Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Síða 17
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir fjöl- skyldustundirnar ákaflega dýrmætar, sér í lagi þegar mikið er að gera hjá meðlimum. Þátturinn sem allir geta horft á? Þeim fer fjölgandi þáttunum sem við getum öll horft á saman og haft gam- an af, frá fimm ára til tæplega mið- aldra. Fyrst koma mér í hug dýra- lífs- og fræðsluþættirnir um heiminn sem voru alltaf á dagskrá á mánu- dagskvöldum. Við skemmtum okkur konunglega með mörgæsunum og ís- björnunum og fylgdumst svo spennt með harðri lífsbaráttu þeirra þess á milli. Fólkið í blokkinni var líka í miklu uppáhaldi hjá okkur öllum. Spaugstofan og Ísland got tal- ent komast líka á blað. Maturinn sem er í uppá- haldi hjá öllum? Þetta er auðvelt, kjúklingakássa eins og amma Fríða (mamma mín) bjó alltaf til. Helgi Matthías, yngri sonur minn, er alltaf al- sæll þegar þessi rétt- ur er í matinn því þá er hann viss um að fá eftirrétt. Af hverju skyldi það vera? Jú, það er sko ekkert mál að klára matinn sinn þegar þetta er í matinn. Skemmtilegast að gera saman? Okkur þykir mjög gaman að ferðast saman, innan- lands sem utan, og eigum ótrúlega margar góðar og notalegar minningar úr skemmtilegum ferðalögum. Við förum á Þjóðhátíð í Eyjum á hverju ári og erum farin að hlakka til næstu hátíðar þegar við keyr- um upp úr Herjólfi í Landeyjahöfn. Svo þykir okkur líka gaman að fara saman í bíó, út að hjóla og í fjöruferð. Borðið þið morgunmat saman? Við reynum að gera það, en oftast er það á miklum hlaupum. En það borða samt allir morgunmat áður en hald- ið er út í daginn, eða svona yfirleitt. Oftast. Ókei, það tekst oftar um helg- ar. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Okkur þykir rosalega gott bara að vera saman, eiga notalegan letidag heima á náttföt- unum, spjalla saman um heima og geima og gera kannski bara lítið sem ekki neitt. Í miklu annríki eru þær stundir ákaflega dýrmætar og þá hreinlega skiptir ekki máli hvað við erum að gera. En af því að sumarið er nú alveg að koma þá er það líka alveg uppáhalds að vera á pallinum heima á Heiðarbrún, fara í pottinn, sleikja sólina og hafa það almennt huggulegt. Já, ég skal alveg viðurkenna að ég er tilbúin í sumarið! EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Þjóðhátíð í miklu uppáhaldi Ragnheiður Elín Árnadóttir 590 3000 wowtravel@wowtravel.is Menningarferð til Varsjár og Kraká 1.-8. ágúst 2014 Verð frá: 149.900 kr. Fararstjóri:Óttar Guðmundsson læknir og rithöfundur. Í ferðinni kynnir Óttar fyrir gestum sínum sögu, menningu, listir og mannvirki þessara borga, sem hafa þolað bæði súrt og sætt og er saga þeirra oft á tíðum ótrúleg. BÓKAÐU Í TÍMA 20.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 … að turtildúfur velja sér einn maka fyrir lífstíð? Það er ekki að ástæðulausu að talað er um tvær dúfur í hinu erlenda jólalagi Þrettán dagar jóla í þýðingu Hinriks Bjarnasonar. Vissir þú …*Ekki setja öll páskaeggin þín íeina körfu. Páskakanínan Krakkajóga nýtur æ meiri vin-sælda hér á landi. Jógasetr-ið er á meðal þeirra sem bjóða upp á jóga fyrir krakka á aldrinum 4-14 ára og þar skiptast jógatímar í þrjá aldursflokka, 4-7 ára, 8-11 ára og 12-14 ára. Álfrún Helga Örnólfsdóttir kennir krakkajóga í Jógasetrinu og segir jóga til að mynda veita börnum góða tækni til að róa sig sjálf niður og ná stjórn á önduninni. „Krakkar þurfa á slökun að halda eins og við fullorðna fólkið. Þau eru reyndar betri að lifa í núinu á meðan við fullorðna fólkið erum stundum upp- tekin við að hugsa um framtíðina og festumst gjarnan í fortíðinni. Hug- leiðsla er góð fyrir alla og ef hún er þjálfuð sérstaklega á meðan við er- um börn þá verður hún þeim eðl- islæg. Það er mjög gott að hafa tæki til að minnka skvaldrið í höfð- inu á sér af og til,“ segir Álfrún. Sigraðist á hræðslunni „Við erum að kenna krökkunum kyrrð, að geta sest niður, lokað aug- unum og fundið sjálf leið til þess að slaka á. Þau eru svo móttækileg að þau nota það sem þau læra í tím- unum í sínu daglega lífi. Ein stelpa sem er búin að vera hjá mér í jóga síðan hún var fimm ára var logandi hrædd við sprautu sem hún þurfti að fá en náði tökum á hræðslunni með því að fara með möntru sem hún hafði lært í jóganu. Dætur mínar eiga það líka til að setjast í hug- leiðslustöðu í bílnum eða syngja möntrur þegar þær eru heima að dunda sér. Jóga snýst líka mikið um að búa til jafnvægi svo við erum ekki bara að hægja á önduninni og skapa ró heldur eru líka gerðar æfingar til að rífa upp orkuna, bæði með öndun og líkamsæfingum. Jógastöðurnar sem við gerum eru mjög styrkjandi og skemmtilegar í þokkabót.“ Krakkarnir tilbúnir að prófa Mismunandi er eftir hópum hvernig kennslan fer fram. Álfrún kennir 8- 11 ára krökkum og þar er lögð áhersla á ýmsar jógastöður og æf- ingar sem styrkja jafnvægi, einbeit- ingu og samhæfingu. Þá eru einfald- ar öndunaræfingar kenndar auk þess sem möntrur eru sungnar með hreyfingum, farið í leiki, kynnst jógafrosknum Manduk ásamt því að hugleiða stutta stund í senn. Allir tíma enda síðan á slökun eins og er venjan í jóga. Hún segir að krakk- arnir hafi mjög gaman af jóga og eigi auðvelt með að framkvæma jógastöður, enda flestir krakkar lið- ugir og tilbúnir að prófa. „Ég kenni jóga mikið í gegnum sögur og leiki. Sögurnar hjálpa þeim að halda at- hygli og þannig eru æfingarnar settar inn í aðstæður í lífinu þar sem jógað getur hjálpað okkur. Krökkunum finnst þetta rosalega gaman og mér líka.“ HUGLEIÐSLA ER GÓÐ FYRIR ALLA Krakkar læra slökun í jóga MEÐ JÓGA LÆRUM VIÐ AÐ STJÓRNA ÖNDUN, SLAKA Á OG TEYGJA VEL Á LÍK- AMANUM. IÐKUNIN HÖFÐ- AR EKKI EINUNGIS TIL FULL- ORÐINNA HELDUR ER HÚN TILVALIN FYRIR KRAKKA Á ÖLLUM ALDRI. JÓGAKENN- ARI SEGIR ÞAU FLJÓT AÐ LÆRA AÐ NÝTA SÉR JÓGA Í DAGLEGU LÍFI. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Einbeittir jógaiðkendurnir ĺétu ljósmyndarann sko ekki slá sig út af laginu. Með jógaiðkun ná krakkarnir bæði að hafa stjórn á öndun og fá aukna orku. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.