Morgunblaðið - 30.04.2014, Side 27

Morgunblaðið - 30.04.2014, Side 27
En enginn var eldurinn og að þessu gátum við hlegið í mörg ár. Ekki vorum við alltaf sammála um allt við Alla. Mörg ár seldum við jólakort fyrir kirkjubygging- arsjóðinn, þau kort sem mér fund- ust falleg efaðist hún um að myndu seljast og öfugt. En sem góðar vinkonur gátum við hlegið að því hvað við höfðum ólikan smekk. Þá langar mig að minnast margra skemmtilegra stunda yfir kaffibolla þar sem við ræddum bækurnar sem við vorum að lesa. Við ræddum jólabækurnar, fannst okkur þær góðar þetta ár- ið. Eftir því sem árin liðu urðu ævisögur vinsælli hjá okkur og enn var talað um liðna tíð. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (V. Briem) Kæri Sverrir og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur, Ragna Erlendsdóttir. Elskuleg vinkona til margra ára, Álfhildur, hefur nú kvatt sitt líf. Hún átti við veikindi að stríða síðustu árin en hugurinn og viljinn alltaf til staðar að fylgjast með því sem var að gerast í daglega lífinu. Okkar kynni hófust þegar við bjuggum í sömu götu hér í Þor- lákshöfn og litlu börnin okkar, Guðrún og Hlynur, urðu óaðskilj- anlegir vinir. Þau áttu það til að hlaupa yfir götuna á náttbuxunum þegar þau vöknuðu á morgnana, bleyjan jafnvel til trafala. Þau þurftu aðeins að hittast og taka daginn saman. Þessi litli drengur lést af slysförum tæplega fimm ára gamall. Enginn verður samur eftir slíkt áfall. Að rifja upp áratuga samferð kallar á margar minningar. Álf- hildur, eða Alla eins og hún var jafnan kölluð, var farsæl félags- málamanneskja, hún starfaði mik- ið fyrir kirkjuna sem var henni af- ar hugleikin. Hún var líka mikil kvenfélagskona og allt sem hún tók að sér vann hún af myndar- skap og kastaði aldrei höndunum til nokkurs hlutar. Alla átti gott með að setja saman og flytja fal- legan texta, hún las mikið og hafði yndi af ljóðum og listum. Sem for- maður kvenfélagsins lét hún alla félagsfundi byrja á ljóðalestri sem við konur skiptumst á að sjá um. Það var svo gott og gefandi að vinna með henni að alls konar verkefnum. Þar má nefna jóla- kortasölu Kirkjubyggingasjóðs Hlyns Sverrissonar til margra ára. Skrúðgarðurinn í Þorlákshöfn fékk líka að njóta handa hennar. Gaman var að hlaða með henni steinhæð sem þótti nauðsynleg í alla garða. Hún tók því ekki illa þegar ég bað hana að rétta mér 100 kg stein, það mátti reyna. Húmorinn var alltaf til staðar, það var gott að hlæja með henni og það gerðum við oft. Þau áttu fallegt heimili, Alla og Sverrir. Garðurinn þeirra bar vott um þessa traustu umhyggju, litlir sprotar döfnuðu og urðu að fal- legu blómskrúði og stórum trjám. Henni tókst að fegra allt og prýða af einstakri smekkvísi, það voru þessi traustu handtök hennar Öllu. Sjálf var hún alltaf fín og flott. Ég minnist margra ferðalaga innanlands sem utan með þeim hjónum, öll sú samferð með þeim hefur gefið mér bjartar og góðar minningar. Dætur þeirra, Hrönn og Hlín, bera með sér merki foreldra sinna um traust og myndarskap. Sverri og fjölskyldunni allri votta ég samúð mína. Við erum að kveðja yndislega og merka konu, blessuð sé minn- ing hennar. Edda Laufey Pálsdóttir. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 ✝ Guðni Eyjólfs-son var fæddur á Akranesi 1. nóv- ember 1916. Hann lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 24. apríl 2014. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Guðnadóttir, f. 30. júní 1891, d. 4. sept- ember 1963 og Eyj- ólfur Jónsson skipstjóri, f. 23. desember 1891, d. 21. ágúst 1967. Systkini Guðna voru Jór- unn, f. 18. mars 1921, d. 4. apríl 2010 og Jón, f. 23. júlí 1923, d. Birgir Már, f. 29. október 1947, kvæntur Ólafínu Ólafsdóttur. Þau eiga tvær dætur, Emmu Heiðrúnu og Ólöfu Ingu. Lang- afabörn Guðna eru 12 talsins. Guðni lauk skipstjórnarprófi frá Stýrimannaskólanum árið 1939 og var síðan stýrimaður og skip- stjóri á skipum frá Akranesi til ársins 1962 er hann gerðist vigt- armaður á hafnarvoginni á Akranesi. Hann var í skiprúmi með Bjarna Ólafssyni á Akra- nesi og fleiri aflaskipstjórum. Hann stundaði grásleppuveiðar á eigin báti um langt árabil og einnig naut Verslunin Einar Ólafsson margvíslegrar að- stoðar frá hans hendi. Útför Guðna fer fram frá Akraneskirkju í dag, 30. apríl 2014, og hefst kl. 14. 27. apríl 2010. Guðni kvæntist 18. nóvember 1939 Emmu Kristínu Reyndal, f. 25. jan- úar 1917, d. 15. október 2001. Börn þeirra eru: 1) Erna Sigríður, f. 12. október 1940, gift Einari Jóni Ólafs- syni. Synir þeirra eru Einar Gunnar og Guðni Kristinn. 2) Helgi Þröstur, f. 8. júní 1945, kvæntur Rögnu Ragnarsdóttur. Börn þeirra eru Guðni Steinar, Ester Sigríður og Ragnheiður. 3) Langri vegferð um lífsins veg er lokið. Lífsbók tengdaföður míns hefur verið lokað er hann kveður nú á nítugasta og átt- unda aldursári. Lífsganga hans hófst á Akranesi og þar lifði hann og starfaði öll sín ár. Hann var mikill elju- og dugn- aðarmaður og það var vinnan og velferð fjölskyldu hans sem mestu máli skipti alla tíð. Hann var ungur drengur er hann hóf að stunda sjóinn. Aðeins 13 ára gamall réðst hann í skiprúm hjá föður sínum, sem var þekktur skipstjóri og aflamaður á sinni tíð bæði á Akranesi og í Sand- gerði. Þannig var hnýtt sú taug sem aldrei slitnaði og sjórinn, bátarnir og skipin, aflabrögðin og fangbrögðin við hið oft á tíð- um úfna haf varð það sem dag- arnir snerust um. Er hann hafði aldur til fór hann í Stýrimanna- skólann og lauk þaðan mestu menntun sem skólinn gat veitt árið 1939. Guðni var síðan skip- stjóri og stýrimaður á bátum frá Akranesi um langt árabil og jafnan með mestu aflaskipstjór- unum enda eftirsóttur í skip- rúm og þótti staða hans þar jafnan einstaklega vel skipuð. Guðni var með afbrigðum dríf- andi, verklaginn og útsjónar- samur við öll sín störf og skilaði ávallt sínu með miklum sóma. Um langt árabil, eftir að hann hætti á fiskiskipunum, var hann vigtarmaður á hafnarvoginni á Akranesi og einnig fór hann oft með togarana á milli hafna og í lengri siglingar. Eftir að eiginlegum starfs- lokaaldri var náð stundaði hann grásleppuveiðar á vorin en það hafði hann gert frá unga aldri og hélt þannig áfram tengsl- unum við sjóinn og veiðarnar. Hver dagur hjá honum hófst með því að fara niður að höfn og fá fregnir af bátunum, hverj- ir voru á sjó, hvernig aflabrögð- in voru, hvar þeir voru að fá hann og þar fram eftir götun- um. Þessari venju hélt hann meðan heilsa og kraftar leyfðu, allt til síðustu mánaða. Svo voru það laxveiðarnar sem hann stundaði af miklum áhuga og krafti um áratuga skeið og var fengsæll laxveiðimaður. Þannig voru fiskveiðar af öllu tagi í huga hans hverja stund og spáð og spekúlerað. Hjálpsemi hans var líka einstök og fengum við í Einarsbúð svo sannarlega okk- ar skerf hvað það snerti. Erum við svo innilega þakklát fyrir hjálp hans alla, sem alveg var einstök. Guðni var fjölskyldu- maður í þess orðs bestu merk- ingu og svo var um þau hjón bæði, Emmu og hann. Hjá þeim var velferð fjölskyldunnar ávallt í fyrirrúmi og sporin ekki spör- uð ef á þurfti að halda. Þau áttu alla tíð fallegt og hlýlegt heimili þar sem snyrtimennska þeirra beggja fékk notið sín. Áhuga- maðurinn Guðni, sem á yngri árum var liðtækur knattspyrnu- maður, hélt til hinstu stundar knattspyrnuáhuganum. Hann mætti ævinlega á heimaleiki Akranesliðsins og var brenn- andi í áhuganum á velgengni þeirra í öllum leikjum. Ekki verður annað sagt en að Guðni hafi verið einstaklega mikill gæfumaður í lífinu. Hann og hans elskulega eiginkona voru sannarlega góðar fyrirmyndir afkomenda sinna og nú við leið- arlok er rík ástæða til að þakka það allt. Hafðu heila þökk fyrir allt og allt. Guðs blessun fylgi þér og þínum um eilífð alla. Einar Jón Ólafsson. Afi Guðni hefur kvatt þennan heim. Hann sem okkur fannst í raun aldrei verða gamall. Afi keyrði um á bílnum sínum til 96 ára aldurs, fór á flesta ÍA- knattspyrnuleiki og fylgdist vel með enska fótboltanum og þar var Chelsea hans lið. Hann var mikill veiðiáhugamaður, stund- aði laxveiði með Birgi syni sín- um vel fram á tíræðisaldur og grásleppuveiðar með Helga syni sínum fram undir nírætt. Hluti af því að koma í heimsókn til afa var að fá harðfisk sem hann verkaði sjálfur og ekkert jafn- aðist á við hann. Einarsbúð var honum alltaf hugleikin og mætti hann ávallt þangað snemma dags og tók til hendinni og hitti í leiðinni flesta afkomendur sína. Áhugi hans á velgengni af- komendanna var mikill og fylgdist hann grannt með öllu sem við barnabörnin vorum að aðhafast allt fram að dánar- stund, sagði okkur skoðun sína og leiðbeindi okkur eftir bestu sannfæringu. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Einar Gunnar og Guðni Kristinn. Fyrstu minningarnar um ömmu og afa eru frá Heiðar- gerði 10 en þar bjuggu þau frá því ég man fyrst eftir mér og fram til ársins 1998. Amma sat annaðhvort við gluggann í eld- húsinu eða uppi í sófa í sjón- varpsherberginu að vinna ein- hverja handavinnu og afi eitthvað annað að sýsla. Pönnu- kökukaffi var iðulega á sunnu- dagsmorgun og oft bað maður afa þá um að gefa sér harðfisk, en hann gerði alveg einstaklega góðan harðfisk. Ekki var afi nú alveg viss um hvort hann ætti harðfisk en niður í bílskúr fór hann og kom til baka með eitt flak, og tjáði manni það, að þetta væri síðasta flakið hans. Svona var þetta í hvert sinn sem maður bað um harðfisk, alltaf var maður að borða síð- asta flakið. Afi var mjög dríf- andi maður og oft á tíðum mjög fljótfær og gat blótað heljarinn- ar ósköp. Hann átti það til að svara fyrir mann spurningunum sem hann spurði mann: „Ertu að fara suður á eftir? Já, þú ert að fara suður á eftir.“ Allskyns skemmtileg atvik tengd fljót- færni hans og drífanda koma upp í hugann, eins og t.d. þegar hann settist aftur í bílinn sinn í stað bílstjórasætisins. Amma deildi áhuga sínum á sápuóper- um með okkur stelpunum í fjöl- skyldunni og þegar amma var ekki heima til að horfa á þætt- ina þá tók afi þá upp fyrir hana. Svo ef við stelpurnar höfðum ekki haft tök á að horfa á þætt- ina skutlaðist afi með þá milli okkar og hafði orð á því að hann gerði ekkert annað en að spólast á milli með þessar spól- ur. Ég naut þeirra forréttinda að vinna með afa Guðna í Ein- arsbúð í nokkur ár, þar undi hann sér í að pakka saman rusl- inu og hafa röð og reglu á kaffi- stofunni. Alltaf var gaman að koma með tóma kassa til afa í ruslið því alltaf blótaði hann og spurði hvaðan við værum að koma með þetta drasl. Mest fannst mér þó gaman að koma með kassana undan Toro-sós- unum og -súpunum því þá tvinnaði hann svoleiðis saman blótsyrðin. Afa Guðna leið vel með að hafa eitthvað fyrir stafni og hafði hann ótrúlega mikið starfsfrek allt þar til hann fór á Höfða 95 ára gamall. Afi hafði mikinn áhuga á fjöl- skyldu sinni og varð alltaf svo glaður þegar fleiri barnabarna- börn bættust í hópinn. Í Ein- arsbúð var hann umvafinn ætt- ingjum sínum alla daga, börnum sínum og barnabörnum sem unnu þar og svo leið ekki sá dagur að hann sæi ekki eitt- hvað af okkur hinum koma í búðina að versla með langafa- börnin. Það verður mikill sjónar- sviptir að þessum litríka kar- akter sem afi Guðni var og skrýtin tilhugsun að eiga ekki lengur afa Guðna, mér fannst alltaf svo sjálfsagt að eiga hraustasta og flottasta afann á Akranesi, en árin hans voru orðin mörg og þreyttur var hann orðinn undir það síðasta. Það var fallegur sumardagurinn fyrsti þegar afi kvaddi þennan heim eins og honum einum var lagið, dreif sig í því. Elsku afi Guðni, takk fyrir allt. Loksins hittir þú hana ömmu Stínu sem eflaust hefur beðið eftir þér í nokkurn tíma. Einnig veit ég að þú munt hitta hann Sverri okkar og saman munuð þið fylgjast með veiði- mönnunum okkar í sumar og leiðbeina þeim eins og þér ein- um var lagið, elsku afi. Þín sonardóttir, Ólöf Inga Birgisdóttir. Elsku afi, það er skrítið að hugsa til þess að þú sért horf- inn sjónum okkar, þú sem áttir svo stóran sess í lífi mínu og fjölskyldu minnar. Þú varst ein- staklega hlýr og góður maður og hugsaðir vel um fjölskyldu þína. Fylgdist vel með hvað all- ir voru að gera og sýndir börn- um mínum mikinn áhuga. Það lifnaði alltaf yfir þér þegar langafabörnin voru í kringum þig. Þau eru heppin að hafa fengið að kynnast þér og um- gangast þig. Fjölmargar minningar á ég um þig úr æsku minni, bæði lítil og stór atvik sem hafa hreiðrað um sig í huga mér og munu fylgja mér allt til enda. Það var alltaf notalegt að heimsækja þig og ömmu á Heiðargerði. Alltaf áttir þú til handa okkur barna- börnunum harðfisk sem þú hertir sjálfur. Ferðirnar sem ég fékk að fara með þér á sjóinn eru minnisstæðar, sérstaklega sjóferðin sem við tveir fórum saman þegar við strönduðum við Brattasker. Við vorum búnir að draga nokkur rauðmaganet og vorum á landleið þegar þú ákvaðst að stytta okkur leiðina og fórst í gegnum sundið við Brattasker. Það var ekki fallið nægilega að svo báturinn strandaði og urðum við að bíða meðan það féll meira að. Þetta þótti mér 10 ára gutta mikið ævintýri. Þegar ég hugsa til baka koma einnig upp í hugann allir sveitarúntarnir sem við tókum saman, farið var oft upp að Sleggjulæk og Sámsstöðum. Þú vissir hvað ég hafði gaman af sveitinni og fékk ég því ósjaldan að fara með. Öll bæjarnöfnin á þessum leiðum þekktir þú og var þér mikið í mun að kenna mér þau. Svo eru það allar veiðiferðirnar sem ég fór með þér í. Þú varst veiðimaður af guðs náð og var það mikill heið- ur að fá að læra af þér. Þú kenndir mér að lesa vatnið af einstöku næmi og mun ég ætið verða þér þakklátur fyrir það. Þegar heilsu þinni fór að hraka og þú hafðir minni orku til að sinna áhugamálinu ákvaðstu að nú væri kominn tími til að leggja veiðistönginni, þá 96 ára að aldri. Síðasta veiði- ferðin okkar var í Andakílsá verslunarmannahelgina 2012. Þrátt fyrir að þú værir farinn að kasta flugunni minna var yndislegt að horfa á hvað þú naust þess að vera við árbakk- ann að fylgjast með veiðifélög- um þínum. Amma fékk þig til sín á sum- ardaginn fyrsta en þann dag hélt hún alltaf mikið upp á. Ég veit að þú ert hvíldinni feginn, varst búinn að segja mér að þú værir tilbúinn að fara, enda bú- inn að skila þínu og það vel. Ég kveð þig með söknuði elsku afi. Hafðu þökk fyrir allt sem þú varst mér og minni fjölskyldu. Ég mun ávallt minnast þín með hlýhug og virðingu. Guðni Steinar Helgason. Þá er komið að kveðjustund en afi minn, Guðni Eyjólfsson, kvaddi þennan heim á sumar- daginn fyrsta. Það er óhætt að segja að hann hafi velið daginn vel en þessi dagur var alltaf í miklu uppáhaldi hjá ömmu Stínu og sá afi um að keyra sumargjafir út til barna- barnanna frá þeim þennan dag og er ég viss um að endurfundir afa og ömmu hafa verið ánægjulegir. Afi var einstakur maður, hann hafði mikinn áhuga á fjölskyldu sinni og fylgdist alltaf mjög vel með öll- um. Þegar ég flutti á Akureyri og síðar til Vestmannaeyja var hann alltaf með á hreinu hvern- ig veðrið var og fylgdist mjög vel með ferðum mínum. Vissi hvernig færðin var á leiðinni, hvernig var í sjóinn eða klukk- an hvað flugvélin fór í loftið eða lenti. Um leið og ég kom inn heima hringdi síminn og var það þá afi að athuga hvort ég væri komin heim. Afi passaði alltaf uppá að ég ætti fisk í soð- ið og gekk hann þannig frá að hluti var roðflettur til að steikja og hluti til að sjóða. Hvergi var betri fisk að fá og enginn verk- aði fiskinn betur en hann. Afi átti líka alltaf harðfisk í kjall- aranum og í hvert sinn sem ég kom í heimsókn til ömmu og afa var farið í kjallarann að ná í harðfisk. Þegar ég fór sjálf að eignast börn fylgdist afi vel með og var fátt sem veitti hon- um meiri ánægju en börnin og eru börnin mín heppin að hafa fengið að kynnast afa Guðna og fannst þeim merkilegt að geta sagt sögur af afa sínum sem var að verða 98 ára gamall. Afi var góð fyrirmynd og minningar um hann munu fylgja mér alla tíð. Ester Sigríður Helgadóttir. Á Akranesi er merk verslun sem kölluð er Einarsbúð. Hún er ein af síðustu kjörbúðum landsins sem ekki hafa orðið verslunarkeðjunum að bráð. Í verslun þessari kynntist ég góð- um vini sem nú er fallinn frá eftir langa og gæfuríka ævi. Stóran hluta sinnar starfsævi var Guðni vigtarmaður í Akra- neshöfn en þegar lög landsins gerðu ráð fyrir því að hann væri orðinn löggilt gamalmenni og gæti ekki unnið meira hófst næsta starfsæviskeið Guðna þegar hann fór að aðstoða fjöl- skyldu sína í Einarsbúð. Þetta var um miðbik áttunda áratug- arins og stuttu áður en ég hóf störf í búðinni sem stráklingur. Uppfrá því var Guðni órjúfan- legur hluti af pakkhúsinu og kom þangað nánast daglega allt þar til hann varð fyrir áfalli á 95. aldursári. Vinnan í búðinni og sérstak- lega í pakkhúsinu var góður lífsins skóli fyrir ungan dreng. Haft var á orði að þar lærði maður hluti sem ekki væru kenndir í skólum landsins og það, ásamt því að eignast vini af eldri kynslóðinni, var gott vega- nesti fyrir framtíðina. Guðni sýslaði margt í pakkhúsinu en hans sérgrein var að pakka pappa og öðrum umbúðum eftir kúnstarinnar reglum og oftar en ekki var hann búinn að klifra upp í ruslakassann til að þjappa vel. Ég er þess fullviss að Guðni var jafn ern og raun bar vitni sökum þessara daglegu leik- fimiæfinga sem þessi pökkun var. Okkur áfyllingarstrákunum var uppálagt að ganga frá rusl- inu á vissan hátt og flokka. Oft- ast vorum við samviskusamir og gerðum eins og okkur var sagt en annað slagið varð okkur á í messunni sökum anna (eða stríðni einstöku sinnum) og voru þá ýmis vel valin orð látin falla. Annað sem við Guðni áttum sameiginlegt var ást okkar á Andakílsá í Borgarfirði. Sú ást var þó ekki af sama toga því áin var mér umfram allt augnayndi en Guðni sá helst það sem áin hafði að geyma og var ötull að veiða sér í soðið. Guðni var ár- legur gestur árbakkanna í hátt í 70 ár og færði samviskusamlega ítarlegt bókhald yfir fenginn sinn. Fjölskylda mín á land að ánni og hvert sumar var það fastur liður að hitta Guðna á ár- bökkunum. Það var ótrúleg sjón að sjá fjörgamlan manninn stökkva yfir skurði og skima niður í árniðinn. Oft var ég heppinn og fékk hjá honum gómsætan Andakílsárlax í soð- ið. En nú er komið að leiðarlok- um. Ég votta fjölskyldu hans samúð mína og varðveiti góðar minningar um einstakan mann. Gauti Jóhannesson. Guðni Eyjólfsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.