Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Síða 22
Heilsa og hreyfing *Það er gott að hafa augun opin fyrir þvíhvernig má auka hollustuna í mataræðinu.Döðlur geta til dæmis komið í stað súkku-laðis og slökkt á sykurlöngunina en þær inni-halda helmingi færri hitaeiningar en súkku-laði. Þetta kemur fram á heimasíðunniHeilsutorg.com en þar má finna fjölmörg góð ráð og ýmsan fróðleik er varðar heilsu, mat- aræði og lífsstíl. Döðlur í stað súkkulaðis Hreyfing er öllum lífsnauðsynleg en sumum líkar þó illa við að fara í ræktina og hlaupa á hlaupabrettinu eða gera hefðbundnar æfing- ar. Þá er gott að finna frumlegri leiðir til þess að hreyfa sig án þess að manni leiðist en góð líkamsrækt þarf ekki að vera bundin við aðild að líkamsræktarstöð. Garðvinna getur verið öflug líkamsrækt. Sumarið er á næsta leiti og nú er um að gera að fara út í garð og hreinsa þar til eftir vet- urinn. Eins er hægt að skipta út skrifborðs- stólnum fyrir jafnvægisbolta. Þannig er mað- ur á sífelldri hreyfingu og hugar betur að lík- amsstöðunni. Dans er líka frábær líkamsrækt og umfram allt skemmtileg. Nú er kannski tíminn til þess að skrá sig á dansnámskeið eða einfaldlega bara að hækka í tónlistinni heima við og sleppa fram af sér beislinu. HUGSUM ÚT FYRIR KASSANN Öðruvísi líkamsrækt Maður þarf ekki að vera fastur við hlaupabrett- ið, garðvinna er líka góð líkamsrækt. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason M argir telja eplaedik allra meina bót og fyrir liggja fjölmörg ráð um hvernig nota má eplaedik til þess að takast á við hvers konar vandamál. Epla- edik er náttúrulegt efni unnið úr eplum sem hafa verið látin gerjast. Það er talið stuðla að uppbyggingu heil- brigðrar þarmaflóru og öflugri meltingu. Eftir stutta leit á netinu má finna ráð sem miða að því að koma í veg fyrir brjóstsviða, losna við bólur, fá glansandi hár, grennast og lækka of háan blóðþrýsting. Eins og oft vill verða með nátt- úrulegar lausnir mættu vera fleiri vísindalegar rannsóknir þeim til stuðnings. Sumar rannsóknir hafa bent til þess að eplaedik sé gagnlegt til lækkunar of hás blóðþrýstings og kól- esteróls en það er enn of snemmt að segja til um það með vissu. Best er að fólk prófi sig áfram með litla skammta og athugi hvort það finni mun á sér. Á heimasíðunni hómópati.is er eplaedik sagt jafna sýrustig líkamans og gera hann basískari. Í eplum eru svokölluð pektín sem eru ensím sem aðstoða við niðurbrot prótína í meltingar- veginum. Til að bæta meltinguna er því mælt með að bæta tveimur til þremur matskeiðum í volgt vatn. Í það má svo blanda teskeið af hunangi og drekka svo tvisvar á dag líkt og um te væri að ræða. Þá er eplaedik talið geta hjálpað til við að léttast en þá er sett matskeið af eplaediki í vatn og það svo drukkið fyrir hverja máltíð. Á heimasíðu Gerson-stofnunarinnar sem leggur áherslu á náttúrulegar leiðir gegn sjúkdómum er farið fögrum orðum um áhrifamátt eplaediks og sagt að áður en langt um líður muni allir vilja hafa flösku af eplaediki í hverju herbergi heimilisins enda hægt að nota það til matargerðar, í sjampó, til þess að þrífa heimilið og lækna sár og bólgur svo fátt eitt sé nefnt. Fyrst og fremst er lögð áhersla á að um gæðaedik sé að ræða, lífrænt og lítið unnið. Þá er mælt með því að þynna það í vatni þar sem hreint edik þykir of sterkt. Til þess að hreinsa húðina er mælt með því að blanda saman soðnu vatni og eplaediki. Dýfa svo þvottapoka í blönduna og strjúka yfir húðina. Þá er líka mælt með notkun eplaediksblöndu á sólbrennda húð og sem svitalyktareyði en eplaedik er talið eyða slæmri lykt. EPLAEDIK ER TIL MARGS NYTSAMLEGT Epli á dag … … KEMUR SKAPINU Í LAG. EPLAEDIK ER AF MÖRGUM TALIÐ ALGJÖRT KRAFTAVERKAMEÐAL OG M.EÐAL ANNARS TALIÐ STUÐLA AÐ GÓÐRI OG HEILBRIGÐRI ÞARMAFLÓRU. María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Eplaedik hefur helst verið rannsakað í tengslum við sykursýki en niðurstöður benda til þess að epla- edik geti komið jafnvægi á glúkósa í blóðinu. Ný rannsókn bendir til þess að þær konur sem borða mikið magn mettaðrar fitu eigi meira á hættu að fá brjóstakrabbamein en konur sem borða fituminni fæðu. Fram að þessu hafa rannsóknir verið misvísandi um áhrif mettaðrar fitu. Rannsóknin var unnin á vegum krabbameinsmið- stöðvar í Mílanó og birt í fræðiritinu The Journal of the National Cancer Institute. Hátt í 340 þúsund konur frá tíu löndum í Evrópu tóku þátt í rannsókninni og var þeim fylgt eftir í tæp tólf ár. Þær sem innbyrtu mikla fitu (u.þ.b. 48 g á dag) voru 28% líklegri til þess að fá brjóstakrabbamein en þær sem borðuðu fituminni mat (um 15,4 g á dag). Taka skal þó fram að enn á eftir að rannsaka hversu mikið magn mettaðrar fitu er óhætt að innbyrða en þeir sem unnu að rannsókninni mæla þó með því að konur haldi sig í neðri mörkum þ.e. fari ekki fram úr 15 grömmum á dag. Mettuð fita finnst aðallega í kjöti, osti, smjöri eða unn- um matvörum. Talið er að mataræði geti haft áhrif á þróun krabbameins. Morgunblaðið/Þorkell BRJÓSTAKRABBAMEINSVÁIN Mettuð fita

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.