Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Side 19
Spirit Airlines virðist óvinsælasta flugfélag Bandaríkjanna ef marka má fjölda kvartana frá viðskipta- vinum. Forsvarsmenn félagsins ættu svo sem að vera farnir að venjast þessu því það er nú á toppi listans fimmta árið í röð. Samkvæmt tölum sem birtar hafa verið er þrisvar sinnum líklegra að fólk kvarti undan þjónustu Spirit en þess félags sem er í öðru sæti þessa óvinsældalista. Teknar eru saman tölur um fjölda kvartana vegna flugsins sjálfs, fargjalda, farangurs og hvernig gengur að fá endurgreitt ef fólk á rétt á því. Vert er að geta þess að fæstir kvarta við Southwest Airlines. Efst á óvin- sældalistanum 20.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í MEISTARANÁM VIÐ HR hr.is/meistaranam VILTU NÁ FORSKOTI? Ylfa Ýr Steinsdóttir Reikningshald og endurskoðun 2011 Senior Associate hjá KPMG KOMDU Á KYNNINGAR- FUND Í HR: Miðvikudagur 23. apríl: Meistaranám í heilbrigðisverkfræði kl. 15:00 í stofu M209 Mánudagur 28. apríl: Meistaranám við lagadeild kl. 12:00 í stofu M103 - dómsalur Meistaranám við tölvunarfræðideild kl. 16:15 í stofu M104 Meistaranám í verkefnastjórnun (MPM) kl. 17:00 í stofu V101 Meistaranám við tækni- og verkfræðideild kl. 16:30 í stofu V102 Þriðjudagur 29. apríl MBA-nám HR kl. 12:00 í stofu M208 Meistaranám við viðskiptadeild kl. 16:00 í stofu V102 Miðvikudagur 30. apríl: Meistaranám í íþróttafræði kl. 16:00 í stofu M209 Frekari upplýsingar á hr.is/kynningarfundir mat, sögur og söguna, óskir og drauma en mest þó um núið,“ segir á vefnum. Ferðin mun liggja um Gautlönd í Svíþjóð, Noreg upp úr og niður úr, Svalbarða, Hjaltland, Orkneyjar, Katnes og nyrstu odda Skotlands, Suðureyjar, Mön, Írland, Færeyjar, vesturströnd Grænland, Baffinseyju, Labrador, Nýfundnaland, Nýja-Skotland og Ísland. „Förufólk kallast fólk sem flakkar um og vinn- ur fyrir mat sínum með sögumennsku; að þessu sinni með bréfum frá norðlægum breiddar- gráðum,“ segir á vefnum. Hjónin Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður, og Alda Lóa Leifsdóttir ljósmyndari eru nýlögst í mánaða ferðalag ásamt dótturinni Sóleyju. Á vefnum er hægt að fylgjast með túrnum en þar er að finna bráðskemmtilegt efni hjónanna sem fjalla um margvísleg málefni; sjá www.forufolk.is. „Förufólk er vefur sem segir frá sex mánaða ferð lítillar fjölskyldu um fornt áhrifasvæði vest- norrænna manna frá vori til snemmveturs 2014. Á vefnum birtast dagbókarbrot í máli og mynd- um, greinar og frásagnir, ljósmyndir, myndbönd og hvaðeina um fólk og samfélag, menningu og FARA UM FORNT ÁHRIFASVÆÐI VESTNORRÆNNA MANNA Um borð í Norrænu. Þar hanga þrettán málverk eftir Birgi heitinn Andrésson af ís- lenskum frímerkjum sem gefin voru út í tilefni af alþingishátíðinni 1930. forufolk.is Hálft ár á norðlægum breiddargráðum Íbúar Bayern, og raunar fleiri þýskra borga, hafa stundað það í nokkrum mæli í gegnum árin að ganga um kviknaktir á ákveðnum stöðum þrátt fyrir að það hafi strangt til tekið verið óheimilt. Þýsk lög sem bönnuðu nekt á al- mannafæri féllu úr gildi síðastliðið haust, síðan þá hefur málið verið rætt nokkuð ítarlega í höfuðborg Bæjaralands og nú verið samþykkt formlega að löglegt sé að ganga um á Adams- og Evuklæðum á sex skil- greindum svæðum. Þau eru ekki lokuð en líklega ekki vel séð að fólk fjölmenni þangað einungis fyrir for- vitni sakir. Mestu máli skiptir þó að enginn þarf lengur að óttast rass- skellingu frá laganna verði eða öðru yfirvaldi fyrir að sinna þessu áhugamáli. AFP Velkomið að striplast í München

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.