.öldina, með áherslu á
ljóðasöng. Sungin verða bæði erlend
og íslensk sönglög. Einnig fær Jóna
góða gesti með sér á svið en það eru
þau Kristín Einarsdóttir Mäntylä og
Davíð Ólafsson.
Ljósmynd/Katrín Helena Jónsdóttir
Sópran Jóna G. Kolbrúnardóttir.
Söngveisla í
Langholtskirkju
Burtfararprófstónleikar