Morgunblaðið - 30.04.2014, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 30.04.2014, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 ✝ IngibjörgÁrnadóttir fæddist í Görðum á Álftanesi 4. sept. 1916. Hún lést á B-4, Landspít- alanum í Fossvogi, miðvikudaginn 16. apríl 2014. Foreldrar henn- ar voru þau séra Árni Björnsson frá Höfnum á Skaga, f. 1. ágúst 1863, d. 26. mars 1932, og Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri, f. 6. okt. 1873, d. 8. okt. 1953. Árni var prestur á Sauðárkróki og prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi og síðar prestur að Görðum á Álftanesi og prófastur í Kjal- arnesprófastsdæmi. Líney og Árni eignuðust tólf börn sem voru í aldursröð: Björn Einar, endurskoðandi og lögfræð- ingur, f. 27. feb. 1896, d. 23. nóv. 1967; Sigurjón Þorvaldur, prestur í Vestmannaeyjum og síðar í Hallgrímssókn í Rvík, f. 3. mars 1897, d. 10. apríl 1979; Snjólaug Guðrún, húsmóðir í Hafnarfirði, f. 7. mars 1898, d. 30. desember 1975; Páll Krist- inn, verslunarmaður í Rvík, f. 19. júlí 1899, d. 7. mars 1970; El- ín Málfríður, húsmóðir í Hafn- arfirði, f. 2. maí 1901, d. 7. des- dag er Hlíðarvegur 57. Síðar byggðu þau við húsið og breyttu í heilsárshús og fluttu þangað árið 1953. Ingibjörg bjó þar áfram eftir að Björgvin lést. Börn þeirra eru: 1) Árni, f. 10. mars 1939, maki Jenny Sig- mundsdóttir, f. 8. maí 1940. 2) Ragnhildur, f. 11. júlí 1942, maki Steingrímur Björnsson, f. 5. maí 1928. 3) Bjarni, f. 16. des- ember 1946, d. 8. júlí 2010, maki Lára Magnúsdóttir, f. 11. nóv- ember 1952. 4) Líney, f. 16. febrúar 1949. 5) Guðný, f. 12. mars 1952, maki Anton Örn Guðmundsson, f. 3. desember 1951. 6) Páll, f. 5. september 1953, maki Áslaug Þormóðs- dóttir, f. 14. mars 1953. Afkom- endur þeirra eru 42. Ingibjörg lærði hárgreiðslu og hand- og andlitssnyrtingu sem var á þeim tíma hluti af hárgreiðslunáminu. Eftir námið hóf hún störf hjá hárgreiðslu- stofunni Ondúllu sem var til húsa í Austurstræti 14 og vann þar um árabil. Eftir að börnin fæddust varð barnauppeldi hennar aðalstarf ásamt öllu því sem fylgir að vera húsfreyja á stóru heimili. Árið 1965 fór hún að vinna á Kópavogshæli, fyrst við umönn- un og lengst af á handa- vinnustofu Kópavogshælis. Frá árinu 2008 stundaði hún sjálf- boðastarf fyrir Rauða kross Ís- lands. Útför Ingibjargar fer fram frá Garðakirkju í dag , 30. apríl 2014, og hefst athöfnin klukkan 13. ember 1959; Árni Björn, læknir á Grenivík, f. 18. október 1902, d. 15. ágúst 1979; Sig- urlaug Margrét, f. 14. nóvember 1904, d. 2. sept. 1905; Þorvaldur, tann- smiður í Rvík, f. 28. júlí 1906, d. 1. júlí 1974; Sigurlaug, hjúkrunarfræð- ingur og húsmóðir, Hraunkoti í Lóni, f. 6. febrúar 1910, d 26. júní 2002; Margrét Guðný, hús- móðir í Rvík, f. 27. ágúst 1911, d. 4. júní 1990; Helga Álfheiður, húsmóðir í Rvík, f. 26. ágúst 1913, d. 1. febrúar 1998. Hinn 6. nóv. 1938 giftist Ingi- björg Björgvini Bjarnasyni, plötu- og ketilsmið, fæddum í Reykjavík 15. okt. 1916, d. 2. júní 2005. Foreldrar hans voru Bjarni Sigtryggur Jónsson, f. í Ási í Rípurhreppi í Skagafirði 28. desember 1890, d. 12. apríl 1969, og Ragnhildur Ein- arsdóttir, f. í Norður-Vík í Mýr- dal í V-Skaftafellssýslu 9. febr- úar 1893, d. 3. ágúst 1973. Ingibjörg og Björgvin stofn- uðu sitt fyrsta heimili á Skóla- vörðustíg 27 í Reykjavík og árið 1943 byggðu þau sumarhús á Hlíðarvegi 33 í Kópavogi sem í Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að sinni og sorgartárin falla mér á kinn, en hlýjan mild af heitri ástúð þinni, hún mýkir harm og sefar söknuðinn. Í mínum huga mynd þín skærast ljómar og minningin í sálu fegurst ómar. Þú, móðir kær, þér aldrei skal ég gleyma, þinn andi fylgi mér á lífsins strönd. Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma og halda fast í Drottins styrku hönd. Með huga klökkum kveð ég góða móður. Ó, mamma mín, þú lífs míns stærsti sjóður. (Árni Gunnlaugsson) Vertu Guði falin, elsku mamma. Þín dóttir, Guðný. Lífsganga elskulegrar tengdamóður minnar, Ingi- bjargar Árnadóttur, er á enda. Hún var mörgum kostum gædd, með sterka skapgerð, bráð- greind, vel lesin og listræn. Hún hafði afbragðs minni og hélt reisn sinni alla tíð þrátt fyrir háan aldur. Ingibjörg var orðvör kona og aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni. Hún átti góða æsku og ólst upp í stórum systkinahóp og það glaðnaði ætíð yfir henni þegar við rædd- um æsku hennar á Görðum þar sem búfénaður gekk frjáls og hesturinn eina farartækið. Síðar tók alvara lífsins við með barnauppeldi í lífsins ólgu- sjó með eiginmanni sínum Björgvini Bjarnasyni en þau eignuðust 6 börn sem öll kom- ust til manns. Það var mín gæfa að giftast elsta syni þeirra hjóna og marg- þakkaði ég henni fyrir að koma honum í heiminn. Ég á eftir að sakna samverustunda með tengdamömmu. Aldrei verður fullþakkað yngstu dóttur henn- ar og tengdasyni en þau gerðu henni kleift með kærleika og ósérhlífni að búa á sínu gamla heimili í Kópavogi fram á síð- asta dag sem var henni ómet- anlegt. Ég votta börnum hennar og öðrum aðstandendum samúð. Hvíl í friði, mín kæra tengda- móðir. Jenny B. Sigmundsdóttir. Við fráfall minnar kæru móð- ursystur, Ingibjargar, er mér efst í huga fagur lífsferill henn- ar og sú einlæga góðvild sem hún ætíð sýndi mér, foreldrum mínum og systkinum. Áður en Ingibjörg fæddist í Görðum á Álftanesi höfðu foreldrar henn- ar flutt þangað frá Sauðárkróki, en föður Ingibjargar var veitt Garðaprestakall árið 1913. Sama ár var hann kosinn fyrsti prestur Hafnarfjarðarkirkju, sem var vígð 20. des. 1914. Áður höfðu Hafnfirðingar öldum sam- an sótt messur í Garðakirkju. Foreldrar Ingibjargar eign- uðust tólf börn. Eitt þeirra dó á fyrsta ári og eftir lát þess var Ingibjörg yngst systkina sinna, sem öll eru látin. Fyrir mörgum árum sögðu mér eldri Hafnfirð- ingar og nágrannar prests- hjónanna í Görðum, að heim- ilislífið þar hefði verið til mikillar fyrirmyndar. Það hafði mótast af hljóðlátri festu, anda góðvildar og gestrisni, reglu- semi og kristilegum dyggðum. Systkinin voru söngelsk og sum þeirra léku á hljóðfæri. Gömul kona, sem var vinnu- stúlka í Görðum, lýsti þannig foreldrum Ingibjargar: „Séra Árni var einstakt ljúfmenni, ein- lægur trúmaður, blíðlyndur, glaðsinna og með fágaða fram- komu. Líney var gáfukona, mik- ilhæf húsmóðir, mjög heimakær og hélt alltaf sinni fögru rósemi. — Heilbrigt uppeldi og fögur ævi foreldra var Ingibjörgu dýrmætur sjóður á lífsleið hennar. Heiðríkja hugarfars, lofsverð rósemi, hlýleiki, hóg- værð og trúhneigð voru meðal mannkosta Ingibjargar. Eftir barnaskólanám í Bjarnastaðaskóla á Álftanesi lá leið Ingibjargar í gamla Flens- borgarskólann og lauk hún það- an gagnfræðaprófi vorið 1932 með góðum vitnisburði. Oft hlýtur það að hafa verið erfitt fyrir Ingibjörgu að fara langa leið frá Görðum fótgangandi í vondum veðrum í skóla. Síðar fékk hún réttindi sem hár- greiðslumeistari og starfaði við þá iðn um árabil. Ingibjörg sýndi ríkulega þakklátssemi eins og þegar hún t.d. hringdi oft í mig til að þakka fyrir blaðagreinar mínar um áfengisbölið og mikilvægi bindindis. Börn Ingibjargar sýndu móður sinni góða um- hyggju og sérstaklega Guðný og eiginmaður hennar með hjálpsemi og daglegum heim- sóknum til Ingibjargar, sem vildi sem lengst dveljast á eigin heimili. Árið 1938 giftist hún þeim sómamanni Björgvini Bjarna- syni, sem lést árið 2005. Þau stofnuðu heimili á Skólavörðu- stíg 27, en fluttust að Hlíðar- vegi 57 í Kópavogi árið 1953 í fallegt hús sem þau byggðu. Alltaf var ánægjulegt að koma í heimsókn til þeirra hjóna, njóta þar gestrisni og hlusta á Ingi- björgu, sem var stálminnug, segja frá sínum bernskuminn- ingum og frásagnir Björgvins af atvikum úr lífi hans. Við bræður, Stefán og und- irritaður, kveðjum okkar kæru frænku með virðingu og þakk- læti fyrir öll hennar góðverk og með eftirfarandi erindi úr mörgum af fallegum trúarljóð- um, sem faðir hennar samdi. Sumarsólin skær signuð mót oss hlær Drottinn sendir bjarta og blíða daga. Lífgar von í lund ljúfust vorsins stund eins og stráin græn um grund og haga. Sú er bæn okkar bræðra, að fögur sál hvíli í friði og Guð blessi minningu Ingibjargar. Árni Gunnlaugsson. Mig langar að minnast ynd- islegrar konu, Ingibjargar Árnadóttur, sem kvatt hefur þennan heim eftir langa og góða ævi. Ingibjörg var gift móður- bróður mínum Björgvini. Mikill samgangur var á milli heimila okkar, þar sem Ingibjörg og Björgvin voru í næsta húsi við mína fjölskyldu, ásamt sínum stóra barnahópi. Ingibjörg hafði mikil áhrif á mig strax í æsku og hefur hún verið mér mikil fyrirmynd. Grænmetisgarðurinn hennar girnilegi, en hún hafði einstak- lega græna fingur, hjá henni óx allt fullum vexti. Grænt salat allt sumarið. Hún kunni vel til verka við garðyrkjuna, hvort sem var til neyslu eða augna- yndis. Salatskál á borði allt sumarið, ég tel að það hafi ekki verið algengt á sjötta áratug seinustu aldar. Ég man eftir mér ungri stansa við stofudyrnar hjá henni og hlusta, þegar hún spil- aði svo fallega á píanóið. Henni var margt til lista lagt og hún kunni að nýta hæfileika sína á margan hátt. Aldrei fór maður tómhentur frá Ingibjörgu, rúgbrauðssneið með púðursykri var hvílíkt lost- æti úr hennar höndum eða ann- að góðgæti, sem hún gaukaði að manni. Hún hugsaði mikið um hollustu, og hafði grænmeti oft á boðstólum. Engan þekkti ég á sjötta áratugnum annan en Ingibjörgu sem notaði hvítlauk í matargerð. Hvíta brauðið sem var nú vinsælast á þessum árum var ekki í boði hjá henni, gróft skyldi það vera. Þetta vissi Ingibjörg þótt flest önnur heim- ili notuðu hvítt brauð. Ég segi alltaf að hún hafi verið næring- arfræðingur Íslands á þessum árum. Ingibjörg var afar listræn og endurnýtti ýmis efni til listsköp- unar, má þar nefna öll fallegu afmælis- og jólakortin sem hun bjó til úr fallegum umbúðum ut- an af sælgæti. Þegar maður fékk t.d. Mackintosh-sælgæti, sem alltaf var vinsælt, hugsaði maður alltaf til Ingibjargar, sléttaði úr umbúðunum og færði henni. Einnig var hún mikil handavinnukona, ófáar eru prjó- naflíkurnar sem hún bjó til á börnin sín, barnabörn, barn- barnabörn og frændfólk. Í mörg ár prjónaði hún teppi fyrir Rauða krossinn. Auðmýkt er það sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um Ingibjörgu. Hún var æv- inlega sjálfri sér nóg. Fróðleiks- fús, las mikið og sérlega minn- ug fram á seinasta dag. Mikill húmoristi og kunni að meta góðan húmor. Alltaf stutt í glettnina og fallega brosið. Tal- aði aldrei neikvætt um nokkra manneskju. Ætlaðist aldrei til neins af öðrum. Það var ekki annað hægt en að bera mikla virðingu fyrir þessari konu. Hún var mjög trúuð, hafði að mínum dómi bara fallegar hugsanir og vildi öllum vel. Hún hafði alltaf mikinn áhuga á því að fylgjast með allri fjölskyldunni og börn- unum vaxa úr grasi. Ég kveð Ingibjörgu vinkonu mína með þessum orðum og er afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Minnig um fallega konu lifir og ég sendi hennar nánustu ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðj- ur. Ingunn Hauksdóttir. Þegar fyrstu geislar morg- unsólarinnar breiddu úr sér á gráum himni, eftir snjókomu næturinnar, færðist fögnuður og friður yfir ásjónu Ingibjarg- ar, líkt og hún hefði fyrir sjón- um fegurð af öðrum heimi, rétt á því augnabliki sem hún dró andann í hinsta sinn. Prestsdóttirin, trygg í trúnni, en fróðleiksþyrst um andleg málefni, heimspeki, stjörnu- fræði, listir og menningu, sem hún las sér til um. Ingibjörg var háttprúð í framkomu og orðvör, en fallegu brúnu augun hennar voru brosmild og ljúf, líkt og fas hennar allt. Ingibjörg ólst upp á Görðum à Álftanesi, þar sem faðir henn- ar, sr. Árni Björnsson, þjónaði fyrir sókn Garðakirkju, en það- an fer útför hennar fram í dag, á æskuslóðum hennar. Þaðan átti hún góðar minningar og hefur eflaust mótað hana unga að alast upp í návígi við friðsæla náttúrufegurð á stóru menning- arheimili, þegar ferðast var um fótgangandi eða á hestum. Ung gekk Ingibjörg að eiga Björgvin Bjarnason og hófu þau búskap sinn á Skólavörðustígn- um, þar sem oft var gestkvæmt og glatt á hjalla. Þegar fjölga tók í fjölskyldunni fluttu ungu hjónin sig yfir í suðurhlíðar Kópavogs og byggðu þar hlý- legt heimili á sólríkum unaðs- reit með stórum matjurta- og blómagarði. Þar ólu þau upp börnin sín sex í návígi við stór- fjölskylduna sem búsett var allt um kring og mikill samgangur þeirra í milli. Ingibjörg og Björgvin voru samrýnd hjón og stunduðu stangveiði á sumrin og undu sér vel við útivist með sparinesti sem Ingibjörg útbjó af miklum myndarskap við dúkað borð og kaffistell. Alltaf var tekið vel á móti með hlýju viðmóti og svignandi veisluborði. Handa- vinnan var aldrei langt undan og Ingibjörg yfirleitt með eitt- hvað fallegt á prjónunum. Hún var vel lesin og listræn í sér, sem kom m.a. fram í þeim fal- lega garði sem hún ræktaði og öllum þeim fallegu kortum sem hún hannaði og útbjó listilega vel. Öll verk hennar báru vott um vandvirkni og listræna eig- inleika. Ingibjörg var vel ern fram á síðasta dag og bjó enn á heimili sínu við Hlíðarveg, þar sem hún naut síðustu árin dyggrar að- stoðar Guðnýjar dóttur sinnar, sem sinnti móður sinni af alúð og umhyggju, auk Árna og Jennýjar, sem litu til með henni reglulega. Síðustu árin var Ingi- björg rúmföst á heimili sínu, en hélt sér virkri með því að prjóna falleg teppi og sokka, sem hún gaf til hjálparstarfa og hlaut viðurkenningu fyrir. Við systur vorum svo lánsam- ar að eignast Árna, son Ingi- bjargar og Björgvins, sem stjúpföður fyrir hartnær 40 ár- um og nutum við góðs af því að vera hluti af stórfjölskyldu þeirra, sem eigin væri. Ingibjörgu þakka ég góð kynni og fyrir að reynast mér sem besta amma. Blessuð sé minning hennar. Hvíl í friði. Soffía Michiko. Ingibjörg Árnadóttir ✝ Gunnar Há-mundarson var fæddur þann 27. maí 1940 á Siglu- firði. Hann lést 16. mars 2014. Gunnar var son- ur hjónanna Guð- rúnar Kristjáns- dóttur frá Súgandafirði, f. 17. nóv. 1909, d. 18. okt. 1956, og Há- mundar Eldjárns Björnssonar frá Hámundarstöðum, Vopna- firði, f. 15. júní 1917, d. 9. nóv 2002. Gunnar átti tvö hálf- systkin sammæðra, þau Viggó Bjarnason og Birnu Bjarnadótt- ur. Tvær alsystur, Eddu Jó- hönnu Hámundardóttur og Hrönn Sigríði Hámundardóttur, og bróður samfeðra, Martein Hámundarson. Gunnar ólst upp hjá fósturforeldrum, þeim Þor- björgu Björnsdóttur frá Há- mundarstöðum, Vopnafirði, f. 17. júní 1902, d. 12. júní 2005, og Ólafi Tryggva Jóhannessyni frá Hagaseli, Snæfellsnesi, f. 27. febrúar 1900, d. 31. janúar 1991. Gunn- ar kvæntist Guð- rúnu Sigurveigu Jóhannsdóttur þann 31. júlí 1960. Foreldrar hennar voru þau Halldóra Kristinsdóttir frá Syðri-Haga, Ár- skógsströnd, f. 7. ágúst 1911, d. 13. september 1985, og Jóhann Indriði Valdimarsson frá Akureyri, f. 31. júlí 1910, d. 27. júlí 1990. Gunnar og Guðrún eignuðust fjögur börn. Elst er Þorbjörg Halldóra Gunn- arsdóttir, fædd 1959, Jóhanna Gunnarsdóttir, fædd 1960, Sig- urður Gunnarson, fæddur 1962 og Ólafur Gunnarsson fæddur 1974. Barnabörnin eru 10 og barnabarnabörnin 11. Gunnar bjó fyrstu árin sín á Vopnafirði hjá fósturforeldrum sínum en fluttist 3 ára til Reykjavíkur með þeim. Útför Gunnars fór fram 27. mars 2014. Elsku tengdapabbi. Ég kveð þig með söknuði en jafnframt þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Mér varð það fljótlega ljóst þegar ég kom inn í fjölskylduna ykkar tengdamömmu árið 1990, að þar var á ferð mjög heil- steyptur maður með ákveðnar skoðanir á hlutunum án þess þó að yfirgnæfa aðra og þeirra skoðanir, allir höfðu rétt á sínu. Mér varð líka ljóst að þið voruð ætluð hvort öðru, þú og Guðrún tengdamamma, það fór aldrei á milli mála. Enda voruð þið gift, með þrjú lítil börn rétt rúmlega tvítug, seinna bættist eitt barn enn í hópinn ykkar. Það var yndislegt að sjá og fylgjast með elskunni, hlýjunni, ástúðinni og virðingunni sem þið báruð hvort fyrir öðru í lífinu. Svo ástfangin voruð þið alla tíð að einstaka sinnum varð það pínu vandræðalegt, fyrir aðra það er að segja, fyrir ykkur var það eðlilegasti hluti lífsins að sýna hvort öðru mikla ást og hlýju. Þetta kom líka berlega í ljós í veikindum þínum undir það síð- asta, þegar Guðrún varð þinn málsvari þegar lífsgæðunum hafði hrakað það mikið að þú gast ekki tjáð þig, þá sá hún um það fyrir þína hönd að þú fengir að halda allri þinni reisn eins og þú vildir. Elsku tengdapabbi. Það er svo margt hægt að skrifa og segja um þig, hestarnir þínir, sumarbústaðurinn, trjáræktin, allar bækurnar þínar, fróðleik- urinn sem virtist óendanlegur, en ég veit að þú kærir þig ekki um neina lofræðu. Eitt verð ég þó að minnast á, það er vin- skapur þinn og Heiðars, besta vinar þíns frá þriggja ára aldri. Vinskapur sem aldrei bar skugga á, þó það liði oft langur tími og jafnvel ár þannig að þið hittust lítið, þá skipti það engu varðandi ykkar vinskap, hann var alltaf sannur, traustur og heill. Enda hefur Heiðar alltaf verið talinn einn af fjölskyld- unni. Hans missir er ekki síðri en okkar. Þú þessi hægláti maður sem barst aldrei á, tókst á við veik- indin með æðruleysi og hug- rekki, þetta var það sem lífið bauð þér upp á og þá var bara að taka því. Þú lést húmorinn aldrei af hendi og gerðir grín að sjálfum þér og aðstæðum, eins og þegar hárið fór að vaxa aftur, allt öðruvísi en það hafði verið. Helst vildirðu þá fá blátt hár, sjálfstæðislitinn. Það er mikill lærdómur fyrir okkur sem eftir stöndum hvernig þú tókst á við veikindin. Elsku kallinn minn, ekki hafa áhyggjur af Gunnu þinni, við hugsum um hana eins best og við getum, ég veit að þú hafðir áhyggjur af henni og vildir hafa öll mál á hreinu fyr- ir hana þegar þú færir. Minningin um góðan mann lifir áfram. Þín tengdadóttir, Rannveig. Gunnar Hámundarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.