Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.4. 2014 Það eru til tvenns konar frí: Allir í fríi og alltlokað eða fáir í fríi og allt opið. Auðvitað erþetta ekki alveg svona einfalt, löggæslan er vissulega alltaf til staðar, alltaf er unnið á spítöl- unum og slökkvilið er alltaf í viðbragðsstöðu. Og margir aðrir. Með öðrum orðum, grundvallarþjón- usta er alltaf til staðar. En þetta eru höfuðdrætt- irnir: Um jólin er lokað og á páskum einnig. Í seinni tíð hefur þjónustuhugtakið verið víkkað út í þessum allsherjarfríum okkar. Sífellt fleiri búðum og af- þreyingarfyrirtækjum er haldið opnum svo við hin getum skemmt okkur og keypt í soðið, helst allan sólarhringinn. Hvað þýðir það? Það þýðir að einhverjir í fjöl- skyldunni eru á vinnuvakt. Gott fyrir þau sem þjón- ustunnar njóta en verra fyrir fjölskylduna. Fyrr á tíð voru línurnar skýrari. Annaðhvort voru flestir í fríi eða flestir í vinnu. Heldur finnst mér vera eftirsjá eftir þessum tíma. Ég er með öðr- um orðum því fylgjandi að slökkva á þjónustu- samfélaginu eftir því sem kostur er um jól og páska. Allir eru þá meira og minna látnir í friði. Flestir fjölskyldumeðlimir í fríi, lítið um utanað- komandi áreiti, símhringingar í lágmarki nema inn- an fjölskyldunnar. Og fjölskyldan ræktar innbyrð- istengslin. Hún kemur saman eða hver og einn sinnir hugðarefnum sínum; les bækur, fer í göngu- túra, skoðar Geysi gjaldfrjálst og Kerið og Detti- foss eða hlustar á útvarp. Ríkisútvarpið sýnir alltaf hvað í því býr á jólum og páskum. Hátíð er í bæ og ró yfir öllu. Páskar hafa vinninginn yfir jólin að þessu leyti. Fríið er lengra – fimm dagar – og hreingerningar- og undirbúningsæðið, sem að jafnaði rennur á þjóð- ina um jól, er ekki eins ofsafengið. Um páskana er kyrrðin meiri og hvíldin að sama skapi. Hún er nán- ast fullkomin. Ef til vill ætti það að verða okkur til umhugsunar hvort ráð væri að leita ánægjunnar og gleðinnar í lífinu á fábreyttari hátt en sölumenn á markaðs- torgi hvetja okkur til að gera með keyptri neyslu af margvíslegu tagi. Alltaf meira og meira! Hvernig væri að hafa það minna og minna? Það kæmi mér ekki á óvart að ánægjan og lífsgleðin gæti risið í öf- ugu hlutfalli. Eigum við að gera tilraun? Gleðilega páska. Eigum við að reyna? * Ég er því fylgjandi aðslökkva á þjónustusam-félaginu eftir því sem kostur er um jól og páska. Allir eru þá meira og minna látnir í friði. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Ekkert lát virðist vera á vinsældum myndbandsins Þrumustuð sem Einar Baldvin Youtube-notandi setti inn á myndbandavefinn fyrir nokkrum mán- uðum. Um er að ræða upptöku af stuðkvöldi á skemmtistaðnum Kaffi Catalínu í Kópavogi þar sem lagið Þrumu- stuð er leikið undir hressilegum dansi gesta. Fyrir nokkru kom út 10 klukkustunda útgáfa mynd- bandsins, þar sem lagið rúllar aftur og aftur. Nýverið bætti mynd- bandasmiðurinn karókíútgáfu við svo hægt sé að upplifa stemninguna heima í stofu. Öll myndböndin má finna á Youtube með því að slá inn orðið þrumustuð í leitarglugga. Páskaeggin eru vinsæl á þessum árstíma en í grein Kristínar Soffíu Jónsdóttur, frambjóðanda Samfylkingar í borginni, sem hún deildi á Face- book, kemur fram að íslenskt súkkulaði sé búið til úr baunum sem ekki eru vott- aðar. „Partípúb dagsins er þetta: Það tína þrælar súkkulaðibaunirnar sem notaðar eru í páskaeggið þitt. Eigum við að sleppa því að háma í okkur þrælgóð páskaegg í ár í nafni kærleikans?“ spurði hún á Facebook í vikunni. Hallgrímur Helgason rithöfundur greip þetta á lofti og lýsti skoðun sinn á ís- lensku sælgæti: „Nammibransinn er auk þess líklega staðnaðasti brans- inn á Íslandi. Tvö þrjú gamaldags fyrirtæki að framleiða gamaldags vont nammi sem er svo nánast það eina sem er í boði í sjoppum lands- manna. Sem er reyndar ágætt því þá langar mann aldrei í nammi hér. Því allt íslenskt nammi er vont! Og hananú.“ AF NETINU Svissneski úraframleiðandinn RJ – Romain Jerome hefur sett á markað lúxusúr sem kallast Eyja- fjallajökull-Evo og kostar grip- urinn 15.900 dollara eða rúmlega 1,8 milljónir króna. Úrið er fram- leitt í aðeins 99 eintökum og segir framleiðandinn að hann sé að heiðra kraft náttúrunnar. „Þegar mannkynið gat ekki hreyft sig og gat ekki annað en dáðst að kraftinum í fjallinu,“ segir á heimasíðu fram- leiðandans, romainjerome.ch. Úrið er með hraunskífu sem er sögð vera úr hrauni úr Eyjafjallajökli. Morgunblaðið/RAX Vettvangur Eyjafjallajökuls- lúxusúr Meðlimir Sigur Rósar komu fram í Game of Thrones. Kit Harington, sem leikur John Snow í þáttaröðinni Game of Thrones, opinberaði í vikunni í samtali við canada.com hversu mikill aðdáandi Sigur Rósar hann væri. Sigur Rós lék í öðrum þætti í fjórðu seríu þáttanna þar sem þeir spila brúðarlagið The Rains of Castamere og íslenska hljóm- sveitin hefur oft talað um áhuga sinn á þáttaröðinni. „Ég elska Sigur Rós. Ég fór að sjá þá í New York og ég sat agndofa alla tónleikana.“ Leikarinn viðurkenndi að hafa fengið stjörnur í augun þegar hann sá Jónsa á settinu þegar The Rains of Casta- mere var tekið upp. Í raun hagað sér eins og smástrákur. Harington elskar Sigur Rós Kit Harington í hlutverki sínu sem John Snow. RÚV sýnir um páskana nýja íslenska sjónvarpskvikmynd í tveimur hlutum sem nefnist Ó, blessuð vertu sumarsól. Búist er við páskahreti, með sunnan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum með næturfrosti og því ágætt að vera uppi í sófa og njóta íslenskrar kvikmyndagerðar. Myndin var tekin upp á Seyðisfirði árið 2011 en framleiðandi er Kvik- myndafélag Íslands. Meðal leikenda eru Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Theó- dór Júlíusson , Vignir Rafn Valþórsson, Magnea Björk Valdimarsdóttir og Þorsteinn Bachmann . Ólafía Hrönn Jónsdóttir í hlutverki sínu. Fyrri hluti myndarinnar er sýnd- ur á RÚV á páskadag kl.20.55 og síðari hluti annan í páskum kl.21.30. Sumarsól í vorkulda Theódór Júlíusson leikur trillukarl sem kemur heim úr lang- ferð með óvæntar fréttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.