Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Qupperneq 16
SUMARIÐ Í PAKKA av Vikuferð til Gard atnsins 21.-28. júní 2014 Verð frá: 145.900 kr. wowtravel.is Katrínartún 12 105 Reykjavík Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir. Fáir staðir á Ítalíu hafa notið jafnmikilla vinsælda og eitt fegursta vatn landsins, Gardavatn, þar sem náttúrufegurðin er engri lík. Það er alltaf líf og fjör hjá krökkunum í Reykjadal og eru þau mjög þakklát fyrir viðburðinn. Morgunblaðið/Ernir B lásið verður til skemmti- og íþróttaviðburðar sumardaginn fyrsta, 24. apríl næstkomandi. Við- burðurinn ber yf- irskriftina Þorir þú að vera fatl- aður? og er haldinn til styrktar Reykjadal, sumarbúðum fyrir fötl- uð börn sem reknar eru af Styrkt- arfélagi lamaðra og fatlaðra. Hópur í MPM-námi í Háskóla Reykjavík- ur stendur að viðburðinum sem er hluti af náminu. Viðburðurinn fer fram í Laugardalshöll þar sem ófatlaðir fá tækifæri til að keppa í íþróttum fatlaðra. Keppt verður í hjólastólaspretti og hjólastólahand- bolta í Laugardalshöll. Hópur í MPM-námi í Háskóla Reykjavíkur stendur að viðburð- inum sem er hluti af náminu. „MPM er verkefnastjórnunarnám. Þetta er liður í áfanga á þessari önn þar sem við fáum að velja okk- ur raunhæft verkefni sem við sjáum um að útsetja og skipu- leggja,“ segir Hafdís Huld Björns- dóttir, einn skipuleggjenda verk- efnisins. „Árlega dvelja í Reykjadal um 240 börn víðsvegar að af land- inu. Okkur þykir starfið í Reykja- dal skemmtilegt og fallegt en því miður hefur stundum verið erfitt að ná endum saman í reksti.“ Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra segir stuðninginn kærkominn. „Þetta er náttúrlega alveg frábært. Þetta er ómæld vinna sem hóp- urinn leggur í viðburðinn og mikils virði fyrir félagið,“ segir Berglind Sigurgeirsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri SLF. „Á hverju ári vantar upp á um 18 milljónir til að ná endum saman. Það er erfitt að ná að afla þess fjár á hverju ári og því er svona liðsstyrkur úr óvæntri átt alveg ómetanlegur fyrir okkur.“ Allir geta gert sér glaðan dag Viðbrögðin við verkefninu hafa ver- ið gríðarlega góð en hópurinn hvet- ur fyrirtæki til þess að senda þátt- takendur til leiks. „Þónokkur fyrirtæki hafa skráð sig til leiks í báðar keppnir en sjálft landsliðið í hjólastólahandbolta keppir við fyr- irtækin,“ segir Hafdís Huld. Auk þess verður mikið um að vera fyrir fólk og fjölskyldur sem geta gert sér glaðan dag. „Þetta lofar mjög góðu. Við höfum fengið til liðs við okkur skemmtilegt fólk sem tekur þátt í viðburðinum. Þá verða skemmtiatriði og ýmsar óvæntar uppákomur. Hundurinn Hvati hvolpur verður líka á svæðinu.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköp- unarsviðs Samtaka atvinnulífsins, verður kynnir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Adolf Ingi Erl- ingsson sjá um lýsingar á keppn- isgreinum og Solla stirða lætur sjá sig. Ýmislegt skemmtilegt verður fyrir börnin, svo sem andlitsmáln- ing og fá þau einnig að prófa hjóla- stólana. „Við hvetjum alla til að koma og taka þátt í þessu með okkur. Hægt er að nálgast allar upplýsingar á síðunni www.facebook.com/ hvatihvolpur. Fram að keppninni og á viðburðinum sjálfum verður símanúmer opið sem hægt er að hringja í og gefa frjáls framlög. Fólk getur þá komið, horft á skemmtilegar keppnir og styrkt gott málefni í leiðinni.“ Söfnunarsími 902-0010 - 1.000 kr. 902-0030 - 3.000 kr. 902-0050 - 5.000 kr. Hjólastólakeppni: Riðlakeppni Hver stóll kostar að lágmarki 75.000 kr. Hjólastólahandbolti: Riðla- keppni, hvert lið með fjóra þátttak- endur Hver stóll kostar að lágmarki 75.000 kr. Samtals fyrir hvert lið 300.000 kr. Skráning: hvati@slf.is STARFSEMIN Í REYKJADAL ER FÖTLUÐUM BÖRNUM ÓMETANLEG Keppa til góðs SUMARBÚÐIRNAR REYKJADALUR, FYRIR FÖTLUÐ BÖRN, HAFA OFT ÁTT ERFITT UPPDRÁTTAR VEGNA SKORTS Á FJÁRMAGNI. HÓPUR FÓLKS Í MPM-NÁMI Í HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK STENDUR FYRIR ÍÞRÓTTAVIÐBURÐI FYRIR ÓFATL- AÐA MEÐ ÞAÐ AÐ MARKMIÐI AÐ STYÐJA ÞÁ GÓÐU STARFSEMI SEM FRAM FER Í REYKJADAL. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Hópur sem stendur á bak við íþróttamótið: (frá vinstri) Torfi Dan Sævarsson, Hafdís Huld Björnsdóttir, Rebekka Helga Aðalsteinsdóttir, Áslaug Ármanns- dóttir og Gísli Rúnar Guðmundsson. Á myndina vantar Sigurð T. Valgeirsson. 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.4. 2014 Fjölskyldan Ávextir eru yfirleitt vaxhúðaðir eða búið að spreyja þá með ýmsum efnum til þess aðþeir endist lengur eða til að verjast skordýrum og öðru. Gott ráð er að skella ávöxt- um í vatn, til dæmis í vaskinum, hella út í einum bolla af ediki og hræra í 10 mínútur. Vatnið verður skítugt en ávextirnir hreinir og fínir og lausir við möguleg eiturefni. Snjallt ávaxtaráð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.