Morgunblaðið - 30.04.2014, Side 18

Morgunblaðið - 30.04.2014, Side 18
BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Árni Oddur Þórðarson, sem tók við sem forstjóri Marels í nóvember, ýtti úr vör um áramótin 18-24 mán- aða verkefni til að skerpa á áherslum fyrirtækisins til að bæta reksturinn og auka söluna. „Við er- um að stilla saman strengi til að tryggja að við verðum til frambúðar í meistaradeildinni. Vörurnar okk- ar, markaðsstaðan og þjónustunetið er fyrsta flokks, en við vinnum að því að einfalda reksturinn og gera hann skilvirkari. Hann er of flókinn eftir sameiningar á fimm fyrirtækj- um,“ segir hann í samtali við Morg- unblaðið. Marel kynnti fjárfestum uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung í gær. Það olli vonbrigðum, líkt og undanfarin uppgjör, og lækkuðu bréfin um 8% í gær. Frá áramótum hafa bréfin lækkað um 29%. Rekstur fyrirtækisins byggist á fjórum stoðum. Það þróar og fram- leiðir búnað til vinnslu á kjúklingi, fiski og kjöti, auk sviðs sem þróar lausnir til frekari vinnslu á mat- vælum. Kjúklingasviðið er lang- stærst og skapar um helming tekn- anna. Hin þrjú sviðin eru álíka stór. Tapaði 1,9 milljónum evra Marel tapaði 1,9 milljónum evra á fyrstu þremur mánuðum ársins, en á sama tíma í fyrra var 5,7 milljóna evra hagnaður. Afkoma félagsins nú litast af umræddum hagræðingar- aðgerðum auk þess sem afkoman er einnig lituð af áhrifum nokkurra einskiptisliða sem tengjast fortíð- inni og nema um 2,4 milljónum evra. Einföldun á rekstri Marels á að leiða til þess að spara megi árlega 20-25 milljónir evra. Árni Oddur segir að til þess þurfi að fækka verksmiðjum, sem séu 17, bæta skilvirkni, skerpa enn frekar á áherslum fyrirtækisins, sleppa því jafnvel að bjóða í sum verkefni sem nú sé boðið í og þjónusta frekar stóra og góða viðskiptavini sem fyr- ir eru. Hann leggur áherslu á að ekki sé verið að endurskipuleggja Marel, heldur einungis að skerpa á áherslum, og stefnt sé að því að Marel haldi áfram að vaxa. Dregið úr kostnaði Á fyrsta fjórðungi tókst að draga úr árlegum kostnaði um 3,6 millj- ónir evra. Liður í þeirri vegferð var að segja upp 75 starfsmönnum, þar af 25 millistjórnendum, en starfs- menn Marels eru samtals um fjögur þúsund. Auk þess voru þrjár deildir á kjötiðnaðarsviði sameinaðar. Að- spurður segir Árni að það megi vænta töluverðra breytinga á rekstrinum á næstu misserum, en ekki breyttrar stefnu. „Starfsmenn Marels eru einungis fjögur þúsund. Fyrirtækið þykir því ekki stórt og auðvelt er að átta sig á umfangi rekstrarins og slípa bet- ur til,“ segir Árni Oddur og nefnir að mikill meirihluti af rekstrinum skili fínum hagnaði. „Mikilvægt er að fóstra betur þær einingar sem við teljum að geti náð góðum ár- angri. Við keyptum litla einingu til að styðja við kjötið á síðasta ári og munum skoða að styðja iðnaðarset- ur okkar í fiskiðnaði og áfram- vinnslu til frekari vaxtar á næstu misserum. “ Árni Oddur segist vera bjartsýnn á horfur Marels til lengri tíma litið. Góðar horfur í Bandaríkjunum „Horfur eru góðar í Bandaríkj- unum og Suður-Ameríku sem og á nýmörkuðum. Reyndar var óvenju- mikill órói á fyrsta ársfjórðungi á nýmörkuðum en það breytir því ekki að til meðallangs og lengri tíma eru horfurnar þar góðar fyrir Marel. Í Evrópu er hinsvegar hægagangur, meðal annars vegna ástandsins í Úkraínu. Horft fram á við munum við halda áfram að taka ákveðin skref til að bæta reksturinn og auka söluna,“ segir hann. Marel skerpir áherslur Morgunblaðið/Árni Sæberg Forstjóri „Horft fram á við munum við halda áfram að taka taka ákveðin skref til að bæta reksturinn og auka söluna,“ Árni Oddur Þórðarson.  Gengi Marels lækkaði um 8% í gær í kjölfar birtingu á uppgjöri fyrsta fjórðungs  Árni Oddur Þórðarson segir að það sé í skoðun að kaupa minni einingar AlixPartners » Marel hefur ráðið rekstr- arráðgjafarfyrirtækið AlixP- artners til að aðstoða við að hagræða í rekstrinum. » Sigurður Ólason tekur við sem framkvæmdastjóri fiskiðn- aðarseturs Marels af Jóni Birgi Gunnarssyni. » Undanfarin sex ár hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og tengdum félögum. Uppgjör Marels í milljónum evra 1F 1F Breyting 2014 2013 milli ára Tekjur 154,8 158 -2% EBITDA 8 16,9 -52% Hagnaður/Tap -1,9 5,8 -133% 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 D U X® ,D U XI A N A® an d Pa sc al ® ar e re gi st er ed tr ad em ar ks ow ne d by D U X D es ig n A B 20 12 . Við tökum svefninn alvarlega. Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni, góðu handverki, stöðugum prófunum og vandlega völdum efnum. Þegar þú sefur í DUX rúmi hvílir líkami þinn á meira en 85 ára rannsóknum og þróun. duxiana.com DUXIANA háþróaður svefnbúnaður / Ármúla 10 / 568 9950 Gæði og þægindi síðan 1926 Verslun Reginn á m.a. Smáralind. ● Sigla, sem er í eigu Tómasar Krist- jánssonar og Finns Reyrs Stefánssonar, er nú næststærsti hluthafinn í fast- eignafélaginu Regin með 8,6% hlut. Lífeyrissjóður verslunarmanna er eftir sem áður stærsti hluthafi Regins. Þeir ganga í hluthafahópinn eftir að Reginn sameinaðist fasteignafélaginu Klasa, sem á níu fasteignir og leigir m.a. útgáfufélagi Morgunblaðsins. Mið- að við gengið í hlutafjáraukningunni er hlutur Siglu metinn á 1,7 milljarða króna. Sameiningin miðast við að heildarvirði Klasa sé 8,3 milljarðar króna. Sigla má ekki selja hlutinn fyrr en eftir níu mánuði. Reginn er skráður í Kauphöll. Tómas og Finnur áttu Klasa ásamt Ingva Jónassyni. Stotalækur, félag í hans eigu, eignast á sama tíma 0,45% hlut í Regin. Ekki gildir sölubann um hluti Stotalæks í fasteignafélaginu. Áð- ur en Tómas og Finnur Reyr hófu að leggja stund á eigin fjárfestingar voru þeir stjórnendur hjá Glitni. Tómas og Finnur Reyr næststærstir í Regin ● Ráðgjafarfyrirtækið Expectus og Ráðum atvinnustofa hafa samein- ast. Þar starfa 20 manns eftir sameininguna. Expectus, sem er fimm ára, sinnir ráðgjöf á sviði stefnumótunar, rekstrar og upp- lýsingatækni. Ráðum atvinnustofa var stofnuð fyrir tveimur árum og er sérhæfð í ráðningum og mann- auðsráðgjöf, að því er fram kemur í tilkynningu. Ráðum atvinnustofa verður dótturfélag Expectus. Hildur Erla Björgvinsdóttir mun áfram stýra Ráðum, en Kristinn Tryggvi Gunn- arsson er framkvæmdastjóri Ex- pectus. Expectus og Ráðum sameinast STUTTAR FRÉTTIR                                     !"# !$#  % $% !%   " ##" &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 "  !# ! " $ !% $%% ! "% #    !!# !! # "% " !%!% " ##" !# % Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Samkvæmt rekstrarreikningi Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf. nam hagnaður félagsins 172 milljónum árið 2013. Helsta ástæðan fyrir já- kvæðri afkomu ársins er sú, að við sölu á lóðum systurfélags Hörpu, Si- tusar, féll niður lán LBI hf og nemur nettó afskrift vegna niðurfellingar þess 1.300 milljónum króna. Eiginfjárstaða félagsins batnaði á síðasta ári, þar sem eigendur breyttu 794 milljóna króna brúarláni í stofnfé. Samkvæmt efnahagsreikn- ingi jókst eigið fé Hörpu úr 99 millj- ónum króna í röskan milljarð. Í tilkynningu frá Hörpu kemur fram að milljarðs framlag ríkis og borgar fari alfarið í afborganir af láni sem hvíli á byggingunni, en eig- inlegt framlag eigenda til rekstrar hússins er 160 milljónir. Sé horft á reksturinn í húsinu ein- göngu, þá jukust eigin tekjur Hörpu úr 644 milljónum í 873 milljónir, sem er 26% tekjuaukning. Tap af rekstri Hörpu án fjármagnsliða fer úr 585 milljónum árið 2012 í 360 milljónir árið 2013 að meðtöldu framlagi eig- enda. Á árinu 2013 komu 1,3 millj- ónir gesta í húsið samanborið við 1 milljón á árinu 2012. Á aðalfundi Hörpu í gær voru kjörin í stjórn Guðfinna S. Bjarna- dóttir, formaður, og meðstjórnend- urnir Svanhildur Konráðsdóttir, Kjartan Örn Ólafsson, Vilhjálmur Egilsson og Ásta Möller. Félagið er í eigu ríkisins (54%) og Reykjavík- urborgar (46%). Morgunblaðið/Júlíus Eigin tekjur 873 milljónir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.