Morgunblaðið - 30.04.2014, Page 29

Morgunblaðið - 30.04.2014, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 ✝ Kristrún fædd-ist 8. febrúar 1927 í Reykjavík. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Grund 24. apríl 2014. Foreldrar henn- ar voru Skúli Odd- leifsson frá Lang- holtskoti í Hrunamanna- hreppi, d. 1989, og Guðbjörg Gissurardóttir frá Gljúfurholti í Ölfusi, d. 1981. Fósturforeldrar voru Jón Jóns- son frá Skipholti í Hruna- mannahreppi, d. 1955, og Val- dís Jónsdóttir frá Reykjadal í Hrunamannahreppi, d. 1970. Þau bjuggu á Grettisgötu 55c í Reykjavík. Uppeldissystkini Kristrúnar voru sex, en þau Símon Geir, giftur Eydísi Berg- lindi Baldvinsdóttur og eiga þau einn son, Benjamín Emil. d) Ragnheiður Lind, gift Brynj- ari Ólafssyni og eiga þau eina dóttur, Ólöfu Lilju. 2) Rakel, gift Gísla Þórerni Júlíussyni og eiga þau þrjú börn, þau eru: a) Vala Rún, í sambúð með Árna Leó Stefánssyni. b) Jón Símon, í sambúð með Dagmöru Am- broziak og eiga þau eina dótt- ur, Árelíu Ósk. c) Tumi Snær, í sambúð með Gyðu Hrund Þor- valdsdóttur. Kristrún, sem ávallt var köll- uð Dúna, bjó alltaf í Reykjavík og lengst af á Leifsgötunni. Hún útskrifaðist frá Kvenna- skólanum og starfaði sem ritari og skrifstofukona. Lengst af helgaði hún líf sitt heimili og börnum en vann síðar umönn- unarstörf og við hreingern- ingar á vegum Reykjavík- urborgar. Útför Kristrúnar fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíla- delfíu í dag, 30. apríl 2014, kl. 11. eru öll látin. Krist- rún átti sex hálf- systkini og lifa fjögur þeirra. Kristrún giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Þóri Geirmund- arsyni, 27. desem- ber 1952. Þau eignuðust tvö börn: 1) Geir Jón, giftur Guðrúnu Ingveldi Traustadóttur og eiga þau fjögur börn, þau eru: a) Þórir Rúnar, giftur Guðrúnu Maríu Jónsdóttur og eiga þau eina dóttur, Elísabet Ingu, en fyrir á hann tvo syni, Geir Jón og Víking Ómar. b) Narfi Ísak, giftur Guðrúnu Hlín Bragadótt- ur og eiga þau tvö börn, Brynj- ar Inga og Dórótheu Lind. c) Ég vil með nokkrum orðum minnast elsku móður minnar sem kvaddi þetta líf södd lífdaga á sumardaginn fyrsta á afmæl- isdegi mínum, en fyrir 62 árum fæddi hún mig á sumardeginum fyrsta og var ég sólskinsbarnið hennar. Pabbi og mamma bjuggu þá hjá afa og ömmu á Grettisgötu en stuttu síðar fluttu þau á sitt fyrsta eigin heimili á Leifsgötunni þar sem ég og syst- ir mín Rakel, sem fæddist tveim- ur árum, tveimur mánuðum og tveimur dögum á eftir mér, ól- umst upp. Þó heimilið okkar hafi verið lítið áttum við yndislegar stundir saman og mamma hætti að vinna úti og helgaði sig okkur algjörlega. Það var ómetanlegt að eiga svona góða mömmu sem vildi allt fyrir mig gera. Gaf sér alltaf tíma til að hjálpa mér við heimalærdóminn og sá til þess að ég færi alltaf vel lesinn í skól- ann. Mamma mín var alin upp á mjög trúuðu heimili og kenndi okkur systkinunum bænir og hvatti okkur til að lesa Guðs orð. Þegar ég var mjög ungur gengu foreldrar mínir í Hvítasunnu- söfnuðinn og þótti mörgum það mjög skrítið og fannst mér alltaf sem þau nytu ekki sannmælis vegna trúarafstöðu þeirra. En þau hvikuðu aldrei frá trú sinni og fyrir það er ég svo þakklátur því ég bar gæfu til að ganga sama veg og þau og sé aldrei eft- ir því. Trúin á Jesú og fullvissan um nærveru og handleiðslu hans var svo rík í lífi mömmu en al- gjörlega laus við allan ofsa eða þröngsýni heldur byggðist alltaf á kærleika og væntumþykju. Ég dáðist að þessum eiginleikum mömmu og mikið vildi ég að ég ætti eitthvað af því sem hún átti í Drottni sínum og frelsara. Mamma mín bjó yfir ein- stökum hæfileika til að þekkja ættir fólks, sem ekkert var skylt henni, og var unun að leita til hennar um upplýsingar. Var oft nóg að nefna mannsnafn eða heimili til að fá fullnægjandi upplýsingar um ættir viðkom- andi og leituðu margir til hennar vegna þessarar náðargáfu. Því var svo sárt þegar mamma greindist með alvarlegan sjúk- dóm fyrir fáu árum og minnið hvarf smátt og smátt. Þrátt fyrir þessi erfiðu veik- indi mömmu síðustu árin var hún alltaf svo glöð og gefandi. Hún lærði á píanó ung og spilaði yndislegu sálmana sína og uppá- haldsdægurlögin fram á síðasta dag og fengum við að njóta með henni að hlusta á hana og ekki síst að taka lagið með henni. Naut hún þess meðan kraftar hennar leyfðu að spila fyrir fólk- ið sem dvaldi með henni á hjúkr- unarheimilinu Grund, hún var alltaf að gefa eitthvað af sér. Mamma mín naut einstakrar umönnunar á hjúkrunarheim- ilinu Grund og var alltaf svo ánægð og þakklát. Vil ég fyrir hönd allra aðstandenda hennar þakka innilega stjórnendum og starfsfólki Grundar fyrir kær- leikann, umönnunina og hlýjuna sem þið sýnduð móður minni alla tíð, þið eruð hreint út sagt stór- kostleg. Guð blessi starfið á hjúkrunarheimilinu Grund. Þeim sem vilja svo minnast móður minnar er bent á ABC barna- hjálp. Nú er mamma mín farin heim til Drottins sem hún elskaði svo heitt og nýtur dýrðarinnar hjá Drottni, en við sem eftir erum þökkum Drottni fyrir elsku mömmu og allt það sem hún var okkur. Hvíl þú í friði, elsku mamma mín. Geir Jón Þórisson. Í dag er til moldar borin elskuleg tengdamóðir mín, Kristrún Skúladóttir. Dúna, eins og hún var alltaf kölluð. Hún var alveg einstök manneskja, hún var trúuð kona og var viss um að þegar þessu lífi lyki færi hún heim til Drottins síns og frels- ara. Hún var með eindæmum minnug, ef maður nefndi ein- hverja manneskju á nafn var hún búin að rekja ætt hennar langt aftur og vissi jafnvel hvar fólkið átti heima. Dúna var mjög gestrisin og vildi öllum vel, góð heim að sækja og hélt góðu sam- bandi við vini sína með jólakort- um og bréfum. Hún var afburða- hannyrðakona og liggja mörg verk eftir hana hjá fjölskyldu og vinum. Dúna var mjög áhugasöm um menntun og ekki þótti henni verra ef hún heyrði að ungmenni færu í Kvennaskólann, því í þeim skóla hafði hún hlotið menntun sína. Dúna spilaði með eindæmum vel á píanó og hafði gaman af því og finnst mér ekki langt síðan ég kom til hennar og hún spilaði fyrir okkur „Ég leit eina Lilju í holti“ og ekki sló hún feilnótu. Eitt er víst í þessum heimi að einn góðan veðurdag munum við öll kveðja þetta líf og núna er Dúna farin heim til Drottins sem hún elskaði af öllu hjarta. Nú að leiðarlokum langar mig að þakka fyrir allt sem hún var mér og börnum okkar, góð tengda- mamma og amma. Hún var heið- urskona. Elsku Þórir, Guð gefi þér styrk og blessi þig í sorg og söknuði. Guðrún Ingveldur Traustadóttir. Nú er amma Dúna komin heim til Jesú. Amma Dúna var alltaf elskuleg kona og naut ávallt samvista með barnabörn- um sínum og síðar langömmu- börnum. Við nutum þess alltaf að koma í heimsókn á Leifsgöt- una þegar við bjuggum í Vest- mannaeyjum á okkar æskuárum og ferðuðumst við þá yfir hafið til höfuðborgarinnar. Amma Dúna tók alltaf vel á móti okkur með opnum faðmi, kyssti okkur og knúsaði og bauð okkur eitt- hvað að borða. Þegar búið var að snæða og tala saman spilaði amma fyrir okkur á píanóið. Amma Dúna var ávallt um- hyggjusöm. Hún gætti þess allt- af að við værum vel klædd, fær- um ekki yfir götu án þess að leiða hana og færum okkur aldr- ei að voða. Sem börn fannst okk- ur þetta stundum fullmikil ár- vekni hjá ömmu en í dag kunnum við vel að meta hug- ulsemi hennar. Eftir að við eign- uðumst sjálf börn skiljum við umhyggjusemi hennar í okkar garð. Amma Dúna var félagslynd og hafði yndi af að hitta og vera innan um fólk. Í sjálfboðavinnu vann hún við símsvörun á Lind- inni og vann við ræstingar í Austurbæjarskóla. Við fengum á okkar yngri árum að fara með henni að þrífa og voru það alltaf ánægjulegar stundir. Amma Dúna var tónelsk kona og hafði unun af því að spila á pí- anóið. Alzheimer lagðist yfir ömmu og fennti þá yfir minn- ingabanka hennar en tónlistin bjó sterk í henni. Við minnumst stundar okkar saman þegar við héldum upp á 85 ára afmæli þeirra beggja og 60 ára brúð- kaupsafmælið árið 2012. Þegar hún settist við píanóið og spilaði undir söngnum hafði amma Dúna engu gleymt. Hún spilaði eins og hún gerði alltaf, brosandi og lífsglöð. Amma Dúna er núna komin á friðarstað, þar sem við trúum að hún dansi um og spili undir fjöldasöng. Við þökkum Drottni fyrir okkar elskulegu ömmu Dúnu og minning hennar lifir hjá okkur. Að lokum langar okk- ur að enda með bæn sem amma Dúna bað ávallt með okkur: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Við biðjum góðan Guð að blessa og styrkja afa Þóri, pabba, Rakel og alla fjölskyldu okkar. Þórir Rúnar, Narfi Ísak, Símon Geir, Ragnheiður Lind og fjölskyldur. Í dag kveð ég hinstu kveðju vinkonu mína Kristrúnu Skúla- dóttur, eða Dúnu eins og hún var ætíð kölluð. Okkar fyrstu kynni voru á sunnudegi haustið 1974 þegar Rakel vinkona mín bauð mér í mat til foreldra sinna, Dúnu og Þóris, á Leifs- götu 9. Ég hafði ekki kynnst þeim ágætu hjónum að nokkru ráði en þennan sunnudag var mér tekið opnum örmum og æ síðan fann ég mig velkomna til þeirra. Dúna var hógvær kona en naut sín þó vel á mannamótum, ekki síst í kirkjunni sinni. Þar átti hún sitt trygga sæti og var traustur hlekkur í safnaðarstarf- inu. Listfeng var hún og bar heimili þeirra Þóris þess glöggt vitni bæði í fallegum útsaum og smekklegu innbúi. Það var alltaf gaman að koma þangað og mikið var notalegt að setjast til borðs í litla eldhúsinu þeirra og spjalla saman yfir góðu kaffi og meðlæti. Þá barst talið oft að Stykkishólmi enda Þórir uppalinn þar og þangað fóru þau hvert sumar og tjöld- uðu í mörg ár uppi á Hraunflöt og svo seinna meir á tjaldstæð- inu í Stykkishólmi, fannst báðum gott að koma í Hólminn. Dúna var afar músíkölsk og spilaði undurvel á píanó og þó svo að minnið væri farið að svíkja hana síðustu árin spilaði hún á það af fingrum fram og sló þar ekki feilnóturnar. Mér þótti innilega vænt um hversu mikinn áhuga hún sýndi börnunum okk- ar Jónsa og talaði svo fallega til þeirra og um þau. Nokkrum sinnum kom hún á tónleika þar sem Inga Hrönn okkar tók þátt í söng og leik og nærvera hennar gladdi okkur mikið. Hún var líka ánægð þegar hún vissi að börnin okkar höfðu valið Kvennaskólann sem fram- haldsskóla því þar hafði hún stundað nám á sínum tíma og fengið góða vinnu að loknu prófi enda greind og samviskusöm. Það sem einkenndi Dúnu þó fyrst og fremst var kærleiksrík umhyggja hennar sem ég og mín fjölskylda nutum góðs af. Hún tók okkur alltaf opnum örmum og blessunaróskir hennar fylgdu okkur þegar við kvöddum. Elsku Þórir, Rakel, Geir Jón og fjöl- skyldur. Við Jónsi, Hákon og Inga Hrönn vottum ykkur sam- úð okkar og biðjum Guð að blessa minningu Dúnu í hjörtum ykkar. Anna Árnadóttir. Kristrún Skúladóttir ✝ Kærar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur ómetanlegan stuðning og hlýhug við andlát og útför elsku mannsins míns, pabba, tengdapabba og afa, FRIÐRIKS THEODÓRSSONAR. Edda Völva Eiríksdóttir, Hildur Friðriksdóttir, Jóhannes Albert Sævarsson, Hrefna Friðriksdóttir, Hörður Sigurðarson, Halla Rún Friðriksdóttir, Jón Benoný Reynisson, barna- og barnabarnabörn. ✝ Ástkær bróðir okkar, RUNÓLFUR ÞORKELSSON, lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtu- daginn 24. apríl. Minningarathöfn fer fram í dag, miðviku- daginn 30. apríl, í Fella- og Hólakirkju, kl. 15.00. Jarðsett verður laugardaginn 3. maí í Setbergskirkjugarði. Páll Þorkelsson, Lilja Þorkelsdóttir Hulda Þorkelsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU SIGRÍÐAR HÁKONARDÓTTUR frá Flatey í Breiðafirði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtu- daginn 17. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sóltúns fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Markús Markússon, Sigríður Markúsdóttir, Jón Kjartansson, Bjarndís Markúsdóttir, Pétur Maack Pétursson, Hákon Markússon, Guðrún Bjartmarz, Þorbjörg Markúsdóttir, Sigurður Einarsson, Hrafnhildur Markúsdóttir, Þór Þórsson, Karitas Markúsdóttir, Guðbjörg Markúsdóttir, Jón Ingi Hákonarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÓLAFAR ODDNÝJAR JÓHÖNNU ÓLAFSDÓTTUR, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Grenihlíð fyrir góða og hlýja umönnun. Hjörtur, Steingerður, Karl, Anna Svava, Ólöf Bryndís, Heimir og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja í Hofsárkoti, Bjarkarbraut 1, Dalvík, sem lést aðfaranótt mánudagsins 21. apríl, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju laugar- daginn 3. maí kl 13.30. Jón Emil Ágústsson Gentry, Jóhanna Kr. Gunnlaugsdóttir, Þorvar Þorsteinsson, Sigvaldi Gunnlaugsson, Lára Jóhannesdóttir, Ólöf Gunnlaugsdóttir, Þórarinn Gunnarsson, Elín H. Gunnlaugsdóttir, Ólafur Haraldsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Okkar ástkæri JÓN HERMANNSSON frá Borgarnesi, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, andaðist laugardaginn 26. apríl á Landspítalanum, Fossvogi. Hann verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 6. maí kl. 14.00. Indriði Albertsson, Helga Sveinbjörnsdóttir, Helga Indriðadóttir, Margrét Kristín Indriðadóttir, Sveinbjörn Indriðason, Magnús Indriðason, fjölskyldur þeirra og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg frænka okkar, BRYNDÍS CRISTENSEN, fædd Guðmundsdóttir, lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn sunnudaginn 27. apríl. F. h. fjölskyldunnar, Erla Breiðfjörð Gústafsdóttir, Alla Ó. Óskarsdóttir, Daníel G. Óskarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.