Morgunblaðið - 30.04.2014, Síða 2

Morgunblaðið - 30.04.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. LEIÐIN TIL HOLLUSTU Skyr.is drykkirnir standast þær ströngu kröfur sem gerðar eru til matvæla sem merktar eru Skráargatinu. Þú getur treyst á hollustu Skyr.is. www.skyr.is H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A Grunnskólakennarar hafa samþykkt vinnustöðvun 15., 21. og 27. maí næst- komandi. Aðgerðirnar voru sam- þykktar með miklum meirihluta at- kvæða, 81,6%. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakenn- ara, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart en mikil samstaða ríki meðal fé- lagsmanna, sem séu orðnir lang- þreyttir á biðinni eftir leiðréttingu. Ólafur segir stöðuna í viðræðum kennara við sveitarfélögin þunga. „Það gengur mjög hægt að ná þessu saman,“ segir hann. Hann segir til- gang boðaðra aðgerða m.a. þann að vekja athygli á þeirri skrýtnu stöðu sem upp sé komin. „Það eru allir sam- mála um að það þurfi að leiðrétta launin, það eru allir sammála um að launin séu alltof lág og það er sama hvern þú spyrð; ef þú hringir í sveit- arstjórnarmenn þá svara þeir þessu eins og ráðherrarnir svara þessu eins. En samt er ekki hægt að semja,“ segir hann. Ólafur segir menn vona að ekki þurfi að koma til vinnustöðvunar en verði af henni liggi ljóst fyrir að ekkert starf verði í skól- unum umrædda daga. Í einhverjum skólum muni aðgerðirnar koma niður á prófum, kennslu í öðrum en þá séu einnig skólaferðalög og fleira á dag- skrá. „Við munum strax á morgun [mið- vikudag] skipa verkfallsstjórn af okk- ar hálfu sem þarf þá að fara að hugsa og svara spurningum sem upp koma,“ segir hann en mikilvægt sé að eyða þeirri óvissu sem upp gæti kom- ið vegna aðgerðanna. „En maður von- ar auðvitað að það verði búið að semja og það verði ekki mikil röskun,“ bætir hann við. holmfridur@mbl.is Samþykktu vinnustöðvun  Grunnskólakennarar leggja niður störf þrjá daga í maí  81,6% fylgjandi aðgerðum  Hægur gangur í viðræðum Morgunblaðið/Styrmir Kári Einhugur Ólafur segir mikla samstöðu ríkja meðal kennara. „Ég er mjög bjartsýn fyrir hönd framboðsins, þetta er fyrsta blandaða framboðið í landinu í langan tíma. Við höfum fengið til liðs við okkur fólk til að leggja skynsamlegri ákvarðanatöku í nærsamfélaginu lið,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, héraðsdómslögmaður. Hún mun leiða lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík við komandi borgarstjórnarkosningar. Konur skipa fjögur efstu sæti listans. Í 2. sæti er Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir hdl. Framboðslist- inn var samþykktur á aukakjördæmisþingi Kjördæmasambands framsóknarmanna í Reykja- vík í gærkvöldi. Sveinbjörg sagði þrjú mál verða sett á oddinn í kosningabaráttunni: húsnæðisöryggi, að tryggja borgarbúum húsnæði í samræmi við fjöl- skyldustærð. Í öðru lagi Reykjavíkurflugvöllur en skýr ályktun með flugvellinum lægi fyrir frá flokksþingi Framsóknarflokksins. Í þriðja lagi verður lögð áhersla á fjölskyldu- og menntamál. „Listann skipar bæði flokksbundið og óflokks- bundið fólk sem vill standa vörð um Reykjavík- urflugvöll, hjartað í Vatnsmýrinni,“ sagði í til- kynningu frá Framsókn og flugvallarvinum. Sveinbjörg leiðir listann  Blandaður listi Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík  Konur í fjórum efstu sætunum  Húsnæðisöryggi, flugvöllurinn og fjölskyldu- og menntamál Morgunblaðið/Árni Sæberg Framsókn Sveinbjörg Birna, lengst til hægri í fremstu röð, leiðir listann og við hlið hennar sitja Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, í 3. sæti, og Jóna Björg Sætran, í 4. sæti. Yfirgnæfandi meiri- hluti flugmanna Icelandair greiddi atkvæði með tillögu um verkfalls- aðgerðir í maí vegna yfirstandandi kjaradeilu. Á kjör- skrá voru 330 fé- lagsmenn Félags íslenskra atvinnu- flugmanna en atkvæði greiddi 301. Tillagan var samþykkt með 295 at- kvæðum. Enginn greiddi atkvæði á móti en sex sátu hjá. Að óbreyttu munu flugmenn Ice- landair leggja niður störf milli kl. 6 og 18 dagana 9., 16. og 20. maí. Í framhaldinu verður vinnustöðvun frá kl. 6 að morgni 23. maí fram til kl. 6 að morgni 25. maí og frá kl. 6 að morgni 30. maí til kl. 6 að morgni 3. júní. Ótímabundið yfirvinnubann hefst kl. 6 að morgni 9. maí. Í tilkynningu frá Icelandair segir að ljóst sé að flugáætlun fyrirtæk- isins muni raskast verði af aðgerð- unum. Þá segir þar að óvíst sé hvaða áhrif aðgerðirnar muni hafa á af- komu Icelandair Group hf. Flugmenn samþykkja aðgerðir  Boða vinnustöðv- un og yfirvinnubann Fulltrúar frá þýska fyrirtækinu PCC áttu fundi á Húsavík í gær með sveitarstjórnarmönnum Norður- þings. Sem kunnugt er hefur fyrir- tækið áform um að reisa kísilmálm- verksmiðju á Húsavík sem myndi framleiða um 33 þúsund tonn á ári í fyrsta áfanga. Auk lóðar á Bakka undir verksmiðjuna sjálfa hefur Norðurþing úthlutað PCC lóð undir vinnubúðir fyrir allt að 400 manns. Bergur Elías Ágústsson, sveitar- stjóri Norðurþings, sagði við Morg- unblaðið í gærkvöldi, að góður skrið- ur væri á undirbúningi málsins. „Við höfum verið að fara yfir hvernig staðan er. Vinnan gengur vel og það er reynt að þrýsta á það á öllum vígstöðvum að hægt verði að hefjast handa sem fyrst,“ sagði Bergur, sem gerir sér vonir um að framkvæmdir geti hafist strax á þessu ári. bjb@mbl.is Vinnubúðir fyrir allt að 400 manns  PCC fær lóð Norðfjörður | Starfsmaður tré- smiðjunnar Nípukolls á Norðfirði slapp ómeiddur þegar sprenging varð í gömlum bensíntanki sem hann var að vinna við seinni part- inn í gær. Maðurinn var að skera loft- unarrör af tanknum, sem var undir gamalli bensínstöð sem var aflögð fyrir um sautján til átján árum. Átti tankurinn að hafa verið tæmdur og sandfylltur fyrir löngu. Hann reyndist hins vegar inni- halda bensínlögg og bensíngufur, sem varð til þess að þegar neisti féll niður í tankinn um önd- unarrörið varð svo öflug spreng- ing að tankurinn virðist hafa rifn- að og steypt 20 cm þykk plata yfir honum brotnað og lyfst upp. Hótel opnað á næstunni Mikil mildi var að ekki fór verr enda var sprengingin mjög öflug. Unnið er að því að gera upp gömlu Olís-bensínstöðina á svæð- inu en fyrirhugað er að opna þar hótel innan skamms. Mikil mildi að ekki fór verr þegar sprenging varð í bensíntanki á Norðfirði í gær Bensínstöð- in aflögð fyrir löngu Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Sprenging Eins og sjá má lyftist steinsteypt planið fyrir utan gömlu bensínstöðina á Norðfirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.