Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Síða 18
Ferðalög og flakk Óhefðbundið flughótel *Við fyrstu sýn mætti halda að í þétt-um skógi nálægt vesturströndKostaríka hefði orðið flugslys. Svoer ekki, heldur er þar að finna gisti-stað sannarlega frábrugðinn flestum:Lúxushótel í skrokki gamallar Bo-eing 727-flugvélar. Á hótelinu, Costa Verde, eru tvö risaherbergi og stofa, og verönd tengd trjánum fyrir utan. Eyjan Bali í Indónesíu er yndisleg og gaman að vera kominn aftur eftir 34 ár. Ég hef talað um þessa stórkostlegu eyju við kærustuna mína, Ingu Vestmann, síðan við kynntumst fyrir mörgum árum og loks erum við komin hingað til þess að fagna 50 ára afmæli Ingu. Fólkið á Balí er yndislegt, eyjan undur- samleg að öllu leyti, hitinn er um 30 gráður en rakinn reyndar nokkuð mikill. Við erum með innfæddan leiðsögumann, sá er sonur eins skipverjans sem var um borð hjá pabba þegar hann var skipstjóri hér á vegum FAO, Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Það gerir upplifunina enn skemmtilegri og héðan er sem sagt allt frábært að frétta. Þórhallur Jónsson Balí er ákjósanlegur staður til að láta rómantíkina blómstra. Fallegar strendur og yndislegt fólk. Dásamlegur staður Inga og Þórhallur á Balí í vikunni. PÓSTKORT F RÁ BALÍ S ólin virkar eins hver svo sem strandbærinn er, hvarvetna er hægt að fá sér gott í gogginn og mannlífið er víða notalegt og afslappað. Íslendingar hafa sótt Spán heim af miklum dugnaði í áratugi og sóla sig líka samviskusamlega á Ítalíu, Grikklandi og víðar við Miðjarðarhafið. Franska rívíeran virðist hins vegar undarlega fjarlægur staður þegar landinn hugsar sér til hreyfings. Ekki hefur verið boðið upp á beint flug á svæðið eða hópferðir norðan af Íslandi svo vitað sé. En nú þegar ferðaskrifstofa er starf- rækt í tölvunni á flestum heimilum er auðveldara en oft áður að prófa eitthvað nýtt og flug þangað suður eftir er hægt að kaupa fyrir einkennilega lágt verð miðað við ýmislegt annað. Dæmi: flug á milli London og Nice, fyrir tvo, fram til baka, fékkst fyrir fáeinum dögum á 30 þús. kr. Á háannatíma, í ágúst, vel að merkja. Alþjóðaflugvöllur er við enda aðalgötunnar á ströndinni þarna í Englaflóa. Það er eins og að lenda á Akureyri: túristinn er kominn í miðbæinn áður en hann veit af. Verðlag hefur þótt í hærri kantinum í Suður-Frakklandi, og vita- skuld er lítið mál að eyða fúlgum eins og annars staðar, en ekki nauðsyn. Bæði eru tiltölulega lítil fjölskylduhótel í borginni og næstu bæjum, og stór íbúðahótel þar sem nokkrir geta verið saman fyrir mjög sanngjarnt verð. Frakkar eru góðir kokkar eins og allir vita og víða hægt að fá gómsætan mat á góðu verði. Þeir sem vilja sletta úr klaufunum og djamma hraustlega fá eitt- hvað fyrir sinn snúð í Nice en ekki síður þeir sem vilja slaka á, ganga um í rólegheitum og skoða sig um. Margt ferðamanna er jafnan í borginni, m.a. á ströndinni, en þangað sækja heimamenn líka í mikl- um mæli, ekki síst á þann hluta sem sést á myndinni þar sem ekkert kostar að leggjast enda grjót en ekki sandur. Ótrúlega gott að liggja þar á handklæði og sandur festist ekki í sundskýlunni … Sand- ströndin er svo við hliðina fyrir þá sem vilja. Lítið mál er að ferðast um svæðið, t.d. í lest eða strætó, stoppa í litlu þorpi við vík eða vog. Dvergríkið Mónakó er ekki nema 15 km austan við Nice og gaman að skoða sig um þar. Það er á misskilningi byggt að allir þurfi að fylla veskið af seðlum áður en haldið er til Mónakó. Reyndar er auðvelt að eyða miklu á skömmum tíma; áhuga- samir geta leigt sér herbergi yfir nótt og fengið að borga nokkur hundruð þúsund krónur. Rándýr matur er í boði en allt hið hefð- bundna fyrir okkur þessi „venjulegu“ er líka fáanlegt. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson FRANSKA RÍVÍERAN Næs í Nice AUSTASTI HLUTI SUÐURSTRANDAR FRAKKLANDS ER HRÍFANDI SVEIT. ÞAR ER NICE HÖFUÐSTAÐURINN EN MEÐFRAM STRÖNDINNI FJÖLDI LÍTILLA PLÁSSA ÞAR SEM TÍMINN ER HREINT EKKI Á HRAÐFERÐ. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.