Morgunblaðið - 30.04.2014, Side 23

Morgunblaðið - 30.04.2014, Side 23
23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Mosfellsbær Þegar veður er gott er fátt skemmtilegra en að njóta blíðunnar utan dyra og stelpurnar í Lágafellsskóla gera það meðal annars með því að leika listir með húla-hringi. Eggert Lái mér hver sem vill. Ég á oft erfitt með að skilja gang- verk stjórnmálanna og hef þó talist til þeirra innvígðu á síðustu ár- um. Skilningur minn á fréttamati og fram- setningu frétta er einnig á stundum tak- markaður, þrátt fyrir að hafa tilheyrt stétt fjölmiðlunga í nokkuð mörg ár. Meirihluti borgarstjórnar gerir ekkert með vilja borgarbúa. Sam- kvæmt könnun MMR nú í apríl vill liðlega 71% Reykvíkinga að flug- völlurinn verði áfram í Vatnsmýr- inni og 81% landsmanna. Tæplega 70 þúsund manns af öllu landinu tóku þátt í undirritun þar sem skor- að er á „Reykjavíkurborg og Al- þingi að tryggja öllum lands- mönnum óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri til framtíðar“. Allt kem- ur fyrir ekki. Meirihluti Samfylk- ingar og Besta flokksins (nú Bjartr- ar framtíðar) vill flugvöllinn í burtu. Ekki verður þess vart að fjöl- miðlar fari hamförum yfir því að borgarstjórn gangi freklega í ber- högg við vilja mikils meirihluta borgarbúa og landsmanna allra. En fjölmiðlar fóru hins vegar af líming- unum þegar lögð var fram tillaga um að slíta með formlegum hætti aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið, sem þó höfðu verið á ís allt frá árinu 2011. Reglulega voru fluttar ítarlegar fréttir af fjölda þeirra sem skrifuðu undir kröfu um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu og í nokkrar vikur var varla hægt að kveikja á útvarpi eða sjónvarpi öðruvísi en að hamrað væri á því að komandi laugardag yrði úti- fundur á Austurvelli. Þetta eru fjölmiðl- arnir sem vildu lítið eða ekkert vita um mótmælin þegar þáverandi rík- isstjórn ætlaði að láta landsmenn axla Icesave-einkaskuldir Lands- bankans. Óheilindi og friðhelgi Þeir stjórnmálamenn sem gengu harðast fram í tilraunum til að þjóð- nýta einkaskuldir og virtu þjóð- aratkvæðagreiðslur að vettugi, eru óvægnir í gagnrýninni á sitjandi ríkisstjórn fyrir að leggja fram til- löguna um að slíta ESB-viðræðum. Sömu menn og nú krefjast þjóð- aratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna komu í veg fyrir þjóð- aratkvæðagreiðslu árið 2009 um hvort sækja skyldi um aðild að ESB. Samherjar þeirra og sálu- félagar í borgarstjórn hundsa síðan meirihluta borgarbúa í flugvall- armálinu, en það er víst í góðu lagi samkvæmt fréttamati ríkisins og fleiri fjölmiðla. Ásakanir um tvískinnung, hrá- skinnaleik og óheilindi hafa hljómað af minna tilefni. Fjölmiðlar lágu ekki á liði sínu þegar forysta Sjálfstæðisflokksins var sökuð um að svíkja kosningalof- orð vegna tillögunnar. Engu skipti hvað æðsta valdastofnun flokksins hafði samþykkt. Öll tækifæri til að koma höggi á formann Sjálfstæð- isflokksins voru nýtt. Annað gildir um foringja vinstri manna. Engu er líkara en að þeir njóti friðhelgi á helstu fréttastofum landsins. Eng- inn þekkir það betur en Stein- grímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna. Kvöldið fyrir alþingiskosning- arnar 2009 var Steingrímur J. spurður í sjónvarpssal hvort til greina kæmi að hefja undirbúning að því að sækja um aðild. Svarið var skýrt, stutt og eindregið: „Nei.“ Steingrímur J. útilokaði að við- ræður gætu hafist þá um sumarið og sagði: „Það samrýmist ekki okkar stefnu og við hefðum ekkert umboð til slíks. Og þó við reyndum að leggja það til, forystufólkið í flokkn- um, að það yrði farið strax í aðild- arviðræður, gagnstætt okkar stefnu, í maí, þá yrði það fellt í flokksráði Vinstri grænna. Þannig að slíkt er ekki í boði.“ Í júlí sama ár greiddi Stein- grímur J. ásamt meirihluta þing- manna VG atkvæði með því að sækja um aðild. Það þótti ekki taka því á íslenskum fréttastofum að rifja upp orð og loforð sem gefin voru kvöldið fyrir kjördag. Auðvit- að kom ekki til greina að gefa í skyn að þáverandi formaður VG væri að ganga á bak orða sinna – svíkja það sem sagt var. Á kostnað skattgreiðenda Með athöfnum sínum eða at- hafnaleysi hafa stjórnmálamenn oft skapað vandamál. Í aðdraganda kosninga hefði mátt ætla að fjöl- miðlar reyndu að varpa ljósi á vandann og grafast fyrir um rætur hans. Eitt vandamálið – afleiðing stefnu hins opinbera – ríkis og borgar – blasir við borgarbúum og þá ekki síst ungu fólki: Íbúða- skortur, hátt leiguverð og hátt fast- eignaverð. Fjölmiðlar virðast áhugalitlir um að upplýsa um ástæður erfiðleikanna. Þeir hafa meiri áhuga á að greina skil- merkilega frá því hvernig stjórn- málamenn ætla að nota almannafé til að lagfæra það sem hefur farið úrskeiðis. Þannig ýta fjölmiðlar undir líflegan uppboðsmarkað stjórnmálanna. Eftir að hafa setið í meirihluta borgarstjórnar og haft fjölmörg tækifæri til að vinna bug á vand- anum eða jafnvel koma í veg fyrir hann, hefur oddviti Samfylking- arinnar komið auga á úrræði: Við leysum þetta með skattfé og byggj- um opinberar leiguíbúðir, þéttum byggðina, rífum niður bílskúra í Vesturbænum og ryðjum flugvell- inum burt úr Vatnsmýrinni. Flestir þegja, einhverjir kinka kolli en fáir og allra síst fjölmiðlamenn spyrja hvort ekki sé hægt að leysa vand- ann með öðrum hætti en með sam- eiginlegum fjármunum borgarbúa. Af hverju tryggir borgin ekki nægjanlegt lóðaframboð, lækkar hlutfall lóðaverðs í byggingarkostn- aði og stuðlar þannig að lægra fast- eigna- og leiguverði? Af hverju beitir borgarstjórn sér ekki fyrir því að byggingarreglugerðum sé breytt og einkaaðilum þannig gert kleift að byggja litlar og ódýrar íbúðir til sölu eða leigu? Sem sagt: Ófremdarástand er bú- ið til. Í aðdraganda kosninga bjóð- ast stjórnmálamenn til þess að greiða úr vandanum með því seilast í vasa borgarbúa. Slíkt þykir ekki lengur fréttnæmt hjá íslenskum fjölmiðlum. Þvert á móti eru stjórn- málamennirnir kallaðir í viðtöl þar sem þeir útskýra í löngu máli hversu góð stefnan er og hversu vel hún leysir klúðrið sem þeir bera sjálfir ábyrgð á að stórum hluta. Og óáreittir fá þeir að virða vilja borg- arbúa að vettugi. Lái mér hver sem vill, þegar ég held því fram að það sé eitthvað öf- ugsnúið við þetta allt. Eftir Óla Björn Kárason »Ekki verður þess vart að fjölmiðlar fari hamförum yfir því að borgarstjórn gangi freklega í berhögg við vilja mikils meirihluta borgarbúa. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Það er eitthvað öfugsnúið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.