Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.4. 2014
Það eru til tvenns konar frí: Allir í fríi og alltlokað eða fáir í fríi og allt opið. Auðvitað erþetta ekki alveg svona einfalt, löggæslan er
vissulega alltaf til staðar, alltaf er unnið á spítöl-
unum og slökkvilið er alltaf í viðbragðsstöðu. Og
margir aðrir. Með öðrum orðum, grundvallarþjón-
usta er alltaf til staðar. En þetta eru höfuðdrætt-
irnir: Um jólin er lokað og á páskum einnig. Í seinni
tíð hefur þjónustuhugtakið verið víkkað út í þessum
allsherjarfríum okkar. Sífellt fleiri búðum og af-
þreyingarfyrirtækjum er haldið opnum svo við hin
getum skemmt okkur og keypt í soðið, helst allan
sólarhringinn.
Hvað þýðir það? Það þýðir að einhverjir í fjöl-
skyldunni eru á vinnuvakt. Gott fyrir þau sem þjón-
ustunnar njóta en verra fyrir fjölskylduna.
Fyrr á tíð voru línurnar skýrari. Annaðhvort
voru flestir í fríi eða flestir í vinnu. Heldur finnst
mér vera eftirsjá eftir þessum tíma. Ég er með öðr-
um orðum því fylgjandi að slökkva á þjónustu-
samfélaginu eftir því sem kostur er um jól og
páska. Allir eru þá meira og minna látnir í friði.
Flestir fjölskyldumeðlimir í fríi, lítið um utanað-
komandi áreiti, símhringingar í lágmarki nema inn-
an fjölskyldunnar. Og fjölskyldan ræktar innbyrð-
istengslin. Hún kemur saman eða hver og einn
sinnir hugðarefnum sínum; les bækur, fer í göngu-
túra, skoðar Geysi gjaldfrjálst og Kerið og Detti-
foss eða hlustar á útvarp. Ríkisútvarpið sýnir alltaf
hvað í því býr á jólum og páskum.
Hátíð er í bæ og ró yfir öllu.
Páskar hafa vinninginn yfir jólin að þessu leyti.
Fríið er lengra – fimm dagar – og hreingerningar-
og undirbúningsæðið, sem að jafnaði rennur á þjóð-
ina um jól, er ekki eins ofsafengið. Um páskana er
kyrrðin meiri og hvíldin að sama skapi. Hún er nán-
ast fullkomin.
Ef til vill ætti það að verða okkur til umhugsunar
hvort ráð væri að leita ánægjunnar og gleðinnar í
lífinu á fábreyttari hátt en sölumenn á markaðs-
torgi hvetja okkur til að gera með keyptri neyslu af
margvíslegu tagi. Alltaf meira og meira! Hvernig
væri að hafa það minna og minna? Það kæmi mér
ekki á óvart að ánægjan og lífsgleðin gæti risið í öf-
ugu hlutfalli. Eigum við að gera tilraun?
Gleðilega páska.
Eigum við að reyna?
* Ég er því fylgjandi aðslökkva á þjónustusam-félaginu eftir því sem kostur er
um jól og páska. Allir eru þá
meira og minna látnir í friði.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
Ekkert lát virðist vera á vinsældum
myndbandsins Þrumustuð sem
Einar Baldvin Youtube-notandi
setti inn á myndbandavefinn fyrir
nokkrum mán-
uðum. Um er að
ræða upptöku af
stuðkvöldi á
skemmtistaðnum
Kaffi Catalínu í
Kópavogi þar sem lagið Þrumu-
stuð er leikið undir hressilegum
dansi gesta. Fyrir nokkru kom út
10 klukkustunda útgáfa mynd-
bandsins, þar sem lagið rúllar aftur
og aftur. Nýverið bætti mynd-
bandasmiðurinn karókíútgáfu við
svo hægt sé að upplifa stemninguna
heima í stofu. Öll myndböndin má
finna á Youtube með því að slá inn
orðið þrumustuð í leitarglugga.
Páskaeggin eru vinsæl á þessum
árstíma en í grein Kristínar
Soffíu Jónsdóttur, frambjóðanda
Samfylkingar í
borginni, sem
hún deildi á Face-
book, kemur
fram að íslenskt
súkkulaði sé búið
til úr baunum sem ekki eru vott-
aðar. „Partípúb dagsins er þetta:
Það tína þrælar súkkulaðibaunirnar
sem notaðar eru í páskaeggið þitt.
Eigum við að sleppa því að háma
í okkur þrælgóð páskaegg í ár í
nafni kærleikans?“ spurði hún á
Facebook í vikunni. Hallgrímur
Helgason rithöfundur greip þetta
á lofti og lýsti
skoðun sinn á ís-
lensku sælgæti:
„Nammibransinn
er auk þess líklega
staðnaðasti brans-
inn á Íslandi. Tvö þrjú gamaldags
fyrirtæki að framleiða gamaldags
vont nammi sem er svo nánast það
eina sem er í boði í sjoppum lands-
manna. Sem er reyndar ágætt því
þá langar mann aldrei í nammi hér.
Því allt íslenskt nammi er vont! Og
hananú.“
AF NETINU
Svissneski úraframleiðandinn RJ –
Romain Jerome hefur sett á
markað lúxusúr sem kallast Eyja-
fjallajökull-Evo og kostar grip-
urinn 15.900 dollara eða rúmlega
1,8 milljónir króna. Úrið er fram-
leitt í aðeins 99 eintökum og segir
framleiðandinn að hann sé að heiðra
kraft náttúrunnar. „Þegar mannkynið
gat ekki hreyft sig og gat ekki
annað en dáðst að kraftinum í
fjallinu,“ segir á heimasíðu fram-
leiðandans, romainjerome.ch.
Úrið er með hraunskífu
sem er sögð vera úr
hrauni úr Eyjafjallajökli.
Morgunblaðið/RAX
Vettvangur
Eyjafjallajökuls-
lúxusúr
Meðlimir Sigur Rósar komu fram í Game of Thrones.
Kit Harington, sem leikur John Snow í
þáttaröðinni Game of Thrones, opinberaði
í vikunni í samtali við canada.com hversu
mikill aðdáandi Sigur Rósar hann væri.
Sigur Rós lék í öðrum þætti í fjórðu seríu
þáttanna þar sem þeir spila brúðarlagið
The Rains of Castamere og íslenska hljóm-
sveitin hefur oft talað um áhuga sinn á
þáttaröðinni. „Ég elska Sigur Rós. Ég fór
að sjá þá í New York og ég sat agndofa alla tónleikana.“
Leikarinn viðurkenndi að hafa fengið stjörnur í augun
þegar hann sá Jónsa á settinu þegar The Rains of Casta-
mere var tekið upp. Í raun hagað sér eins og smástrákur.
Harington elskar
Sigur Rós
Kit Harington í
hlutverki sínu
sem John Snow.
RÚV sýnir um páskana nýja íslenska sjónvarpskvikmynd í tveimur
hlutum sem nefnist Ó, blessuð vertu sumarsól. Búist er við páskahreti,
með sunnan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum með næturfrosti
og því ágætt að vera uppi í sófa og njóta íslenskrar kvikmyndagerðar.
Myndin var tekin upp á Seyðisfirði árið 2011 en framleiðandi er Kvik-
myndafélag Íslands. Meðal leikenda eru Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Theó-
dór Júlíusson , Vignir Rafn Valþórsson, Magnea Björk Valdimarsdóttir
og Þorsteinn Bachmann .
Ólafía Hrönn Jónsdóttir í hlutverki sínu. Fyrri hluti myndarinnar er sýnd-
ur á RÚV á páskadag kl.20.55 og síðari hluti annan í páskum kl.21.30.
Sumarsól í vorkulda
Theódór Júlíusson
leikur trillukarl sem
kemur heim úr lang-
ferð með óvæntar
fréttir.