Morgunblaðið - 30.04.2014, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 30.04.2014, Qupperneq 35
hverju sumri. Tilgangurinn var að viðkomandi lærðu þýsku. Vinkon- urnar og vinnukonurnar þetta sum- arið lærðu ýmisleg orð, ekki öll á há- þýsku heldur frekar með týrólskum sönglanda. Eftir stúdentspróf úr Mennta- skólanum í Reykjavík, stundaði hún nám við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og lauk prófi 1988. Meðfram háskólanámi starfaði Ásta Hrönn sem blaðamaður á Morg- unblaðinu frá 1983-1988, fyrst í inn- lendum fréttum og síðan á við- skiptablaði Morgunblaðsins. Eftir háskólapróf starfaði Ásta Hrönn sem markaðsráðgjafi á Ís- lensku auglýsingastofunni, var fram- kvæmdastjóri Kirkjulistahátíðar og tók síðan við framkvæmdastjórn Ís- lenskrar tónverkamiðstöðvar. Að loknu MBA námi við Háskóla Ís- lands, hóf Ásta Hrönn störf við skól- ann, fyrst sem forstöðumaður sjóða Háskólans, þá sem skrifstofustjóri rekstrar- og framkvæmdasviðs og síðan framkvæmdastjóri markaðs- og samskiptasviðs. Frá hausti 2007 hefur Ásta Hrönn starfað hjá hugbúnaðarfyrirtækinu EC Software á Íslandi og í borginni Chennai á Indlandi. Fyrirtækið hannar gagnvirkan hugbúnað fyrir tölvur og snjalltæki. EC Software er með eitt hæsta hlutfall af kvenkyns stjórnendum í Tamil Nadu-héraði, og eitt af því sem þær ákváðu að gera var að stofna blaklið. „Kven- klæðnaður í Chennai er hefðbund- inn, hann heitir salwar, og sam- anstendur af síðum kjól, buxum og slæðu. Konur stunda sína líkams- rækt í þessum fötum, þær fara í þessum fötum á hlaupabrettin,“ seg- ir Ásta. Sú hefð breyttist því ekki, þó að blakliðið væri komið til sögunnar, og æfir það og spilar í sínum hefð- bundnu fötum. Áhugasvið Ástu liggur víða. Frá 7 ára til þrítugs var kórsöngur fyr- irferðamikill, fyrst í Laugarnesskóla, og síðan í Tónskóla Sigursveins. Ásta er einn af stofnfélögum Mót- ettukórs Hallgrímskirkju og söng með í 15 ár undir stjórn Harðar Ás- kelssonar. Ásta sat í stjórn Hlað- varpans í nokkur ár á meðan húsið gegndi hlutverki menningar- miðstöðvar kvenna. „Starfsins vegna eru fjarvistir margar og langar og þá er samveran með fjölskyldunni það eina sem máli skiptir og allt sem gæti flokkast undir áhugamál verður léttvægt. En þau eru samt þarna og bíða síns tíma: tónlist, leiklist, garð- urinn, gæludýrin, handavinnan og sveitin,“ segir Ásta Hrönn. Fjölskylda Eiginmaður Ástu Hrannar er Jón Karlsson, f. 13.3. 1946. Foreldrar hans: Svanborg Oktavía Karlsdóttir, f. 9.2. 1928, húsmóðir í Reykjavík, og stjúpfaðir er Hjörtur Jónsson. f. 5.2. 1920, d. 30.12. 1975 verkstjóri BÚR. Foreldrar Ástu Hrannar eru Viggó Einar Maack, f. 4.4. 1922, d. 30.10. 2013, skipaverkfræðingur og Ásta Þorsteinsdóttir f. 30. sept- ember 1924, húsmóðir og versl- unarmaður í Reykjavík. Fyrri maki Ástu Hrannar er Hörður Magnússon f. 21.2. 1965, verslunarstjóri. Börn Ástu Hrannar og Jóns eru: Hjörtur Jónsson framkvæmdastjóri, Flórída, Bandaríkjunum. Hann á Kolbrúnu Ýr, Hjört Inga, Bergdísi Sif og Sigrúnu Lilju; Hans Jónsson framkvæmdastjóri í Svíþjóð er kvæntur Camillu Jónsson tannsmið og þau eiga Anton og Sögu; Ívar Jónsson bílstjóri, Reykjavík, er kvæntur Guðnýju Sigurbjörgu Jó- hannesdóttur tryggingafræðingi. Þau eiga Erlu Björku, Fanneyju Svanborgu og Hans Jón; Jón Helgi Jónsson hugbúnaðarsérfræðingur er kvæntur Yuko Ishi hugbúnaðarsér- fræðingi og þau búa í Tokyo; Jóhann Páll Jónsson er nemi við Háskóla Ís- lands; Pétur Jónsson er nemi við Menntaskólann í Hamrahlíð og Viggó Einar Maack Jónsson er nemi við Menntaskólann í Reykjavík. Systkini Ástu Hrannar eru Lára Halla Maack geðlæknir; Pjetur Þor- steinn Maack kennari; Einar Viggó Maack, f. 14.4 1952, d. 24.7. 1977; og María Hildur Maack líf- og umhverf- isfræðingur. Úr frændgarði Ástu Hrannar Maack Ásta Hrönn Maack Daníel Þorsteinsson skipasmíðameistari í Reykjavík Guðrún Egilsdóttir húsfreyja í Reykjavík Þorsteinn Daníelsson skipasmíðameistari í Reykjavík Lára Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík Ásta Þorsteinsdóttir Maack verslunarmaður í Reykjavík Guðmundur Guðmundsson verkamaður í Reykjavík Bjarney Guðrún Eleseusdóttir húsfreyja í Reykjavík Pjetur Andrés Maack prestur á Stað í Grunnavík Vigdís Einarsdóttir húsfreyja á Stað Pjetur Andreas Maack skipstjóri í Reykjavík Hallfríður Hallgrímsdóttir Maack húsfreyja í Reykjavík Viggó Einar Maack skipaverkfræðingur í Reykjavík Hallgrímur Benediktsson söðlasmiður og bóndi á Fremsta-Felli í Kinn Elísabet Jónsdóttir ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Það er ekki oft sem fimm ættliðir, sem innihalda sex einstaklinga, koma sam- an. Það tilefni gafst í skírnarveislu þeirra Anítu Rutar og Carmen Bylgju Arnarsdætra í fyrra. Nokkur aldurs- munur er á yngsta ættliðnum og þeim elsta, eða um 87 ár. Kunnugir segja að dömurnar ungu beri engan sérstakan ættarsvip, þær líkist bara sjálfum sér. Þær eru eins árs í dag. Á myndinni eru Magnús Jón Pét- ursson langafi, Fanney Jónsdóttir langalangamma, Rúna Björg Magn- úsdóttir amma, Sigurósk Sunna Magnúsdóttir, Aníta Rut og Carmen Bylgja. Faðir tvíburanna heitir Arnar Gústafsson og litla nýstofnaða fjöl- skyldan er búsett í Garðabæ. Fimm ættliðir „Þær líkjast bara sjálfum sér“ 90 ára Anna Jóhannsdóttir Baldvin Árnason Sigurbjörg Sigbjörnsdóttir 85 ára Þóra Viktorsdóttir 80 ára Björg Gunnlaugsdóttir Guðrún Sigurbjörg Jóhannsdóttir John Ernest Benedikz Kjartan Geir Karlsson 75 ára Elísa Vilborg Berthelsen Jón Sigurbergur Kortsson María Einarsdóttir Sigvaldi Sigvaldason 70 ára Guðjón Torfason Guðrún Elín Kaaber Hreinn Ómar Arason Kristín Erna Ólafsdóttir Ólöf Karlsdóttir Sigfús Ólafsson 60 ára Eva Guðný Þorvaldsdóttir Eva Þórey Haraldsdóttir Ingvar Hólm Traustason Kristín S. Steingrímsdóttir Musiala Czeslaw Sigrún Jóna Marelsdóttir Sigurður Georgsson 50 ára Anton Ketill Halldórsson Bergþóra Vilhelmsdóttir Birgir Sigurðsson Birna Baldursdóttir Björg Þorkelsdóttir Einar Bjarnason Helgi Helgason Hrund Hafsteinsdóttir Ingunn Gyða Wernersdóttir Jón Hafsteinn Hannesson Jónína Vilborg Karlsdóttir Kolbrún Ólafsdóttir Magdalene Anna Xavier Sigurdór Sigvaldason Sigurður Ómar Hreinsson Svavar Ásbjörnsson Vilhelm Jónsson 40 ára Aðalheiður Ína Berndsen Erling Adolf Ágústsson Friðrik Tryggvi Einarsson Guðlaug Anny Guðlaugsdóttir Jenný Ýr Benediktsdóttir Jónas Hlíðar Vilhelmsson Ragnar Páll Ólafsson Stefán Ingimar Þórhallsson Valgerður Hrönn Ingvarsdóttir Þjóðbjörn Jóhannsson 30 ára Anton Rúnarsson Birkir Örn Hlynsson Garðar Guðnason Jóhannes Erlingsson Lilja Rut Bech Hlynsdóttir Maria Wiktoria Krupa Pawel Sebastian Zielke Piotr Stanislaw Turkowski Sigrún Ósk Jónsdóttir Zaneta Krystyna Dondelska Þóra Ósk Viðarsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Aron Örn býr í Hafnarfirði og er stjórn- málafræðingur. Hann vinn- ur sem vottaður trygg- ingaráðgjafi. Maki: Berglind Sigurð- ardóttir, f. 1984, vinnur hjá fjármálasviði Plain Vanilla. Dætur: Eva Antonía, f. 2009, og Rakel Birta, f. 2013. Foreldrar: Berglind Bjarnadóttir, f. 1962 og Þórarinn Gestsson, f. 1960. Aron Örn Þórarinsson 30 ára Sonja Maggý ólst upp í Hafnarfirði, en býr nú í Reykjavík. Hún er menntaður hjúkr- unarfræðingur og starf- ar sem lífstílsleiðbein- andi. Maki: Baldur Örn Ólafsson, f. 1981, lífstílsleiðbeinandi. Foreldrar: Elísabet Sonja Harðardóttir, f. 1948, leikskólastarfs- maður og Magnús Ólafs- son, f. 1946, leikari. Sonja Maggý Magnúsdóttir 30 ára Ragnar Daði býr í Reykjavík og vinnur í álverinu á Straumsvík. Maki: Sandra Dögg Vignisdóttir, f. 1988, leikskólakennari. Börn: Unnar Nói, f. 2009 og Eva Rebekka, f. 2012. Foreldrar: Ingibjörg Áslaugsdóttir, f. 1957, sjúkraliði og Jóhann Þór Alfreðsson, f. 1957, vélstjóri á Tómasi Þorvaldssyni GK. Ragnar Daði Jóhannsson Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is www.gilbert.is FYRIR ERFIÐUSTU AÐSTÆÐUR SIF BJÖRGUNARÚRIÐ ÍSLENSKT 1000 METRA VATNSHELT OFURÚR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.